Dagblaðið - 28.06.1979, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 28.06.1979, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 28. JÚNÍ 1979. Spáð er hægviöri og þurru á Suöur- landi, en noröaustan golu eða kalda noröan til á landinu. Svalt og dálítil rigning með köflum. Klukkan sex f morgun var í ReykjavS< 4 stiga hiti og skýjaö, Gufuskálar 7 og rigning, Galtarviti 3 stig og rigning, Akureyri 8 og rigning Raufarhöfn 6 og rigning, Dalatangi 5 og súid, Höfn 8 og súld, Vestmannaeyjar, 6 og skýjað. Kaupmannahöfn 13, skýjað, Osló 14 og léttskýjaö, Stokkholm 13 og lótt- skýjað, London 13 og lóttskýjaö, París 15 og léttskýjað, Hamborg 13 og léttskýjaö, Madrid 15, léttskýjaö, Mallorka 21 stig, lóttskýjað, Lbsabon 15 stig, lóttskýjaö. Þórður Jónsson, Múla, var fæddur I9. júli 1930, að Finnbogastöðum og voru foreldrar hans JónSanisonais.u0 Ragn- heiður Guðjónsdóttir. Foreldrar Þórðar fluttu að Múla í Dýrafirði eftir að mæðiveiki hafði herjað á fé þeirra. Þórður vann hjá Kaupfélagi Dýrfirðinga skamma stund því hann lagðist á Vifils staðaspítalann þar sem hann gekk undir svokallaðan lungnaskurð. En þar kynntist hann eftirlifandi konu sinni. Jósefínu Friðriksdóttur og eignuðust þau 3 börn. Þórður andaðist að heimili sínu Múla, Dýrafirði 19. júni síðast- liðinn og var jarðsunginn 27. júní. Guðbjörg Guðmundsdóttir, Fýlshólum I, lézt á sjúkrahúsi á Spáni þann 26. júní. Bergþór Sigurðsson andaðist á Landa- kotsspítala þriðjudaginn 26. júní. Jarðar- förin auglýst siðar. Guðríður Eyjólfsdóttir Kristiansen, f. 25.9. 1894 að Bjalla I Landsveit, lézt að Steinjörd, Evenskjer, Noregi, þann 22. maí sl. Jóhann Þorsteinsson, málarameistari, Kleppsvegi 50 verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni föstudaginn 29. júní kl. 3 e.h. Guðgeir Guðmundsson, vélgæzlu- maður. Kleppsvegi 128 verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju, föstu daginn 29. júní kl. 13.30. Laufcy Líndal, Arnartanga 76, Mos„ áður Háteigsvegi 22, Rvík, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, föstudaginn 29. júní kl. 10.30 f.h. Tryggvi ívarsson, lyfjafræðingur, Rán- argötu 19, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni föstudaginn 29. júní kl. 10.30. Jónína Hallgrímsdóttir, Selvogsgötu 26, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Þjóð- kirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 29. júní kl. 2 e.h. Katrín Guðmundsdóttir, Laufásvegi 3, Stykkishólmi, verður jarðsungin frá Stykkishólmskirkju laugardaginn 30. júní kl. 14.00. Frá Grensáskirkju Síðasta almenna samkoman fyrir sumarhlé verður í kvöld kl. 20.30. Allir velkomnir. Almennu samkom urnar hefjast siðan aftur i ágúst. Halldór S. Gröndal. Fíladelfia Bænasamkoma i kvöld kl. 20.30. Spitakvotd Safnaðarheimili Langholtssafnaðar Spilað verður félagsvist i safnaðarheimilinu við Sól- heima i kvöld kl. 9 og verða slík