Dagblaðið - 25.06.1979, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 25.06.1979, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 25. JÚNÍ 1979. WBIAÐIÐ frjálst, áháð dagblað Útgefandi: Dagblaðið hf. Framkvœmdastjóri: Sýoinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Heigason. Skrifstofustjóri ritstjómar: Jóhannes Reykdal. Fréttastjóri: Ómar Valdimarsson. Iþróttir Hallur Símonarson. Menníng: Aðalsteinn Ingólfsson. Aðstoðarfróttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrímur Pólsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómassog, Atli Stoinarsson, Bragi Sigurösson, Dóra Stefánsdótt- ir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Helgi Pátursson, Ólafur Geirsson, Siguröur Sverrisson. Hörmun: Guðjón H. Pálsson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörður Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs son, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Sölustjóri: Ingvar Sveinsson. Dreifing arstjóri: Már E.M. Halldórsson. Rátstjóm Síðumúla 12. Afgreiðsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þverholti 11. Aðalsími blaðsins er 27022 (10 línur). Áskrift 3000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 150 kr. ointakið. Setning og umbrot Dagbloðið hf., Síðumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Síðumúta 12. Prentun: Árvakur hf. Skeifunni 10. Boltaleikur um Torfuna Lítil reisn er á þeirri afstöðu borgar- stjórnar Reykjavíkur að rúlla boltanum í friðunarmáli Bernhöftstorfunnar yfir til menntamálaráðherra. Borgin gæti friðað þessi hús sjálf. Þó hefur Ragnar Arnalds menntamálaráð- herra fengið bakstuðning í samþytkkt- um stofnana borgarinnar síðustu daga, ef honum er einhver alvara um friður Torfunnar. „Ég trúi ekki öðru en rikið hætti að láta eigur sínar grotna niður,” sagði Sigurjón Pétursson, forseíi borgarstjórnar og höfuðsmaður vinstri meirihlutans, í viðtali í Dagblaðinu í fyrri viku. Borgarráð hafði þá lýst yfir stuðningi við samþykkt húsfriðunarnefndar um að friða Torfuna. Sigurjón benti á, að borgarstjórn hefði til þessa einungis samþykkt friðun húsa, sem hafa verið í hennar eigu, en ekki friðað hús annarra, hvorki ríkis né einkaaðila. Þá kom fram, að ákveði borgarstjórn að friða Torfuna, sem er í eigu ríkisins, á hún á hættu að þurfa að greiða ríkinu skaðabætur. Næsti leikur var borgarstjórnar. Á fundi á fimmtu- dag var tekið fyrir bréf Ólafs Jóhannessonar forsætis- ráðherra um niðurrif brunarústa Bernhöftstorfunnar. Forsætisráðherra spurði, hvort borgin hefði nokkuð við það að athuga, að ríkið léti hreinsa það, sem hann kallar „brunarústir” norðan Gimlis. Vinstri meirihlutinn í borgarstjórn bar á borgar- stjórnarfundinum fram tillögu um stuðning við friðun Bernhöftstorfu og vísaði til samþykktar húsfriðunar- nefndar, sem ítrekuð var í bréfi til Ragnars Arnalds menntamálaráðherra í október síðastliðnum. Þessi tillaga hlaut stuðning allra borgarstjórnarmanna nema þriggja sjálfstæðismanna, sem sáu hjá. Áður hafði verið felld tillaga frá Albert Guðmundssyni (S) um að fram færi allsherjartkvæðagreiðsla um málið meðal borgarbúa. í Torfunni á þjóðin hvað merkastan byggingararf i kaupstað á íslandi, og er engin slík húsaheild eða húsaröð til á landinu nema þessi, svo að vitnað sé til ummæla Þórs Magnússonar þjóðminjavarðar. Málið er mikilvægara en svo, að það verðskuldi þann tviskinnung og það boltakast, sem fram hefur farið um það árum saman. Borgin hefur heykzt við að taka af skarið, þótt það sé í hennar valdi. Hún hefur þó drattazt við að veita Ragnari Arnalds þær samþykktir, sem beðið er um í þjóðminjalögum, eigi hann að taka ákvörðunina, þar sem