Dagblaðið - 22.06.1979, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 22.06.1979, Blaðsíða 28
Aurburstinn góði DB-mynd Árni Páll. Aurbursti Vegagerð- arinnar Á ferð sinni um Snæfellsnes fyrir sköinmu litu DB-menn inn í húsakynni Vegagerðar ríkisins í Borgarnesi. Fyrir dýríim úti rákust þeir á sérstakan hreinsiútbúnað, sem samanstóð af hausum tveggja strákústa. Voru hausar þessir festir þannig, að bregða mátti fæti á milli þeirra og hreinsa þannig ðhreinindi af fótabúnaði. Vegagérðarmenn sögðu að Þor- valdur Nóason, tæknifræðingur Vega- gerðarinnar, hefði kynnzt þessum út- búnaði í Noregi og flutt hugmyndina með sér heim. Var tækið sett upp í þeim tilgangi að rhenn gætu hreinsað snjó af fótum sér en eins og ástand vega hefur verið á Snæfellsnesi að undan- förnu og DB-menn fengu að reyna, þá er burstinn góði tilvalinn til að þurrka aurbleytu af fótabúnaði þó ekki hafi hann verið settur upp í þeim tilgangi. -GAJ. Geymdi hræ ífjár- húsunum — bóndi á Akureyri kærðurfyrir sóðaskap Sýslumanninum í Eyjafjarðarsýslu hefur borizt í hendur kæra frá heil- brigðisfulltrúanum á Akureyri þar sem hann átelur harðlega umgengni á bæ nokkrum i landi Akureyrarbæjar. Frá þessu segir í Degi á Akureyri sl. þriðju- dag. Mun heilbrigðisfulltrúi hafa farið í fjárhús á viðkomandi bæ og fundið þar nokkra lambaskrokka austan fjár- hússins. Hann bað eigandann að fjar- lægja lömbin og auk þess áburðar- hauga og spýtnarusl. Fékk hann frest til þess en að frestinum loknum reyndist allt sein áður og var þá ákveðið að kæra bóndann. Er starfs- menn heilbrigðisfulltrúa fóru á nýjan leik að fjárhúsunum á fimmtudag í síðustu viku fundu þeir dauða kind og dautt lamb í fjárhúsunum. Einnig fann blaðamaður Dags poka með tveimur lambkettlingum í horni fjárhússins. Þá mun þrifnaði í fjárhúsunum mjög ábótavant. Málið muní rannsókn. -GAJ. Olíufélögin strax undir ríkiseftirlií? „Forsendur úrræða ekki á næstu vikum," segir Ólaf ur Ragnar Grímsson DB skýrði í fyrradag frá þvi að 2% viðlagagjald eða 10% innflutnings- gjald væri í ríkisstjórninni helzt talið koma til greina úl að afla ríkissjóði tekna vegna olíuvandans, og hefur þetta síðan verið étið upp í öðrum fjölmiðlum. Ríkisstjórnin og ráð- herranefndin ræddu olíumálið í gær. „Við viljum reyna alla hluti," sagði Magnús H. Magnússon ráð- herra í morgun. Allar hugmyndir um að kaupa olíu annars staðar yrðu at- hugaðar, svo og hugsanlegar úrbætur á Rússasamningunum. En hvenær koma bráðabirgðalögin? ,,Það er eftir að kanna það marga þætti olíu- málanna, að forsendur þess að hægt sé að meta leiðir til úrlausna munu ekki liggja fyrir á næstu vikum," sagði Ólafur Ragnar Grímsson al- þingismaður (AB) i morgun. í umræðum ráðherra um olíumálin hefur Svavar Gestsson viðskiptaráð- herra viðrað þá hugmynd, að oliu- félögin yrðu strax sett undir ríkis- eftirlit. Svavar er með í gangi rann- sóknarnefnd á olíufélögunum, en verkefni hennar mun taka tíma. -HH FRI-hiaupið á Akureyri: Vildi hafa Tímann í vinstri hendi og kefliðíhægri — en guggnaði til að koma íþróttaráðinu ekki í bobba Seint á sjöunda tímanum í gær var keflið i Landsboðhlaupi FRI borið gegnum Akureyri, höfuðstað Norður- lands. Var athöfn af því tilefni bæði á sýslumörkum og á Ráðhústorgi. Hvergi var þó numið staðar með keflið, en slaufa tekin á Ráðhústorginu undir glymjandi hornaleik. Bæjarstjórnarmenn báru keflið um miðbæinn. A minni myndinni sést Sig- urður Jóhannsson taka við keflinu af Sigurði Sigurðssyni. Sá fyrrnefndi ætlaði að bera Tímann í vinstri hendi til að vega upp á móti því að þurfa að bera nafn Morgunblaðsins á brjósti og baki. En Framsóknarmaðurinn guggnaði á hugmyndinni til að koma iþróttaráðinu ekki í bobba. Um ráðhústorgið hljóp Freyr Ófeigs- son fógetaréttardómari og sést hann á miðri mynd hlaupa á torginu. Mann- fjöldi fylgdist með. Margir hlaupara hafa ekki borið þá