Dagblaðið - 22.06.1979, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 22.06.1979, Blaðsíða 15
14 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1979. (I Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Bjami Í3ja sæti íEdinborg Bjarni Björnsson, Ægi, varð í verðlaunasæti eða þriðji í 400 m skriðsundi á skozka meistaramótinu i Edinborg í gær — synti vegaiengdina á 4:18.58 mín, sem er nokkru lakara en bezti tími hans á vegalengd- inni. Þrjátíu keppcndur voru í sundinu. Brynjólfur Björnsson, Á, varð í ellefta sæti á 4:25.27 mín og Hafliði Halldórsson, Ægi, synti á 4:38.49 min. Sonja Hreiðarsdóttir, Ægi, varð í sjötta sæti í 200 m bringusundi á 2:54.97 mín eða talsvert frá sínu bezta. Ingi Þ. Jónsson, ÍA, varð tólfti í 200 m flug- sundi á 2:20.89 mín. Þóranna Héðinsdóttir, Ægi, synti 100 m baksund á 1:16.25 — Ari G. Halldórs- son, KR, 100 m bringusund á 1:15.04 mín og Ingólfur Gissurarson, Akranesi, á 1:15.87 mín. Ólöf Sigurðardóttir, Selfossi, synti 800 m skriðsund á 10:13.15 mín. Watson samdi við Werder Bremen Enski landsliðsmiðvörðurinn, Dave Watson hjá Manch.City, mun leika með Werder Bremen í 1. deild í Vestur-Þýzkalandi næst keppnisbil eftir því, sem einn af forráðamönnnm þýzka félagsins sagði fréttamanni Reuters í Bremen í gær. Watson skrifaði þá undir samning við Werder Bremen. Þýzka liðið greiðir Man.City 800 þúsund mörk fyrir Watson eða um 150 milljónir íslcnzkra króna. Þá fær Watson 36 milljónir króna í sinn hlut á ári. Hann gerði samning við Werder til tveggja ára. Framkvæmdastjóri Werder, Rudi Assauer, náði samkomulagi við Watson í Stokkhólmi fyrra sunnu- dag, þegar hinn 32ja ára miðvöröur lék með enska landsliðinu gegn Svíþjóð. Dave Watson er annar leikmaðurinn, sem yfir- gefur Manch.City á skömmum tíma, framvörðurinn Owen var áður seldur til West Bromwich Albion. Mikil upplausn virðist hjá enska liðinu — ólga meðal leikmanna, sem framkvæmdastjóranum, Tony Book, tókst ekki að lægja og ekki bætti úr skák, þegar Malcolm Allison var ráðinn aðstoðar- framkvæmdastjóri hjá félaginu. Margir af beztu leikmönnum City vilja komast á brott frá Maine Road. Þar má nefna enska landsliðsútherjann Peter Barnes og skozka landsliðsmanninn Asa Hartford. Talið er nær öruggt að báðir þessir leikmenn verði komnir til annarra félaga, þegar næsta keppnistíma- bil hefst. Mörg félög hafa áhuga á að fá hinn eld- fljóta Barnes í sínar raðir — ensku meistararnir Liverpool þar fremstir í flokki. Barnes hefur verið fastamaður í enska landsliðinu hjá Ron Grecnwood þó svo hann hafi ekki verið fastamaður í liði Manch. City síðustu vikurnar. Þá er ekki víst að Dcyna, fyrrum fyrirliði pólsku HM-liðanna 1974 og 1978, verði áfram hjá Manch. City. Hann var afar óánægður á Maine Road á síð- asta kcppnistímabili og tókst ekki að vinna sér fast sæti í liðinu. Hann hefur tilkynnt að hann muni hverfa aftur til Póllands nema hann verði fasta- maður hjá Manch.City. Þá hafa minni spámenn i liði Manch. City yfirgefið félagið siðustu mánuði. Paul Futchcr var seldur til Bandaríkjanna og Gerard Keegan til Oldham, auk