spilakvöld framvegis á fimmtudagskvöldum í sumar til ágóða fyrir kirkju- bygginguna. Safnaðarstjóm. Náttúrulækningafélag Reykjavíkur Félags- og fræðslufundur verður i matstofunni Lauga- vegi 20B fimmtudaginn 28. júní kl. 20.30. Rætt verður um félagsstarfið i sumar og haust, einnig mun Ásta Erlingsdóttir gefa leiðbeiningar um grasatínslu og verkun grasa. Freeportklúbburinn fundur fellur niður í kvöld 28.6. Næsti fundur verður 12. júli. Stjórnin. Fundir f ramsóknarmanna á Vesturlandi Almennir stjórnmálafundir verða haldnir á eftir töldum stöðum. Grundarfírði, fimmtudaginn 28. júni kl. 21. Röst, Hellissandi, föstudaginn 29. júni kl. 21. Félagsheimilinu Ólafsvik, laugardaginn 30. júni kl. 14. Breiðablik,Snæfellsnesi,sunnudaginn l.júlíkl. 16. Logalandi, Reykholtsdal, mánudaginn 2. júlí kl. 21. Hlöðum, Hvalfjarðarströnd, þriðjudaginn 3. júlí kl. 21. Fundarefni: Stjórnmálaviðhorfið og málefni kjör- dæmisins. Frummælendur alþingismennirnir: Halldór E. Sigurðsson, og Alexander Stefánsson. Allir velkomnir — fyrirspurnir — umræður. Kjördæmissambandið — Framsóknarfélögin. Knattspyrna Fimmtudagur 28. júní ESKIFJARÐARVÖLLUR Austri-UBK 2. deild ki. 20. KAPI.AKRIKAVÖLLUR FH—Þróttur 2. deild kl. 20. akranesvölluK lA—Fylkir 3. Ilokkur A kl. 20. HEIÐARVÖLLUR IK—Aftureldintt X. flokkur C kl. 20. KFFLAVlKURVÖLLUR IBK—Fylkir 4. Ookkur A kl. 20. FRAMVÖLLUR Fram—Vlkingur 4. flokkur A kl. 20. VALSVÖLLUR Valur—Armann 4. flokkur A kl. 20. KR-VÖLLUR KR—Þróttur 4. flokkur A kl. 20 HVALEYRARHOLTSVÖLLUR Haukar—Grindavik 4. flokkur B kl. 20. BRKIÐHOLTSVÖLLUR IR—FH 4. flokkur B kl. 20. VARMARVÖLLUR Afturelding—Leiknir 4. flokkur B. kl. 20. Ferðafélag Islands Föstudagur 29. júní: 4ra daga gönguferð um Fjörðu i samvinnu við Ferðafélag Akureyrar. Flugleiðis til Húsavíkur, þaðan með bát vestur yfir Skjálfanda. Um næstu helgi: Þórsmörk, Landmannalaugar, Hagavatn — Jökul borgir. Jarðfræðiferð um Reykjanes með Jóni Jóns syni jarðfræðingi o.fl. Laugardagur 30. júni kl. 13.00. Jarðfræðiferð um Reykjanes, Grindavík og Krisuvik. Skoðað m.a. jarðhitasvæðið (saltvinnslan o.fl.), eldvörp og bergmyndanir á Reykjanesi. Fararstjóri og leiðbeinandi: Jón Jónsson jarðfræðingur. Verð kr. 3.500.- gr. v/bílinn. Fritt fyrir börn i fylgd með full- orðnum. Föstudagur 29. júni kl. 20.00 1) Þórsmörk, gist i húsi (miðvikudagsferðirnar byrja 4. júli). 2) Landmannalaugar. gist i húsi. 3) Hagavatn og nágrenni, gisting í húsi og tjöldum. Fararstjóri: Árni Björnsson. Sumarleyfísferðir. 29. júní: 5 daga ferð i Fjörðu í samvinnu við Ferða félag Akureyrar. Flogið til Húsavikur, siglt með bát yfir Skjálfanda 'og gengið þaðan til Grenivíkur. 3. júli: 6 daga ferð til Esjufjalla. Gengið þangað frá Breiðamerkursandi. Til baka sömu leið. Fararstjóri: vXJuðjón Ó. Magnússon. Hornstrandaferðir 6. júlí: 9 daga gönguferð frá Furufirði til Hornvíkur. Gengið með allan útbúnað. Fararstjóri: Vilhelm Andersen. 