Dagblaðið - 02.07.1979, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 02.07.1979, Blaðsíða 20
20 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 1979. Iþróttir Iþróttir D íþróttir Iþróttir Island hlaut enn botnsætið — þrátt fyrir ágætan árangur Islenzka landsliðið hlaut enn botn- sætið i 8-landa keppninni í sundi, sem fram fór að þessu sinni í Belgíu. Þrátt fyrir þennan árangur náðist ágætur áranj>ur i nokkrum greinum og a.m.k. eitt Islandsmct var sett. Brynjólfur Björnsson synti 1500 mctra skriðsund á 17:15,62 mín. en gamla metið var 17:24.5 í fréttaskeytum frá Reuter stendur að ísland hafi orðið I 2. sæti í 4x200 metra skriðsundi karla á 7:53,69 mín en þar sem okkur á DB fannst þetta harla ótrúlegt höfðum við samband við Guðmund Gíslason í gær- kvöldi og var hann sama sinnis og fannst afar hæpið og benti þvi tii staðfestingar á að okkar bezti skriðsúndsmaður nær ekki að brjóta .Stórsigur Oster íToto Sænska meistaraliðið Öster, sem Teitur Þórðarson leikur með, vann stórsigur á tékkneska liðinu kunna, Banik Ostrava, í Basel í Sviss i gær 4-0. Það var í TOTO-keppninni — sumar- bikarkeppni fjölmargra Kvrópuliða, þar sem ísrael er einnig mcð. Úrslit i leikjum i gær urðu þessi. Maccabi Nathanya, ísrael, vann Rapid Vínarborg4-l (1-0). OB, Óðinsvéum, Danmörku og IFK Gautaborg, Sviþjóð, gerðu jafntefli 2-2 (2-1). Karlmar, Svíþjóð, vann Esbjerg, Danmörku, 2-1 (1-1). Öster vann Bánika 4-0, (2-0). Chenois Genf, Sviss, og Slavia, Sofia, Búlgaríu, gerðu jafntefli 2-2 (1- 0). Malmö FF, Svíþjóð, vann St. Gallen, Sviss, 2-1 (2-0). Vejle, Danmörku, tapaði fyrir Royale Antwerpen, Belgíu, 1-2, (0-1). Bohemians Prag, Tékkókslóvakíu, og Zúrich, Sviss, gerðu jafntefli 2-2(1- 1). AGF Árósum, Danmörku, vann Pirin Blagoevgrad, Búlgariu, 2-0 (0-0). Zbrojovka Brno, Tékkóslóvakiu, vann Lask Linz, Austurriki, 3-0 (2-0). Rossi áf ram hjá Vincenza Allar líkur eru á þvi, að Paolo Rossi, miðherji ítalska landsliðsins í knatt- spyrnu, leiki með Lanerossi-Vicenza í 2. dcild á Ítalíu næsta leiktímabil. Rossi skýrði blöðum á Ítalíu frá því á laugardag að ekkert yrði af þvi að hann færi til Napoli. í vikunni keypti hann 25% hlutabréfa í ,,Vice-Sport”, félagi, sem á meirihluta í Vicenze knattspyrnu- félaginu. „Vegna þessara kaupa hef ég nú ekki áhuga lengur á að yfirgcfa Vicenza”, sagði Rossi. Formaður Vicenz.a, Guiseppe Far- ina, sagði fréttamönnum að hvorki Napoli né önnur félög, sem sýnt hefðu áhuga á að fá Rossi í sínar raðir, hefðu viljað greiða viðunandi upphæðir fyrir Rossi. Félagið vildi fá 7 milljónir doll- ara fyrir leikmanninn — eða tvo milljarða og sex hundruð milljónir islenzkra króna.