Dagblaðið - 02.07.1979, Blaðsíða 33

Dagblaðið - 02.07.1979, Blaðsíða 33
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. JÚLÍ 1979. .33 TORFÆRUTRÖUJÐ UNDIR- BÚIÐ FYRIR SANDSPYRNUNA Sólargeislarnir brjótast í gegnum óhreinar rúðurnar og mynda ljósrák í rykugu loftinu þar sem þeir falla skáhallt á gólfið. Reyndar falla þeir ekki á gólfið sjálft því að ofan á því er þykkt lag af óhreinindum, gamalli olíu, gírfeiti, mold, sandi, sagi og koppafeiti. Úti fyrir dyrum er heitt og bjart, miðsumarsólin keppist við að verma allt og græða, en inni í bárujárnsklædda skúmum svalt og rokkið. Á gólfinu, meðfram einum veggnum liggur ýmislegt dót, og má í hrúgunni sjá gamlar vélar, brotna öxla, útslitnar kúplingar, tannhjól, gírkassa og óhreina blöndunga. Á veggnum gegnt dyrunum hanga ýmsir hlutir og eru þeir ýmist gaurdrullugir eða stífpússaðir. í einu horninu er dekkjastafli sem nær upp undir rjáfur og það sem vekur athygli gesta er að þau em öll mun breiðari en eðiilegt má teljast að dekk séu.j Skilveggur skiptir skúrnum að hluta í tvennt og öðrum megin við hann standa nokkrar bílvélar. Eru þær greinilega í mismunandi ástandi. Sumar eru nýmálaðar og glansa eins og nýsleginn túskildingur, en aðrar eru ómálaðar, óhreinar og vantar allt innani þær. Á miðju gólfi skúrsins stendur svartur jeppi, sýnist hann breiðari en flestir aðrir jeppar, samanrekinn og kraftalegur. Minnir hann mest á reistan og tryllingslega fjörugan graðhest. Daginn áður hafði jeppinn staðið í öðru húsi og var það öllu há- timbraðra. Var jeppinn fulltrúi Kvartmíluklúbbsins á bílasýningu Fornbílaklúbbsins í Laugardals- höllinni. Við jeppann stendur ungur maður, lágvaxinn, þrekinn og nokkuð búlduleitur. Er hann klæddur bláum gallabuxum, gráum vinnuslopp, en undir honum er þykk ullarpeysa. Viö hlið hans er ungUngspiItur og er hann keimlíkur manninum hvað varðar líkams- byggingu, andlitsfall og limaburð. Pilturinn er eins klæddur og báðir eru þeir lagsmenn óhreinir. Eru þeir að rífa jeppann í sundur. Greinilegt er að þeir eru verkinu vanir svo og því að vinna saman, þvi starftí gengur hratt ogvel án óþarfa orða eða mála- lenginga. Að öllu jöfnu er rekið verkstæði í skúr þessum. Verkstæði sem sérhæfir sig í viðgerðum á mótorhjólum og endurbyggingu bílvéla. En núna er verkstæðið lokað, því eigandi þess, Von bráðar dinglar vélin i loftinu og bræðurnir ráðast þegar á hana og byrja að skrúfa hana i sundur. Þeir eru greinilega vanir verkinu þvf það gengur fljótt og vel án óþarfa orða og mála- lenginga. Og ekki liður löng stund þar til búið er að losa hverja eina einustu skrúfu I vélinni. Jón, bróðir Benedikts, er einungis 14 ára gamail en hefur nú þegar aðstoðað bróður sinn i nokkur ár. Eftirfarandi at- vik lýsir vel samstarfi bræðranna: Bene- dikt keppti i kvartmilukeppninni, og er það svo sem ekki i frásögur færandi, en þegar hann kom á enda brautarinnar i einni spyrnunni stökk hann út úr jeppan- um og opnaði vélarhlifina. Þá varð einum kunningja hans að orði; „Jæja, þá hleypir hann stráknum út,” og gaf með þvi f skyn að Jón hefði verið i vélar- salnum að stilla vélina meðan Benedikt spyrnti. A sfðasta ári og þessu hefur Benedikt tekið átta sinnum þátt f torfæru- og spyrnukeppni. Hann hefur unnið sex sinnum og er það vafalaust þvi að þakka hversu mikla áherzlu hann leggur á að byggja vélarnar upp fyrir hverja keppni fyrir sig. Hér er hann að byrja að rifa 455 Pontiac-vélina upp úr jeppanum og hyggst hann setja f hana nokkra góða og vel valda hluti sem munu reynast vel i sandspyrnukeppninni. Benedikt Eyjólfsson, er að búa jeppann sinn undir sand- spyrnukeppni. Nýtur hann aðstoðar Jóns, bróður síns, við verkið og ætla jæir að skipta um ýmsa viðkvæma vélarhluti og gera við það sem laskazt hefur í síðustu keppnum. Síðastliðið sumar tók Benedikt þátt í sex tor- færu- og spyrnukeppnum en af þeim vann hann fimm. Það sem af er jtessu sumri hefur hann tekið þátt í tveimur. keppnum og unnið aðra þeirra. Ætlar hann sér nú að bæta við öðrum sigrinum á þessu árí og vinna sand- spyrnukeppni Kvartmíluklúbbsins sem fram fer á söndunum við Hraun í ölfusi sunnudaginn 1. júlí. Jóhann Kristjánsson. Ef þú vissir það ekki þá veiztu þaö núna að við höfum 58 uppstillt hjónarúm í verzlun okkar. Komduog skoðaðu þau Bíldshöfða 20 - Sv81410 - 81199 Sýningahöllin - Ártúnshöfða

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.