Dagblaðið - 28.06.1979, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 28.06.1979, Blaðsíða 10
10 WBIADIÐ frjálst, úhád daghlað DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 28. JUNI 1979. UtgefandL Dagblaflið hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjótfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Ritstjómarfutltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjómar: Jóhannes Reykdal. Fróttastjóri: Ómar Valdanarsson. íþróttir Hafiur Símpnarson. Menning: Aðalsteinn Ingólfsson. Aflstoðarfréttastjóri: Jónas Haraldsson. Handrit: Ásgrimur Pólsson. Blaflamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Atli Steinarsson, Bragi Sigurðsson, Dóra Stefónsdótt- ir, Gtssur Sigurflsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Helgi Pétursson, Ólafur Geirsson, Sigurður Sverrisson. Hönnun. Gufljón H. Pálsson. Ijósmymfir Ami Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Hörflur Vilhjálmsson, Ragnar Th. Sigurðs- son, Sveinn Þormóðsson. Skrifstofustjóri: Ótafur Eyjólfsson. Gjaldkori: Þráinn Porleifsson. Sölustjóri: Ingvar Svoinsson. Dreifing- aratjóri: Már E.M. Halldórsson. Ritstjóm Siflumúla 12. Afgreiflsla, áskriftadeild, auglýsingar og skrifstofur Þverholti 11. AAalsimi blaflsins er 27022 (10 línur). Áskrift 3000 kr. á mánufli innanlands. í lausasölu 150 kr. eintakifl. Setning og umbrot Dagblaflið hf., Síflumúla 12. Mynda- og plötugerð: Hilmir hf. Síðumúla 12. Prentun: Árvakur Kf. Skerfunni 10. Alltofberstrípaðir Aðgerðir Greenpeacemanna minna okkur óþyrmilega á, að við stöndum alltof berstrípaðir gagnvart gagnrýni á hvalveiðar okkar. Fáir íslendingar munu mæla bót þeim aðferðum, sem Greenpeacemenn hafa beitt. Vissulega stöndum við á lagalegum rétti við þessar veiðar. Þessir náttúru- verndarmenn hafa ólöglega hindrað og tafið veiðar hvalveiðiskipa okkar og valdið slysahættu. Með lög- banni á aðgerðir þeirra af þessu tagi tekst vonandi að afstýra frekari háska. Vafalaust hafa aðgerðir Greenpeacemanna ekki valdið okkur neinu teljandi fjárhagstjóni til þessa. En þær hafa náð tilgangi sínum að hluta. Með þeim hefur verið bent óþyrmilega á, að við grundvöllum sérstöðu okkar, áframhaldandi hvalveiðar okkar, ekki á nægi- legum grundvelli í rannsóknum og vísindum. Stóru hvalveiðiþjóðirnar þrjózkuðust lengi gegn mótmælum náttúruverndarmanna. Því var haldið fram, að þeir færu með fírrur. Gífurleg ofveiði hélt áfram áratugum saman, og alþjóðlega hvalveiðiráðinu mistókst gjörsamlega starf sitt. Náttúruverndarmenn segja, að ofveiðin hafí aðeins skilið eftir 6 prósent af hvalastofnunum. Við þær aðstæður höfðum við vissulega næg rök til stuðnings fullyrðingum okkar, að við stæðum okkur skást hvalveiðiþjóðanna. Þeir stofnar, sem við veiddum, væri ekki í sömu hættu og aðrir stofnar. Þegar stefnubreyting varð hjá alþjóðlega hvalveiði- ráðinu fyrir fáum árum og æ síðan hafa fulltrúar okkar undirstrikað sérstöðu okkar. Athygli náttúru- verndarmanna hefur því beinzt að okkur, eins og við verðum áþreifanlega varir við þessa daga. Tillögur hafa komið fram um nauðsyn mjög auk- inna rannsókna, ef sanna mætti með viðhlítandi rökum, að við höfum siðferðilegan rétt til að synda gegn straumnum og halda óskertum hvalveiðum. Þessar tillögur hafa ekki náð fram að ganga og ekki mætt skilningi íslenzkra ráðamanna. Rannsóknir okkar eru á lágu stigi og á margan hátt kák eitt miðað við þá aðstöðu, sem við erum í um þessar mundir. Eigi að halda hvalveiðum áfram með þeim hætti, sem verið hefur, verður að skjóta undir þær miklu öruggari stoðum. Þetta er skylda okkar bæði gagnvart eigin samvizku og öðrum. Þótt flestir íslendingar hafi litla samúð með þeim aðferðum, sem Greenpeacemenn hafa beitt, nýtur sú skoðun mikils fylgis hér á landi, að margt sé rétt i röksemdafærslu þeirra. Þeir, sem vilja líta á efnahagsleg atriði, ættu einnig að átta sig á, að bandarískir náttúruverndarmenn eru öflugir, þótt