__ Þeirsovézku sterkastir Sovétríkin sigruðu í sex-landa- keppni í handknattleik, sem háð var í Pula í Júgóslaviu í síðustu viku. í úrslitaleiknum sigraði sovézka liðið Júgóslaviu 23-19 (12-11). í keppninni um þriðja sætið gerðu Pólland og Rúmenía jafntefli 26-26 (15-11) — og Austur-Þýzkaland vann Sviþjóð 27-24 (14-14). Lokastaðan í keppninni varð þessi. Sovétríkin 5 4 1 0 127-101 9 Júgóslavia 5 4 0 1 126-115 8 Pólland 5 2 2 1 129-215 6 A-Þýzkaland 5 2 0 3 130-131 4 Rúmenia 5 113 121-128 3 Svíþjóð 5 0 0 5 100-133 0 Pólland var þvi eina landið, sem hélt jöfnu við sovézka liðið i þessari keppni fimm beztu handknattleiksþjóða heims — karlaliða — og Svíþjóðar. tvcggja mínútna múrinn, hvað þá að fjórir geri það eins og hefði orðið að vera i þessu sundi. Liklegt verður því að telja og íslandi og ísrael hafi verið ruglað saman. Norðmenn höfðu mikla yfirburði á mótinu, hlutu 260 stig og voru langt á undan Spánverjum, sem voru í 2. sæti með 185 stig. Skotar urðu þriðju með 169, Belgar einnig 169, Wales 165, ísrael 129, Sviss 126 og ísland rak lestina með aðeins 51 stig. Bjarni Björnsson synti 200 metra skriðsund á 2:01.14, en íslandsmetið er 2:00,83. í 100 metra baksundi synti Hugi Harðarson á 1:06,11 og varð 7. Bjarni varð 5. í 200 metra skrið- sundinu, Ingólfur Gissurarson varð 8. í 200 metra bringusundi á 2:43,19. Brynjólfur Björnsson varð 8. í 100 metra flugsundi á 1:03,69. Hugi rak lestina í 200 metra fjórsundi á 2:23,54. Bjarni synti 100 metra skriðsundið á 57,68 sek. og varð 7. Hugi varð einnig 7. í 200 metra baksundinu á 2:21,60 sek. Hugi varð 7. í 400 metra fjór- sundinu en tími hans var ekki geftnn upp í fréttaskeytum. Sonja Hreiðarsdóttir varð 6. i 400 metra fjórsundi kvenna á 5:39,59. Ólöf Sigurðardóttir varð siðust í 200 m skriðsundinu á 2:23,89 og Þóranna varð einnig síðust i 100 metra baksundinu á 1:14,87. Sonja náði aftur á móti 5. sætinu í 200 metra bringu- sundinu á 2:49,84, sem er mjög góður tími hjá henni. Margrét Sigurðardóttir varð 8. i 100 metra flugsundi á 1:13,96 mín. Sonja rak lestina i 200 metra fjórsundi á 2:41,84 og í 4x 100 metra skriðsundi kvenna varð íslenzka sveitin siðust á 4:23,37. í 4 x 100 metra skriðsundi karla varð Island einnig 8 á 3:49,32, sem er prýði- legur tími og svarar til ca. 57,5 sek. á mann. Ólöf varð síðust í 800 metra skriðsundinu á 10:09.90. Ari Haralds- son varð síðastur i 100 metra bringu- sundi á 1:13,88 og Ingi Þór Jónsson varð síðastur í 200 metra flugsundinu á 2:21,57. Bjarni synti 400 metra skriðsundið á 4:18,84 og varð 7. og Margrét Sigurðardóttir synti 100 metra skriðsundið á 1:05,07 og varð einnig 7. Þóranna Héðinsdóttir varð 7. i 200 nietra baksundi á 2:40,10 og Sonja varð 7. i 100 metra bringusundi á 1:20,10. Anna Gunnarsdóttir rak lestina i 200 metra flugsundinu á 2:48,35 og Ólöf varð síðust i 400 metra skriðsundinu á 4:57,35. Jón Einarsson sést hér skora jöfnunarmark Valsmanna í síöari hálfleiknum. DB-mynd Sv. Þorm. Ingi Bjöm skoraði sitjandi á vellinum —þegar Valur sigraði Þrótt 3—1 í 1. deildinni í gærkvöld íslandsmeistarar Vals hlutu sinn fyrsta sigur i gærkvöld í 1. deild siðan 2. júní eða frá 3. umferð íslandsmóts- ins, þegar þeir unnu öruggan sigur á Þrótti 3-1. Öruggan en ekki sannfær- andi sigur, því Valsliðið náði sér ekki verulcga á strik í leiknum. Þróttur skoraði á undan — staðan 1-0 fyrir Þrótt í hálfleik — cn í síðari hálflcikn- um hrundi lcikur Þróttar-liðsins. Það lék illa og Valsmenn gengu á lagið og sigruðu — það var bókstaflega eins og leikmenn Þróttar tryðu ekki á að þcir ættu sigurmöguleika