Dagblaðið - 28.06.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 28.06.1979, Blaðsíða 24
Atján flug- mönnum sagtupp Samkvæmt heimildum sem Dagblaðið hefur aflað sér verður átján flugmönnum hjá Flugleið- um sagt upp um næstu mánaða- mót, en uppsagnirnar koma til framkvæmda 1. október nk. eins og DB hefurgreint frá. Níu flugmönnum frá hvoru flugfélagi verður sagt upp, þ.e. frá Loftleiðum og Flugfélagi ís- lands, en þeir tilheyra sitt hvoru stéttarfélaginu, Félagi Loftleiða- flugmanna og Félagi islenzkra at- vinnuflugmanna. Mönnum með styztan starfs- aldur beggja félaganna er sagt upp. Starfsaldurslisti félaganna hefur ekki verið sameinaður, en hefði svo verið hefði 14 Flug- félagsmönnum verið sagt upp, en . 4 Loftleiðamönnum. -JH. Bráðaleki kom að Vini ST-21, sem sökk út af Húnaflóa — mannbjörg varð: Tvær lensidælur voru á fullu en höfðu ekki við „Það kom skyndilegur leki að .bátnum og við gátum ekki ráðið við neitt,” saeði Ástvaldur Pétursson for- maður á Vi: i ST—21 frá Hólmavík, sem sökk i gær út af Húnaflóa. Tveir menn voru á bátnum og komust þeir í gúmbát þar sem þeir urðu að dveljast í tíu klukkustundir þar til Jökulfell, skip SÍS, bjargaði þeim í gærkvöldi. Ástvaldur formaður sagðist ekkert vilja láta hafa eftir sér um tildrög slyssins enda færu sjópróf ekki fram fyrr en i dag hjá sýslumanninum í Hólmavík. „Þegar við yfirgáfum bátinn voru tvær lensidælur i gangi og höfðu alls ekki undan, og því sökk báturinn þarna við hlið okkar sem vorum þá komnir í gúmbátinn. Skömmu síðar skaut lúguhlerum og lestarborðum upp en annað brak úr bátnum sáum við ekki.” Ástvaldur sagði að vindur hefði verið að austan, fjögur til fimm vind- stig, og hægur sjór. „Óneitanlega hafi þó verið kalsamt i bátnum, þegar frá leið, þó ekkert hafi svo sem bjátað á, og þeir tvímenningarnir verið hinir hressustu þegar þeim var bjargað um borð í Jökulfellið, sem kom með þá til Hólmavikur I nótt. Vinur ST—21 var 26 tonna eikar- bátur smíðaður í Hafnarfirði árið 1939. -ÖG. Skemmdarverkin íHrísey: ,Smávægilegt? — segir rannsóknarlögreglan „Þetta var allt saman mjög smá- vægilegt, smávægileg skemmdarverk og ein innbrotstilraun,” sagði Ófeigur Baldursson, rannsóknarlögreglumaður á Akureyri um skemmdarverkafar- aldurinn í Hrisey sem DB greindi frá í gær. „Sumt af þessu hafa ákveðnir drengir í Hrisey játað og annað ekki. Það er alveg ósannað að um þjófnað hafi verið að ræða, aðeins innbrots- tilraunin hefur verið játuð. Ég held að þetta sé ekkert meira en gengur og gerist en það ber auðvitað meira á því í svona litlu bæjarfélagi,” sagði Ófeigur að lokum. -GAJ- Sólin er að visu farin sunnanlands, en ekki sakar að minna á hana með þessart fallegu mynd úr sundlaugunum. Fátt er það sem vekur meiri gleði heldur en sólin og vatnið á fallegum sumardegi og það er sannarlega ómenguð gleði sem skín af öllum andlitunum á þessari mynd sem Hörður tók i Laugardalnum. Höfða Flugleiðir skaðabótamál vegna stöðvunar „tíunnar”? EÐLILEGT AÐ FLUG- FÉLÖGIN STEFNIAÐ- ILUM SAMEIGINLEGA — segir Leifur Magnússon, framkvæmdastjóri flugdeildar Stöðvun DC-10 þotunnar er Flug- leiðum dýr. Fyrir utan tjónið af því að missa hið afkastamikla tæki úr rekstri, þarf að greiða 5 milljónir á dag í leigugjald fyrir þotuna. Erlend flugfélög sem eiga vélar af þessari gerð hafa rætt hugsanlega stefnu, þar sem rannsakað yrði hver bæri ábyrgð á stöðvun vélanna og því tjóni sem það veldur félögunum. Leifur Magnússon framkvæmda- stjóri flugdeildar Flugleiða sagði í morgun, að á þessu stigi væri málið það óljóst að ekki væri hægt að segja hverjum ætti að stefna. Til greina kæmi að stefna Douglas verksmiðj- unum eða bandarisku flugmála- stjórninni, FAA. Leifur taldi eðlilegt að flugfélögin stefndu sameiginlega I þessu máli. Leifur nefndi sem dæmi, að haft hefur verið eftir Freddie Laker, sem byggir eingöngu á DC-10, að hverj- um í sjónmáli verði stefnt vegna þessa máls. -JH J Skyndiferð þriggja norskra ráðherra til íslands: AFSTÝRA LOÐNUSTRfel ÍSLANDS OG NOREGS Knud