Dagblaðið - 22.06.1979, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 22.06.1979, Blaðsíða 27
DAGBLAÐID. FÖSTUDAGUR 22. JÚNÍ1979. 31 Utvarp Sjónvarp ÍÓMYNDIN - sjónvarp kl. 21.40: LANIÐ ER FALLVALT "^f Lánið er fallvalt (Bordertown) nefnist bíómynd sem sjónvarpið sýnir í kvöldkl.21.40. ___ Myndin er bandarisk frá árinu 1935 og með aðalhlutverk fara Paul Muni, Bette Davis og Margaret Lindsay. Myndin segir frá Johnny Ramirez, sem er lögfræðingur að mennt en kominn af fátæku fólki. Hann hefur glæstar framtíðarvonir, en allt fer í handaskolum er hann klúðrar fyrsta máli sínu sem lögfræðingur og missir réttindi sín. Næturklúbbseigandi hefur augastað á honum og býður honum að verða meðeigandi sinn, sem hann þiggur. Eiginkona næturklúbbseigandans (Betty Davis) hefur h'ka augastað á honum og gerir allt til að losna við eiginmann sinn, til að komast nær Johnny. Það fer líka svo að henni tekst það, en þá hefur lögfræðingurinn náð sér í aðra, sem er þó nokkuð ofar honum í þjóðfélagsstiganum. Betty Davis er þó ekki ánægð með þau lok mála og gerir allt til að hefna sín á sínum heitt- elskaða. Myndin fær þrjár og hálfa stjörnu. Heba Júlíusdóttir er þýðandi mynd- 'arinnar sem er um einn og hálfur tími að lengd og svart/hvít. -ELA. Betty Davis og Paul Muni eru hér f hlutverkum sfnum i myndinni Lánið er fallvalt. J URÖSKUNNIÍ ELDINN-útvarp kl. 20.40: Þaðer ekkert sældarlíf aðvera öskutunna „Við ætlum að fjalla um öskutunnur í þættinum," sagði Valdís Óskarsdóttir, annar umsjónarmanna þáttarins Úr öskunni í eldinn sem er á dagskrá út- varpsins í kvöld kl. 20.40. Umsjónar- maður auk hennar er Erna Indriða- óttir og er þetta þriðji þáttur þeirra af fjórum. „öskutunnur búa við svo þröngan kost í kjöllurum og enginn gefur þeim gaum, þó eru þær á hverju heimili í bænum," hélt Valdís áfram. ,,En samt er fleygt í þær hvaða rusli sem er. Þetta er ein fjöl- mennasta stétt landsins en samt enginn gaumur gefinn. Við ætlum að bæta úr þvi og ræða við menn sem vinna við að tæma öskutunnur og spyrja þá hvort ekki sé eitthvað merkilegt að finna í tunnunum, kannski menn eða eitthvað slíkt. Einnig ræðum við við tvær konur og spyrjum þær hvað þær gefi öskutunnunum sínum að borða og að síðustu ræðum við við talsmann öskutunnanna um hvernig búið er um öskutunnur og ýmislegt í því sam- bandi. Tónlist verður leikin á milli og H vaó skyldi bessi tunna hafa að geyma' fyrst í þættinum verður fluttur kafli úr leikritinu Nakinn maður og annar í kjólfötum. Svo vonum við bara að fólk hlusti DB-myndRagnarTh. á þáttinn og að hann veki það til umhugsunar um öskutunnur almennt." -ELA GRÆDDUR VAR GEYMDUR EYRIR - sjónvarp kl.21.15: Gildi og f ramkvæmd j verðkannana Sigrún Stefánsdóttir fréttamaður á- samt Guðna Kjærbó ritstjórnarfulltrúa sjá um þáttinn Græddur var geymdur eyrir, sem er á dagskrá sjónvarpsins í kvöldkl. 21.15. I þættinum sem er sá fjórði í röðinni um verðlagsmál verður fjallað um verðkönnum bæði gildi hennar og framkvæmd. Rætt verður við aðila i Keflavik, Borgarnesi, Akranesi og víðar um verð- kannanir sem gerðar hafa verið. Enn- fremur verður rætt við Jónas Bjarna- son fulltrúa Neytendasamtakanna og Magnús Finnsson framkvæmdastjóra Kaupmannasamtakanna. Hverju ætti að breyta og hvernig á að framkvæma verðkönnun, eru meðal annars spurningar sem leitazt verður við að svara að sögn Sigrúnar. Þættirnir um verðkönnun munu halda éfram eftir sumarleyfi sjónvarpsins og er hver þáttur um tuttugu og fimm min. -ELA. Þorgeir Astvaldsson, umsjónarmaður skonrok(k)s. SK0NR0K(K) - sjónvarp kl. 20.40: GAMALT OG NÝTT, ÞEKKT 0G ÓÞEKKT ,,í Skonrokki í kvöld verður svipaður fjöldi laga og venjulega, en þetta er næstsíðasti þátturinn," sagði Þorgeir Ástvaldsson stjórnandi þáttarins. ,,Ég ætla að byrja á lagi með Earth Wind & Fire sem heitír Fantasy. En ég vil taka það fram vegna þáttarins 17. júní, þar sem sýnt var frá hljómleikum þessarar hljómsveitar, að það er ekki að ég sé að trana þeim neitt fram, heldur var ég búinn að taka þennan þátt upp fyrir 17., enda var sá þáttur á- kveðinn með svo stuttum fyrirvara. Ég verð með bæði gamalt og nýtt í þættinum í kvöld og þekkt og óþekkt. Óþekktur náungi en góður, Adrian Gurvitz, verður með eitt lag. Ný en 'vinsæl hljómsveit, Dire Stratis, verður með sitt vinsæla lag og Doobie Brothers með lagið sitt Minute by minute. Annað vinsælt lag um þessar mundir Girl of my dreams með Bram Tchaikovsky verður einnig og svo tvær ágætar filmur með metsölulögum. Það eru Paul McCartney og Wings með lagið Mull of Kintyre og Queen með lagið Bohemian Rapsody. Nú svo að síðustu verð ég með Boney M. með lagið Hurray Hurray it's Holy Holli- day." Skonrok(k)ið er um hálfrar klukku- stundar Iangt. -ELA. • i

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.