6. júll: 9 daga dvöl i Hornvik Gist i tjöldum. Gengið þaðan stuttar cða langar dagsferðir. Fararstjóri: Gísli Hjartarson. 13. júli: 9dagadvöl í Hornvik. 13. júli: 9 daga dvöl i Aðalvik. 21. júlí: 8 daga gönguferð úr Hrafnsfirði til Horn vikur. Nánari upplýsingar á skrifstofunni. Ferðir á Hornstrandir Djúpbáturinn Isafirði hefur tekið upp þá nýjung að halda uppi áætlun á Hornstandir, en þangað hefur ekki verið áætlun síðan byggð lagðist af á Hornströndum árið 1952. Hér verður um ferðamannaferðir aö ræða, bæði Vegna jarðarfarar Tryggva ívarssonar er lokað föstudaginn 29. júní. með erlenda og innlenda ferðamenn. Farnar verða hringferðir, eða mönnum gefst færi á að verða eftir og koma með næstu ferð eða siðar. Farið verður i Jökulfirði 24. júni en það er Grunna- vikurferð. Farið verður kl. 10 árdegis. Messað verður að Stað Grunnavik og komið til ísafjarðar um kvöldið. Verðer kr. 3000. 28. júní verður ferð um Jökulfirði. Farið verður kl. 10 og komiö til lsafjarðar kl. 5.30. 19. júli og 16. ágúst verður farið i Leirufjörð og Bæi. Fleiri ferðir eru ákveðnar, en hafa ekki verið tímasettar. Ferðir á Hornstrandir verða siðan sem hér cegir. 6. júlí frá Isafirði kl. 14. Viðkomustaðir. Aðalvik. Fljótavik. Hornvik og Furufjörður. 13., 20.. og 27. júli verður farið kl. 14 og eru viðkomustaöir Aðalvík, Fljótavik og Hornvík. 16. og 23. júlí er brottför kl. 9 og viðkomustaðir Aðalvík, Fljótavík og Hornvik. Veröið i Aðalvik og Fljótavík er 4000 kr., en i Hornvik og Furuvik 6000 kr. Auk þessara ferða er djúpbáturinn með ferðir um Isafjarðardjúp alla þriöjudaga og föstudaga. Þess má aö lokum geta aö 14. júli verður farið á sveitaball i Bæi og lagt er af stað frá Isafirði kl. 8 um kvöldið. Útivistarferðir Fimmtud. 28/6 kl. 20 Skammaskaró — Helgaíell, fararstj. Þorleifur Guð mundsson. Verð 1500 kr., frítt f. börn m/fullorðnum. Fariðfrá BSl bensinsölu. Föstud. 29/6. 1. kl. 11 Grímseyjarferö, miðnætursól. 2. kl. 20 Þórsmerkurferð, vinnuferð. Sumarleyfisferöir: Hornstrandaferðir. Öræfajökull — Skaftafell. Grænland. Lónsöræfi. Nánari upplýsingar á skrifst. Lækjargötu 6a. simi 14606. Félagsstarf Sjálfstæðisflokksins Landsmálafélagiö Vörður. Sumarferð Varöar verður farin sunnudaginn 1. júli. Lagt verður af stað frá Sjálf- stæðishúsinu, Háaleitisbraut 1 kl. 8 árdegis. Ferðinni er heitið á eftirtalda staði: Grundartanga þaðan ekið að ökrum á Mýrum, þá að Deildartungu og Geldinga- draga heim til Reykjavíkur. Verð farmiða er kc. 7000.- fyrir fullorðna og kr. 5000.