Frydenlund utanrikisráð- herra Noregs, Eyvind Bolle sjávarút- vegsráðherra og Jens Evensen fyrrum hafréttarmálaráðherra koma til íslands á morgun í einkaflugvél til viðræðna við Benedikt Gröndal og Kjartan Jóhannsson um loðnudeilu íslands og Noregs. Fyrirhuguðum embættismannaviðræðum í Osló hefur verið aflýst. Norömem ogJan Mayen: Ekki rætt um útfærsluna” 77 „Ekki verður rætt við Norðmenn um útfærslu efnahagslögsögu Jan Mayen. Rætt . verður um loðnuveiðina. Norðmenn leggja mikla áherzlu á að koma, og spurningin er sú, hvort ástandið heima hjá þeim er orðið þannig, að ekki verði komizt hjá loðnustríði rnilli okkar og þeirra,” sagði einn frammámanna ríkisstjórnarflokk- anna hér í morgun. Benedikt Gröndal, utanrikis- ráðherra og Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsráðherra munu á morgun ræða við utanríkis- og sjávarútvegsráðherra Norðmanna, Knut Frydenlund og Eyvind Bolle, sem kom hingað í skyndingu. Embættismannaviðræður hafa verið árangursla usar. -HH. Berglind Asgeirsdóttir í utanríkis- ráðuneytinu sagði í samtali við DB í morgun að viðræður ráðherranna færu fram á föstudag og laugardag ef ástæða þykir til. Koma ráðherranna til íslands hefur vakið mikla athygli í norskum fjölmiðlum og skýrðu dagblöð og út- varp frá henni í morgun. Knud Frydenlund vildi í samtali við Arbejderbladet i morgun ekki gefa upp hvaða tillögur hann hefði fram að færa, en blaðið segir að það verði veigamikið atriði í samninga- viðræðunum hvernig öðrum en íslendingum og Norðmönnum verði i framtíðinni haldið utan við loðnu- veiðisvæðið við Jan Mayen. Blaðið telur að norska sendinefndin hafi ákveðnar tillögur til lausnar þessu máli. Um viðbrögð íslendinga við þeim séaftur á móti allt á huldu. Frydenlund segir í samtali við Aftenþosten að samningar þurfi að nást fljótt þar sem norski loðnuveiði- flotinn vilji hefja veiðar næstu daga. Blaðið segir að íslendingar hafi beðið Norðmenn að hefja ekki veiðar fyrir 15. ágúst. „Af okkar hálfu hefur á það verið lögð áherzla,” segir blaðið, „að ekki komi til greina að eyðileggja hið góða samband milli landanna með ioðnustríði.” -GM/SJ Osló. frjálst, óháð dagbJað FIMMTUDAGUR 28. JÚNt 1979. SkákmótiðáManilla: Friðrikog Toire berjast um efsta sætið Að 11 umferðum loknuni á skákmót- inu á Manilla á Filippseyjum er Ijóst, að baráttan um efsta sætið stendur á milli Friðriks Ólafssonar og Torre, stórmeistara þeirra Filippseyinga. Mjög litlar fréttir hafa borizt af þessu móti en staðan er nú sú að Torre er efstur með 8,5 vinninga en Friðrik fylgir honum fast eftir með 8 vinninga og á auk þess biðskák við Rogers frá Ástraliu. í þriðja sæti er Sovétmaður- inn Dorfman með 6,5 vinninga, auk þess sem hann á biðskák við brezka stórmeistarann Keene. -GAJ- T • ii Stokkseyrí: Sveitarstjórinn fyrrverandi látinn laus Fyrrum sveitarstjóri Stokkseyrar- hrepps var i gær látinn laus úr gæzlu- varðhaldi þvi sem hann hefur setið í undanfarna daga vegna meints fjár- málamisferlis i starfi. Að sögn Karls F. Jóhannssonar, fulltrúa sýslumannsins í Árnessýslu, er rannsókn þessa máls hvergi nærri lokið en ekki þótti ástæða til að halda sveitarstjóranum fyrrver- andi lengur i gæzluvarðhaldi. Eins og DB hefur áður greint frá snýst mál þetta um, hvort um misferli með oliu- styrk hafi verið að ræða. -GAJ.- Jón Ólafsson kjörínn sveitarstjórí í Sandgerði Jón Ólafsson var kjörinn sveitar- stjóri í Sandgerði á fundi hrepps- nefndar Miðneshrepps i fyrrakvöld Jón hefur starfað á skrifstofu hreppsins nokkra undanfarna mánuði en var áður kaupmaður í Reykjavík. Níu aðilar sóttu um embætti sveitar- stjórans. Á fundinum i fyrrakvöld fékk Jón Ólafsson tvö atkvæði í fyrstu at- kvæðagreiðslu, Jóhann Gunnar Jóns- son sveitarstjóri i Vatnsleysuhreppi einnig tvö atkvæði og Július Jónsson viðskiptafræðingur eitt atkvæði.' Fór þá fram önnur atkvæðagreiðsla þar sem Jón hlaut þrjú atkvæði og Jóhann Gunnar tvö. Fráfarandi sveitarstjóri í Sandgerði er Alfreð Alfreðsson. -ÓG.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.