Dagblaðið - 02.07.1979, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 02.07.1979, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 1.979. / .......... 15 N A OLL LEIGUSTARFSEMIAÐ VERA GÓÐGERÐARSTARFSEMI? Jón frá Pálmholti, form. Leigjendasamtakanna, skrifar enn eina langa grein um húsaleigumál í Dbl. 5. júní sl. þar sem hann ber enn fram mikinn fjölda af rangfærslum. Jón segir, að við séum að ræða sitt 'málið hvor. Þetta er rangt. Við erum báðir að ræða um vandamál leigjenda. Ég hef aldrei rætt „vanda þeirra, sem þurfa að fjárfesta” eins og Jón segir, nema til að benda leigjendum á leiðir til að eignast eigið húsnæði, en margir leigjendur kæra sig ekkert um það. Því síður hef ég reiknað út, hvað ég „þurfi að hafa í hagnað”. Þetta er hreinn tilbúningur Jóns, því að hagnaðurinn er enginn. í greinum mínum í Dbl. 5/3, 19/3, og 30/4 reiknaði ég fyrst út hve há leigan þyrfti að vera tU þess að leigusali hefði sama hagnað af leiguíbúð og af spariskírteinum, ef hann ynni hús- stjórnarstörfin kauplaust. Útkoman var miklu hærri leiga, en almennt gerist. Þetta taldi ég vera skýringuna á því hve lítið framboð er á húsnæði, og tel enn. Vandi leigjandans er einmitt sá, að framboð á húsnæði er of lítið, því að fjármagn leitar þangað, sem hagnað eða tekjur er að hafa, þó að þetta sé ekki algild regla. Ég reiknaði líka út leiguna, ef hagnaðurinn var enginn, nema viðurkennd laun fyrir hússtjórn. Sú leiga var nokkru hærri en leiga er almennt nú. Ég hef nýlega talað við ráðamann í húsnæðismálum i Reykjavík, ágætan alþýðuflokks- mann, og hans álit var það, að leiga væri nú almennt lág. Ég leigi mínum leigjendum á leigu, sem er enn lægri. Jón talar samt um „hagnað” minn og að ég „græði” á leigjendum. Jón hefur sagt þetta tvisvar áður. Þetta er nú gömul aðferð nasistanna, að endurtaka lygina nógu oft, svo henni verði kannski trúað. Allir útreikningar mínir byggðust á 40% verðbólgu og 1. júli 1979 sem viðmiðunardag. Ég reiknaði út ca 73 þús. á mánuði fyrir íbúð, sem þá kostar 14 millj. í staðgreiðslu. Einhleypingur þarf ekki svo stóra íbúð. Ef kaup er nú 175.519 á mánuði án yfirvinnu, þá er það 180.785 eftir 3% grunnkaupshækk- unina, sem væntanleg er, og enn hærra, ef vísitölubætur hækka. Þ. 1/7 ’79 er kaup tveggja einstaklinga, án yfirvinnu, 361.570 eða meira. Kr. 73 þús. eru 20,2% af því. Almennt er leiga fyrir svona íbúð varla yfir 65 þús., en það eru tæp 18% af 361.570. Ef maður vill búa einn í íbúð af sömu stærð, verður leigan auðvitað hærri prósenta. Eyðsluseggir? Til lengdar eru gamlar íbúðir ekki jafndýrar og nýjar, af sömu stærð, þótt svo geti verið um stundarsakir. Ef íbúð er nothæf í 200 ár, en ekki lengur, með hæfilegu viðhaldi, getur fyrningin þá ekki talist 1/200 á ári, eða kr. 70.000? Þetta er þó nær réttu lagi, en að telja fyrninguna 1/20 eða 1/5, þ.e. 10 sinnum eða 40 sinnum stærri, eins og talsmaður leigjenda gerir í Dbl. 19. okt. 1978. Skyldi meðalíbúð annars endast lengur en í 200 ár? Jón telur mig fleyta rjómann af samfélagstroginu. Þetta myndi hann ekki segja, ef hann þekkti mína lifnaðarhætti. Ég ólst upp á heiðar- legu sveitarheimili og vandist því að fara vel með peninga. ÆtH eyðslu- seggina sé ekki annars staðar að finna og það oft einmitt meðal vissra leigjenda. Ég veit meira um það heldur en Jón kannski heldur. Ég held, að efnaðir leigjendur séu engin undantekning. Þeir fjárfesta sparifé sitt væntanlega þar sem hagnaður