Dagblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1979. 7 Hæfileikakeppni hljómsveitar Birgis Gunnlaugssonar og Dagblaðsins: Fyrsti hlutinn fer fram á morgun — Fyrstu keppendurnir koma frá Grindavík og Reykjavík Þátttakendur i fyrsta hluta hæfi- leikakeppni Dagblaðsins og hljómsveit- ar Birgis Gunnlaugssonar koma frá Grindavík og Reykjavík. Meirihlutinn — eða tvö atriði — kemur frá fyrr- nefnda staðnum. Stöllurnar Kolbrún Sveinbjörnsdóttir og Evelyn Adolfs- dóttir skemmta með grínvisum og hljóðfæraslætti og Margrét Sighvats- dóttir syngur nokkur lög við píanó- undirleik. Reykjavíkuratriðið er það að Einar Gunnar Einarsson fer með grínmál' ásamt félaga sínum, Einari Þorsteini Einarssyni, en þeir hafa gengið undir heitinu „Einarrobræður”. Fastagestur á hæfileikakvöldunum i sumar verður Dansflokkur JSB. Hér er hiuti flokksins á æfingu að Hótel Sögu. Hæfileikakeppnin hefst á Hótel Sögu annað kvöld. Auk fólksins, sem leggur hæfileika sína undir dóm áhorf- enda á Hótel Sögu, skemmtir tólf manna Dansflokkur JSB og stjórn- endur útvarpsþáttarins í vikulokin stjórna danstónlistinni í hálftíma. Stjórnendurnir völdu tólf lög — þar á meðal Sverðdansinn fræga — sem hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar hefur æft sérstaklega fyrir kvöldið. Meirihluti þess hóps sem þegar hefur látið skrá sig til keppni I sumar. Þetta fólk hefur upp á ýmislegt athyglisvert að bjóða, svo sem söng, hljóðfæraleik, þarna eru grinistar, upplesarar og rithöf- undar. DB-myndir Árni Páll. Keppni þessi er eingöngu ætluð áhugafólki. Hver sem er getur fengið að koma hæfileikum sínum á fram- færi, svo framarlega sem hann er orð- inn átján ára að aldri, hafi ekki komið fram i list sinni gegn greiðslu og hafi trú á eigin hæfileikum. Það eru áhorf- endur keppninnar sem dæma um hvaða atrjði sé bezt hverju sinni. — Miðað er við þrjú atriði hverju sinni. Sigurvegari hvers sunnudagskvölds fær að launum mat fyrir tvo i Grillinuá Hótel Sögu. Á lokakvöldi hæfileika- keppninnar, sem verður sunnudaginn 23. september, keppa. sigurvegarar sumarsins til úrslita. í boði er utan- landsferð að verðmæti um 240 þúsund krónur, auk þess sem sigurvegarinn fær hundrað þúsund krónur i vasapeninga. Keppni þessi fer fram á hverju sunnudagskvöldi í sumar og endar sem áður sagði þann 23. september. Þó eru undanskildir sunnudagarnir 5. og 12. ágúst. Þann fyrri ber upp á verzlunar- mannahelgina en seinni sunnudaginn verður Sumargleði hljómsveitar Ragnars Bjarnasonar að Hótel Sögu. Auk þess sem boðið verður upp á hæfileikakeppnina á sunnudagskvöld- um í sumar verður ýmislegt fleira á dagskránni á Hótel Sögu. Dansflokkur JSB verður fastagestur, þekkt fólk úr þjóðlífinu velur danstónlistina að hluta, hárgreiðslufólk lítur inn og sýnir það sem það hefur upp á að bjóða og hver veit nema erlendir skemmtikraftar komi við. Til þess að taka þátt i hæfileika-, keppni hljómsveitar Birgis Gunnlaugs- sonar og Dagblaðsins þarf fólk að láta skrá sig í síma 77616 á kvöldin. Þar eru jafnframt veittar allar nánari upptýs- ingar um keppnina. - ÁT Félagsdóm- ur um yf ir- vinnubannið f næstu viku? Félagsdómi hefur ekki borizt formleg beiðni frá Vinnumála- sambandi samvinnufélaganna um að skera úr um hvort yfirvinnu- bann farmanna sé löglegt eða ekki. Guðmundur Jónsson, for- maður dómsins, kvað líklegt að dómurinn yrði kallaður saman strax og beiðni bærist. Skúli Pálmason, lögmaður Vinnumálasambandsins, sagði að sambandið hefði tekið formlega ákvörðun um að vísa málinu til félagsdóms. Kvaðst hann vera að taka saman málsskjöl og bærist beiðni væntanlega til félagsdóms straxeftirhelgi. -GM Sjómanna- félagið andvígt farmgjalda- hækkun Farmenn í Sjómannafélagi Reykjavíkur hafa harðlega mót- mælt því að ríkisstjórnin verði við kröfu „langstærsta, bezt búna og ríkasta skipafélagsins um stór- hækkun farmgjalda á sama tima og hún telur sjálfsagt að neita far- mönnum um launabætur til að bera hluta þeirrar stórvaxandi kaupmáttarrýrnunar sem allir finna fyrir,” eins og segir orðrétt í samþykkt sem gerð var á mið- vikudaginn. Ennfremur segir að ef rikis- stjómin verði við ósk skipafélags- ins sé um vísvitandi verðbólguað- gerð að ræða sem hún verði þá að bera fulla ábyrgð á. -GM VARA HLUTIR VOLKS WAGEN • LAND ii ROVER Bílhlutir SUNBEAM BÉNSlNTANKAR — STÝRISVÉLAR — KÚPLINGSDISKAR OG PRESSUR SPINDILKULUR - HOSUR VATNSDÆLUR - VIFTUSPAÐAR — STARTKRANS — O. M.F, Suflurlandsbraut 24 • Sími 38365 PÓSTHÓLF 4154 £9rank frafcr. 442.000- Mf'ak,. 515.000,- m'fjarstýringu Aðeins nokkur tœki til ennþá — til afgreiðslu strax. SJÓNVARP & RADÍÓ HVERFISGÖTU 82 - SÍMI23611 Annar útsölustaður: Radíóbœr, Ármúla 38 ■rayttwr opnwnartlmi OPÍD KL. 9—9 . Allar skraytíngar unnar mötínum. tag-j Na| kllntall a.n.k. é kvöldia niovU'AVixrm HAFNARSTRÆTI Slmi 12717 Húsbyggj- endur Við framleiðum innihurðir í fjölbreyttu úrvali viðartegunda. Kynnið ykkur verð, afgreiðslu- tíma og greiðsluskilmála. Trésmiðja Þorvaldar Ólafssonar hf Iðavöllum 6 Keflavík, slmi 92-3320. Söluaðili í Reykjavík: Innréttingaval Sundaborg, sími 84660.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.