Dagblaðið - 02.07.1979, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 02.07.1979, Blaðsíða 22
22 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ1979. SKOPTEIKNARAR SAMTIMANS Nr. 8: Claire Bretécher Claire Bretécher er einn þekktasti skopteiknari Frakka í dag, sér- staklega fyrir vinnu sína í „Le Nouvel Obsérvateur” sem er áhrifamikið vikurit þar í landi. Bretécher er kannski kunnust fyrir sögu„hetjur” sínar, „Les Frustrés” eða „hinir frústreruðu” á slæmri íslensku, en það er alls konar miðstéttarfólk, venjulega sæmilega í efnum, en haldið alls konar grillum, kynferðislegum, pólitískum og geðrænum. Bretécher er Staðfastur maður Það kemur fyrir að ég get ekki hugsað mér að lifa lengur í rústum þessa kapítalíska samfélags. Það er andstætt öllu því sem ég trúi á. miskunnarlaus í meðferð sinni á þessu fólki en segist sjálf vera í þeim hópi. Á meðal þess sem hún beinir skeytum sínum að er karlremba af ýmsu tagi, menntahroki, móðursýki, vanhugsuð kvennabarátta, öryggisleysi karla, o. fl. o. fl. Bretécher hefur verið kölluð allt í senn: óskammfeilin, bölsýn og pólitísk, en þeir sem þekkja hana segja hana vera kvenréttindakonu með kímnigáfu. Sjálf segir hún: „Það er spennandi að reyna að gera grein fyrir eigín kynslóð, meðan hún er í fullu fjöri.” Ég tek ekki í mál að drekka þetta kaffi vegna jmperíalisma Bandaríkjanna í Brasilíu.... Ég vil alls ekki vera í ullarfötum vegna takmarkana Ástralíu á innflutningi hörundsdökkra manna.... í bómullarfötum vil ég ekki vera heldur, því á suðurhveli jarðar er verkafólki ekki leyft að ganga í stéttarfélög... Italska leðurskó vil ég ekki sjá meðan duglausir kristilegir demókratar eru við völd... Og alls engin gerviefni — ég ætla ekki að styðja við bakið á alþjóðlegum olíuhringjum.... Svona. Þetta er alveg rétt hjá þér Diddi... ef allir gerðu slíkt hið sama, þá \ mundi margt breytast. Viltu viskíglas? Með ís? Láttu þér ekki verða kalt... Þetta viskí er framleitt af sama fyrirtæki og studdi j\ixon dyggilegast í kosningunum. En þegar maður hefur náð vissum aldri, þá er 'nær ómögulegt að vera byltingarmaður lengur en tvær mínútur...

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.