fæst, t.d. í hinum framtals- frjálsu spariskirteinum, en ekki í íbúð, og hafa því um helmingi lægri greiðslubyrði en eigandi skuldlausrar íbúðar, sbr. grein mína í Dbl. 30/4 ’79. Auðvitað vilja þeir ekki kaupa íbúð. Þá misstu þeir hagnaðinn. Svo koma þessir sömu menn og þykjast hafa bág kjör. Þetta er atriði, sem ber að vekja sérstaka athygli á, því að þetta er ein af höfuðorsökunum fyrir húsnæðisskortinum. OlfMPUS fyrsta flokks mvndavél meö ihnbýggðuin Ijósmæli ög 35 mm filmu. Ferðamvndirnar f ár munu ekki bregðast ef fjölskyldan fær sérOlympus. ; OIVMPUS hugi manna. Það er auðveldara fyrir lántakandann að endurgreiða lán í verðbólgu, sem er meiri en lánsvext- imir, heldur en ef vextir væru engir |Og verðbólgan engin. AUt tal um að hafa „efni á” að borga lánskostnað l(vexti) er því bull, ef vextir eru nei- kvæðir (lægri en verðbólgan) og ef jmenn geta á annaö borð endurgreitt 'lánsverðmætið, því að kaup og annað hækkar í takt við verðbólg- una, ef litið er til langs tíma. I Ekki veit ég hvað er óheiðarlegt eða jrangt í minum útreikningum, þó ég þekki ekki þau forréttindalánskjör, sem Jón virðist vita um. Ekki skal standa á mér að leiðrétta villur hjá mér, ef Jón vill bara allranáðugast benda á hverjar villurnar eru. Græddi leigusalinn? Ekki er það óheiðarlegt að reikna skatta leigusalans sem útgjöld, þótt leigjandinn borgi lika skatta. Þessi tvísköttun er vond staðreynd, og er ekki leigusalanum að kenna. Ekki hagnast hann á henni. Leigusalinn getur ekki greitt skatta sina nema að taka peningana einhvers staðar frá, og rekstrarreikningurinn verður að sýna ÖU útgjöld, annars er hann tóm vitleysa. Jón segir, að ég geri ekki ráð fyrir |að leigan hækki og launin einnig. Þetta er alger fjarstæða. Ég gerði einmitt ráð fyrir því, í dæmi mínu. Ég sagði, að leigan væri 780.000 á ári, öU árin, að verðgildi miðað við 1/7 '19. Verðbólgan varáætluð40%. Allar tölur voru miðaðar við verðgUdi 1/7 ’79, nema annað væri tekið fram. Sama gildir um launin. Auðvitað léttist afborgunin en leigan ekki. Það kom líka skýrt fram. Leigan er alltaf 780.000 en afborgun- in minnkar með árunum, er 500.000 árið 1979, 357.143 árið 1980 o.s.frv. ÍTalan 357.143 kom skýrt fram í grein minni. Jón virðist alveg ruglast í þessum tölum og rangfærir þetta allt meira og minna. Til langs tíma litið hækkar leigan væntanlega ekki hraðar en kaupið, þótt þetta fylgist iekki alltaf að, um stundarsakir. Ég get sundurHðað hvernig ég fæ út 1.878.695 og 1.404.860, ef Jón vill. Þetta borgar eigandinn fyrstu tvö árin, en leigjandinn borgar aðeins 780.000 áári.öU árin. Ég talaði aldrei um útborgunina sem arf hjá kaupandanum. Jón talaði um milljónaarfmn minn en ekki kaupandans. En kaupandinn þarf auðvitað að borga útborgunina, hvort sem hún er arfur, uppsafnað aflafé eða lánsfé. Ég get upplýst Jón um það, að ég hef unnið kauplaust, sennilega meira en hann, á Öörum vettvangi. Aldrei hef ég þó heyrt, að ráðnir húsverðir stofnana eða fyrirtækja lifðu á loftinueinu. Jón endurtekur buU sitt um að ég „græði” á leigjendum. Til þess þyrfti leigan að vera hærri en hún er, því að hún er lægri, miðað við húsverð, en sú leiga, sem Jón borgaði sjálfur og jtelur sanngjama, (eftir verðbólguleið réttinguna). Því vil ég spyrja Jón: Græddi leigusali Jóns á honum? Þá má eins segja, að Jón noti sjálfur sína aðstöðu, sem fullhraustur verka- maður, til að „græða” á vinnuveit- anda sínum, rúmar kr. 205 þús. á ;mánuði. Ef Jón réði yfir íbúðum og leigði þær út, þá kæmi áreiðanlega |nýr maður fram á ritvöllinn með dylgjur um, að nú væri Jón sjálfur farinn að „græða” á leigjendum. Af hverju er Jón svona viss um, að hann jtnyndi vinna hússtörfin með ánægju? Hverju þarf ég að breyta hjá mér, nákvæmlega, til þess, að Jón álíti ekki að ég „græði” á leigjend- um? Það Uggur í orðunum, að ég hlunnfari leigjendur, en það vil ég alls ekki gera. Ég verð bæði að krefj- ast og biðja þess, af Jóni, að hann jsvari þessu nákvæmlega. Þeir, sem krefjast tapreksturs hjá |öðrum, hvort sem það er leigustarf- semi eða annað, eru bara að krefjast upptöku á eignum þeirra, bótalaust. Þannig hugsa öfundsjúkir menn, seml sjálfir eyða fé í vitleysu og nenna ekki að bjarga sér sjálfir. Ég tel, að það sé verðbólgan, sem hefur valdið miklu eða mestu um skipulagsleysið og öryggisleysið, sem hér ríkir. Það eru sterk og vond öfl, sem vilja hafa verðbólguna og nei- kvæða vexti, kannski öfl, sem telja |sér hag í sundrungu og óánægju. Við eðlilegt ástand myndi fjármagnið leita þangað, sem jtess er þörf, jafn- vel þótt hagnaður af fjárfestingunni væri sáralítUl. Þá væru alls kyns óeðUlegir hlutir i sambandi við verð- bólguna, úr sögunni, og hagur einstakUnga almennt yrði betri. í gamla daga var greitt í fiskum, ærgildum, kúgildum, jarðarverðum lo.s.frv. Það væri áreiðanlega skárra en að hafa verðbólguna eins og hún er í dag. Ég skora að lokum á Jón að út- skýra nákvæmlega hvaða rangar for- sendur, upplýsingar eða útreikninga ég hef birt, eins og hann segir. Ég skal þá vera fljótur að leiðrétta það, en Jón verður að sýna mér þá kurteisi að benda mér á hvað sé rangt. Það hefur hann ekki gert enn. Ég skal þá „mata” áhöldin að nýju, og fá réttari útkomu. Carl J. Eiríksson, rafmagnsverkfræðingur þar sem staðgreiðsluverð 1/7 ’79, var 14 millj. og algeng leiga áætluð 45 þús. á mán. árið 1978, eða nákvæm- lega sama og Jón borgaði og telur sanngjarna leigu. Sjá grein mína 19/3 ’79. 11 millj. út og 5,5 millj. (til 8 ára á 12% vöxtum) er að staðgreiðslu- virði kr. 13.772.000 í 40% verðbólgu. Þetta eru rétt um 14 millj. þ. 1/7 '19, þar sem ibúðin var seld fyrir skömmu. 45 þús. árið 1978 jafngilda kr. 63 þús. árið 1979 í 40% verð- bólgu. Eftir 3% grunnkaupshækkun og verðbætur 1/7 '19, ætti kaup hjóna þá að vera um 330 þús, ef annað þeirra vinnur hálfan daginn. 63 þús. eru 19,1% af því. Ég tel það mikið ólán Jóns, að þola 7 flutninga á 12 árum og vera lengst 3 ár á sama stað. Svona upp- sagnir eru böl og eru vonandi ekki algengar. Hverjar eru ástæðurnar fyrir þessum uppsögnum? Eftir þvf sem ég hef frétt um kostnað af barnagæslu á einka- heimUum, þá er hann þung byrði fyrir útivinnandi hjón, og ættu Leigjendasamtökin að leita ráða til að bæta þar úr. Einstæðir foreldrar búa væntan- lega í Utlum íbúðum, þar sem leigan er mun lægri en í þeim stærri, en Jón virðist alveg vilja gleyma því. Jón heldur því enn fram, að eig- endur íbúða, sem skulda í þeim, hafi betri kjör en leigjendur. Það eru skrítnar skuldir það. Jafnvel þótt íbúð sé skuldlaus borgar eigandinn 522.100 á ári en leigjandinn 756.000 - ef leigan er 63 þús. á mán. f Mismunurinn, 233.900 er þá allt og sumt, sem eigandinn má greiða í viðbót á ári, til þess að hafa sömu kjör og leigjandinn. Hvers konar lánskjör eru þetta eiginlega? Ef jafn- virði þessarar upphæðar er greitt árlega, tæki það 60áraðborgaraun- virði íbúðarinnar. Slík lánskjör