- fyrir börn. tnnifalið í verði er hádegis- og kvöldverðijr. Miðasala er hafin i Sjálfstæðishúsinu, Háaleitisbraut 1. II. hæð.Opiðfrá9—12og 13—17. Til að auðvelda allan undirbúning, vinsamlegast tilkynnið þátttöku í sima 82900 sem fyrst. Aðalleiðsögumaður verður Einar Guðjohnsen og er þvi einstakt tækifæri til að ferðast um þessa staði undir góðri leiðsögn hans. Pantanir teknar í sima 82900. Verið velkomin í sumarfer*'Varðar. Ferða nefnd. Félag farstöðvaeigenda FR deild 4 Reykjavik FR 5000 — simi 34200. Skrif stofa félagsins að Síðumúla 22 er opin alla daga frá kl. 17.00—19.00. að auki frá kl. 20.00-22.00 á fimmtu dagskvöldum. Félag austf irzkra kvenna fer i hið árlega sumarferðalag sitt dagana 30. júni— 1. júli. Ferðinni er heitið i Flókalund i Vatnsfirði. Nánari upplýsingar gefa Laufey i sima 37055 og Sonja, sími 75625. Þingvellingar Sveitungar fyrr og nú og venslafólk þeirra. Kvenfélag Þingvallahrepps gengst fyrir kaffikvöldi i Hótel Valhöll föstudag 29. júni kl. 20.30. Myndasýning o.fl. Hóteliðselur vcitingar. Stjórnin. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar óskar eftir sjálfboðaliðum til skógræktarstarfa i girð ingu félagsins við Hvaleyrarvatn fimmtudag til laugar dags kl. 17—19. Samstarfsnefnd Norðurlanda um læknisfræðirannsóknir á norðurslóð hcldur aðal fund sinn hér á Islandi nk. sunnudag en það er i fyrsta sinn sem aðalfundur er haldinn hér. Island gekk í þessi samtök i upphafi árs 1977. I sambandi við aðalfund inn vcrður efnt til ráðstefnu um erfðir i faraldsfræði sjúkdóma í mönnum. Ráðstefnan verður haldin i kcnnslustofu Landspitalans og hcfst föstudaginn 29. júni kl. 9 um morguninn en lýkur á laugardag. Á ráðstefnunni verða fluttir 25 fyrirlestrar. Læknum og óðrum þeini scm áhuga hafa á efninu cr boðin þátttaka. Kvenfélag Háteigssóknar fer sína árlegu sumarferð fimmtudaginn 7. júli að Skálholti og Haukadal. I leiðinni er skoðað Mjólkurbú Flóamanna og fleira. Þátttaka tilkynnist fyrir þriðju dagskvöld 3. júlí til Auöbjargar í síma 19223 eða Ingu isíma 34147. Kvenfélag Bústaðasóknar Sumarferð Kvenfélagsins verður farin 5. júli. Farið verður i fjögurra daga ferð. Konur, látið skrá ykkur ifyrir I. júlí i sima 35575, Lára eða 33729, Bjargey. Fjallkonur Breiðholti III Sumarferð félagsins verður farin laugardaginn 30. júni. Upplýsingar í sima 71585, Birna, 74897, Ágústa, og 72049, Sesselja. Kvennadeild Slysavarna- félagsins Reykjavík áætlar ferð í Landmannalaugar laugardaginn 30. júní nk. Tilkynnið þátttöku í simum 10626 Ingibjörg, 37431 Bía og 84548 Svala. Miðar afhentir i Slysa varnahúsinu miðvikudaginn 27. júni milli kl. 7 og 9. Húsmæðraorlof Kópavogs Fairð verður i húsmæðraorlof 9.—15. júli. Skrifstofan verður opin i Félagshcimili Kópavogs, annarri hæð, dagana 28. og 29. júní milli kl. 16 og 19 báða dagana. Konur sem ætla að notfæra sér hvíldarvikuna mæti á skrifstofunni á þcssum tíma og grciði þátttökugjald. Frá skrifstofu borgarlæknis Farsóttir í Reykjavik vikuna 27/5 — 2/6 1979. sam ' kvæmt skýrslum 7 (10) lækna. Iðrakvef 15(19), kighósti 5 (10). hlaupaböla 8(11). ristill 1(1). rauðir hundar 4(1). hcttusótt 38 (42). hvot- sótt 2 (0). kláði 1 (0). hálsbólga 20 (43). kvefsótt 99 (129), lungnakvcf 