þeir skiptist í marga mislita hópa. Þegar þeir láta verulega til sín taka, geta þeir haft býsna mikil áhrif á almenningsálitið í Bandaríkjunum og afstöðu ráðamanna þar. Þetta hefur komið í ljós í fjölmörgum mikilvægum málum. í núverandi efnahagskreppu megum við sízt við því, að alda andúðar á framferði íslendinga verði til að skerða fiskmarkað okkar í Bandaríkjunum, hinn lang- mikilvægasta markað okkar. íslendingar hafa um áraraðir notið þess víða um heim, að við höfum staðið í stríði til að vernda fisk- stofna hér við land gegn ágangi og ofveiði erlendra, miklu stærri þjóða. Við fisksölu í Bandaríkjunum jafnt og sölu flugferða yfír Atlantshaf og annarra gæða, sem við bjóðum, þurfum við velvilja almennings þar í landi, en andúð hans mundi geta valdið okkur þungum raunum. EGYPTALAND: Sadat varar sitt fólk við of mikilli bjartsýni — efnahagslegar framfarir gætu látið bíða eftir sér þrátt fyrir að styrjöldinni gegn ísrael sé lokið í umræðum um Egyptaland hefur löngum farið lítið fyrir þeirri staðreynd að landið er og hefur verið mjög illa statt efnahagslega. Áður fyrr var Egyptaland undir stjórn Breta, sem réðu þar því sem þeir vildu og stjórnuðu efnahagslífi landsins. Síðar tóku Egyptar þó málin meir og meir í sínar hendur og þokuðu Bretum til hliðar. Ekki gekk þó allt að óskum og á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina blómstraði spillingin og óstjórn í peningamálum undir forustu Farúks konungs, sem eftir góðar tilraunir til viturlegrar stjórnar á fyrstu valdaárum sínum var orðinn gjörspilltur nautnaseggur, sem löngu var hættur að skipta sér af jafnauvirðilegum og leiðum verkefnum og að stjórna ríki sínu. Þegar Nasser og félagar hans úr hernum steyptu Farúk úr stóli árið 1954 var þvi heldur bágur efna- hagurinn í Egyptalandi. Eitthvað hefur þó þokazt í framfaraátt siðan. Reist hafa verið mikil mannvirki eins og Xswanstíflan, sem gefa fólki færi á að lifa betra lífi. Vist er þó að jölnuður lifskjara er enn mjög lítill í Egyptalandi. Vel efnum búin yfir- stétt hefur það mjög gott en fátækt meðal múgsins i borgunum og þeirra sem vinna að landbúnaðarstörfum er mikil. Þykja bæði Nasser og arftaki hans Anwar Sadat núverandi forseti hafa gert litið til að bæta þar úr. Hingað til hefur þessi staðreynd fallið mikið í skugga hins stöðuga yrkja hina frjósömu mold sem Níl ber fram. Þessum fregnum um frið fylgir að sjálfsögðu það að almenningur í Egyptalandi gerir sér vonir um að nú fái hann bráðlega að njóta ýmissa gæða sem hann hefur orðið að vera án vegna styrjaldarinnar við ísraels- menn. Anwar Sadat, forseti Egypta- lands, hefur nú séð ástæðu til að vara fólk við því að vera of bjartsýnt á að velferðin komi alveg jafnhratt og kannski væri æskilegt. I grein í danska blaðinu lnfor- mation segir að að undanförnu hafi Sadat séð ástæðu til að draga úr þeim fullyrðingum sínum um að friður á milli Egypta og ísraelsmanna táknaði umsvifalaust að efnahagsleg velferð Egypta mundi aukast. Þessu hélt Sadat löngum ósleitilega fram á meðan hann var að tryggja sér fylgi fólks við friðarumleitanirnar. í grein á forsíðu blaðsins AI Ahram, sem löngum er nefnt óopinbert málgagn egypsku stjórn- arinnar, segir fyrir nokkru að stundum geti það verið svo, að þær fórnir, sem færa þurfi fyrir framtíðar efnalegri velferð séu fast að því jafn sársaukafullar og fórnir sem færðar séu vegna styrjaldar. Grein þessi var í tilefni af kynningu á nýendur- skipulagðri stjórn Sadats, þar sem reyndar voru ekki nema þrír nýir ráðherrar. Þessi stjórn á að hafa það að marki að bæta efnahag jöfnuður gagnvart útlöndum og halli á fjárlögum eru liðir sem embættis- menn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins eru ekki hrifnir af. Hafa þeir krafizt úr- bóta en þó nokkuð hafi þokazt í áttina þykir þeim ekki nógu hratt ganga. Stendur nú í strögli um hvort Egyptar fái yfirdráttarheimild sem þeir höfðu reyndar fengið loforð