þess, sem enski landsliðs- maðurinn Dennis Tueart gerðist leikmaður hjá New York Cosmos fyrir síðasta keppnistimabil. Nafn Breiðabliks kom fyrst úr hattinum — Víkingur og Valur leika saman í 4. umferð bikarkeppni KSÍ í gær var dregið til fjórðu umferðar i Bikarkcppni Knattspyrnusambands íslands en þá hefja liðin í 1. deild keppni. Einn leikur er þó eftir í 3. umferðinni milli Austfjarðaliðanna Austra og Þróttar, sem leik- inn vcrður í næstu viku. Það liðið, sem sigrar i þeim leik, leikur gegn í A á Akranesi — leikur gegn bikar- meisturunum. Sextán lið leika í 4. umferðinni — átta lcikir — og verða flcstir leikirnir háðir 4. júlí næst- komandi. Þessi lið leika saman i umferðinni, en full- trúi bikarmeistaranna dró út fyrsta nafnið, Breiða- blik. Breiðablik—Fylkir KA, Akureyri,—F’ram Haukar—Þróttur, Reykjavik Víkingur—Valur Þór, Ákureyri,—ÍBV KR—Knattspyrnufélag Siglufj., íA—Austri eða Þróttur, Nes. Bæði Akureyrarliðin eiga heimaleiki og verður því annar leikurinn 4. júlí — hinn degi fyrr eða síðar. Aðalleikurinn í umferðinni verður greinilega milli Víkings og Vals á Laugardalsvelli — og í einum öðrum leik hafa 1. dcildarlið dregizt saman, Haukar—Þróttur, Reykjavik. Liðin, sem talin eru á undan, eiga heimaleik. KRR reyndi að fá Liver- pool hingað til keppni —en enginn fjárhagsgrundvöilur var fyrir heimsókn ensku meistaranna ,,Við höfðum samband við Liver- pool sl. vetur og gerðum athugun á þvi hvort Liverpool-liðið gæti komið hingað í sumar i tilefni af 60 ára afmæli KRR — Knattspymuráðs Reykjavíkur — og hvað það mundi kosta að fá liöið hingað. Forráðamenn Liverpool svör- uðu því strax til að það væri svo ásett hjá þeim, að ekki væri möguleiki að liðiö gæti leikið í Reykjavík. Einnig gáfu þeir okkur upp hvað það mundi kosta ef liðið kæmi hingað til keppni. Sú upphæð var mjög há — það há, að þó möguleiki hefði verið á að Liver- pool hefði getaö leikið hér, var enginn fjárhagsgrundvöllur fyrir slíkum leik í Reykjavik. Liöiö cr alltof dýrt fyrir okkur og því verður ekkert af því, að Liverpool leiki hér á okkar vegum,” sagði Ólafur P. Erlendsson, formaður KRR, þegar DB ræddi við hann í gær — en í vor var skýrt frá því í fjölmiðl- um, aö KRR hefði haft samband við Liverpool. „Þegar Liverpool var úr myndinni höfðum við hjá KRR samband við Arsenal. Þar var sama sagan — Arsenalliðið gat ekki komið hingað. Allt skipulagt hjá þeim fyrir sumarið. Við vildum þó ekki gefast upp — liföum enn í þeirri von að hægt væri að fá hingað sterkt, enskt lið í tilefni afmælis KRR. Við höfðum samband við umboðsmann Bobby Charlton og báðum hann að athuga hvort hægt væri að fá eitthvert af þeim liðum, sem voru í efstu sætunum í 1. deildinni ensku. Höfðum þá helzt Man.Utd. og Nottingham Forest í huga. Það reyndist ekki unnt en hins vegar gat Coventry úr 1. deild, Lundúnaliðin West Ham og Fulham úr 2. deild, komið til íslands. Kostnaður var hins vegar gífurlegur við að fá þessi atvinnu- mannalið — við hefðum tekið mikla áhættu og hefðum getað orðið fyrir miklu fjárhagslegu tjóni í sambandi við heimsókn einhvers þessara liða, svo ráðsmönnum KRR þótti ekki á það hættandi”, sagði Ólafur ennfremur. Ekkert varð því af að KRR fengi hingað enskt atvinnumannaliö til keppni í sumar. ,,Við skrifuðum Arsenal sl. vetur — en höfum ekkert heyrt frá félaginu,” sagði Sveinn Jónsson, formaður KR í gær í samtali við DB. „Það hefur ekkert svarað bréfi okkar.” hsím. DB-mynd Sv.