gegn Valsmönn- um. Framan af var leikurinn mjög daufur og fátt gladdi augað, en svo fékk Ingi Björn Albertsson tvö tækifæri til að ná forustu fyrir Val. Skallaði framhjá marki Þróttar á 16. mín. eftir veltekna hornspyrnu Hálfdánar Örlygssonar. Ingi Björn fékk knöttinn frir fyrir miðju markinu en sneiddi hann fram- hjá stönginni. Tveimur min. síðar opn- aðist vörn Þróttar aftur illa en mark- vörður Þróttar, Egill Steinþórsson, varði skalla Inga Bjarnar af stuttu færi. Knötturinn hrökk til Jóns Einarssonar, sem spyrnti á markið. Varnarmaður bjargaði á marklinu. Á 24. mín. náði Þróttur forustu. Ágúst Hauksson spyrnti á mark Vals nokkru utan vítateigs en í vítateignum kom knötturinn í Sævar Jónsson, mið- vörð Vals, — breytti stefnu svo Sigurður Haraldsson átti ekki mögu- leika að verja. Nokkru síðar voru Vals- menn heppnir, þegar dómarinn, Arn- þór Óskarsson, lokaði augunum fyrir Evrópubikarkeppnin ífrjálsum íþróttum: A-Þjóðverjar tíu stigum f rá hámarksstigatölunni Það verða Austur-Þýzkaland, Frakkland, Vestur-Þýzkaland, Pól- land, Sovétríkin, Bretland og Ítalía ásaml sigurvcgurunum úr B-riðli, sem verður háður I Júgóslavíu síðar í þcss- um mánuði, sem keppa til úrslita í F.vrópubikarkcppninni í frjálsum íþróttum á Ítalíu i ágúst. Undanúrslitin i Evrópubikarnum voru háð um helgina i Genf, Malmö og Líidenscheid og kepptu þar 24 þjóðir. Áður höfðu ísland og Luxemborg' fallið út í forkeppni í Luxemborg, svo þálttökuþjóðir voru alls 26 í Evrópu- bikarkeppninni. Austur-Þjóðverjar unnu mjög frækilegan sigur í sinum riðli í Genf — sigruðu í 14 greinum af 20 og voru aðeins 10 stigum frá há- ntarksstigatölunni. Tvær efstu þjóð- irnar ásamt gestgjöfunum Ítalíu taka þátt í A-keppninni í Torino á Ítalíu 4.-5. ágúst — en tvær næstu þjóðir i hverjum riðli í B-keppninni í Júgó- slaviu. Efsta þjóðin þar kemst i A-riðil- inn. Úrslit í riðlunum um helgina: Genf: 1. A-Þýzkaland 150, 2. Frakk- land 108, 3. Sviss 95, 4. Finnland 94, 5. Júgóslavia 90, 6. Spánn 89, 7. Holland 64 og 8. írland 36. Fyrsti sigur Magna Magni frá Grenivík vann sinn fyrsta sigur í 2. deildinni á laugardaginn er liðið fékk Sandgerðingana úr Reyni i heimsókn. Lokatölur urðu 2-1 fyrir Magna eftir að Reynir hafði leitt i leik- hléi 1-0. Þetta var fyrsti leikurinn á Grcnivík í sumar en fram til þessa hefur völlurinn þarekki verið leikhæfur. Júlíus Jónsson, miðvörður þeirra Suðurnesjamanna, náði forystunni í fyrri hálfleik með góðu marki, en þeir Hringur Hreinsson og Jón Illugason svöruðu fyrir Magna í síðari hálfleikn- um og er lið Reynis ekki svipur hjá sjón miðað við í fyrra. - St.A. Lúdenscheid: 1. V-Þýzkaland 141 stig, 2. Pólland 138, 3. italía 101, 4. Tékkóslóvakía 83, 5. Ungverjaland 87, 6. Grikkland 70, 7. Austurríki 55, 8. Danmörk 34 stig. Malmö: 1. Sovétríkin 139.5, 2. Bret- land 106, 3. Búlgaría 99, 4. Rúmenia 91, 5. Belgía 90.5, 6. Svíþjóð 83, 7. Noregur 69 og 8. Portúgal 41 stig. Árangur Breta er athyglisverður því í lið þeirra vantaði Alan Wells, Steve Ovett, sem var settur í keppnisbann fyrir að taka þátt i móti í Hollandi án leyfis, Daley Thompson og Rose, auk þess, sem þristökkvarinn Moore meiddist í Malmö og gat ekki beitt sér. Varð aðeins ftmmti með 15.85 metra. Sigurvegari í A-riðlinum á Ítalíu tekur þátt i heimsbikarkeppninni i frjálsum iþróttum i Montreal 24.