Dagblaðið - 22.06.1979, Side 13

Dagblaðið - 22.06.1979, Side 13
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ1979. 13 —segirfangisemámargraára vistáKvíabryggjufyrírhöndum Séð inn f herbergi eins fang.ins. Iler- bergin eru talsvert rýmri en venja er á heimavistarskólum. Ólafur Ottósson forstöðumaður og Jón Elbergs fangavörður. ara manna eru yfirleitt ekki heldur í góðu lagi. ,,Patent”-lausnir á þessum málum eru þó ekki til.” ,,Ég á mér þá eina ósk,” grípur Ólafur fram í, „að þeir fari ekki verri en þeir koma. En það er kannski til of mikils mælzt því ekki bætir það neinn mann að vera í fangelsi.” Vantar fræðslunámskeið En hvað gera vistmenn á Kvía- bryggju í frístundum sínum. Viðmæl- andi DB úr hópi fanganna segist lesa, hlusta á plötur, skrifa, tefla, spila borðtennis og horfa mikið á sjónvarp- ið. Einnig rölti hann mikið um í ná- grenninu þegar veður eru skapleg. Hann segir, að á Kvíabryggju skorti töluvert á um tómstundaaðstöðu. Einkum sé bagalegt að ekki séu nein námskeið haldin fyrir fangana en þeim væri erfitt að koma á sökum hús- næðisskorts. Bókasafnið á staðnum er 'mjög litilfjörlegt. Fyrir einu ári byggð- ist það upp á átján bókum en nú hefur einn fanginn tekið að sér að byggja það upp. Samkomuiagið milli fanganna er gott. „Það er hægt að telja þau tilfelli á fingrum sér sem menn lenda í orða- skaki og hér eru menn ákaflega heilsu- hraustir og ég man ekki eftir veikum manni hér. Að því leyti er þessi staður óiíkur heimavistarskóla. En ég held að menn sem lenda í afbrotum á íslandi séu ekki svo frábrugðnir öðrum mönn- um,” segir viðmælandi DB. Aðspurður um hvort fangarnir væru sárir út í lífið segir hann: ,,Það er sjálf- sagt misjafnt en ég veit ekki mörg dæmi þess og það bráir af. Menn láta a.m.k. ekki mikið á því bera. Því er þó ekki að neita að menn vildu frekar vera á einhverjum öðrum stað en hér. En það eru líka dæmi þess að menn hafa verið lengur hér en þeir áttu að vera vegna þess að þeir höfðu ekki að neinu að hverfa.” „Frelsið" gefur góða raun Aðspurður um hvernig hann kunni því frelsi sem þarna ríkir segir viðmæl- andi DB að hann kunni því vel og hann telji líka að það gefi góða raun. „Þess eru dæmi að menn sem hafa fengið sama dóm hafa verið sendir sinn á hvom staðinn. Annar á Litla-Hraun en hinn þingað. Sá sem hefur verið sendur hingað brýtur yfirleitt ekki af sér aftur en hinn brýtur kannski af sér aftur og aftur. Ég er viss um að ef til væri ein- hver „statistik” yfir þetta þá mundi heimilið hér sýna mun betri árangur en Litla-Hraun.” Um fjárveitingar til staðarins segir Ólafur forstöðumaður að þær séu raunverulega engar eins og er. Heimilið sé því aðeins rekið frá degi til dags ef svo má segja. En það standi væntan- lega til bóta. -GAJ „Þetta er allt annar rekstur en á venjulegu fangelsi. Hér geta fangarnir gengið út á morgnana og gengið burt. En þetta ár sem ég hef verið hér hefur aðeins einn fangi stungið af,” sagði Ólafur Ottósson, forstöðumaður á Kvíabryggju, í samtali við Dagblaðið. DB-menn litu þar inn eina kvöldstund á ferðalagi sínu um Snæfellsnes fyrir skömmu. Ekki skuldafangelsi lengur Kvíabryggja hefur lengst af gegnt hlutverki skuldafangelsis þar sem dvöldu menn er áttu vangreidd barns- meðlög í stórum stíl. En frá 1971 hefur orðið veruleg breyting á þessu vegna nýs innheimtufyrirkomulags á barns- meðlögum. Eftir það hafa fáir dvalið þarna af þessum sökum. „Hingað koma ekki afbrigðilegir fangar. Mest er um stráka sem hafa lent í smáafbrot- um,” segir Ólafur er hann er spurður um hvers konar fangar séu þarna. Þó munu vera þarna fangar sem eiga margra ára fangelsisvist fyrir höndum. Það vekur athygli DB-manna að andrúmsloft þarna er töluvert frá- brugðið því sem búast má við í fangelsi. Þarna eru til dæmis engir rimlar fyrir gluggum og fangaverðir ekki einkennis- klæddir þannig að fyrir ókunnan er ekki hægt að sjá hver er fangavörður og hver er fangi. „Þetta eru yfirleitt menn sem mjög gott er að eiga við,” segir Ólafur, „og við reynum að láta þetta ganga eins átakalítið og hægt er. Hér er 100% agi