Dagblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 23.06.1979, Blaðsíða 23
íslenzki burstabærínn Annað kvöld kl. 20.35 sýnir sjónvarpið danska mynd um íslenzka torfbæi, eins og þeir hafa verið frá dögum Gauks Trandilssonar fram á þennan dag. í þessari dönsku fræðslumynd er drepið á þróun húsagerðar á íslandi í 1100 ár. Sagt er frá því hvernig aðstæður og efnisskortur höfðu áhrif á þróun byggingartækni á íslandi, sem endaði í hinu séríslenzka fyrirbæri, torfbænum. í myndinni er brugðið upp myndum frá nokkrum stöðum þar sem torfbæir standa enn, svo sem Keldum á Rangár- völlum og Tyrfingsstöðum i Skaga- firði. Einnig er sýnt hvernig torf er rist og hnausar stungnir til byggingar. Myndin er um það bil i klukkustund og þýðandi og þulur er Bogi Arnar Finnbogason. -ELA. DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1979. Sjónvarp kl. 20.35 annað kvöld: Tyrfingsstaðir i Austurdal i Skagafirði, einn siðastur torfbæja f byggð á lslandi. POPPÞÁTTUR—sjónvarp kl. 20.30: Nýbylgjuhljóm- sveitin Blondie Nokkrir af meðlimum hljómsveitarinnar Blondie og eins og sjá má eru þau nýbylgjutónlistarleg. í kvöld kl. 20.30 sýnir sjónvarpið Debbie Harry er fyrir fleira fræg en þriggja stundarfjórðunga langan söng, hún var áður nektarfyrirsæta hjá poppþátt með hljómsveitinni Blondie tímaritinu Playboy og hafa oft birzt sem getið hefur sér gott orð upp á nektarmyndir af henni í því. siðkastið. Hljómsveitin Blondie er nýbylgju- Söngkona hljómsveitarinnar, hljómsveit og klæða meðlimir hljóm- sveitarinnar sig gjarnan eftir ræfla- rokkstízku. Þau komust ofarlega á vinsælda- lista Englands með iagið sitt Heart of Glass. ELA. Meðal þeirra sem fram koma í Alþýðutónlistinni annað kvöld er Bob Marley. ALÞÝDUTÓNUSHN —sjónvarp annað kvöld kl. 21.05: B0B MARLEY, EL0, STEVIE W0NDER Annað kvöld kl. 21.05 er síðasti þátturing um Alþýðutónlistina á dag- skrá, en þeir hafa alls verið 17. Alþýðutónlistin hefur fjallað um flestar gerðir tónlistar, s.s. svarta tónlist, afríska og ameríska, ragtime, jass, blues, reviusöngva, söngleiki, ■v'ing, rhythm og blues, country, vrjalda- og ádeilusöngva, rokk, I) lana, þungi rokk og sykursæta I pptónlist. í síðasta þættinum sem nefnist — ogfleirifrægir ílokaþætti Hvað er framundan? munu meðal annarra sjást Stevie Wonder, Led Zeppelin, Mike Oldfield, Tangerina Dream, Bob Marley og Paul Simon. Auk þeirra Electric Light Orchestra, Manfred Mann og margir fleiri. Þættirnir eru brezkir og cftir hinn kunna tónlistarskrifara Tony Palmer. Þátturinn annað kvöld er i fimmtíu min. og þýðandi er Þorkell Sigur- björnsson. -EI.A. Útvarpkl. 13.30: r VIKULOKINI SUMARSKAPI —og mannaskipti ínánd J V. Mannaskipti eru að verða í þættinum í vikulokin sem er eftir há- degi á laugardögum. Þeir Árni Johnsen og Ólafur Geirsson, tveir fjór- menninganna sem að þættinum hafa staðið, verða þar í síðasta skipti í dag. í stað þeirra koma þeim Eddu Andrésdóttur og Jóni Björgvinssyni til bjargar Kristján Guðmundsson kennari og Guðjón Friðriksson blaða- maður. DB „sló á þráðinn” til Guðjóns þar '■em hann var að vinnu sinni á Þjóðviljanum. Var hann spurður hvort ætlunin væri að miklar breytingar yrðu á þættinum við breytingarnar á um- sjónarmönnum hans. „Nú í tilefni sumarkomunnar lengist þátturinn í vikulokin um þrjátíu mínútur,” sagði Guðjón. „Aðrar breytingar er bezt að láta timann leiða í ljós en ekki er ólíklegt að við snúum okkur meira að ýmsu efni sem tengist „Ætli við snúum ökkur ekki svolitið að ferða- málunurn I tilefni af sumrinu,” sagði Guðjón Friðriksson blaðamaður, en hann er annar þeirra sem nú kemur til liðs við þá Vikulokamenn. DB-mynd llörður. sumri og sól, eni' op til dæmis ferðalögum og þ' uni'ku," sagði Guðjón Friðriksson að lokum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.