Dagblaðið - 02.07.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 02.07.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR2. JÚLÍ 1979. 5 Vestmannaey ingar fyrstir „heim”: Hundruð mannaá bryggjunni í Eyjum —þegar fyrstu keppnisbátarnir í Sjóralli 79 komu þangað ígærkvöldognótt Nokkur hundruð manns voru samankomin á bryggjunni í Vest- mannaeyjum þegar þeir félagar Bjarni Sveinsson og Ólafur Skagvík á Ingu 06 renndu sér inn á höfnina. Klukkan var þá tæplega 11 í gær- kvöldi. Fyrsti báturinn í Sjóralli DB og Snarfara var kominn til Eyja. „Mér finnst ég sjá ánægjuna á andlitum fólksins á bryggjunni,” sagði Ólafur Skagvík. „Forystu- báturinn í sjórallinu var frá Vest- mannaeyjum.” „Þetta hefur gengið prýðilega hjá okkur,” sagði félagi Ólafs, Bjarni Sveinsson. „Að vísu vorum við seinir fyrir í Reykjavík vegna einhverra vandræða í vökva- stýri, en af stað komumst við. Þá ruglaðist kompásinn eitthvað og sneri austur í vestur. Þegar því var bjargað var allt í blóma. Sigling út Faxaflóa var auðveld. Nokkur bræla í röstinni, en þegar við vorum komnir út fyrir Reykjanesið, var stefnan tekin beint á Eyjar.” Þeir félagar sögðu að það væri ánægjulegt að taka þátt í svona sjóralli. Áhugi fólksins leyndi sér ekki. Það sýndi mannfjöldinn við brottför frá Reykjavík og við komuna til Vestmannaeyja. Að vísu skyggði nokkuð á hve fáir voru, en úr því verður auðvelt að bæta í næsta sjóralli. „Áhuginn er nægur og að lokum viljum við minna á þátt FR-manna. Þar er allt 100 prósent og ómetanlegt að geta alltaf verið í sambandi við land.” -JH/ÓG Vestmannaeyjum. DB-mynd Ragnar. DB-mynd Árni Páll Signý 03 á hörkulensi meö suðvesturströndinni: Eins og að svffa um loftin blá — og móttökurnar í Eyjumeins og bezt verður a kosið, sögðu Gunnar og Ásgeir við komuna þangað i nott „Það gekk alli stórvel og við vor- um á hörkulensi austur með allri suðurströndinni,” sagði Gunnar Gunnarsson, annar sjórallskappanna á Signýju 08. Hann og félagi hans Ásgeir Ásgeirsson komu til Vest- mannaeyja kl. rétt rúmlega 1 i nótt. „Við getum eiginlega sagt að tveir Vestmannaeyjabátar séu komnir til Eyja að þessu sinni,” sagði Gunnar. Þá er vitnað til sjórallsins í fyrra, þegar Vestmannaeyingar tóku hann og Björn þáverandi félaga hans upp á arma sína, þannig að þeim tókst að halda frá Eyjum á báti sinum, þrátt fyrir slæma vélarbilun og aðra óheppni. Haft var á orði að þeir Gunnar og Björn væru orðnir sér- stakir fulltrúar Vestinannaeyinga í sjórallinu í fyrra. Ásge - Ásgeirsson sagðist helzt vilja li ör þeirra félaga frá Reykja- vík við það sem stundum er sagt, að þeir hefðu svifið um loftin blá. Svo þýður hefði nýi báturinn vetið. „Já,” skaut Gunnar Gunnarsson að. „Þetta var eiginlega fyrsta reynslusigling nýju Signýar og hún tókst í alla staði vel. Við komumst fyrir Reykjanesröstina i mjög góðti og siglingin austur með suðurströnd- inni var enn auðveldari. Svo er það náttúrlega eins og að koma heini til sin, þegar svona vel er tekið á móti manni,” sagði Gunnar. Við vorum ekki að tefja þá félaga á Signýju meira en þörf var á, en eftir að hafa gengið frá bátnum var haldið á veitingahúsið Gestgjafann, en þar býður Páll Lorensson öllum sjóralls- mönnum upp á mat meðan dvalið er í Eyjum. Frá Gestgjafanum var síðan haldið til HB gistingar, þai sem gist- ing var öllum til reiðu. - JH / ÓG Vestmannaeyjum. 'UÍS SHC-5300 Fullkomnasta gerð fráCrown. 1. útvarp með öllum bylgjum. 2. segulband með Dolby. 3. plötuspilari með segulþreifara. 4. magnari 2 x 50 w. 5.2x hátalarar Ver0:Að^,'nasn«l n*:*n.880' Skipholti 19 BÚÐIN 29800

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.