en hann kemur frá föngunum sjálfum, sjálfsögun. Hjá mér er manneskjuhlið- in númer eitt, tvö og þrjú,” segir Ólafur. Hann hefur verið forstöðu- maður þarna í tæpt ár en var áður fangavörður á Litla-Hrauni. Auk hans eru þarna þrir fangaverðir og eiginkona hans sem er matráðskona þarna auk þess að vera fangavörður en fangarnir eru nú ellefu talsins en geta flestir verið fimmtíu. Líkist heimavistarskóla „Þetta er ósköp líkt heimavistar- skóla eða stóru sveitaheimili,” sagði einn fanganna í spjalli við DB. Fanginn sem DB tók tali gæti átt margra ára fangelsi fyrir höndum og hefur þegar dvalið á Kvíabryggju í hálft annað ár. Hann segir vinnudag fanganna vera frá kl. 9 til 5 og vinni þeir einkum í neta- vinnu og við að steypa hellur. Að- spurður um laun segir hann að ekki sé ósennilegt að þau geti verið nálægt 100 þúsund krónum á mánuði að jafnaði yfir árið en það sé mjög mismunandi eftir árstíðum. Þannig sé ekki óalgengt að fangi geti frá áramótum til vertíðar- loka haft 600 þúsund krónur en svo Hellusteypa fanganna á Kvfabryggju er orðin mjög umfangsmikil. t vetur stcyptu þeir t.d. um 5000 vikurheilur og hafa 2000 þeirra selzt. Þessi framieiðsla er á tilraunastigi og ekki er komin nein reynsla á hvort hægt sé að selja mikið magn af þessum hellum. DB-myndir Árni Páll. geti komið jafnlangur timi ásumrin þar sem hann hafi mjög lítið. Ekki vandi að vera í fangelsi ' „Aðalvandinn er ekki sá að vera í fangelsi. Aðalvandinn er sá að fara þaðan,” segir viðmælandi DB er hann er spurður hverjir séu helztu ókostir þess að vera í fangelsi. „Refsingin byrjar daginn sem þú ferð úr fangels- inu. Mjög brýnt er að bætt verði að- staða þeirra sem eru að fara úr fangelsi og eru búnir að veia þar lengi. Á Litla- Hrauni er búið að koma upp vísi að iðnskóla og er það spor í rétta átt. Fangarnir eru í mörgum tilfellum menn sem hafa dottið út úr skólakerfinu strax í 8. bekk grunnskólans og eiga af þeim sökum erfitt með að koma út í þjóðfélagið aftur. Fjölskyldumál þess- Daghlaöíð svipast um á Kvíahryggju: „REFSINGIN BYRJAR DAGINN SEM ÞÚ FERÐ ÚR FANGELSINU” Tryggvi Friðiaugsson, varðstjóri i Árbæjarlögregiunni, og Eirikur Pétursson lög- regluþjónn virða fyrir sér eitt umferðarskiltið i Heiðmörk sem hefur orðið fyrir barð- inu á hinum skotglöðu byssumönnum. DB-mynd Sv. Þorm. Hættulegur leikur Patreksfjörður: Upprennandi aðalsmaður Mikil brögð hafa verið að því að undanförnu að umferðarmerki hafi verið eyðilögð á þann hátt að skotið hafi verið á þau með byssum. Að sögn Tryggva Friðlaugssonar, varðstjóra i Árbæjarlögreglunni, er alltaf töluvert um þetta en svo virðist sem það hafi færzt mjög i aukana upp á síðkastið. Einkum hafa umferðarmerkin í Heið- mörkinni orðið fyrir barðinu á þessum skotglöðu byssumönnum. - GA.I — viröulegur kúluhattur séstánýágötum Vatneyrar Patreksfjörður er gamalgróinn út gerðarstaður og á Vatneyrinni bjó af sjálfsögðu útgerðaraðall síns tima Virðulegir menn með hatta. En togara- útgerð lagðist af frá Patreksfirði og ei nýlega hafin aftur með tilkomu skut- togara. Útgerðarmaður þess ágæta tog- ara gengu: ekki með hatt. En líklega er að myndast nýr aðall, sem kemur til með að ganga með kúlu- hatta um götur Patreksfjarðar. DB hitti ungan og upprennandi aðalsmann á götu bæjarins og gekk hann um með svartan virðulegan kúluhatt. Hinn ungi maður reyndist vera Kristinn Unnars- son, fimmtán vetra. Skýring reyndist vera fyrir tilvist hattsins góða. Þar voru komnir menn- ingarstraumar fjarlægra staða. Bróðir Kristins er að forframast í skóla á Laugarvatni og þótti það tilhlýðilegt að koma með slikt virðuleikamerki sem kúluhatt þegar heim var komið í sumarleyfi. Litli bróðir fékk síðan að bera grip- inn góða á-höfði og meðtaka þannig hluta af forfrömun bróðurins. Ekki sagði Kristinn hattatizku þessa almenna á Patreksfirði en vera má að það breytist þegar fordæmið er komið. Milli þess sem Kristinn spókar sig um göturnar með hattinn vinnur hann í frystihúsinu Skildi og stundar siðan nám að vetri til. -JH

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.