Dagblaðið - 27.06.1979, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 27.06.1979, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1979. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 27. JÚNÍ 1979. 13 ð Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir iþróttir Iþróttir Iþróttir Sþróttir Iþróttir D íþróttaf ulltrúinn og landshlaup FRÍ Þorsleinn Einarsson, íþrótla Fulltrúi ríkisins, skrifar ágæta grein i íþróttablað Mbl. um landshlaup FRI i gær og víkur þar art grein, sem skrifurt var hér á íþróttasíðu DB. Þorsteinn skrifar. „Rétt munþað hjá Halli Símonarsyni að Hafsteinn Jóhannesson, einn snjallasti frjáls- íþróttamaður Umf. Breiðabliks í Kópavogi og ötull framkvæmda- maður um íþróttir, fékk þau tilmæli hjá ritstjóra Dagblaðsins, Jónasi Kristjánssyni að loknu mara- þonhlaupi Umf. Breiðabliks og Dag- blaðsins að efnt yrði til boðhlaups eftir hringveginum. Hafsteinn fór þegar að vinna að málinu og meðal annars hreyfði hann þvi við framkvæmdastjóra UMFÍ að það tæki virkan þátt í framkvæmd hlaupsins. Þegar hér var komið hafði tillaga Sigurðar Helgasonar um landshlaup verið rædd af stjórn FRÍ, sem sam- þykkti að leggja hana fyrir ársþing FRÍ”. Hér hefur Þorsteinn greinilega fengið rangar upplýsingar frá starfs- félaga sínum i menntamála- ráðuneytinu, Sigurði Helgasyni, því Þorsteinn íþróttafulltrúi vill áreiðanlega fara með það, sem sannara er. Þegar Hafsteinn Jóhannesson kom með hugmynd sína að hlaupi í Kópavogi til DB í júlí í fyrrasumar stakk ritstjóri DB strax upp á því, að í stað hlaups i Kópavogi yrði efnt til hringhlaups. Slíkt hlaup kostaði mikla skipulagningu og þótti ekki hættandi á að leggja í það í fyrrahaust, þegar allra veðra var von. Hugmyndin að hringhlaupinu kom því fram löngu áður en efnt var til maraþon-boðhlaups Breiðabliks og DB. Það eru einmitt þessar augljósu blekkingar, sem hafa orðið til þess að margir telja að hugmynd að landshlaupi hafi ekki komið í „maga ’Sigurðar Helgasonar fyrr en í Kópavogi í fyrrahaust, þegar slíkt hlaup var þar á „hvers manns vörum”. i sjálfu sér skiptir það sára- litlu máli. Þetta eru aðeins aukaat- r'^‘- Meginatriði í grein minni í DB „Hví þessi óheilindi FRI” var sá feluleikur, sem forráðamenn lands- hlaupsins höfðu á blaðamanna- fundum FRÍ í sambandi við hlaupið. Þar voru blaðamönnum, ekki siður Mbl. en öðrum, gefnar vísvitandi rangar upplýsingar. Sigurður Helga- son er þar ekki undanskilinn frekar en aðrir frá FRÍ á fundunum. Á þessi atriði minnist Þorsteinn Einars- son skiljanlega ekki í grein sinni í gær — en skrifar hins vegar þarfa hug- vekju um fjáröflun innan íþrótta- hreyfingarinnar. -hsím. Akranes í Eyjum Akurnesingar mun leika sinn 5. úti- lcik í röð í 1.- deildarkeppninni í knatt- spyrnu á laugardag er þcir ferðast til Vestmannaeyja og leika þar gegn heimamönnum í Helgafellsdal. Upphaflega átti lcikurinn að vera á Akranesi, en þar sem grasvöllurinn þar er enn ekki tilbúinn tóku Skagamcnn það til bragðs í samráði við IBV að leikaíEyjum. -FÓV. Landsliðsmaður Skagamanna, Arni Sveinsson, nr. 9, fagnar jöfnunarmarki Skagamanna í gærkvöld. Trausti og Marteinn komu engum vörnum við. Til vinstri er Sigþór Ómarsson. sem Sigurður Halldórsson skoraði, Guðmundur Baldursson, DB-mynd Höröur. IAFNTEFLI — EN LEIK- MENN FRAM NÆR SIGRI —Skemmtilegur leikur Fram og Akraness í síðari hálfleik á Laugardalsvelli í gær „Ég er ánægður með þetta stig,” sagði Gylfi Þórðarson, formaður knattspyrnuráðs Akraness, eftir að Fram og ÍA höfðu gert jafntefli 1-1 i 1. deild á Laugardalsvelli. Jafntefli sann- gjörnustu úrslitin í leiknum þó því verði