Þ. Sævar Jónsson bjargar á marklinu Vals — eftir að Sigurður Haraldsson hafði varið hörkuskot Árna Sveinssonar. Vandað til Islandsmóts í tilefni 50 ára afmælis FH — íslandsmótið í handknattleik utanhúss hefst um miðjan júlí í Haf narfirði „Þar sem FH verður fimmtíu ára á þessu ári sótti handknattleiksdeild félagsins um að sjá um framkvæmd ís- landsmótsins í handknattleik utanhúss í sumar. Við höfum fullan hug á að vanda mjög til þessa móts — leggjum ríka áherzlu á að það verði virkilegt ís- landsmót,” sagði Ingvar Viktorsson, íþróttir < ? \ HALLUR SÍMONARSON, 1 formaður handknattleiksdeildar FH, á blaðamannafundi í gær. Mótið verður við Lækjarskóla í Hafnarfiröi og hefst um miðjan júlí. „Það hefur litið farið fyrir þessu móti undanfarin ár og jafnvel komið myrkur, þegar leikir hafa staðið yfir. Það er ætlun okkar i FH að hefja mótið til vegs á ný — laða áhorfendur að með ýmsu móti. Keppnisflokkar verða þrír — meistaraflokkur karla og kvenna og annar flokkur kvenna. í hverjum flokki verða veitt þrenn verð- laun — gull, silfur og brons, og auk þess verður valinn bezti sóknarmaður mótsins, bezti varnarmaður mótsins og bezti markvörður þess i meistaraflokki karla. Þá munum við veita dómurum sérstaklega hannaða gripi sem þakk- lætisvott fyrir þeirra störf á mótinu. Við gerum okkur grein fyrir að ekkert mót fer fram án dómara,” sagði Ingvar ennfremur. Eins og áður segir hefst mótið' um miðjan júlí og stendur fram í ágúst. Leikir gætu orðið um 65 ef þátttaka verður góð, sem reikna má með. Þátt- tökutilkynningar þurfa að hafa borizt fyrir 5. júlí í pósthófl 144 í Hafnarfirði. Mótinu verður slitið með sameiginlegu hófi í Hafnarfirði, þar sem verðlaun verða afhent með mikilli viðhöfn. Ef þátttökulið verða fleiri en 10 í flokki verður leikið í riðlum. Staðan í 1. deild Staöan í 1. inga í gær — umferðum. Keflavík Fram Akrancs KR Valur Víkingur KA deild eftir sigur Akurnes- staðan að loknum fimm 3 0 3 0 1 1 1 1 2 2 0 3 0 3 9—1 9—4 10—7 6— 4 7— 7 7—9 6—10 Þróttur Haukar ÍBV 5 113 4—9 5 1 0 4 3—11 5 2 1 2 4—3 Næstu leikir. Laugardagur ÍBV- Haukar í Vestmannaeyjum kl. 16.00. Sunnudagur ÍBK-KA kl. 16.00. Mánu- dagur Víkingur-Valur. Þriðjudagur Fram-Akranes og, miðvikudagur 27. júní Þróttur-KR. DAGBLAÐID. FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ 1979. Iþróttir Iþróttir Iþróttir íþróttir Verðum að læra að taka mótlæti eins og aðrir” —sagði Pétur Sveinbjamarson eftir að íslandsmeistarar Vals hðfðu tapað fyrir bikarmeisturum Akraness í eldfjörugum leiká Laugardalsvelli í gærkvöld „Svona eiga fótboltaleikir að vera — spennandi og skemmtilegir. Þetta var bezti leikur sumarsins. Það er erfiðara að taka mótlæti en meðlæti, en við verðum að taka því, Valsmenn, eins