Dagblaðið - 27.06.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 27.06.1979, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1979. 11 og innan skamms verður byggður viðlegugarður fyrir fiskibáta svo og frystihús. Nokkrir fiskibátar verða fluttir yfir land frá Jiangsú-fylki á Kyrrahafsströnd. Þegar þessum undirbúningi er lokið er gert ráð fyrir að þarna megi veiða 2000 tonn árlega. Ekki mun verða gengið á fiskstofna í vatninu en rikisstjórnin hefur friðlýst þá. Þar eð Ngoring-vatn liggur 2000 kílómetra fyrir vestan strönd Austur- Kína verður aflinn ekki fluttur til borga á austurströndinni. Hann mun verða notaður til að auka eggjahvítu- innihald fæðu íbúanna í bæjum og borgum- Qinghæfylkis, sem hafa fengið kjötbirgðir sínar, aðallega frá hinum viðlendu landbúnaðarsvæðum hins fjarlæga fylkis síns. Þar eð hitastig á hálendinu fer niður í mínus 30—40 stig og meira en eins metra þykkur ís liggur á vatninu hinn langa vetur er ekki hægt að stunda veiðiskap í því nenia fimm mánuði á ári. En þegar lokið er gei<' nafnarinnar má nær áreiðanlega kalla Ngoring einstakt að þvi leyti að það liggur hærra en nokkurt annað vatn í heimi þar sem fiskur er veiddur að þvi marki að hann sé verzlunarvara. 30.000 tonn. Fiskurinn vegur eitt til fimm kíló og allar tegundir hafa einkenni hálendisfiska, eru hreistur- lausir með stórt höfuð og lítinn munn með þykkum vörum. Fram á síðustu ár hefur aldrei verið veitt í vatninu af því að hjarðmennirnir sem beita nautpeningi sínum á hin grösugu hag- lendi í nágrenninu kjósa sér heldur til matar kjöt og mjólkurafurðir en fisk, sem þeir segja að hafi undarlega lykt. En 1978 gerðu yfirvöldin i höfuðborginni Madoi, sem er 100 kílómetrum vestar, áætlun um að gera fiskihöfn við vatnið. Bílvegur hefur þegar verið lagður að vatninu engra annarra, hlaupa vinstrimenn á Íslandi upp til handa og fóta og vilja helzt skipta um þjóð í landinu — og það sem allra fyrst. Á sama tíma vilja vinstri menn ekki viðurkenna að ísland eigi við alvarlegt flóttamannavandamál að glíma. Sá landflótti sem nú er hafinn er árangur þeirrar pólitísku lágkúru sem á undanförnum mánuðum hefur sannfært fólk um að engra breytinga væri að vænta. Fólk er hætt að nenna að þrasa við íslenzka stjómmálamenn sem þegar hafa lagt lýðveldið í rúst — það pakkar einfaldlega saman og fer úr landi unnvörpum. annars lands þá þarf enginn að fara í grafgötur um að ástandið i atvinnu- og efnahagsmálum þjóðarinnar er alvarlegra en stjórnmálamenn vilja vera láta. Þegar tillit er tekið til þess að gjaldeyrisreglur, sem eru i gildi, jafngilda hreinni eignaupptöku sér hver og einn að talsvert þarf til að fólk taki ákvörðun um að yfirgefa iandið. Svo virðist sem flestir leggi leið sína til Svíþjóðar og Bandaríkjanna. í Svíþjóð geta iðnaðarmenn, sem eru vel verki farnir, haft u.þ.b. fjórum sinnum meiri tekjur í dagvinnu en þeir hafa fyrir 50 stunda vinnuviku á Um leið læðist að manni sá grunur að islenzkum stjórnmálamönnum þyki í og með heppilegt að losna við dálítið af fólki úr landinu. Fyrst fara þeir óánægðu, síðan slatti af þeim sem þarf að borga hátt kaup. Útkoman verður sú að siminnkandi þjóðarköku verður skipt í færri staði en það dregur úr þeirri ádeilu á stjórnarfar sem hagtölur annars yrðu á næstu árum. Þrátt fyrir múrinn Það vill til að ísland er einangruð eyja langar leiðir frá meginlöndum. Ef ísland ætti landamæri að Svíþjóð, á svipaðan hátt og Finnland, er hætt við að hundadagastjórn vinstri manna ætti nú bágt. Það brenglar mat fólks á