Dagblaðið - 25.06.1979, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 25.06.1979, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR25. JÚNÍ 1979. 23 Rally Cross BÍKR: „Ogtróðst núhver sem beturgat” Bifreiðaíþróttaklúbbur Reykjavík- ur hélt fyrstu Rally Cross keppni sumarsins á Rally Cross braut klúbbsins við Móa á Kjalarnesi. Keppnin var frekar tilþrifalítil allt þar til síðasta umferðin byrjaði en þá færðist fjör í leikinn. Áberandi var hversu bílarnir voru kraftlitlir en í Rally Cross má einungis nota fjög- urra strokka vélar og verða bílarnir að vera með upprunalegri vélar- blokk. Efast ég um að nokkur bíl- anna sem keppti hafi náð 50 km hraða á klst., hvað þá meira, og má rekja það til smæðar vélanna. Trú- lega gæti svona Rally Cross verið reglulega skemmtilegt ef leyfð væri notkun sprækra átta strokka véla. Aðrar kröfur sem gerðar eru til Rally Cross bíla er að bremsukerfi og stýrisbúnaður þeirra sé í fullkomnu lagi. Veltigrind verður að vera í bil- unum og fjögurra punkta öryggis- belti. Þá verða bremsuljós og rúðu- þurrkur að vera í lagi. Brautin sem keppt er á er malarbraut, um 900 metra löng, og liggur í óreglulegan hring. Sá sem er fyrstur að aka fimm hringi eftir brautinni vinnur. Svo sem fyrr sagði færðist fjör i keppnina í síðustu umferð hennar en þá var keppt til úrslita. Árni Árna- son, sem ók VW, tók strax forystuna og hélt henni fjóra fyrstu hringina. Herbert Hauksson var staðráðinn í að sigra og hlífði hann Citroénbrak- inu sem hann ók hvergi. Hékk hann í skottinu á Árna allan tímann og tók hann sumar beygjurnar á öðru fram- hjólinu en hin voru öll á lofti. Tókst Herbert að þröngva sér fram úr Árna -á síðasta hringnum en fékk Fólks- vagninn í hliðina um leið. Úrslit keppninnar urðu þau að Herbert Hauksson vann og fór hann fimm hringina á 5 mín. 28.9 sek. Annar varð Árni Árnason sem fór brautina á 5 min. 29.5 sek. og í þriðja sæti varð Jón Hólm á 5 mín. 48.9 sek. Jón ók VW. Jóhann Kristjánsson. 1 siðustu umferðinni var keppnin hörð og trððst hver sem betur gat. Hér ryðjast þrír keppendur samhliða i eina beygjuna enda fór svo að einn þeirra fór hálfur út af brautinni og dróst aftur úr. DB-mynd Jóhann Kristjánsson Sigurvegarinn i keppninni, Herbert Hauksson, dró hvergi af og var Citroeninn oft skrautlegur þegar hurðirnar sveifluð- ust út i beygjum og húddlokið veifaði áhorfendum. DB-mynd Jóhann Kristjánsson. Kristján velti Toyotunni sinni í einni beygjunni. Var hann fljótur að losa öryggisbeltin og skriða út um afturgluggaopið en starfsmenn BtKR voru fljótir til með slökkvitækin ef eldur skyldi koma upp i bilnum. DB-mvnd Jóhann Kristjánsson BEDFORD Nýr langf lutningabíll Vörubíll sérstaklega hannaður fyrir grófa vegi og með þægindi ökumanns í huga. Getum fljótlega afgreitt eftirtaldar gerðir af lager: 2ja öxla 260 HÖ Detroit dísilvél, heildarburðargeta 17000 kg 2ja öxla305 HÖ - - - 19000 - 3ja öxla 305 HÖ - - 23000 - Allir þessir bílar eru búnir lúxus innréttingum éru með veltihúsi, með eða án svefnhúss og miklum auka- búnaði. BEDFORD KD - Mjög lipur flutningabíll fyrir létta bæjar- og utan- bæjar flutninga af ýmsu tagi. Eftirtaldar gerðir til afgreiðslu af lager fljótt: EJM gerð 107 HÖ dísilvél, 5 gíra 8600 kg EJR gerð 107 HÖ dísilvél, 5 gíra 11300 - Bedford KD er þekktur og vinsæll vinnubíll, þægi- legur til af- og áfermingar og með mjög góðum útbúnaði Otrúlegt verð! AUQD

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.