hef ég aldrei heyrt um, og verð því að biðja Jón að koma með nákvæmt dæmi, í smáatriðum. Annars er verðbólgan sá bölvaldur, sem hefur nærri útilokað löng lán. sparnaður á 2 sígarettupökkum á dag í skírteinum, í 20 ár, jafngUdi einni íbúð. Sama gildir um 1 pakka á dag í um 32 ár. , „Eignamenn geta auðvitað fengið lán”, segir Jón. Af hverju fá þeir frekar lán en íbúðarkaupandinn er hefur 16,5 milljóna íbúð að veði? Þetta er auðvitað tómt bull. Lán með neikvæðum vöxtum er að hluta gjöf, sama hvort það er eignamaður eða íbúðarkaupandi , sem fær lánið. i Jón talar um að „hafa efni á” að fjárfesta og að, ,lánin kosti alltaf eitt- hvað”. Tökum dæmi: Maður fær lánaðar 10 millj. í eitt ár. Vextir eru 30% og greiðast eftirá. Verðbólga er 40%. Hver er „fjármagnskostnaður- inn”? Ef Jón heldur að það séu 3 milljónirnar, sem greiddar eru í vexti, þá er það skrítinn „kostnaður”, því að eftir árið endurgreiðir maðurinn 13 milljónir, en þá er raunvirði upp- haflega lánsfjárins orðið 14 milljónir. Maðurinn borgar því ekki nettó 3 milljónir í kostnað, heldur fær hann að gjöf 14—13= 1 milljón. Ef ég borga manni 1.000 króna kostnað og borga með 5.000 króna seðU, og fæ 4.000 krónur til baka, þá lít ég svo á, að ég hafi greitt honum kr. 1.000 í kostnað, en ekki að hann hafi greitt mér 4.000 krónur í kostnað. Hugtakið „fjármagnskostnaður” er frá þeim tíma, þegar verðbólga var litil og kostnaðurinn var raunveru- legur. Þannig brenglar verðbólgan Ég sagði aldrei að bankalán fengjust fyrir aUri útborguninni, eða að þau fengjust yfirleitt. Ég sagði m.a.: „. . . ef hann fær þá nokkurt lán,” til að leggja áherslu á hve erfitt það er að fá lán. Ég sagði, að kaupandinn hefði veð að setja, þótt Jón þættist ekki vitað það. Kaup- andinn hefur íbúðina alla sem veð. Það er svo bankastjórans að ákveða hve mikið hann viU eða getur lánað, en veðið stendur auðvitað fyrir sinu og hækkar í krónutölu, með árunum. Ef löng lán væru fáanleg, og ef Jón hefði sparað nokkuð sæmilega upphæð í spariskírteinum, i nokkur, ár, gæti hann keypt íbúðina. Lán ætti að fást út á t.d. 80% af verðinu með veði í íbúðinni og 20% borguðust út, með sparifénu. En þetta er ekki hægt, nema löng lán fáist. Ég hef áður bent á, að ff aö taka fallegar fjölskyldum inní hcfur fleygt fram og með lítilli eöa stórri Olympus-myndavél er nánast barna- leíkur aö fá allar myndir skýrar og vel heppnaöar. Og .Olympns-myndayélin er ódýrari en þig ' ; grunar. Fvrir aöeins kr. má fá susturstrœU 6 óími 2 •v i V? X* 1 > >> Z yi;vvx\V< Fjármálaráðherra hélt því fram opinberlega s.l. haust, að almenn- ingur hefði yfirleitt góð efni. Sjáum t.d. bilamergðina, sólarlandaferðir, klæðaburð manna aðsókn að vínveit- ingum o.s.frv. Margir búa í óþarflega stórum og dýrum íbúðum, en þykjast samt hafa bág kjör. En þeir, sem raunverulega hafa bág kjör, eiga rétt á félagslegri hjálp. Jón virðist aUtaf gleyma þessu mikUvæga atriði. Sé sú hjálp ekki veitt þeim sem hana þurfa,' án þess að fjölskyldum sé sundrað, þá er hér verðugt umbótaverkefni fyrir Leigjendasamtökin. Það sem Jón segir um dagheimiliö „Steinahlíð”, er ekki rétt. Jón ætti að kynna sér málið betur. Ég hef ekki kynnt mér hagi Jóns, og það er hrein tilviljun, að íbúðin, sem Jón er að flytja úr, virðist eiga svo til nákvæmlega við dæmi mitt, Kjallarinn Carl J. Eiríksson „Ég held, að efnaðir leigjendur séu engin undantekning.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.