húsfriðunarnefnd og borgarstjórn hafa mælt með þvi, að hann friði Torfuna. Húsfriðunarnefnd hefur árum saman verið meðmælt friðun. Hver menntamálaráðherrann og for- sætisráðherrann á fætur öðrum hefur fengið um það beiðni frá nefndinni. Framkvæmdir munu sérstaklega hafa strandað á andstöðu Ólafs Jóhannessonar. Ragnar Arnalds menntamálaráðherra hefur látið að þvi liggja, að hann vilji friðun húsanna. En einnig hjá honum gætir tvískinnungs, þar sem svo mætti að orði komast, að ríkið mundi missa verð- mætar lóðir í miðborginni, sem nota mætti til annars. Nú bíður þess, að fram komi, hversu mikill dugur er i menntamálaráðherra. Grípur hann það tækifæri, sem hann hefur fengið í hendur eftir samþykkt stofnana borgarinnar, eða verður stefna forsætisráðherra ofan á? Tefst málið vegna ágreinings og tvískinnungs, meðan húsin grotna niður? Boltaleikurinn er löngu orðinn of dýr. LEIGUGJALD FYRIR RÍKISJÖRD Spurt á Alþingi Á Alþingi i vetur flutti ég fyrir- spurn á þingskjali 396 til landbún- aðarráðherra um bújarðir í eigu ríkis- sjóðs. Fyrirspuming hljóðaði þannig: „Hvaða bújarðir á rikissjóður? Hvar eru þessar jarðir og hverjir voru leigutakar ef um ábúð var að ræða árið 1978? Hvaða hlunnindi fylgja þessum jörðum og hverjar voru tekj- ur af hlunnindum árið 1978 og hvert runnu þessar tekjur? Skriflegt svar óskast.” Hér var vissulega um mjög yfir- gripsmiklar fyrirspurnir að ræða og taldi ég mjög eðlilegt að söfnun og skráning svara við fyrirspumunum tæki nokkurn tima, ef slíkar upplýs- ingar lægju ekki þá þegar fyrir í að- gengilegu formi í landbúnaðarráðu- neytinu. Á síðasta degi þingsins i vor af- Ofbekfishneigjð og þekkingarleysi í sjónvarpsþættinum Verkföll og verkbönn, sem sýndur var 12. júní 1979, var Sigurður Líndal, prófessor i lögum við Háskóla íslands, fenginn til þess að ræða um verkföll og verk- bönn. Væntanlega hefur tilgangur stjórn- anda þáttarins með því að fá fræði- • mann til þess að koma fram í þættin- um verið sá að fá hlutlausa úttekt á þeim leikreglum, sem hér gilda um verkföll og verkbönn. Þar sem Sigurður hefur nú séð ástæðu til þess að láta birta ræðu þessa eftir sig í Dagblaðinu 18. júní 1979, er ætlunin að ræða hér á eftir stuttlega þau per- sónulegu sjónarmið Sigurðar, sem þar komu fram, en ekki að fjalla um með hvaða hætti þau voru fram sett í fyrrnefndum sjónvarpsþætti eða stjórn þess þáttar. Sigurður skilgreinir hvergi orðin verkalýðshreyfing og verkalýðsfor- ysta, en í málvitund almennings þýðir verkalýðshreyfing verkalýðsfélög innan Alþýðusambands íslands og verkalýðsforysta þá þeir menn, sem valist hafa til forystu í Alþýðusam- bandinu og félögum innan þess. Ekki er því hægt að taka ræðu Sig- urðar öðruvísi en sem skipulega árás á Alþýðusamband íslands og um- rædda forystumenn. Öll einkennist ræða Sigurðar Líndal af dylgjum og órökstuddum fullyrðingum, án þess að hann hafi nokkuð til málanna að leggja um það, hvað megi til betri vegár færa. Þá minnir ræða hans mjög á áróðursaðferðir þar sem rang- ar forsendur eru gefnar til að fá „réttar” niðurstöður. Óskyldum hlutum er blandað saman og sífellt hamrað á einu atriði, það er bölvun verkfallsréttarins, og þeim rétti kennt um allt sem miður fer í þjóðfélaginu. Hér á eftir verður fjallað um nokkrar rangfærslur S.L. 1. Hefur verkalýðshreyfingin náð takmörkuðum árangri við að bœta hag félagsmanna sinna? Ef litið er yfir söguna frá því að fyrsta stéttarfélag á íslandi var stofn- að 1887, frá stofnun Dagsbrúnar 1906 og Alþýðusamband Islands 1916, er ljóst að mikið hefur áunnist, þótt ýmislegt hafi farið miður og margt af því, sem stefnt hefur verið að, hafi ekki náðst fram. Sumt af þessu hefur náðst