Dagblaðið - 25.06.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 25.06.1979, Blaðsíða 10
10 Lausní olíukreppu Fjórir stúdentar í Bandaríkjunum telja þetta lausnina á orkukreppunni. Fjórhjóla fararskjóti knúinn áfram af hinum fjórum farþegum. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 1979. Nicaracua: Somoza neit- ar að leggja niöur völd /* —þjóövaröliöarhalda uppi stööigum loftárásum á sveitírskæruliöa í úthverfum Managua Anastasio Somoza einræðisherra Nicaragua hafnaði í gær algjörlega hugmyndum sem komið hafa fram hjá stjórn Samtaka Ameríkuríkja um að hann segi af sér embætti forseta til að forðast frekari blóðsúthellingar í landinu. Hann sagði þessar tillögur ekki vera annað en lævíslegar til- raunir til að hafa ólögleg afskipti af innanríkismálum Nicaragua. Somoza sagðist hins vegar vera reiðubúinn til að hlusta á skynsamlegar tillögur frá samtökum Ameríkuríkja um hvernig koma mætti á friði og leysa deilurnar i landinu á friðsamlegan máta. Somoza benti til dæmis á, að hann teldi að eitt af því fyrsta sem gera þyrfti væri að stöðva allar vopna- sendingar til skæruliða sandinista, sem vinna að því að koma honum frá völdum. Somoza og fleiri halda þvi fram að þeim berist stöðugt vopn frá Kúbu og þá einnig Panama en þar situr allvinstrisinnuð ríkisstjórn. Fregnir berast um miklar loftárásir liðs Somoza einræðisherra á úthverfi höfuðborgarinnar Managua en þar hafa skæruliðar komið sér fyrir. Fyrri fregnir hafa þó borið það með sér að flugher Somoza væri orðinn heldur bágborginn. Bandaríkin settu vopnasölubann á Nicaragua fyrir nokkrum mánuðum. Fregnir annars staðar úr Nicaragua herma að skæruliðar sandinista sæki alls staðar frekar á og nálgist nú borgirnar Masaya, Diriamba og Jinotepe. Allar eru þær innan við fimmtíu kílómetra frá höfuðborg- inni. Japan: Carter fagnaö viö komuna til Tókíó —samkomulag Bandaríkjanna ogJapan aldrei betra frá lokum síöari heimsstyrjaldar Jimmy Carter Bandaríkjaforseti miðjum kliðum rauk hann þó til og ríkjunum og Japan hefur tekizt að japönsku stjórnarinnar í innflutnings- virtist leika á als oddi við komuna til Tokió en þar var hann að hefja þriggja daga opinbera heimsókn í gærkvöldi. Hann veifaði til þeirra sem komnir voru til að taka á móti honum við Akasaka höllina í Tokíó auk þess sem hann gaf sér tíma til að kyssa smábörn, bæði japönsk og bandarísk. Mikill hiti var við móttökuathöfnina við Akasaka höllina en þar tók hinn 78 ára gamli Hirohito keisari Japan form- lega á móti forseta Bandaríkjanna. Carter kannaði heiðursvörð hvit- klæddra japanskra hermanna. í heilsaði upp á barnahóp veifaði og kyssti en hélt síðan áfram liðskönnun- inni. Helzt umræðuefni bandarískra og japanskra leiðtoga mun verða orku- vandamál heimsins og flóttamanna- vandamálið i Suðaustur-Asíu. Banda- leysa mjög úr innbyrðis ágreinings- efnum sínum á undanförnum mánuðum. Erfiðast var að finna lausn á miklum innflutningi Japana til Bandaríkjanna á ýmsum vörum svo sem vefnaði og fatnaði. Var á tímabili mikill ágreiningur vegna stefnu og gjaldeyrismálum. Að lokinni opinberri heimsókn Carters mun hann taka þátt í ráðstefnu um orkumál sem leiðtogar, Frakk- lands, Vestur-Þýzkalands, Bretlands, Japans, ítalu og Kanada munu einnig taka þátt i. Andrea Gwendolyn, átta ára dóttir fráfarandi forseta Vestur-Þýzkalands, Walter Scheel, tekur hlutina Ifklega ekki nægilega alvarlega. Hermennirnir voru aö æfa sig fyrir heimsókn Lee Kuan Yew, forsætisráðherra Singapore, þegar hún tók sig til og smellti sér i gönguna með þeim. Enn ein tilraun til samkomu- lags ísrael og Egypta Fulltrúar ísraels og Egyptalands munu í dag gera enn eina tilraun til að ná samkomulagi um hvernig staðið skuli að sjálfstjórn Palestínuaraba, sem eru á Gazasvæðinu og Vesturbakka árinnar Jórdan. Fundur þeirra verður á gistihúsi rétt við Tei Aviv og hann munu fulltrúar Bandaríkjastjórnar einnig-sækja. Erlendar fréttir

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.