Dagblaðið - 28.06.1979, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 28.06.1979, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1979. 13 róttir______________íþróttir______________íþróttir____________________íþróttir íþróttir J rétt yfir mark KR. Þaö kom þó ekki aö sök 1 þetta DB-mynd Sv. Þorm. ysi varð n að falli m KR5-1 ígærkvöld knöttinn en Halldór Arason var næstur í biðröðinni og skoraði af öryggi, 3—0. Á 39. mínútu fengu KR-ingar sitt eina al- mennilega færi í fyrri hálfleik. Eftir mikinn darraðardans í vítateig Þróttar gaf Sigurður Indriðason boltann til Vilhelms Frederiksen, sem var í mjög góðu færi. Vilhelm hikaði og ætlaði að leggja knöttinn fyrir sig og ekkert varð úr neinu. Það var svo strax í upphafi síðari hálfleiks að Þróttarar rotuðu KR. Misskilningur varð þá í KR-vörninni og Halldór Arason, sem ávallt fylgir eftir i slikum tilvikum nýtti tækifærið til hins ítrasta og skoraði örugglega þrátt fyrir góða viðleitni Magnúsar. Þetta vará 49. mín. Þremur mín. síðar komst Ársæll i dauðafæri, en skot hans geigaði. Þróttur fékk síðan tvö góð marktækifæri áður en fimmta markið leit dagsins ljós. Á 67. mínútu voru þeir Sigurður Indriðason og Ársæll Kristjánsson að kljást um knöttinn inn í vítateig KR. og virtist flestum Ársæll brjóta á Sigurði ef eitthvað var. Skyndilega flautaði Sævar dómari og benti á vítapunktinn. KR-ingar fórnuðu höndum, en Daði Harðarson sýndi enga miskunn og skoraði örugglega, 5—0. Eina mark KR kom síðan á 80. minútu. Sæbjörn Guðmundsson, sem skömmu áður hafði komið inn á sem varamaður, gaf þá gullfallega sendingu inn á Sverri Herbertsson. Sverrir þakkaði gott boð og skoraði fallegt mark. Eftir þetta var nær að Þróttur bætti sínu sjötta marki við en KR öðru. Þróttararnir voru nú allir aðrir en i leiknum gegn Keflavík i fyrri viku. Leikgleðin geislaði af hverjum manni og það skilaði sér í stærsta sigri Þróttar i I. deild. Egill Steinþórsson varði vel í markinu. Úlfar var mjög traustur í vinstri bakverðinum, Jóhann í varnarmiðjunni. Þá áttu þeir Halldór, Baldur og Sverrir góðán leik og út- afskipting Baldurs kom á óvart. Um KR-ingana er nákvæmlega ekkert að segja. Liðið var afspyrnuslakt lengst af og leik- menn misstu móðinn strax eftir upphafskafla Ieiksins. Jón Oddsson og Stefán Örn vöktu at- hygli fyrir slakan leik. Það var helzt að þeir Birgir og Sigurður Indriðason reyndu að berjast, en allt kom fyrir ekki. _______________________________-SSv. Staðan í 1. deild Úrslit í gær: Þróttur-KR 5—1 Staðan í 1. deild er nú þannig: Keflavík 6 3 3 0 11—2 9 Fram 6 2 4 0 10—5 8 Akranes 6 3 2 1 11—8 8 Vestmannaeyjar 6 3 1 2 8—3 7 KR 6 3 1 2 7—9 7 Valur 6 1 3 2 7—7 5 Þróttur 6 2 1 3 9—10 5 Víkingur 6 2 1 3 7—9 5 KA 6 2 0 4 7—12 4 Haukar 6 1 0 5 3—15 2 GUNNAR HEIM Á NÝ — leikur með Haukunum næsta vetur —Viðar Símonarson verður þjálfari hversu mikill styrkur Gunnar verður sínu gamla félagi. Þá mun Viðar Símonarson þjálfa Haukana í vetur og hefur hann þegar hafið æfingar og er mikill hugur í Haukunum. Viðar var ráðinn þjálfari að miklu leyti vegna eindreginna óska leikmanna og Haukarnir eru þegar farnir að undirbúa sig fyrir íslands- mótið utanhúss, sem háð verður i Hafnarfirði í næsta mánuði. Gunnar er ekki eini leikmaðurinn, sem gengur til liðs við Haukana. Þorgeir Haraldsson, sem í fyrra sá um þjálfun félagsins með ágætum árangri mun leika með félaginu næsta vetur og styrkir liðið vafalítið, en Þorgeir er góður handknattleiksmaður. Þá þykir ekki óliklegt að Hörður Sigmarsson sem hljótt hefur verið um að mestu s.l. tvö ár, leiki með Haukunum i vetur. Hörður hóf keppnistímabilið með Haukunum i fyrra en dró sig siðan í hlé vegna mikilla anna í námi, en Hörður leggur stund á tannlækninganám við Háskól- ann. Hörður er geysilega góð skytta þegar sá gállinn er á honum og vonast Haukarnir til að hann leiki með liðinu í vetur. Gunnar Kinarsson Gunnar Einarsson, hinn frábæri markvörður úr Haukum, mun snúa heim að nýju og leika með sínum gömlu félögum í vetur. Gunnar lék í vetur með danska liðinu Aarhus KFUM, en hefur nú ákveðið að snúa heim á ný. Ekki þarf að fjölyrða um O

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.