því hve lélegt stjórnarfar er, og hefur verið, á íslandi að ekki er hægt að setjast upp í bíl og aka yfir landamærin á sama hátt og fólk gerir t.d. í löndum Efnahagsbandalagsins. Margt fólk leggur það á sig að selja alla sína búslóð til þess að eiga auð- veldara með að komast burt frá íslandi. Þegar haft er í huga hvílík fyrirhöfn og kostnaður fylgir því að flytjast með fjölskyldu yfir hafið til íslandi. Þrátt fyrir háa skatta (stað- greiðsluskatta) geta iðnaðarmenn lifað góðu lifi í Sviþjóð, þeir geta lifað við fjárhagslegt öryggi sem þeir hafa aldrei kynnzt á íslandi þótt þeir vinni eingöngu dagvinnu. Til Banda- ríkjanna flytjast t.d. tæknimenntaðir menn og eru fljótir að komast að raun um að þar þarf enginn að kviða morgundeginum, sem nennir að vinna, og þar þarf enginn að selja ibúðina sina til þess að geta greitt skattana. Tæknimenn fástundum að heyra það frá landanum að islenzka þjóðin hafi kostað menntun þeirra Það á ekki við nema um þá yngstu á vinnumarkaðinum, flestir hafa kostað sitt nám erlendis sjálfir á sínum tíma og margir þurft að hafa meira fyrir því en gengur og gerist nú á dögum. Það sem þeim finnst afturámóti andskoti hart er að vera bókstaflega flæmdir úr landi sem hefur mikla möguleika á mörgum sviðum en nýtast ekki vegna þess að pólitískar liðleskjur eru búnar að koma þjóð- inni á kaldan klakann. Flóttamenn frá Asíu verða síðan til þess að klæða hræsni okkar dulargervi mannúðar og hjálpsemi. Leó M. Jónsson tæknifræðingur Stálhúsin brenna Á meðan stálhúsin brenna, sam- kvæmt reglum íþróttafulltrúa ríkisins og brunamálastofnunar, standa íþróttaunnendur húsnæðislausir. Skautahöll Sennilega er það ekki orðum aukið að ein algengasta almennings- íþróttin sé skautaíþróttin. Um þessa fullyrðingu skal ekki fjölyrt nánar, en látið nægja að líta í eigin barm og til þess fjölda sem skautar á svellum i borginni og nágrenni þegar færi gefst. Með tilliti til þess að bæði íþrótta- félög og fulltr. almennings í sveitar- stjórnum, borgar- og bæjarstjórnum á höfuðborgarsvæðinu þykjast, eða telja sig, vinna fyrst og fremst fyrir almenning eða til heilla fyrir hinn almenna iþróttaáhuga, þá er dæmalaust eða stórkostlegt undrunarefni að þessir aðilar skuli hafa gengið svo gersamlega fram hjá þörfum almennings sem dæmið um skautaiþróttina sannar. Hér eru byggðar margs konar íþróttahallir, útileiksvæði, sundlaug- ar og fleira. Aðgangur að öllu þessu er takmarkaður, mestur hluti mannvirkja þessara er undir stjórn iþróttafélaga og almenningur gengur ekki inn í þessi hús, eða á þessa íþróttavelli, nema sem félagi viðkomándi íþróttafélagi. Sem dæm má nefna að fyrir almenna leikfim fyrir 8 ára telpu, sem býr í Reykjavík, og ekki fær tilskylda leikfimi í sínum skóla, þurfti að greiða 5000 kr. á mánuði fyrir tvo leikfimitíma i viku. íþróttafélögin yfirtaka iþrótta- húsin og greiða háa leigu, en almenningur verður svo að greiða stórfé fyrir afnot hvers tíma. Sé fyrr- nefnt dæmi rakið nánar þá munu þrír leikfimiflokkar hafa verið í húsinu á sama tíma og upp undir 20 manns í hverjum flokki. Viðkomandi iþrótta- félag hefur þá tekið inn um 30 þúsund krónur á timann. Sé þetta dæmi enn reiknað áfram og reiknað með 10 tíma starfi á dag, og starfað alla daga vikunnar, þá koma inn í þessu eina húsi 300 þús. kr. á dag, 2,1 milljón á viku og 9 milljónir á mánuði og þá 108 milljónir á ári. Af þessu þarf svo að greiða húsaleigu og laun starfsfólks en afar líklegt má telja aðeitthvað sé afgangs. Vegna þess að upphaflega var minnzt á