ekki neitað, að leikmenn Fram voru nær sigri — reyndu að knýja fram sigur lokakafla leiksins. Fyrri hálf- leikurinn var afspyrnu-lélegur — en í þeim siðari sóttu bæði lið í sig veörið og leikurinn þá var hin bezta skemmtun fyrir 2806 áhorfendur, sem greiddu aðgangseyri. Það kom mjög á óvart, að Klaus Hilbert, þjálfari Akurnesinga, breytti liði sínu og táktik frá hinum ágæta leik vjð Valsmenn — Guðbjörn Tryggvason lék allan leikinn en Jón Áskelsson ekki með. Þegar Hilbert var spurður hvers vegna hann hefði breytt liðinu svaraði hann til að hann hefði talið þessa uppstillingu heppilegri gegn Fram „en ég mundi nota aðra taktik ef leikurinn væri endurtekinn,” sagði Hilbert. Mikillar taugaspennu gætti í vörn Fram fyrsta stundarfjórðunginn en Skagamönnum, sem ákaft voru studdir af fjölmörgum áhorfendum, sem komið höfðu á leikinn frá Akranesi, tókst ekki að nýta sér klaufalegar villur Fram. Þó átti Kristján Olgeirsson hörkuskot rétt framhjá marki — en það var það næsta, sem Skagamönnum tókst að komast að marki Fram í fyrri hálfleiknum. Leikmenn Fram komust yfir taugaspennuna — vörnin þéttist — en fyrri hálfleikurinn var þó mjög slak- ur. Fram fékk opið færi á 31. mín. Guðmundur Steinsson hitti knöttinn illa frír inn í markteig eftir sendingu Rafns Rafnssonar. Jón Þorbjörnsson náði knettinum og gullið tækifæri rann út í sandinn. í siðari hálfleiknum gjörbreyttist leikurinn til hins betra og greinilegt, að þjálfarar liðanna hafa talað vel við leikmenn sína í hálfleik. Eftir mistök Gunnars Guðmundssonar fékk Kristján Olgeirsson knöttinn. Lék upp að vítateig Fram. Hikaði aðeins við að gefa á Sveinbjörn Hákonarson og það varð til þess, að Sveinbjörn var rang- stæður, þegar hann fékk knöttinn frír • innan vítateigs. Skoraði af öryggi — en linuvörður hafði Iöngu áður veifað. Rangstaða og markið dæmt af. Þarna var Kristján heldur seinn að hugsa og svo náði Fram forustu. Það var á 52. mín. Trausti Haralds- son gaf knöttinn gullfallega fram til Péturs Ormslev, sem komst frír að marki ÍA og skoraði af öryggi. Renndi knettinum framhjá Jóni Þorbjörns- syni. — Augnabliki síðar var hætta við mark Fram en Árni Sveinsson var aðeins of seinn að nýta góða fyrirgjöf. Guðmundur Baldursson kom inn úr marki sínu. Spennan jókst. Pétur Ormslev lék snilldarlega á tvo varnar- menn ÍA innan vítateigs — spyrnti þrumufleyg á markið en Jón varði mjög vel. Þungi sóknar Skagamanna jókst eftir þetta. Sigþór Ómarsson lék á Kristin Atlason — komst i dauðafæri en spyrnti þá framhjá marki Fram og á 70. mín. jafnaði ÍA. Kristján tók auka- spyrnu — Sigurður Halldórsson, mið- vörður, skallaði í mark. Markvörður og varnarmenn Fram steinsváfu. Ekki hresstust þó Akurnesingar við jöfnunarmarkið — en leikmenn Fram tvíefldust. Símon Kristjánsson lék upp og gaf mjög vel á Guðmund Steinsson, sem aftur brást í markteig mótherj- anna. Fram fékk hornspyrnu eftir hornspyrnu og hurð skall nærri hælum hjá Akurnesingum. En þeim tókst að verjast áföllum. Leiktítpinn rann út og Arnþór Óskarsson dómari, sem naut aðstaðar slappra línuvarða, flautaði leikslok. Eftir taugaspennu upphafsmínútn- anna náði vörn Fram sér vel á strik með Martein, Símon og Trausta sem beztu menn. Rafn vann mjög vel á miðjunni — og í framlínunni var Pétur stór- hættulegur í síðari hálfleik. Þá var Ásgeir Elíasson útsjónarsamur að venju, þó heldur hægt fari. Vörn Skagamanna var ekki sannfærandi í Jeiknum. Sigurði Lárussyni í stöðu bak- varðar hættir alltof mikið til að fara inn á miðjuna — og vörnin galopnaðist við það á hægri kantinum. Lið ÍA var jafnt i leiknum — enginn skar sig