Dagblaðið - 25.06.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 25.06.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 25. JÚNl 1979. Flugdagurinn 1979: Bianchi bjargaði degjnum Hvassviðri varð þess valdandi að fella varð niður nokkur atriði í dagskrá Flugdagsins 1979 en hann var haldinn í Reykjavík á laugardag. Þannig varð ekki af svifdrekaflugi hins heimsþekkta „Jimmi Potts” en þess atriðis hafði verið beðið með talsverðri eftirvænt- ingu. Dagskráin varð þess vegna engan veginn eins fjölbreytileg og reiknað hafði verið með. Mikill fjöldi áhorfenda fylgdist með sýningunni en sjálfsagt hefur minnstur hluti þeirra borgað sig inn á öskju- hlíðarsvæðið eða inn á aðra þá staði sem selt var inn á. Margir fylgdust með sýningunni úr bílum sínum kringum Umferðarmiðstöðina og meðfram Hringbrautinni og öðrum þeim stöðum sem ekki þurfti að greiða aðgangseyri að. Þrátt fyrir það gera forráðamenn sýningarinnar sér vonir um að hún standi undir sér. Kostnaðurinn mun nema um 3 milljónum og vegur þar þyngst kostnaðurinn vegna komu út- lendinganna tveggja. Segja má, að ann- ar þeirra, hinn heimsþekkti listflug- maður Tony Bianchi, hafi hreinlega bjargað Flugdeginum. Atriði hans var síðast á dagskránni en fram að þvi hafði hún verið heldur tilþrifalitil. En slík tiljjrif sýndi Bianchi í listflugi sínu, að áhorfendur stóðu hreinlega á önd- inni. Oft virtist sem vélin félli stjórn- laust til jarðar en alltaf reif Bianchi hana upp aftur, átakalaust að því er virtist. Einnig vakti vélin DeHavilland Dash-7 talsverða athygli. Vél þessi er stóri bróðir Twin Otter vélanna og styrkleiki hennar felst einkum í þvi, að hún þarf mjög stutta flugbraut. Hún er svipuð að stærð og Fokkerinn en er fjögurra hreyfla og getur notað hreyfl- ana til að bremsa. Slíkar vélar henta mjög vel þar sem flugvallarskilyrði eru slæm enda hafa bæði Norðmenn og Grænlendingar pantað slíkar vélar. Dagskrá flugdagsins var endurtekin á Akureyri í gær í blíðskaparveðri. -GAJ ■» McDonnell-Douglas F-4 „Phantom” orrustuþotur frá bandariska flughernum. Tony Bianchi á CAP-10. DB-myndir Árni Páll Keppt í akstri á mótorhjólum: Þorvarður Björg ólfsson sigur- vegari dagsins Þorvarður Björgólfsson átti góðan dag í gær. í motocrosskeppni sem haldin var við Sandfell við Þrengsla- veg var hann tvímælalaust sigurveg- ari dagsins. Þorvarður ók á Suzuki vélhjóli auðkenndu með stöfunum RM 125. Á þessu hjóli sigraði hann i báðum umferðum stórra vélhjóla og var í seinni umferðinni það snöggur í ferðum að þegar hann kom í mark voru þeir sem síðastir voru í keppn- inni að leggja af stað í síðasta hring- inn. Þeir sem næstir komu Þorvarði í röðinni, þeir Lárus Guðmundsson á Suzuki RM 370 og Gunnar Aðal- steinsson á Yamaha 250, voru langt á eftir honum i mark. Motocrosskeppni er þannig upp byggð að ekið er á hringlaga braut sem öll er í hlykkjum og hæðum. Sá sem fyrstur er að aka mótorhjóli ákveðinn hringafjölda er síðan sigur- vegari. í gær var keppt í tveim flokkum vélhjóla. Annars vegar flokkur stórra hjóla sem áður eru nefnd og var þá keppt tvisvar. Hins vegar kepptu svo litlu guttarnir á skellinöðrunum. í þeirra flokki bar sigur úr býtum Oddur Vífilsson á Yamaha RM 50. Annar varð Gunnlaugur Melsted á Hondu SS 50 og 3. varð Sveinn Sig- marsson á Yamaha RM 50. í fyrri umferðinni á stóru hjólun- um urðu sömu tveir menn í fyrstu tveim sætum og í seinni umferð sem áður er getið. En þá varð í 3. sæti Kári Tryggvasou á Suzuki RM 125. - DS BIADID SNARFAMí* Sendist merkt: DAGBLAÐIÐ SJÓRALL '79 Síðumúla 12 105 Reykjavík Hvaöa bátur verður fyrstur? KEPPENDUR ERU: 03 — Bjarni Björgvinsson og Lára Magnúsdóttir 05 — Hafsteinn Sveinsson og Runólfur Guðjónsson 06 — Bjarni Sveinsson og Ólafur Skagvik 07 — Eiríkur Kolbeinsson, Hinrik Morthcns og Tryggvi Gunnarsson 08 — Gunnar Gunnarsson og Ásgeir Ásgcirsson SKILAFRESTUR TIL MÁNUDAGSINS 2. JÚLÍ1979 PÓSTSKIL MÁNUDAGINN 2. JÚLÍ1979 í SÍÐASTA LAGI. önnur svör gilda ekki 1 2 3 Sendandi: Nafn:..... Heimili: ... Sími:.....

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.