skautahöll, má á grundvelli þess sem hér hefur komið fram um greiðslur fyrir leikfimi gera sér nokkra hugmynd um hugsanlegar tekjur af skautahöll. Greiðir borgin? Áður en endanlega er horfið frá dæminu um leikfimina skal þeirri spurningu varpað fram hvort hugsanlegt sé að sveitarfélag sem ekki sér um lögskipaða leikfimi til handa skólabörnum sé skylt til að endurgreiða foreldrum þann kostnað sem þeir bera vegna leikfimitima sem keyptir eru hjá því íþróttafélagi, ekki sízt ef það íþróttafélag er þar að auki i öðru sveitarfélagi. Stálhúsin brenna Á undanförnum árum hefur verið rætt um byggingu íþróttahúsa og þær kröfur sem gerðar eru um byggingu þeirra. Mikið fjaðrafok varð vegna umræðna um byggingu íþróttahúss á Flateyri en þar var rætt um möguleika á að reisa ódýrt hús úr stáli, iímtréhús, strengjasteypuhús eða hefðbundið steinhús. Miklar deilur urðu um þetta mál og æðstiprestur íþróttahúsabygginga, Þorsteinn Einarsson íþróttafulltrúi, kynnti landslýð að vegna eldhættu í stálhúsum verður að gera svo viðamiklar ráðstafanir til varnar gegn bruna að hin ódýru stálhús frá Héðni h/f kæmu ekki til greina. í raun og veru er hér um mál að ræða sem ber svo mikinn keim af klikuskap og eiginhagsmunarsjónarmiðum að nauðsynlegt er að taka það til rækilegrar meðferðar. Okrað á ríki og sveitarfélögum Það skal fyrst viðurkennt að Þor- steinn Einarsson er mætur maður og hefur margt gott unnið íslenzkri þjóð. Vegna þess sem eftir fer er þannig áríðandi að lesendur geri sér ljóst að ekki er verið að gagnrýna Þorstein fyrir öll hans margvíslegu störf heldur aðeins einn þátt i störfum hans eða hlut hans í byggingu íþróttahúsa um landið. Til þess að átta sig á, hvers vegna sú stefna hefur orðið ofan á við byggingu iþróttamannvirkja að Kjallarinn Krístinn Snæland einungis skuli styrkt af almannafé hús og mannvirki sem fyrst og fremst lúta tveim lögmálum, eða annars veg- ar því að vera byggð að mestu úr steypu, sem hellt er milli tveggja timburhúsa, og svo því að vera hönnuð af arkitektum og verk- fræðingum, er rétt að athuga eftir- farandi: í öllum umræðum um dýrar íþróttahúsabyggingar er mikilvægt að menn geri sér grein fyrir að þessi tókst að sanna mál sitt og því byggir hreppurinn og ríkið sitt ódýra steinsteypuhús en fjármálamennirnir á staðnum byggja úr strengjasteypu og-stálgrind. iþróttafulltrúi sannaði sem sé að stálgrindahús eru svo eldl'im að til þess að unnt sé að nota þau sem íþróttahús þá verður að eldverja járnið með slíkum aukakostnaði að vegna eldvarnarinnar verður stál- grindahúsið með dýrustu byggingum. Þessu til sönnunar fletti fulltrúinn blöðum brunamálastofnunar. Ekki ætti að þurfa að fletta mörgum blöðum til þess að sjá hver endentis- vitleysa er hér á ferðinni en vissulega eru augljósir gallar á öllum húsum nema steinsteypuhúsunum. Gölluð hús Stálgrinda-, strengjasteypu- og limtréhús hafa einn sameiginlegan galla, hann er sá að þau hús eru venjulega verksmiðjubyggð þannig að sé slíkt hús keypt er venjulega um það að ræða að húsið eða grindin er af fastri stærð og útfært af seljanda til tiltekinna nota eða þannig að viðkomandi kaupandi velur sér heppilegar statrðir bita i veggi eða loft og svo fjölda í amræmi við þá stærð húss sem óskað er. Samkvæmt óskum kaupanda er svo efnið valið en lagerinn er fjöldafram- leiddur og eins og allir vita er fjólda- framleiðsla galdurinn til þess að framleiðsla verði ódýr. Þegar þetta efni er svo komið á byggingarstað er nánast hverjum sem er unnt að skrúfa og skeyta húsin saman. Af þessum