Dagblaðið - 25.06.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 25.06.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 1979. 5 20—30 tonnum af mysu hent daglega í Búðardal: Vandalaust að búa til spíra „Við framleiðum 2—3 tanka af osti á dag. í hvern tank fara 10 tonn af mjólk og úr því kemur 1 tonn af osti og 9 tonn af mysu. Mysunni er hent en úr henni mætti búa til spíra og þeir gera mikið að því í Dan- mörku,” sagði Lúðvik Hermanns- son, ostagerðarmaður í Búðardal, er DB-menn litu við í mjólkurstöðinni þar á staðnum nýlega. Þess má geta, að ostatankur sá sem þeir Búðardals- menn hafa yfir að ráða er mjög full- kominn og sá eini sinnar tegundar hér á landi. ,,í Danmörku er bannað að setja mysuna í sjóinn vegna mengunar sem hún veldur,” sagði Lúðvík. Hann bætti því við, að það væri ekki vand- kvæðum bundið að hefja spírafram- leiðslu úr mysunni í stað þess að henda henni. Kostnaðarhliðin væri hins vegar verri viðureignar og kæmi sennilega í veg fyrir að slíkar hug- myndir yrðu að veruleika. -GAJ Lúðvik Hermannsson ostagerðarmaður við hinn nýja og fullkomna ostatank i mjólkurstöðinni i Búðardal. DB-mynd Árni Páll Haraldur með Skrýplunum — steinhissa á siðum Skrýplanna, sem hann kynntist i ferð sinni til Skrýplalands. Skrýpfa- dagurínn erídag í dag er „Skrýpladagurinn” — hald- inn í tilefni þess að frá Steinum hf. kemur út í dag hljómplatan „Haraldur í Skrýplalandi”. Greinir þar frá ævin- týrum Haraldar (Sigurðssonar) í Skrýplalandi og ýmsum kúnstum skrýplanna, sem eru litlar, bláar figúrur. Á síðasta ári var gefin út í Englandi og víðar um Evrópu platan „Father Abraham end the Smurfs” og öðlaðist hún miklar vinsældir alls staðar. Einkum var það þó lagið „The Smurf Song” — Skrýplasöngurinn — sem út kom á tveggja laga plötu, sem náði vin- sældum. í árslok 1978 var Skrýpla- söngurinn næst söluhæsta plata ársins — i fyrsta sæti var „Rivers of Baby- lon” með þýzka diskóhópnum Boney M. Faðir Abraham og Skrýplarnir eru sköpunarverk belgíska teiknarans Peyo og hafa um langa hríð notið vinsælda í norðanverðri Evrópu. í haust kemur út teiknimyndabók um Skrýplana — sem raunar heita þá Strumparnir — frá Iðunni hf. -ÓV Stjóraar- fundur BSRB á Kef lavíkur- flugvelli Fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar BSRB var haldinn á Keflavíkurflugvelli kl. hálfsjö á föstudagskvöld. Aðalumræðu- efnið á fundinum var kjaradeilan við fjármálaráðuneytið um vinnutíma sumarstarfsfólks í frí- höfninni í Keflavík. -GM Hugurinn ber þig hálfa leið Við höfum opnað leiðir til að láta óskir rætast. Samið er um nokkrar mánaðarlegar innborganir. Síðan lánar bankinn jafn mikið á móti. Að IB-láni liggja margar leiðir - mislangar en allargreiðfærár. Dæmi um nokfcna valkDSti afmörgum sem bjóöast. SPAR'JAPAR- Tíb AS: . DÆMI UM MÁNAÐARLEGA INNBORGUN SPARNAÐUR : LOKTÍMABILS IÐNAÐARBANKINN LÁNAR ÞÉR RÁÐSTÖFUNAR- FÉ MEÐ VÖXTUM MÁNAÐARLEG ENDURGREIÐSLA ENDURGR. TÍMABIL 3 m.n. 20.000 40.000 75.000 60.000 120.000 225.000 60.000 120.000 225.000 120.800 241.600 453.375 20.829 41.657 78.107 3 , man. 18. man. 30.000 50.000 75.000 540.000 900.000 1.350.000 540.000 900.000 1.350.000 1.150.345 1.918.741 2.875.875 36.202 60.336 90.504 18. man. BanMþeirra sem hyggja aó framtíöinni Iðnaðarbankinn AöalbaíiM og útibú

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.