Dagblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1979. 2 r Mælir lögreglan aðeins hraða í góðu veðri? „Heyrðu vinur, þó þú sért að flýta þér þá eru nú takmörk fyrir öllu.” DB-mynd: Sveinn Þormóðsson. Lesandi hringdi: Hvers vegna mælir lögreglan í Reykjavík aldrei ökuhraða í Reykja- vík í rigningu og vondu veðri, heldur aðeins þegar gott er veður? Er ekki augljóst að slysahætta vex einmitt t.d. í rigningu og slæmu skyggni? Óskar Ólason yfirlögregluþjónn svaraði spurningunni fyrir hönd lögreglunnar: — Það er fljótsagt, að fullyrðingin sem í spurningunni felst er alröng. Nægir að benda á að í morgun (20. juní) var úrhellisrigning i Reykjavík og þá voru lögreglumenn komnir með radarinn út á götur til að mæla ökuhraða. Við látum því veðrið ekki á okkur fá, að því undanskildu að við erum hræddir við hraðamælingar í ísingu og hálku vegna slysahættu. Hafa aðgerðir lögreglunnar borið árangur t þá átt að draga úr ökuhraða og minnka slysahættu? — Já, enda sýna tölur að slysum hefur fækkað og nærtækt er að þakka það minni umferðarhraða. í maí sl. slösuðust 8 manns i Reykja- vík, 4 mikið og 4 lítið, i maí 1978 slösuðust 18 manns, 12 lítið og 6 mikið, í maí 1977 slösuðust 16 manns. Og nú er tekið mun harðar á umferðarlagabrotum, ekki satt? — Það er rétt að t.d. sektir hafa hækkað verulega og viðurlög hafa verið hert. Ökumaður, sem staðinn er að þvi að aka á 100 km hraða á götum borgarinnar, missir ökuskír- teinið á staðnum og lendir auk þess í háum fjársektum. Eru slík tilvik algeng? — Nei, en þetta kemur fyrir. í dag var t.d. enginn tekinn fyrir slikan glannaakstur. Hins vegar mældum við 80 km hraða hjá nokkrum öku- mönnum á Hringbraut. Ég get ekki sagt um það hvað dómarinn telur sanngjarnt að þeir fái fyrir brot sitt, en lægsta sekt fyrir of hraðan akstur erkr. 12.000. Þú mátt svo minna ökumenn á það í lokin að þessa dagana er lögreglan að byrja á að ganga hart fram í að menn láti skoða ökutæki sín. Þeim i Bifreiðaeftirlitinu þykir skoðun ganga hægt. Minna má á að við bætast 9.000 kr. í sekt hjá ökumanni sem staðinn er að því að sinna ekki skoðunarskyldu fyrir bíl sinn, sagði Óskar Ólason. Rockvillc-stöóin á Miönesheiöi. Rockville-handtakan: DB-mynd Sveinn Þormóðsson. Eggjataka erólögleg J. B. H. hringdi: Ég vil gera athugasemd við fréttina i blaðinu í dag (21. júní) um hand- töku hjóna úr Keflavík fyrir að vera of nálægt Rockville-stöðinni á Miðnesheiði. Ég get ekki betur séð en tilgangur þeirra hafi verið sá að tína kríuegg á heiðinni, nokkuð sem er ólöglegt athæfi samkvæmt fugla- verndunarlögum. Ég held að lögregl- an í Keflavík ætti að gera eitthvað í því að vernda þetta varp fyrir ágangi fólks. HÚSNÆDIÓSKAST TIL LEIGU Áhugamannafélag í Reykjavík óskar eftir að taka á leigu jarðhæð ca 100 ferm með einni innaksturshurð, má vera hvort heldur sem er í Reykjavík eða Kópavogi. Tilboð óskast lögð inn hjá Dagblaðinu fyrir 1. júlí 1979 merkt „Húsnæði 99”. „Fimm stjömu hótel —um spítalahótel og starfsf ólk þess Sigurður J. Kristjánsson skrifar: Það er ekki ofsögum sagt að tækn- inni fleygi fram i heimi þessum, þó alltaf séum við feti aftar, hygg ég að sumir segi. Ég ligg nú á spítala í fyrsta sinn á ævinni (og vona að ég þurfi ekki að gera það oft). Alla vega er tæknin merkileg þar, það getur verið að hún megi vera meiri. Þetta eru fin hótel eins og sumir segja, ætla ég ekki að ræða um ósköpin, það eilífa umræðuefni, verðið á hótel- rúmunum. Ég læt aðra um það. Þau fáu og fátæklegu lýsingarorð sem koma frá mér í jsessu lesendabréfi verða um dýrðina og á að lýsa þakk- læti mínu. Auðvitað á ekki að segja að það sé dýrðlegt að fara á spítala. En ég hygg að starfsfólkið upp til hópa hafi aldrei fengið það sem það á skilið fyrir sin óeigingjörnu störf. Ég hygg að ég eigi ekki nógu sterk orð yfir dýrðina, en notum orðið dá- samlegt. Ég endurtek að allt og allra er þetta óeigingjarnt starf og ef eitt-‘ hvað væri hægt að kalla köllun, þá hygg ég að þessi störf séu það. Tök- um fyrst fyrir læknana og verðandi lækna. Þarna sigla þeir í öllu sínu veldi (þetta er þeirra heimsveldi), inn til okkar sængurfatafólksins, með bros á vör, traustvekjandi en virðu- legir. Þeir hlusta, banka, þrýsta og tala, spurningar eru ofarlega á baugi, þeir verða að vera hógværir og með „fulla fimm”. Ekkert má fara úr- skeiðis. Þá eru það meinatæknar. Þarna koma þeir með glös og nálar, lipurð og öryggi. Karlkynið