veru- lega lúr, og leikur liðsins i heild miklu lakari en gegn Val í fyrri viku. -hsím. Staðan í 1. deild eftir leik Fram og Akraness í gær er nú þannig. Keflavík 6 3 3 0 11—2 9 Fram 6 2 4 0 10—5 8 Akranes 6 3 2 1 11—8 8 KR 5 3 1 1 6—4 7 ÍBV 6 3 1 2 8—3 7 Valur 6 1 3 2 7—7 5 Víkingur 6 2 1 3 7—9 5 KA 6 2 0 4 7—12 4 Þróttur 5 1 1 3 4—9 3 Haukar 6 1 0 5 3—15 2 Þeir Sveinbjörn Hákonarson, ÍA og Pétur Ormslev, Fram, eru markahæstir. Hafa skorað fimm mörk hvor. Einn leikur er á dagskrá í kvöld kl. 20.00. Þá leika Þróttur og KR á aðalleikvanginum i Laugardal — BÍLL í BOÐI Nú um helgina fer fram stórmót í golfi á Hvalcyrarvellinum og er það svonefnd „The Victory Toyota Cup”. Þetta er í 9. skipti sem kcppnin er haldin en nú vcrður í fyrsta skipti keppt I 8 flokkum. Lætur nærri að þetta mót verði það næstfjölmcnnasta á landinu í sumar — aðeins íslandsmótið verði með flciri keppendur. Forráðamenn Keilis gera sér vonir um 200—250 þátttakendur en það byggist að sjálfsögðu nokkuð á veðri. Keppnin hefst á föstudag kl. 16 með keppni i kvennaflokki og er það eini flokkurinn þar sem keppt er með forgjöf. Sama daga verður leikið í drengja- og unglingaflokki. Á laugardag verður leikið í öldunga-, 3. og 2. flokki karla og á sunnudag keppa 1. og meistaraflokkur karla. í öllum flokkum verða leiknar 18 holur. Verðlaunin eru ekki aldeilis af lakara taginu og óvíða eru jafnglæsileg verðlaun í boði og í þessu móti. Auk glæsilegra hefðbundinna verðlauna býður Toyota-umboðið hér á landi splunkunýja bifreið, Toyota Tercel, þeim til handa sem fer holu í höggi á 7. braut, en hún er 162 metrar á lengd. Verður bifreiðin til sýnis keppnisdagana á Hvaleyrarvellinum og ekki er að efa að kylfingar munu fjölmenna á 7. teiginn í dag og á morgun, en völlurinn er opinn til æfinga fram til föstudags. Képpnisgjaldinu er mjög í hóf stillt — 3500 kr. í karlaflokkunum en 2500 kr. í kvenna- og unglingaflokkum. Væntanlegir þátttakendur eru hvattir til að skrá sig hjá sínum klúbbum eða hafa samband við Golfskálann á Hvaleyri og síminn þar er 5-33-60. Stórsigur Ármanns Tvcir leikir fóru fram í 3. deildarkeppninni í gærkvöldi. Á Melavelli áttust við lið Ármanns og Grindavikur í A riðli og vann Ármann þar óvæntan stórsigur, 5-1 eftir að staðan í hálf- leik hafði verið jöfn, 0-0. Á Rcyðarfirði léku Valur og Súlan í F riðli og sigraði Súlan 3-2. Ef við snúum okkur að ieik Ármanns og Grindavíkur var hann mjög jafn i fyrri hálfleikn- um. í hálfleik komu þeir Viggó Sigurðsson og Jens Jensson inná í liði Ármanns og liðið gerbreyttist til hins betra. Þegar um 10 mín. voru liðnar af síðari hálfleik kom Smári Jósafatsson Ármenningum yfir með sannkölluðum þrumu- skalla efst i markvinkilinn. Grindvíkingar virtust .brotna við þetta mark þvi Ármenningar tóku öll völd og skoruðu þrjú mörk á skömmum tíma. Fyrst skoraði Viggó eftir að skot frá Þráni Ásmundssyni hafði verið blokkcrað, þá bætti Smári þriðja markinu við og loks skoraði Þráinn sjálfur og staðan var skyndilega 4-0. Július Pétur lngólfsson skoraði þvi næst eina mark Grindvik- inga, en lokaorðið átti Viggó er hann skoraði undir lokin. Með þessum sieri Ármanri^ hafa öll liðin í riðlinum tapað s' i'eða stigum, en staða Ármenninga er bezt sem stcndur. Súlan vann ágætan s: ;ur á Reyðarfirði í gær- kvöldi, en þrátt fyrir tapið virðast Valsmenn vera að hressast eftir tvö slæm töp til þessa. Mörk Varls skoruðu þeir Ólafur Sigmarsson og Hannes Sigurðsson en DB var ókunnugt um markaskorara Súlunnar. -SSvZ-VS. tuyu TÖYGTA SÆNSKUR KNATTSPYRNUÞJÁLF- ARI í LE1KMANNALEIT Á ÍSLANDI Einn kunnasti knattspyrnuþjálfari