Dagblaðið - 28.06.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 28.06.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1979. 5 SIGLT A BRENNIVÍNI — f rönsk skúta með þessu þjóðlega nafni kemur til íslands íhaust í haust, nánar tiltekið 1. septembcr, er vœntanleg frönsk skúta til Seyðis- fjarðar sem ber hið rammíslenzka ög þjóðlega nafn Brennivín. Á skútunni eru fjórir Frakkar og einn íri. Nafnið á skútunni tengist Fróni á þann hátt að eiginkona skipstjórans, Pierre Nissel, er íslenzk og heitir Anna Theódórsdótt- ir. Seglbátur þessi er nýr og var gefið nafn í vor við hátiðlega athöfn. Þá var til ein flaska af íslenzku brennivini, en ekki tímdu eigendur að fórna flöskunni á stefni bátsins. Það er að vonum, þvi erfitt er að verða sér úti um hinn höfga drykk í því mikla vínlandi Frakklandi. Hinn 12. júní sl. var siðan lagt upp i mikla ferð, sem standa mun i allt sumar. Farið var frá Le Havre i Frakk- landi og ferðinni heitið til Bergen. Þaðan fór bá'turinn síðan 23. júni til fleiri staða í Noregi. Ferðinni er siðan heitið til Svalbarða, Jan Mayen, Græn- lands og loks til íslands. Anna fór ekki með í ferðina þar séni hún á ungbarn sem ekki er hægt að skilja við i svo langan tima. Auk þcss gefst henni tækifæri til þess að dvelja á íslandi i sumar, en hún hefur verið bú- sett i Frakklandi í rúm tvö ár. Anna kynntist Pierre Nissel er hanri kom hingað til lands í skútu, en hann er mikill siglingamaður. Hann hefur oft siglt til Noregs og hann og félagar hans bregða sér gjarnan yfir sundið frá l.e Havre til Englands og fá sér einn bjór. í áhöfninni eru eins og fyrr segir fjórir Frakkar, „stressaðir Parísarbú- ar”, eins og Anna segir. Rauðhærði ir- inn er síðan fenginn með til þess að halda uppi húmornum, enda likui Íslendingum í skapi!!! Skipstjórinn er tölvuverkfræðingur og einnig er með ung stúlka sem er kennari, og annar er læknir. Þegar áhöfnin kemur hingað til lands verður aðeins einn Frakki eftir um borð til þess að sigla fleyinu til Frakklands á ný. Það gefst því e.t.v. tækifæri fyrir ævintýraþyrsta landa til þess að bregða sér bæjarleið. - J11 ur. Að Húnaveri er góð aðstaða fyrir tjaldbúa og aðra ferðamenn. Þar er gnótt tjaldstæða, hreinlætisaðstaða og veitingasala á staðnum. Húnaversgleðin 79 haldin um helgina Hin árlega Húnaversgleði verður haldin í sjöunda skipti um helgina að Húnaveri í A-Hún. Gleðin hefst á föstudagskvöld með dansleik, þar sem Brimkló, Halli og Laddi og Gísli Sveinn Loftsson sjá um fjörið. Á laugardag fer fram hefðbundin knattspyrnukeppni milli skemmti- krafta og mótsgesta. Skemmtikraftar hafa unnið þá keppni i sex skipti af sjö og hafa leikreglur knattspyrnunn- ar verið hafðar misjafnlega mikið i heiðri. Um kvöldið verður dansleik- Brimkló skemmtir á Húnaversgleðinni ’79 ásamt Halla & I.adda og Gisla Sv. Loftssyni. DB-mynd Ragnar. Sætaferðir á Húnaversgleðina ’79 verða frá Reykjavik, Skagaströnd, Siglufirði, Blönduósi, Sauðárkróki og Akureyri. Framkvæmd annast Umóoðsskrifstofa Ámunda Ámundasonar. Anna Theódórsdótlir um borrt i frönsku skútunni Brennivu , ‘ra l.e Havre. /> NÝR! DATSUN CHERRY 3ja dyra de luxe 3ja dyra Grand Lux 4ra dyra Grand Lux Þessi nýi Cherry-bíll hefur verið þaulreyndur hjá DATSUNverk- smiðjunum í mörg ár, áður en hann var settur á markaðinn í ár. Fyrsti japanski bíllinn sem hannaður er fyrir Evrópu- Ameríkumarkað eingöngu, sem sjá má í eftirtöldum tölum: HÆÐ: 1,36 m LENGD: 3,89 m BREIDD 1.62 m. Lœgsti punktur: 18 cm Berið saman verð og gœði annarra japanskra bíla. Verð: 3ja dyra 3.8 millj. 4ra dyra 3.9 millj. Viötökur í öðnirn löndum eru frábœrar, t.d. í Danmörku er bið fram í september. ÞÆGILEGT RÝMI. SPARNEYTINN. Sá langbezti frá Japan § Datsun hittir aftur í mark. 0 Leitið upplýsinga datsunI Ingvar Helgason VONARLANDI V/SOGAVEG SÍMAR 84510 OG 84511.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.