fjöldafrantleiddu einingum úr limtré, stáli og steini hata svo á .mdanförnum árum risið ódýr storhýsi um land allt. Gegn þcssum ódýru húsum hafa svo risið íþrótta- fulltrúinn og aðrir „vitringar” i brunamálanefnd og öðrum embættum hjá rikinu. Í „ „Húsameistaraembættiö” getur ekkert gert í málinu.” tvö lögmál fara ávallt saman, þegar rætt er um dýrar byggingafrant- kvæmdir sveitarfélaga. Ef menn viðurkenna sannleiksgildi þessa' s fullyrðingar, eru þeir komnir ntv þvi að höndla þann sannleik seni þarf ið viðurkenna til þess að svr.iur- félögum verði kleift að hsgpi.: ódýr iþróttahús. Sú stefna hefur sent sé orðið ofan á hjá þeim fulltr'iunt ríkisvaldsins sem fjalla um fjár'ramlög ríkisins til íþróttahúsabygginóa að byggingar þessar skuli vera fjrst og fremst úr stein teypu og jafnlramt hverju sinni hannaðar eða teiknaðar af arkitekium og verkTæðingum. Þessi stefna hefur ráðið vegna þess að arkitektar og vcrkfræðingar sem hagsmuna hafa átt að gæta hafa halt óæskileg áhrif á ákvarðanir í þessum elnum. Í raun og bveru jaðrar við að unnt sé að tala unt samstöðu þessara aðila i því skyni að okra á riki og sveitarfélögum. Það sorglega við þetta allt er að víðsvegar um landið hala sveit- arstjórnarmenn óskaó þcss að unnt væri að byggja ódýr íþióttahús, en fengið neitun unt fjármngn frá ríkinu, nema byggð yrðu dýr steinsteypuhús, þvi að öll hin væru gölluð. Gallinn við ódýru húsin er aðeins einn. Til þess að byggja þau þarf ekki að leita til arkitekta eða verkfræðinga. Þau eru stöðluð og enga háskólantenntun þarf til að koma þeim upp. Þetta er ekki sagt háskóla- menntun til niðrutiar heldur einungis þeint mönnum til niðrunar setn i skjóli háskólamenntunar gera byggingar i almannaþágu margfalt dýrari en ástæða er til og konta þar með óbeint eða nær að segja beint í veg fyrir fjölda bygginga sem annars væru byggðar t þágu almennings. Húsameistara- íþróttafulltrúi sannar mál sitt Þegar deilurnar um íþróttahúsið á Flateyri stóðu sem hæst og fyrir lá að einungis hönnunarkostnaður arkitekta og verkfræðinga vegna þessa húss nam svipaðri upphæð og efni í sambærilegt stálgrindarhús þá kom Þorsteinn Einarsson vestur til Flateyrar til viðræðna um málið. Þorsteinn kom með töflur og út- reikninga yfir byggingarkostnað steinsteypuhúsa, strengjasteypuhúsa, límtréhúsa og stálgrindarhúsa. Sam- kvæmt töflum þessum, ef þær einar væru til viðmiðunar, virtist skynsamlegt að byggja stein- steypuhúsið. Margir urðu furðu lostnir, og eru enn því þegar frystihúsið á Flateyri og t.d. vélsmiðjan byggja, grípa þeir fjárglöggu menn til þess að reisa stórhýsi annaðhvort úr strengja- steypu eða stáli. Nú, íþróttafulltrúa embættið gelt Það sorglegasta við þetta mál er svo kannski það að embætti húsa- meistara ríkisins hefur verið svo vanrækt í þessurn efnum, að það er nánast hægt að tala um að embættið hafi verið lagt niður. Þegar sveitar- félög leita til embætlisins í þvi skyni að finna þar aðstoð við að velja sér húsakost vegna íþróttahúss eða sund- laugar er vísað á nokkrar gamlar teikningar eða svarað hreinskilnings- lega: Við getum ekkert gert i málinu. Hvað það snertir að eiga tdkningar að stöðluðum og ódýrum húsum til afnota fyrir sveitarfélögin i landinu er embætti húsameistara rtkisins steindautt. Skautahöll i Reykjavik væri ekki stórmál, ef unnt væri að nota stálgrindarhús, en til að svo verði þurfa stjórnvöld að grípa á þvi kýli sem þjakar byggingamál rikis og sveitarfélaga. Kristinn Snæland.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.