fram við kjara- samninga og annað í gegnum löggjöf. Má þar nefnát.d. á síðustu árum líf- eyrissjóði, atvinnuleysistrygginga- sjóði, launagreiðslur í veikinda- og slysatilfellum o.fl. Ég held, að ekki þurfi að fara mörgum orðum um, að efnahagur fólks er nú allur annar og félagsleg réttindi öll miklu meiri en áður fyrr. En þá kunna einhverjir að spyrja: Eru það ekki tæknilegu framfarirnar, sem mestu hafa skipt? Það er vissu- lega rétt, að þær hafa skipt gífurlega miklu. En kröfur verkalýðshreyfingarinn- ar hafa gert það að verkum, að at- vinnurekendur hafa verið knúnir til hagræðingar á vinnustöðum, til auk- innar tæknivæðingar og þar með til að auka framleiðnina í þjóðfélaginu, og um leið til að fara út í þann at- vinnurekstur, sem er hagstæðast að stunda hér á landi. En kemur þetta ekki allt af sjálfu sér; þarf nokkur verkalýðsfélög? Um hvað snýst baráttan? Baráttan snýst fyrst og fremst um skiptingu þjóðarteknanna. Atvinnu- rekendur vilja fá sem mestan ágóða, en verkalýðshreyfingin reynir að tryggja hlut umbjóðenda sinna. Að dómi Sigurðar er verkfallsrétt- urinn hábölvaður og það er hann, sem er sökudólgurinn. Ef eitthvað fer úrskeiðis, er í tísku að finna einhvern sökudólg. Að mati Sigurðar er það verkfallsrétturinn. En hvað vill Sigurður? Hvernig vill hann, að tekjuskiptingin fari fram? Við vitum um lönd, þar sem verka- lýðsfélög eru bönnuð. Er það slíkt stjórnarfar, sem Sigurður vill? Vill Sigurður ef til vill leyfa stéttarfélög, en neita þeim um nokkur vopn til þess að fylgja kröfum sínum eftir? Veit Sigurður ekki, hvernig samningaviðræður ganga fyrir sig hér á landi? Yfirleitt er haldið uppi samn- ingaþófi hér svo mánuðum skiptir, áður en gripið er til aðgerða af hálfu verkalýðshreyfingarinnar. Og það er sama hversu mikið góðæri ríkir, hversu mikill gróði fyrirtækjanna er; svar atvinnurekenda er alltaf það sama: „Greiðsluþol atvinnuveganna er slíkt, að þeir þola ekki kauphækk- un.” Ekki eitt einasta prósentustig. Gegn hverjum beinast verkföilin? Að dómi Sigurðar beinast verkföll- in ekki nema að nokkru leyti að vinnuveitendum og „Þaðer þarflaust að rökstyðja það”, segir hann. Vinnudeilu er ekki hægt að heyja án þess að hún bitni á einhverjum saklausum. Verkfall er háð þannig, að sá, sem selur vinnu sína, neitar að vinna lengur fyrir umræddu kaupi. Framleiðsla atvinnurekandans stöðv- ast og hann hefur ekki tekjur af at- vinnustarfseminni. Verkfallið beinist því gegn atvinnu- rekandanum, enda er verið að knýja á um, að hann greiði hærri laun. Þeir, sem hins vegar kaupa umrædda vöru eða þjónustu, sem verkafólkið framleiðir, fá vissulega ekki vöruna, nema birgðir hennar séu fyrir hendi og selt séaf þeim. Eins og verkföll hafa verið fram- kvæmd hér á undanförnum árum, hefur verið séð til þess, að þau bitni sem minnst á almertningi. Séð hefur verið fyrir þjónustu við sjúkrahús, mjólk verið seld til barnafólks og svo framvegis. Þannig hafa verkfalls- menn verið ósparir á undanþágur. Sigurður segir, að bændur verði ekki í erfiðleikum með að svara spurningunni um það, hverjir verði fyrir vandræðum vegna verkfalls mjólkurfræðinga. Er Sigurði virki- lega ekki ljóst, hverjir eiga mjólkur- búin? Er honum ekkr ljóst í hvaða . samtökum bændur hér sunnanlands eru? Er honum virkilega ekki ljóst, að samvinnufélög bænda, Mjólkur- samsalan, Mjólkurbú Flóamanna og Sláturfélag Suðurlands eru í Vinnu- veitendasambandi íslands, þeim sam- tökum, sem nýlega lýstu yfir stríði á hendur almennu launafólki í land- inn? 3. Hverjir verða fyrir kjaraskeröingu af minnkuðum tekjum þjóðarinn- ar? Hér setur Sigurður fram spurningu

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.