um áður. Einn Ijós punktur er þó í málinu: Staða egypzks útflutnings er í ár nokkru betri gagnvart innflutningi en á sama tíma í fyrra. Það er þó einkum vegna aukins útflutnings á tveim hefðbundnum vörum þeirra fremur en sérstökum aðgerðum rikis- stjórnarinnar. Eru það hráolía og baðmull, sem bæði hafa hækkað í verði, auk þess sem nokkru meira hefur verið flutt útenífyrra. Sadat forseti Egyptalands hefur farið sér hægt í að bæta kjör óbreyttra Egypta alveg eins og forveri hans Nasser. vígbúnaðar og baráttu gegn höfuðóvininum ísrael. í raun hefur Egyptaland verið í hernaðarástandi í þrjátiu og eitt ár. Þetta ríki sem nú fyrst arabaríkjanna tók þá ákvörðun um að friðmælast við gyðinga bar á- vallt hitann og þungann af styrjöldunum við Ísraelsríki. Þrátt fyrir háværar raddir annarra araba- leiðtoga hafa sumir þeirra sem nú láta hæst aldrei farið í styrjöld við Israel. Vegna þessa á Sadat nú í ýmsum erfiðleikum. Þetta er þó ekki eini vandinn, sem við honum blasir um þessar mundir. Fram hefur komið i fréttum að mikil ánægja sé með friðar- samninga Egypta og ísraelsmanna meðal almennings í Egyptalandi. Fólk sé fegið því að friður sé nú að komast á. Sagt er að Egyptar séu frá fornu fari friðsöm bændaþjóð sem löngum hafi viljað hafa tóm til að fólksins í landinu eins og sagt er á há- tíðlegu máli. Margir aðilar, bæði egypskir og annarra þjóða, eru svartsýnir á að umbæturnar í efnahagsmálum muni koma á færibandi til egypzks almúga. Talið er líklegt að Egyptar muni nú eiga framundan erfitt ár og jafnvel lengur. Öll efnahagsaðstoð frá öðrum arabaríkjum er nú stöðvuð en Egyptar hafa um langt skeið notið verulegrar aðstoðar frá Saudi- Arabíu. Að vísu halda Bretland og Bandaríkin áfram að veita sína aðstoð og síðarnefnda ríkið hefur aukið hana, en samt blasa erfiðleikarnir við. Alþjóða gjald- eyrissjóðurinn er Egyptum erfiður eins og fleiri rikjum á þróunarstiginu. Vilja þeir að gengið sé í að gera ýmsar efnahagsumbætur áður en Egyptar fái yfirdráttarheimildir hjá bankanum. Óhagstæður greiðslu- Um alllangt skeið hafa birzt í Dag- blaðinu niðurstöður talnaleikja sem blaðið kallar skoðanakannanir. Ekki væri ástæða til að amast við þessu, ef blaðið birti niðurstöður sínar einungis tíl gamans og dægra- dvalar og með skýrum fyrirvara í stað þess að draga af þeim víðtækar álykt- anir um veigamikil málefni undir yfirskini vísindalegra vinnubragða. Niðurstöður sínar birtir blaðið yfirleitt með stóru letri m.a. á for- síðu. Þær eru lesnar yfir þjóðinni úr forystugreinum stundum dag eftir dag, og viðtöl eru birt við frammá- menn þjóðarinnar með mynd í leið- inni um niðurstöðurnar. Virðast margir trúa þessum tölum eins og nýju neti. Þar eð „kannanir” þessar ná augum og eyrum fjölmargra, geta þær haft veruleg áhrif á skoðana- myndun og ákvörðunartöku i þjóð- félaginu. Er þvi mikilvægt, að kannanir af þessu tagi séu fram- kvæmdar á faglegan hátt, en fram- kvæmd skoðanakannana má telja sérstaka fræðigrein innan tölfræð- innar. Sannleikurinn um talnaleiki Dag- blaðsins er sá, að þeir eiga lítið skylt við skoðanakannanir og ályktanir þær sem blaðið dregur eru oft á tiðum alrangar. Blaðið birtir venjulega i lokin al- mennar athugasemdir um að niður- stöður séu óvissar að einhverju leyti, en gleymir því síðan algerlega í túlk- un sinnL. í heild má segja, að „kann- anir” þessar séu yfirleitt skólabókar- dæmi um það, hvernig ekki á að standa að skoðanakönnun. Hér skal gerð að umtalsefni i stuttu máli „könnun” sú er birtist í blaðinu 1 1. júní sl. þar sem spurt var, hvaða flokk menn kysu, ef þingkosningar færu fram nú. 300 manns voru spurðir, helmingur karlar og helm- ingur konur á höfuðborgarsvæðinu. Af þeim tiltóku aðeins 158 eða rúm- lega helmingur (52,7%) einhvern stjórnmálaflokk, hinir voru óákveðn- ir eða svöruðu ekki af einhverjum ástæðum. Það getur í fyrsta lagi kollvarpað

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.