fjölmiðilsauglýsingu sem þcim er gert að gera. M.a. var sagt á Akureyri að bæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins hafi veikzt og tilkynnt forföll þegar honum voru settir úrslitakostir um að „bera Moggann". DB-myndir. Hörður Vilhjálmsson. Borgarstjórn samþykkti f riðun Bernhöftstorf unnar Bernhöftstorfan bíður nú örlaga sinna, en ákvörðunin um lengri eða styttri lífdaga hennar er nú í höndum Ragnars Arnalds menntamálaráðherra. Borgarstjórn Reykjavíkur fetaði í gær- Ragnar Arnalds friði Torfuna eins og kvöld í fótspor borgarráðs og lýsti yfir hann hefur reyndar lýst yfir áður að stuðningi við friðun Bernhöftstorfunn- hann hefði fullan hug á að gera. ar. Er ekkert því til fyrirstöðu nú að -BH Greenpeace-menn: Hóta minnkun eða bjóöa aukningu vörukaupa héöan í krafti samtaka sinna hafa Green- peace-menn hótað því að ef Land- helgisgæzlan muni hindra þá við að trufla veiðar hvalbátanna gæti það orðið til þess að fram færi herferð í Bandarikjunum og víðar, fyrir þvi að fólk keypti ekki íslenzkar vörur. Náttúruvernd, þ.á m. hvalavernd, er ,,in" (í tízku) mjög víða í heimin- um um þessar mundir svo líklegt má telja að Greenpeace-menn hljóti hljómgrunn fyrir þessar kröfur sínar. Fólk bregðist við tilmælum þéirra á þá lund að kaupa ekki íslenzkar vörur hverju nafni sem þær nefnast. Ekki þarf að fjölyrða um hvaða áhrif þetta gæti haft á markaði okkar er- lendis og afkomu fslendinga ef slik herferð gegn íslenzkum vörum færi af stað. Hins vegar hafa Greenpeace-menn einnig varpað fram þeirri hugmynd að ef íslendingar láti af hvalveiðum geti þeir einnig í krafti samtaka sinna komið því til leiðar að keyptar verði t.d. landbúnaðarvörur til Bandaríkj- anna til að bæta íslendingum upp tjónið er við færum á mis við vegna minnkandi hvalveiða, að sögn Allan Thornton, fulltrúa Greenpeace-sam- takanna. Greenpeace-menn hafa ekki aðeins hljómgrunn hjá almenningi, heldur og þingmönnum og fleiri ráðamönnum vestan hafs. -BH frjálst, áháð dagblað FÖSTUDAGUR 22. JtlNt 1979. Miklubrautarmorðið: Hæstíréttur staðfesti lGáradám Hæstiréttur staðfesti í gær héraðs- dóm í máli Ásgeirs Ingólfssonar, sem ákærður var fyrir að ráða Lovísu Kristjánsdóttur bana í húsinu Miklu- braut 26 í Reykjavík hinn 26. ágúst 1976. í héraði hafði Ásgeir verið dæmdur í 16 ára fangelsi. Ákæran gegn honum fjallaði einnig um innbrot í Vélsmiðj- una Héðin hf. í nóv. 1975. Gæzluvarðhaldsvist frá 28. ágúst Í976 kemur refsingu til frádráttar. -GM. frammistaða Friðriks Friðrik Ólafsson stórmeistari hefur farið af stað með miklum glæsibrag á alþjöðlega skákmótinu í Manilla á Fiíippseyjum. Að loknum 6 umferðum hefur Friðrik tekið afgerandi forystu og hlotið 5,5 vinninga. Næstur honum kemur stórmeistarinn Torre frá Filipps- eyjum með 4 vinninga. Eru ár og dagur síðan Friðrik hefur tekið slíka skorpu. Þess ber þó að geta, að Friðrik á eftir að tefla við flesta sterkustu skákmenn mótsins en auk Friðriks taka fjórir stórmeistarar þátt í mótinu, þ.e. Torre, Bretinn Keene og Rússarnir Averbach og Dorfman en ekki eru nema tvö ár síðan hann varð efstur á sovézka meistaramótinu ásamt Gulko. -GAJ. Borgarfjörður: Hvítárbrú aðgefast upp „Við höfum vaxandi áhyggjur af sjálfu burðarvirki Hvítárbrúar þar sem það er að þreytast undan stöðugri of- reynslu og viðgerðir á því eru orðnar árvissar," sagði Helgi Hallgrímsson hjá Vegagerð ríkisins í viðtali við DB í morgun. Nú er vinnuflokkur að gera við brúna, m.a. handrið hennar, sem að hluta var að falla i ána. Brúin er nú um fimmtugt og sagði Helgi allt aðrar for- sendur hafa gilt fyrir slík mannvirki þá ennú. Er hann var spurður hvort brúin kynni að bresta innan tíðar, færðist hann undan að svara beint, en sagði ástand hennar og fleiri nálægra brúa meginforsendu þess að ráðizt var í byggingu Borgarfjarðarbrúarinnar. -GS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.