-26. ágúst næstkomandi. Þá voru þrír riðlar í kvennakeppni. Á bls. 19 er greint frá úrslitunum i riðl- inum i Wales, þar sem ísland keppti. í hinum tveimur riðlunum urðu úrslit þessi: Sofia: 1. A-Þýzkaland 109.5, 2. Búlgaria 102.3, Rúmenía 91, 4. Sviss 57.5, 5. Finnland 55, 6. Belgía 54, 7. Noregur 44 og 8. Spánn 27 stig. Sittard, Hollandi: 1. Sovétríkin 115, 2. Pólland 98, 3. Tékkóslóvakía 67, 4. Svíþjóð 66, 5. ítalia 65, 6. Holland 60, 7. írland 42 og 8. Portúgal 26. broti Magna Péturssonar innan vita- teigs á Halldór Arason. Felldi hann — og ekkert dæmt. Þar vildu — og áttu — Þróttarar að fá víti. Lokakafla hálf- leiksins voru Valsmenn meira í sókn — Atli Eðvaldsson aðeins of seinn að komast i opið færi við mark Þróttar en öllu meiri hætta skapaðist þó á loka- minútu hálfleiksins við Valsmarkið. Sverrir Brynjólfsson stangaði hins veg- ar knöttinn yfir markið — einn og frír rétt utan markteigs. Valsmenn gerðu breytingu á liði sínu i síðari hálfleik — Vilhjálmur Kjartans- son kom i stað Magna og Valsliðið sótti talsvert i sig veðrið. Fékk allgóð færi, og á 57. mín. tókst Val að jafna. Atli gaf laglega — með hælnum — á Inga Björn, sem sigraði varnarmann Þróttar i návígi. Lagði svo knöttinn á Jón Einarsson og Jóni tókst að skora i ann- arri ti raun. Þróttur skipti um leik- mann — Þorgeir Þorgeirsson kom i stað Baldurs Hannessonar, en það, sem verra vár fyrir Þrótt, var að miðvörður- inn sterki, Sverrir Einarsson, meiddist, þegar Jón jafnaði. Var utan vallar, þegar leikurinn hófst á ný — Valsmenn brunuðu strax upp. Atli fékk knöttinn óvaldaður innan vitateigs og skoraði. 2-1 og leikmenn Þróttar einum færri. Klaufalegt hjá þjálfara liðsins. Vara- maður kom i stað Sverris eftir markið — og sáralitlu munaði að Valur kæmist í 3-1 örstuttu síðar. Ingi Björn komst innfyrir vörnina eftir langt útspark Sig- urðar markvarðar en spyrnti yfir. Ólafur Danivalsson kom í stað Jóns hjá Valsliðinu — og skömmu síðar skoraði Valur. Það var á 76. mín. Atli gaf fallega fyrir á Inga Björn, sem hitti ekki knött- inn fyrir opnu marki Þróttar og féll í markteiginn. Hins vegar náði Hálfdán knettinum og gaf aftur fyrir. Ingi Björn, sitjandi á vellinum, potaði knettinum í mark. Leikmenn Þróttar töldu hann rangstæðan — en það er vafasamt. Lítið skeði lokakaflann en tveimur mín. fyrir leikslok fór þó Sverrir illa að ráði sínu. Spyrnti yfir Valsmarkið frír á markteig — bezta tækifæri leiksins. Það var ekki margt, sem gladdi aug- að í þessum leik — þó af og til þokka- legir sprettir Valsmanna, þar sem Hörður Hilmarsson og Hálfdán voru beztu menn. Magnús Bergs lék með Val á ný sem vinstri bakvörður og komst vel frá leiknum. Grímur Sæmundsen i keppnisbanni. Þróttar-liðið var nú aðeins skuggi þess liðs, sem sigraði KR á dögunum. Áfall að missa Sverri — en Jóhann Hreiðarsson og Halldór léku vel. • hstm.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.