25 (28). inflúensa I (6), kveflungna bólga 2 (2). blöðrusótt ungbarna 1(1), vírus 21 (13). Nýr grillstaður Lauga-Ás Um siðustu helgi var opnaður nýr grillstaður, Lauga-Ás að Laugarásvegi 21. Þar er boðið upp á fjöl- breytta grillrétti og áherzla lögð á gratíneraða rétti, fisk og kjöt. Meiningin er siðan að fara frekar út i sjávarrétti. I hádeginu og á kvöldin er réttur dagsins. Opnað er snemma á morgnana, eða kl. átta, vegna nærveru sundlauganna og tjaldsvæðisins í Laugardal. JfT—"■■■ ■■ 1 M™ 11 Eigendur Lauga-Ass I hinum nýja veitingastað. DB- mynd Bjarnleifur. Þá er boðið upp á sérstakan morgunverð, brauð. marmelaði, salat, ávaxtasafa o.fl. Sæti eru fyrir 40 manns á hinum nýja stað. Opið er til 23.30 á kvöldin, a.m.k. til að byrja með. Eigendur Lauga-Áss eru Ragnar Guömundsson, Gunnlaugur Hreiðarsson, Guðlaug Bára Sigurðar dóttir og Kolbrún Guðmundsdóttir. Blöndun og hreinsun vatns á kynningu Eitt af þeim fyrirtækjum er hvað lengst hefur náð í meðferð á blöndun og hreinsun vatns er FRIED RICH GROHE GmbH i Þýzkalandi. Siðastliðin tíu ár hafa framfarirnar í framleiðslu blöndunar- og hita stýritækja, ásamt vatnshreinsitækjum, orðið hvað stórkostlegastar. Af þvi tilefni hefur FRIEDRICH GROHE í sam vinnu við umboðsmenn sinn á lslandi, Þýzk-íslenzka verzlunarfélagið hf., sl. tvö ár gengizt fyrir 10 kynn ingarfundum fyrir tækni- og sölufólk á framleiðslu sinni. Nýverið voru 4 slik námskeið haldín í Reykjavik og á Akureyri. Þar voru kynntar margar nýjar gerðir af blöndunar- og hitastýritækjum er taka þeim eldri fram um verðog gæði. Sérstaka athygli vöktu hitastýritæki með innbyggðum þrýstijafnara en mismunandi þrýst ingur hefur mjög truflandi áhrif á blöndun vatns eins Frá kynningunni með pípulagningamönnum i Reykja- vík en um 70 aðilar sóttu fundina. Lengst til vinstri er Klaus Ernst Leinitz, verkfræðingur frá Grohe. Honum á hægri hönd er Ómar Kristjánsson frá Þýzk- islenzka verzlunarfélaginu. og kunnugt er. Þá kom það einnig mjög á óvart á timum mikillar verðbólgu og orkuhækkana, að flest nýju hitastýritækin eru um 20—30% ódýrari en hinar eidri gerðir. Þá voru einnig kynntar nýjar og fullkomnari tegundir af vatnsnuddtækjum en þau hafa fcngið frádæma góðar móttökur um alla Evrópu. FRIEDRICH GROHE hefur gert rannsóknir á islenzka vatninu og tekið mið af þeim við framleiðslu á nýju tækjunum. Á Islandi voru við siðustu áramót 2412 hitastýritæki i notkun frá GROHE en i fram leiðslu hitastýritækja hefur fyrirtækið unnið mikið brautryðjendastarf. Fyrirtækið framleiðir nú fjórða hvert blöndunartæki i notkun i Evrópu síðastliðinn áratug. Sambönd norrænna jafnaðarkvenna Dagana 30. júni til 7. júli nk. munu sambönd norrænna jafnaðarkvenna halda sína árlegu ráðstefnu (studiuviku) í Húsmæðraskólanum Laugarvatni. Yfirskrift ráðstefnunnar er ..Barnct i nordcn — internationellt" og verða erindi flutt um