og aðrir,” sagði Pétur Sveinbjarnarson, formaður knattspyrnudeildar Vals, eftir að lið hans hafði tapað fyrir Akur- nesingum á Laugardalsvellinum í gær 2-3. Sigur Akurnesinga var vissulega sanngjarn — hefði átt að vera stærri — en það var þó ekki fyrr en á loka- sekúndum leiksins að Akurnesingar tryggðu sér sigur. Höfðu áður náð tveggja marka forskoti, sem þeir síðan misstu niður. Akurnesingar réðu mestu um gang leiksins — léku oft glæsilega knattspyrnu á íslenzkan mælikvarða — en hins vegar var baráttuvilji Valsliðs- ins aðdáunarverður. Það var ekki gefizt upp þó á móti blési. Valsmönn- um tókst að jafna átta mínútum fyrir leikslok í 2-2 — og eftir það voru þeir sigurstranglegri i leiknum. Það var því nöturlegt fyrir þá að tapa leiknum á lokasekúndunum eins og staðan var orðin. Hins vegar verður þvi ekki á móti mælt, að Akurnesingar voru lengstum meistarar þessa leiks. „Nú erum við að sjá árangur af starfi þjálfara okkar, Þjóðverjans Hil- bert — hann er mjög fær maður. Þetta var góður sigur. Það var ekki vafi á því að betra liðið vann og ég er mjög ánægður með leik Akurnesinga”, sagði Gunnar Sigurðsson, fyrrum formaður knattspyrnuráðs Akraness eftir leikinn. Þjálfari Akurnesinga, Hilbert, var ákaflega rólegur eftir þennan þýðingar- mikla sigur gegn íslandsmeisturum Vals. „Nei, þetta er ekki bezti leikur Akurnesinga undir minni stjórn — liðið lék betur i Indónesiuförinni í vor. Við áttum að vera búnir að tryggja okkur sigur, þegar Valsmenn skoruðu sitt fyrsta mark — áttum að vera búnir að gera út um leikinn með þremur til fjórum mörkum. En leikmönnum mín- um tókst ekki að gefa Valsmönnum náðarhöggið meðan þeir höfðu öll völd á leiknum. Léku vel og á fullu en skiljanlega getur ekkert lið í heíminum leikið á fullu í 90 mínútur. Þá má ekki gleyma hlut áhorfenda í leiknum. Þeir skiptu hundruðum frá Akranesi og eiga stóran þátt í þessum sigri. Voru frá- bærir,” sagði hinn viðkunnanlegi þýzki þjálfari. „Nei, þetta var ekki mjög erfiður leikur en við áttum að vera búnir að skora fleiri mörk — tryggja okkur sigur löngu áður en Valsmenn skoruðu sitt fyrsta mark. Það var gott að ná sigri eins og staðan var komin — ánægjulegt — og mér fannst gaman að taka þátt í þessum leik,” sagði Jón Alfreðsson, leikreyndasti maður Akraness-liðsins, og einn af máttarstólpum þess í leikn- um. Skagamenn snjallir Það er rétt hjá Jóni. Skagamenn áttu aidrei að vera í rieinni hættu með sigur í þessum leik. Þeir léku eins og meistarar lengstum — sköpuðu sér góð færi, en markvörður Vals, Sigurður Haralds- son, reyndist þeim erftður. Átti snjallan leik í marki Vals í sínum fyrsta leik um langan tíma. Þegar leikurinn hófst kom í ljós, að Valsmenn söknuðu tveggja sterkra leikmanna, Guðmundar Þorbjörnssonar og Harðar Hilmars- son, sem eiga við meiðsli að stríða. Þá Iék Matthías Hallgrímsson ekki með Skagamönnum vegna veikinda. Leikurinn varð strax fjörugur — strax á þriðju mín. komst nýliðinn Magni Pétursson, einn bezti maður Vals í leiknum, í opið færi næstum inn á markteig ÍA. Jón Þorbjörnsson varði fast skot hans snilldarlega — en þessi staða átti aldrei að koma upp. Jóhannesi Guðjónssyni urðu á mikil mistök — Öli Dan. náði knettinum og renndi á Magna. Nokkrum sekúndum síðar var Árni Sveinsson i dauðafæri við Valsmarkið en skallaði yfir eftir góða fyrirgjöf Sigþórs Ómarssonar. Mark hlaut að koma fljótt með þessari byrjun — og mistökum varnarmanna á blautum og hálum Laugardalsvellin- Mark var líka skorað á 12. mín. — vegna mistaka. Albert Guðmundsson fékk knöttinn, þar sem hann var aleinn innan vítateigs Vals — engin hætta. En Albert mistókst mjög, gaf beint á mót- herja, Sigurð Lárusson, sem var við vítateigslínuna. Sigurður spyrnti Guöbjörn Tryggvason — nýliðínn, sem skoraði sigurmark Akurnesinga. DB-mynd Sv.Þ. hörkuskoti á markið — nafni hans Haraldsson varði en hélt ekki knettin- um, sem hrökk til Sigþórs Ómarssonar. Sigþór sendi knöttinn í markið. Sigþór var maður leiksins — vörn Vals mjög erfiður. Hann átti skalla rétt yfir Vals- markið stuttu síðar — og skoraði annað mark Akurnesinga 1 byrjun síðari hálfleiks. Sigþór hóf upphlaupið og lauk því. Lék á tvo Valsmenn út við hliðarlínu rétt fyrir framan miðju. Sendi gullbolta á Arna Sveinsson yfir þveran völlinn. Árni skaut — knöttur- inn fór í Valsmann, en Sveinbjörn Hákonarsonar var fljótastur. Náði knettinum, lék upp að endamörkum og gaf fyrir. Árni skallaði á mark — Sig- þór keppti við varnarmann á marklín- unni. Hafði betur og renndi knettinum í mark. 0-2. Verðskulduð forusta Akurnesinga — og Sigurður hafði nóg að gera í marki Vals næstu mín. Bjargaði oft vel og Sævar Jónsson kom honum til aðstoðar eitt sinn. Bjargaði á marklínu — og svo fóruValsmenn loksins að koma inn í myndina. Valsmenn jafna Á 65. mín. var gefið inn í vítateig ÍA — engin hætta að sjá. Jón Áskelsson ætlaði að spyrna frá — tókst illa. Sendi knöttinn í stöng ÍA-marksins. Knöttur- inn hrökk út í teiginn og Atli Eðvalds- son skallaði í mark. Óvænt. Staðan 1-2 og allt gat skeð. Sigþór varð að yfirgefa völlinn eftir ljótt brot Sævars og Guð- björn Tryggvason kom t hans stað. Hann átti eftir að koma við sögu, nýliðinn sá. En áður hafði Valur jafnað. Það var á 83 mín. Hálfdán Örlygsson, sem hafði komið í stað Alberts eftir leikhléið, tók hornspyrnu. Gaf vel fyrir. Vörn Akurnesinga stein- svaf og Jón Einarsson skallaði óvald- aður í mark 2-2. Valsliðið ógnaði meira það, sem eftir var — en fékk svo náðar- höggið rétt fyrir lokin. Rétt áður hafði bakvörður Vals, Guðmundur Kjartans- son, verið borinn af velli — illa meidd- ur. Jón Alfreðsson átti snilldarsend- ingu út á Sigurð Lárusson á hægri kantinn — Sigurður gaf vel fyrir og hinn ungi Guðbjörn stökk hæst í vita- tcignum. Skallaði fallega í mark Vals 2- 3. Leikurinn var þá kominn fimm mín. yfir venjulegan leiktíma — miklar tafir vegna meiðsla. Skemmtilegum leik var lokið — og sanngjarn sigur Akurnes- inga var í höfn. Skagaliðið var jafnt í leiknum — Sig- þór þó beztur, Árni oft snjall, svo og Jón Alfreðsson, Sveinbjörn og Kristján Olgeirsson, sem náðu tökum á miðj- unni með góðri aðstoð Sigurðar Lárus- sonar, sem lék mun framar en áður. Sigurður