Sví- Þjóðar, Sven Agne Larsson, hefur dvalizt hér á landi siðan á laugardag — fylgzt með leikjum og er beinlínis í leikmannaleit fyrir félag sitt, Gautaborgarliðið Örgrytc, sem er meðal kunnustu félaga Sviþjóðar þó það leiki nú í 2. deild suður. Er þar meðal efstu liða — nýfallið niður úr Allsvenskan. Sven Agne fylgdist með leik Kefla- víkur og KA á sunnudag i Keflavík og um kvöldið sá hann leik úrvalsliða Reykja- víkur og Kópavogs í 2. aldursflokki. Á mánudagskvöld var hann á Laugardalsvelli og fylgdist með viðureign Víkings og Vals í 1. deild. Hann var þar enn í gærkvöld, þeg- ar Fram og Akranes léku. í kvöld mun hann svo fylgjast með leik KR og Þróttar. Dagblaðið hefur eftir áreiðanlegum Iheimildum að sænski þjálfarinn hefur fengið simanúmer og heimilisfang for- manns Víkings, Jóns Aðalsteins Jónas- sonar. Svíinn hreifst mjög af tveimur leik- mönnum Víkings í leiknum við Val. Ekki tókst DB að ná í Jón Aðalstein i gærkvöld eða morgun til þess að fá fréttir af því hvort Svíinn hefur rætt við hann — en rétt að geta þess, að samkvæmt lögum Knatt- spyrnusambands Islands geta erlend knatt- spyrnufélög ekki ráðið til sín íslenzka leik- menn á miðju keppnistímabili. Málið er þó alvarlegt fyrir islenzku félögin í heild — en um leið sýnir það þó þann áhuga, sem erlend félög hafa á islenzkum knatt- spyrnumönnum. Fimmtán islenzkir leikmenn leika nú með erlendum félögum sem atvinnumenn Ieða „hálfatvinnumenn” — það er stunda vinnu eða nám með knattspyrnunni. Fjórir eru úr Víkingi, Arnór Guðjohnsen, Eiríkur Þorsteinsson, Guðgeir Leifsson og Stefán Halldórsson. Þrír frá Akranesi, Karl Þórðarson, Pétur Pétursson og Teitur Þórðarson. Þrir frá Vestmannaeyjum, As- geir Sigurvinsson, Karl Sveinsson og Ólafur Sigurvinsson. Tveir úr Fram, Árni Stefánsson og Jón Pétursson og auk þess Atli Þór Héðinsson, KR, Jóhannes Eðvaldsson, Val, og Þorsteinn Bjarnason, Keflavík. Sven Agne Larsson, sem er 54 ára að aldri, er ekki óþekktur hér á landi. Hann kom hingað fyrst 1955 með Gautaborgar- liðinu Hácken, sem leikmaður. Árið eftir var hann þjálfari hjá KR — tók við KR- liðinu sem íslandsmeistara — en það varð í öðru sæti á eftir val 1956 með átta stig. Valur níu og Akranes hlaut þá sjö stig — sex félög. Síðan varð Sven Agne þjálfari í Svíþjóð þar sem hann hefur náð mjög at- hyglisverðum árangri. Hann gerði meðal annars Halmstad að sænskum meistara í knattspyrnu — en mesta athygli vakti hann, þó sem þjálfari Atvidaberg, þegar hann var með fjölmarga, sænska landsliðsmenn i liði sinu. Hann tók við þjálfun hjá Örgryte fyrir þetta leiktímabil — og lið hans stefnir nú að þvi að vinna sæti í Allsvenskan á ný. Þó er engan veginn hægt að segja að girnilegt sé fyrir íslenzka knattspyrnumenn að fara til þessa félags. Fjórir íslenzkir landsliðsmenn It'ikanú i Svíþjóð — Teitur hjá meistaraliðinu Öster, Árni og Jón hjá Jönköping og Eiríkur hjá Grimsas. Jönköping og Grimsas leika i 2. deild suður eins og örgryte. Teitur stundar nám i Svíþjóð — Árni starfar sem íþrótta- kennari, Jón sem bakari og Eirikur við verzlunarstörf. Þá eru nokkrar líkur á því að Þorsteinn Ólafsson, Keflavík, landsliðs- markvörður, gerist leikmaður á ný í Sví- þjóð. Hann lék með Perstorp í 3. deild í tvö ár meðan hann stundaði efnafræðinám i Svíþjóð. SÍÐUSTU FRÉTTIR: — Rétt áður en blaðið fór i prerunn náði það tali af Jóni Aðalsteini, formanni Víkings. Sviinn hafði þá ekki haft samband vtð Jón Aðalstein og er það skiljanlegt því formaður Víkings var ekki i bænum í gær. -hsím. J.S. HELGASON HF. SKEIFAN 3J - SÍMI37450

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.