eftirfarandi málaflokka: Vilkcn plats har barnen i vart samhálle? — i arbets livet? Den demokratiska beslutsprocessen — barnct i familjen — barnct i förskolan Den dmeokratiska bcslutsprocessen — barnet .i skolan. Barn i Norden — barn i andra kulturer — vad kam vi lára av varandra? Að crindum loknum verða fyrirspurnir og unnið í starfshópum. Stjórnendur ráðstcfnunnar verða þær Helga Kristin Möller kcnnari og Rannveig Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi. Skemmtiferð Félags kaþólskra leikmanna Félag kaþólskra leikmanna gengst fyrir eins dags skemmtiferð á sögustaði á Akranesi laugardaginn 30. Iþ.m. ef næg þátttaka fæst. Þeir sem hafa áhuga tali við ‘Torfa Ólafsson, símar 14302, 20500 og 26105 Skógræktarferð fyrir alla fjölskylduna Heimdallur SUS efnir til skógræktarferðar nk. fimmtudag, 28. júni, i gróðurreit félagsins i Heiðmörk. Farið verður á einkabilum. Lagt verður af stað frá Nesti við Ártúnshöfða kl. 19.30. Allar nánari upplýsingar i Valhöll við Háaleitisbraut. sími 82900. Vatnsfirðingar Afkomendur séra Páls óláfssonar og Arndisar Péturs dóttur Eggerz efna til ættarmóts að Vatnsfirði 7. og 8. júlí nk. Lagt verður af stað frá Umferðarmiðstöðinni föstudaginn 6. júli kl. 18.00. Þátttaka tilkynnist eftir kl. 20.00 i símum 28910. 71775 og 38575. Leikmannaskóli kirkjunnar Dagana 6.-8. júli verður námskeið i Leikmannaskóla Hólastiftis að Hólum i Hjaltadal. Þátttakendur eru leikmcnn kirkjunnar i Húnavatns-, Skagafjarðar, Eyjafjarðar- og Þingeyjarprófastsdæmum. Tilgangur leikmannaskólans er eins og fyrr að veita forsvars mönnum safnaða i kirkjulegu starfi fræðslu og leið beiningar. I þetta skipti verður rætt um guðsþjónust una og flytja prófastar framsöguerindi. Tilkynna þarf þátttöku til Jóns A. Jónssonar, Akureyri, pósthólf 253,simi 96-23532. Gengið GENGISSKRÁNING NR. 117 — 26. júní 1979. Ferðamanna- gjaldeyrir Eining KL 12.00 Kaup Sala Kaup Sala 1 Bandarfl<jadoliar 343,60 344,40* 377,96 378,84* 1 Stariingspund 737,90 739,60* 811,69 813,56* 1 Kanadadollar 294,80 295,50* 324,28 325,05* 100 Danskar krónur 6427,50 6442,50* 7070,25 7066,75* 100 Norskar krónur 6722,10 6737,70* 7394,31 7411,47* 100 Sœnskar krónur 8039,85 8058,55* 8843,84 8864,41* 100 Finnsk mörk 8814,80 8835,30* 9698,28 9718,83* 100 Franskir frankar 8003,25 8021,85* 8803,58 8824,04* 100 Belg. frankar 1157,70 1160,40* 1273,47 1276,44* 100 Svissn. frankar 20639,75 20687,75* 22703,74 22756,53* 100 Gyllini 16876,25 16915,55* 18563,88 18607,11* 100 V-Þýzk mörk 18538,90 18582,10* 20392,79 20441,19* 100 Lirur 41,19 41,29 45,31 45,42* 100 Austurr. Sch. 2522,75 2528,65* 2775,03 2781,52* 100 Escudos 699,75 701,35* 769,73 771,49* 100 Pesetar 519,55 520,75* 571,51 572,83* .100 Yen 158,20 158,56* 174,02 174,42* ‘Broyting frá sfðustu skróningu. Sfmsvari vegna qengisskróninga 22190.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.