Halldórsson og Guðjón Þórðarson sterkir í vörninni —- en vörnin þó ekki alltaf sannfærandi. Það kom þó ekki svo mjög að sök — fram- línumenn Vals heldur daufir nema helzt Óli Dan. Hjá Val bar Dýri Guðmunds- son af ásamt Sigurði markverði. Sævar einnig sterkur, svo og Magni. Fram- varða- og sóknarleikur Vals ekki hinn sami og áður enda saknaði liðið góðra manna. Dómari Cirétar Norðfjörð. -hsím. Reykjavík- Kópavogur Í2. flokki — Úrvalslið bæjanna leikaá LaugardalsvelliS á sunnudagskvöld Úrvalslið Reykjavíkur og| Kópavogs í 2. aldursflokki karlal lcika á efri Laugardalsvellinum á| sunnudag kl. 20.00 og er leikur-1 inn liður í 60 ára afmælishátíð j KRR — Knattspyrnuráðs Reykja- j víkur. Aðgangur verður ókeypis á | leikinn og þar má búast við miklu I fjöri. Úrvalslið Reykjavíkur hafa| þegar leikið við lið utan Reykja- víkur í þremur flokkum. í 3.1 flokki við Keflavík, 4. flokki við| Akranes og 5. flokki við FH. Úrvalsliðið, sem leikur gegnl Kópavogi á sunnudag, hefurj verið valið. Leikmenn, sem leika í | 1. deildarliðum, voru ekki valdirl en þessir leikmenn skipa liðið: J Lárus Grétarsson, Magnús| Sigurðsson og Júlíus Marteins- son, allir Fram, Stefán Jóhannes- son, Ragnar Gunnarsson, Gísli | Bjarnason, Ágúst Jónsson og Sæ- björn Guðmundsson, allir KR,| Bragi Sigurðsson, Atli Jóhannes-I son, Þorsteinn Sigurðsson, Guð-| jón B. Guðjónsson, allir Val, Gunnar Gunnarsson, Víking, ogl Leifur Lárusson og Þorsteinn Ög-1 ntundsson, Leikni. Keppnin í 1. deild gaf FH 1365 þúsund Geir Hallsteinsson „leikandi þjálfari” og nýir leikmenn hafa bætzt í raðir FH-inga Sigurður Haraldsson bjargar snilldarlega fyrir Val eftir spyrnu Árna Sveinssonar. DB-mynd Sv.Þ. „Við réðum Geir Hallsteinsson til okkar sem þjálfara — þó algjört skil- yrði að hann léki með FH-liðinu áfram. Leikandi þjálfari — og Geir hóf þjálf- un 15. júní sl„” sagði Ingvar Viktors- son, formaður handknattleiksdcildar FH, á blaðamannafundi í gær. „Tveir leikmenn úr Stjörnunni hafa tilkynnt félagsskipti í FH — þeir Magnús Teitsson og Eyjólfur Bragason — og ýmsir fleiri hafa talað við okk- ur,”sagði Ingvar ennfremur. „Það verða að mestu ungir menn í FH-liðinu næsta keppnistímabil og það tekur tíma að ná því upp,” sagði Geir á blaðamannafundinum. Æfingar eru þegar hafnar og áhugi mikill. Fjórði flokkur FH fer í keppnisför til Dan- merkur í næsta mánuði — en Geir mun þjálfa alla flokka félagsins. Af íslands- mótinu hafði FH eina milljón 158 þús- und krónur í tekjur — og 187 þúsund i tekjur af bikarkeppni HSÍ. Skuldir handknattleiksdeildarinnar nema um fjórum milljónum — mest vegna Evrópukeppni í austantjaldslöndum. Ný stjórn vinnur nú að~því að minnka þann skuldahala og gengur vel. Stjórnina skipa Ingvar, formaður, Steingrímur Guðjónsson, Viðar Vil- hjálmsson, Valur Tryggvason, Sigþór Sigurðsson, Bjarni Ásgeirsson, Birgir Finnbogason, Egill Bjarnason — en starfsmaður deildarinnar er Guð- mundur Magnússon. Mikill hugur er i FH-ingum að gera hlut handknattleiks- manna félagsins sem mestan á næstu árum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.