Dagblaðið - 02.07.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 02.07.1979, Blaðsíða 9
 C.ArAV*TTIC 3 CHAHHU WAim TMJtlt Berið saman verd og gæöi ÁSGEIR TÓMASSON talstöðvar a Islandi Til notkunar í báta, bíla og á heimilum. Allir fylgihlutar ávallt fyrir- DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 1979. Bandaríkin: Keppir Alexander Haig aó forsetaframboði ? —eða hyggst hann komast á þing? spyr Time túnaritið Alexander Haig hershöfðingi, fyrr- um yfirmaður starfsliðs Hvíta hússins í forsetatíð Richards Nixons og til skamms tíma yfirmaður herafla Atl- antshafsbandalagsins, virðist stefna á forsetaframboð eða þingframboð á næsta ári. Þetta kemur fram í nýjasta hefti bandaríska fréttatímaritsins Time. Tilgátu sína byggir Time meðal annars á þvi að á næstunni mun Haig hershöfðingi flytja svo mikið af ræð- um og koma svo oft fram í sjónvarpi að hann mun vera fyrir almennings- sjónum mánuðum saman. „Þó að Haig, sem er repúblikani, verjist allra frétta um framtíð sína á stjórnmálasviðinu bendir allt til þess að hann hyggist bjóða sig fram til forsetakjörs eða berjast fyrir því að komast á þing, liklega fyrir heima- fylki sitt, Pennsylvaniu,” segir í tímaritinu. í viðtali við Time ítrekar Alex- ander Haig varnaðarorð sín gegn hernaðaruppbyggingu Sovétríkj- anna, sem hann ræddi oft um á meðan hann var yfirmaður herafla Atlantshafsbandalagsins. „í fimm- tán ár höfum við Bandaríkjamenn sí- fellt verið að dragast aftur úr í víg- búnaðarkapphlaupinu. Hernaðar- máttur Sovétmanna hefur vaxið miskunnarlaust . . .” hefur blaðið eftir hershöfðingjanum. Aafiaffia- STERKIR JARÐSKJÁLFTAR Á KYRRAHAFSSTRÖNDINNI —eignatjón ermikið, óvístum manntjón Time leiðir getum að þvi að Alexander Haig inuni bjóða sig fram í heimafylki sinu, Pennsylvaniu, ef hann hyggist komast á þing. Visir menn innan Repúblik- anaflokksins telja hins vegar að hann eigi litla möguleika þar, þvi að hann hafi verið að heiman svo lengi. ÚTVARPSVIRKJA MEISTARI Unimetric Sandpip- er 2500 VHF bátatal- stöð • 14rásir • 25wött • Innbyggt kallkerfi. • Greinilegt rásaleturborð. • Fjöldi annarra eiginleika. Unimetric Sea Hawk VHF bátatal- stöð • 12 rásir • 25wött • Upplýst rásaleturborð. • Fjöldi annarra eiginleika. Unimetric 1080 • 108rása • 25wött • Tölvulykilborð • Innbyggt kallkerfi • Sérbyggt sfmtœki VHF bátatalstöðvar • Upplýst rásaleturborð • Fjöldi annarra eiginleika Unimetric 960 fiskleitar og dýptarmælir • Hvít lína. • Tvö þrep. • Neista-mæliborð. • Mælidýpt: 960 fet. • Pappírsritun, hæg • Vatnsþéttur. oghröð • Meðöllutil ísetningar. Sérlega hagstætt verð. Heildsala - Smósala TÝSGÖTU1 SlMI - 10450 PÚSTHÚLF - 1071 REYKJAVlK - ICELAND REYNSLAN SANNAR GÆÐIN Frábær reynsla og bandarísk gæðaframleiðsla tryggir góð kaup. Jarðskjalftahrina hefur í gærkvöld og nótt skekið hafnarbæinn Puerto Armuelles á Kyrrahafsströnd Panama og valdið verulegu eignatjóni að sögn útvarpsins þar á staðnum. Alls er talið að um þrjátíu skjálftar hafi dunið yfir með fremur stuttu millibili. — Puerto Armuelles er nálægt landamærum Costa Rica og Panama, um fjögur ‘hundruð kílómetra frá höfuðborg ríkis- ins. Útvarpsfregnirnar sögðu að fyrstu jarðskjálftanna hefði orðið vart um kvöldmatarleytið í gærkvöld að is- lenzkum tíma. Jarðfræðirannsóknar- stöðin í Golden í Colorado í Bandaríkj- unum tilkynnti í nótt að sterkir jarð- skjálftar hefðu mælzt á þessu land- svæði. Sterkustu kippirnir reyndust vera um sex stig á Richtersskala. England: TÁNINGURFÆDDI TVÖBÖRNIÝIEÐ ÁTTAMÁNAÐA MILUBIU Sumir gera allt hvað þeir geta til að komast í metabækur meðan aðrir virðast ekkert þurfa að hafa fyrir því nema slembilukku. Þannig er til dæmis með átján ára gamla Lundúnastúlku, Lindu Chisnall, sem vann nýlega það afrek að eignast tvö börn á innan við átta mánuðum. Linda, sem búsett er í Wimbledon i Suðvestur-London, eignaðist fyrst son með manni sínum. Aðeins 237 dögum seinna skauzt dóttirin Nichola i heiminn grett á brún og brá. Hún fæddist þremur mánuðum fyrir timann. Ef slegið er upp i þcirri margfrægu metabók Guinnes þá kemur í ljós að fyrra metið átti kona nokkur í Nashville i Tennessec i Bandarikjun- um. Hún ól tvö stúlkubörn mcð 261 dags millibili. Erlendar fréttir REUTER

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.