Dagblaðið - 28.06.1979, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 28.06.1979, Blaðsíða 1
5. ÁRG. — FIMMTUDAGUR 28. JUNÍ1979 - 144. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMULA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI11— AÐALSÍMI27022. Vilja koma í veg fyrir norsk - íslenzkt loðnustríð Norskir ráðherrar hingað til skyndiviðræðna —Sjábaksíðu Enn er Lára eina konan í sjórallinu -SjánánarumSjóraH79 Aftur verður Lára Magnúsdóttir eini kvenkeppandinn í sjórallinu og engar breytingar á þátttöku veikara kynsins í Sjóralli Dagblaðsins og Snarfara frá því í fyrra. Lára og eiginmaður hennar, Bjarni Björgvinsson, eru aftur á móti með mun stærri og öflugri bát nú og vélaraflið nærri þrefalt miðað við í fyrri keppni. Svör í sjórallgetrauninni koma óðfluga inn og á blaðsíðu níu er kynn- ing á öllum þátttakendum i sjórallinu svo lesendur hafi betri möguleika á að geta sér til um úrslitin og þannig unnið 14 feta plastbát, utanborðsmótor, CB talstöð, dýptarmæli eða sjónauka. En rétt er að minnast þess að enginn vinnur sjórallið á vélarorkunni einni saman. Til þess þarf að kunna til sigl- inga og sjómennsku og reynslan frá þvi i fyrra sjóralli sýnir að þeir eiginleikar skipta ekki minna máli en bátastærð og ábls.9 vélarorka. Seðillinn í sjórallgetrauninni birtist á blaðsíðu niu ásamf frekari fregnum af rallinu. -ÓG. Láru Magnúsriótlur var afhenlur blóm- vöndur frá n rðlenzkum kunum við komuna til Akureyrar í sjórallinu í l'vrra. Að baki henni slendur eigin- maðurinn, Bjarni Björgvinsson. DB-mynd RagnarTh. Þrírvalkostir Greenpeacemanna Þessar fallegu stúlkur notuðu tækifæríð þegar „skrífstofufárviðríð" skall á nú fyrri hluta vikunnar á Suðurlandi. Sólin skein i þrjá daga f röð, nánast án þess að ský sæist á himni og slikt telst til tiðinda i hinni regnhrjáðu borg, Reykjavfk. Veður virðist nú aftur orðið eðlilegt f höfuðborginni, skýjað og dumbungur. Bjartsýnisfólk lifír þó enn i voninni að aftur sjáist til sólar. Þá gefst e.t.v. tækifæri að halda við brúnkunni, sem kom á hvfta kroppana í bliðunni. -JH/DB-mynd Magnús Hjörleifsson. Það eru einkum þrír valkostir sem Greenpeacemenn eru að velta fyrir sér, að sögn eins þátttakanda í starfs- hópi Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands um hvalavernd. En Greenpeacemenn leituðu til starfs- hópsins til að fá hans álit á þeim þrem valkostum sem þeir eru einkum að velta fyrir sér nú. Fyrsti valkosturinn er sá að halda áfram að trufla veiðar hvalbátanna eins og áður, líkt og ekkert lögbann hefði verið kveðið upp. Þeim valkosti réðu Íslendingarnir þeim eindregið frá og kváðu það álit sitt að halda bæri islenzk lög. Annar valkostur Greenpeace- manna var sá að bíða átekta hér við landið fram yfir fund Alþjóða hval- veiðiráðsins seir. Iiefst í Lundúnum í næsta mánuði.l i ís'endingar sýni þar fram á að þeir séu sannir hvala- friðunarmenn með því að ljá atkvæði sitt friðunartillögu SeycheMi -. yja muni þeir hverfa af íslandsmiðum. En friðunartillaga Seychelleseyja gengur út á friðun stórra hvalahópa i Suðurhöfum, en ekki takmörkun á veiðum íslendinga. Ef atkvæði íslands verður hins vegar á þann veg að stuðla ekki að hvalafriðuninni muni Greenpeacemenn snúa sér að truflun hvalveiða á islandsmiðum tvíefldir. Þriðji valkostur Greenpeace- manna var sá, í stað þess að bíða á- tekta við landið, að sigla frá íslandi og nota tækifærið til að reyna að hindra að brczkt skip sem siglir brátt af stað með geislavirkan úrgang nái að losa úrganginn í hafið suður af íslandi. Ákvörðun um hver af þessum þremur valkostum verður afráðinn verður tekin í dag. -BH. r i Stórgallað lagmetí íbúðum: „ÞETTA ER HNEYKSLT —segir varaformaður Neytendasamtakánna og kennir bæði framleíðendum og eftirlitinu um „Þetta er hneyksli," sagði Jónas Bjarnason, varaformaður Neytenda- samtakanna, í viðtali við DB í morgun. „Bæði hjá framleiðendum, sem notfæra sér möguleika, sem gefast, og hjá opinberum aðilum, sem hafa ekki skýrt línurnar nægi- lega." Jónas Bjarnason sagði, að eftirlit hins opinbera væri með þeim hætti, að stofnanir veltu boltanum á milli sín. Reglur væru ekki nægil.ega skýrar um.hver ættiaðgerahvað. Neytendasamtökin kynntu i gær niðurstöður af rannsóknum, sem samtökin hafa látið framkvæma á þrem tegundum af íslenzku lagmeti. Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins komst að þeirri niðurstöðu, að sýnin væru öll gölluð. Merkingu væri og mjög ábótavant hjá öllum fyrirtækj- unum, sem í hlut áttu. Um ræddi gaffalbita frá K. Jónsson & Co. Akureyri, kavir frá Arctic hf. Akra- nesi og sjólax frá Eldeyjarrækjunni sf. Keflavík. Merkingu var ábótavant á gaffal- bitunum. Framleiðsludagsetning sast ekki vegna límmiða. Ekki var getið um síðasta söludag, þyngd innihalds eða aukaefni. Bitarnir reyndust súrir og of gamlir til að vera á boðstólum. Rauður litur á kavíarnum var orðinn óeðlilegur. Hann var einnig of gamall til að vera á boðstólum, og merkingu mjög ábótavant. Þrái var í sjólaxin- um. Þyngdin var 21 grammi af lítil. Merkingu yar ábótavant um fram- leiðsludag, síðasta söludag, litarefni og olíutegundir i vörunni. Olia var mjög mikil og sjólaxinn aðeins 68 grömm af 170 grömmum, sem upp voru gefin. Rotvarnarefnið bensonat var 2,5 sinnum meira en reglugerð heimilar. Jónas Bjarnason sagði, að neyt- endur yrðu að vera mjög á varðbergi, fylgjast með merkingum á vörunni og hvort þær væru nægilegar. Reyndist það blekkt, ætti að hafa samband við heilbrigðiseftirlit. Vörurnar ætti að reka til baka, ef t.d. innihald reyndist minna en merking segði. -IIII.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.