verður fyrir losti. Það eru línuritameistarar og myndasmiðir. En dýrðin stendur stutt yfir, dásainlegheitin horfin. Þetta rannsóknarfólk kemur og fer. Það kannar og úrskurðar og þegar allri alvöru er sleppt og gamanið grípur inn í þá er maður dreginn í dilka, já við erum eins og lömbin þeirra. Mesta dánufólk Það er komið að rúsínunni í pylsu- endanum. Hér höfum við hjúkrunar- fræðinga, sjúkraliða, gangastúlkur og ræstingakonur, allt er þetta mesta dánufólk. Þarna er búið um rúmið svo aldrei sé maður í öðru en hreinu og svölu rúmi. Sé maður hjálparvana er maður þveginn og strokinn af mjúkum meyjarhöndum á þann veg sem þeim er einum lagið. Þið takið eftir að orð mín beinast mest að kvenþjóðinni, en einn karlmann hef ég orðið var við og er þar ábyggilega ekki um síðri hjúkrunarfræðing að ræða en kvenþjóðin er. En ég held mér við kvenfólkið, við það hef ég mest að sælda. Erfittað fara aftur Erfitt getur verið að koma manni á spítala, en oft gæti verið erfiðara að koma manni þaðan aftur og á ég þar ekki við vegna veikinda. Þarna eru þær hlýlegar, hlúandi að okkur, umburðarlyndar og frjálsar í fasi. Ekkert getur raskað jafnvægi þeirra. Verði þær fyrir mótlæti fá heimilis- hlutirnir að kenna á því eða blessaður karlinn ef einhver er. Þetta eru frjáls- bornar konur, fullar af einlægni. Þær hafa köllun, sú köllun er einlæg. Þær veita þá beztu aðhlynningu sem völ er á, boðnar og búnar þegar kallið kemur. Hvað þessu öllu við- kemur þá er unnið þarna fórnfúst starf af alúð og skilningi. Margir munu segja: Þetta er nú bara starf eins og hvað annað, og það hirðir sín laun. Jú, satt er orðið, ætli það hafi ekki einhver laun, en það mætti segja mér að þau væru skorin við nögl eins og annað í þessu þjóðfélagi og því er það óvefengjanlegt: Þetta er fórnfýsin. 5 stjörnu hótel Eftir að ég lagðist inn á spítalann, sem ekki er orðin löng lega, hefur mér fundizt að starfsfólk þessara stofnana hafi ekki fengið það lof sem það á skilið. Það á alltaf á hættu að verða fyrir því sem það reynir að bægja frá manni. Á ég þar við þetta landlæga stress. Ég get ekki endað þetta án þess að minnast á hrein- lætið, það er í hávegum haft. Á fæðið verður að minnast, því matur er mannsins megin eins og þar stendur. Þar standa snillingar að verki eins og á öllum öðrum sviðum á þessum stofnunum. Að endingu: Þetta er fimm stjörnu hótel. Reykjavík: „Nýlenda” bændanna Viggó Oddsson skrifar frá Jóhannes- arborg: Það eru að verða tveir áratugir síðan ég fór að benda á að kosninga- misréttið á íslandi og efnahagsvand- inn væri samtvinnað og yrði að leys- ast i sameiningu. Þéttbýlisfólkið hefur aðeins brot af atkvæðisgildi dreifbýlismanna sem hafa miklu fleiri þingmenn en lýðræðislegt er. Ég hefi oft bent á að þetta kerfi er ekki ósvipað því sem Ródesíusvertingjar höfðu, þar til fyrir nokkrum vikum. Ég spáði því að svertingjarnir myndu verða á undan Reykvíkingum að ná jafnrétti í kosningum, sama gildir um 11 negraþjóðir í SV-Afríku og nokkr- ar af blökkuþjóðum i S-Afriku hafa einnig lýðræðislega kjörna þingmenn ogsjálfstæði. Hægri og vinstri Það hafa verið svo margar hægri og vinstri stjórnir á íslandi þessa 2 áratugi að eitthvað hefði átt að geta mjakazt í rétta átt i mannréttindum á íslandinu. En allt hjakkar í sama far- inu og mismunurinn virðist aukast við hverjar kosningar. Hvernig á að vera hægt að stjórna landinu þegar fámennur hópur dreifbýlismanna notar misréttið til að halda uppi land- búnaðartrölli sem getur ekki fram- leitt megnið af sinni framleiðslu á hagkvæmu verði? Og olíukreppan mun auka á kostnað offramleiðslu landbúnaðarins, og upp-og-niður- greiðslurnar aukast að mun. Trfalt verð Ég hefi margoft bent á að sumar búnaðarvörur á íslandi kosta allt að tífalt meira en sams konar vörur sem koma ti! Evrópu „hinumegin af hnett- inum”, auk milljarða i allrahanda „bætur” sem kosta landsmenn tvö- falda skatta, þrefalda tolla og allt að tífalt vöruverð. Og meginorsök vand- ans liggur í ofgildi dreifbýlisatkvæð- anna í þingkosningum. Ef svertingjar i Ródesíu og S-Afríku fá sín mann- rcttindi, möglunarlítið, ættu Reyk- víkingar að geta sýnt að þeir séu ekki minni menn. Flest riki heims hafa margvísleg af- brigði af misrétti: Kommúnistalöndin og flest riki í Asíu, Afríku og Ameriku. Hvaða réttlætanlega ástæðu hefur núverandi íslandsstjórn fyrir þessu áframhaldi?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.