Dagblaðið - 22.06.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 22.06.1979, Blaðsíða 24
28 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ1979. FJÖLTEFLI í FELLAHELLI íslandsmeistarinn í skák Ingvar Ásmundsson teflir fjöl- tefli í Fellahelli á morgun, laugardag kl. 1.30. . Allir velkomnir — Takið með ykkur töfl. Skákfélagið Mjölnir. Bakpokar og kfífurvörur Glœsibœ—Sími 30350 Skrifstofustarf Verzlunarmannafélag Suðurnesja vill ráða starfskraft til skrifstofustarfa í fullt starf. Umsóknir sendist til Valgarðs Krist- mundssonar, Lyngholti 11 Keflavík, fyrirl.júlí 1979. Stjórnin SÁLFRÆÐINGUR óskast til starfa við dagvistunarstofnanir Reykjavíkur- borgar. Laun skv. launakerfi borgarstarfsmanna. Gert er ráð fyrir að starfsmaðurinn hafi aðsetur í Sál- fræðideild skóla í Breiðholti og veitir forstöðumaður hennar nánari upplýsingar um starfið í síma 74050. Umsóknum ásamt afriti prófskírteina og upplýsingum um fyrri störf skal skila til Fræðsluskrifstofu Reykja- víkur, Tjarnargötu 12, fyrir 16. júlí nk. Fræðslustjórinn í Reykjavík Félagsmálastjórinn í Reykjavík RANK Aðeins nokkur tœki til ennþá — til afgreiðslu strax. SJÓNVARP & RADÍÓ HVERFISGÖTU 82 - SÍMI23611 Annar útsölustaður: Radíóbœr, Ármúla 38 Engin flugumferð var á flugvellinum vio Stykkishólm cr DB-menn htíiðu þar viodvöl fyrir skömniu en þangað er flogið fimm sinnum i viku. Með blaðamanni DB á myndinni er Jóhann Rafnsson en hann hefur barizt mjög fyrir f ramgangi þessa flugvall- armáls. DB-mynd Arni Páll Nýr flugvöllur í Stykkishólmi: NAUÐSYNLEGUR ÖRYGGISVÖLLUR Nýr flugvöllur var tekinn í notkun í Stykkishólmi um áramótin. DB- menn svipuðust um á flugvellinum er þeir áttu leið um Stykkishólm nýlega. Að sögn Jóhanns Rafnssonar í Stykkishólmi, en hann hefur barizt mjög fyrir framgangi þessa máls, binda heimamenn miklar vorúr við aði ferðamannastraumur til Stykkis- hólms aukist til mikilla muna með tilkomu flugvallarins. Völlur þessi, sem hefur verið í byggingu frá 1971, er tæpir 1200 metrar á lengd og er Stykkishólmur því kominn í hóp þeirra flugvalla sem „Fokkerinn" getur lent á. Gamli flugvöllurinn var aðeins um 460 m að lengd og oft ónothæfur sökum aurbleytu. Jóhann sagði að þá væri þessi nýi völlur nauðsynlegur öryggisflugvöllur því að allt Vestfjarðaflugið færi þarna yfir. Til Stykkishólms er nú flogið fimm sinnum í viku og sér flugfélagið Vængir um það flug. -GAJ- Portúgalskt hríngnótaskip á siglingu f islenzkrí landhelgi á leið frá Nyfundnalandi til Noregs. DB-mynd RLA Portúgölsk hringnótaskip á siglingu í landhelgi í síðustu viku urðu varðskipsmenn á Tý varir við portúgölsk hringnótaskip sem voru á siglingum í íslenzkri landhelgi. Þegar málið var kannað kom í ljós að hér var um að ræða skip sem mið. verið höfðu á veiðum við Hringnótaskipin eru á ufasveiðum Nýfundnaland. Þar var afli litill sem og eru nú á leið til Noregs, í þeirri von, enginn svp ákveðið var að halda á ný aðfengsællaséþarumslóðir. .jh. HULLUMHÆI TILEFNI, BARNAARS Nokkrar konur á Patreksfirði hafa tekið sig saman um að láta barnaárið ekki Hða fram hjá án þess að þess sé að nokkru minnzt og eitthvað gert fyrir ungviðið í tilefni ársins. Því hefur verið ákveðið að efna til hátíðahalda á laugardaginn og í raun að halda áfram þar sem frá var horfið 17. júní. Skemmtunin verður i og við hið nýja félagsheimili á Patreksfirði og hefst kl. 14 á laugardag með bingói. Siðan verða skemmtiatriði. Dans verður svo fyrir| krakkana frá kl. 20—22 en þá fara aMr| út þar sem tendraður verður varðeldur.; Þar verður söngur og leikir og húllum-' hæið endar með flugeldasýningu áj miðnætti. Þetta ætti að takast vel ef ekki rigniri allt of mikið, en rigning er landlægur I fylgifiskur útihátíðarhalda hérlendis. -JH. 50 íslenzkir organistar í Evrópuferð: Syngja íslenzka sálma við gröf Bachs í Leipzig Um þessar mundir eru fimmtíu íslenzkir organistar á kynnisferð um höfuðstöðvar kirkjutónlistarinnar í Evrópu. Haukur Guðlaugsson söng- málastjóri hefur skipulagt ferðina. Er farið fyrst til Leipzig í A-Þýzkalandi og verður Thomasarkirkjan sérstaklega skoðuð og þar hlýtt á fjölda tónleika og verið við guðsþjónustur. Ferðafélag- arnir munu koma til grafar J.S. Bach og syngja þar á íslenzku nokkra sí.lma hans og farið verður um slóðir Lúthers, GötheogSchillers. Þaðan er haldið til Berlínar, Vinar og Salzburgar og hlýtt á messur þar sem fremstu kórar og organleikarar álf- unnar leiða tónlistina og heimsóttir sögustað'tr tónlistarinnar, þar sem Beet- hoven, Mozart og Schubert störfuðu. Þátttakendur eru á aldrinum 17—76 ára alls staðar að af landinu, m.a. frá Hofsósi, Haganesvík, Kópaskeri, Hólmavík, Tálknafirði og Djúpavogi. Dæmi eru um það að sveitungar eða kórfélagar hafi boðið organista sínum eða söngstjóra í ferðina til viðurkenn- ingar fyrir langt og gott starf. Biskups- stofa og menntamálaráðuneytið hafa einnig stutt við ferðina og bjóða til sér- stakratónleikaíferðinni. -GAJ.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.