Dagblaðið - 02.07.1979, Blaðsíða 36

Dagblaðið - 02.07.1979, Blaðsíða 36
Utanríkismálanef nd á fundi um f lóttaf ólkið: „EIGUM SKILYRDISLAUSTAÐ TAKA VIÐ ÞESSU FÓLKI” „Mér þætti furðulegt, ef utanríkis- málanefnd færi að skiptast eitthvað í þessu máli. Við eigum skilyrðislaust að taka við þessu fólki,” sagði Árni Gunnarsson alþingismaður (A), einn nefndarmanna í utanríkismálanefnd. i viðtali við DB í morgun. Nefndin kom saman til fundar klukkan níu i morgun til að fjalla um þá beiðni, að íslendingar tækju við 50 flóttamönnum frá Víetnam. ,,Ég var í Vietnam um mánaðar- skeið og þekki þetta fólk af ágætri reynslu,” sagði Árni Gunnarsson. „Einkum er fólk af kínverska stofn- inum annálað fyrir dugnað.” í utanríkismálanefnd eiga sæti: Einar Ágústsson (F) formaður, Ragnhildur Helgadóttir (S), Friðjón Þórðarson (S), Gils Guðmundsson (AB), Jónas Árnason (AB), Árni Gunnarsson (A) og Vilmundur Gylfason (A). - HH frjálst, úháð dagblað MÁNUDAGUR 2, JÚLÍ1979, Nýjar reglur varnarmáladeildar: Ótakmörkuð útivist varnar- liðsmanna — Til reynslu ífjóra mánuði Nýjar reglur hafa tekið gildi um ferðir varnarliðsmanna utan vallar- svæðisins í Keflavík. Eiga þær að gilda til reynslu frá 21. júní til 21. október. Samkvæmt hinum nýju reglum setja íslenzk yfirvöld engar takmarkanir á útivist varnarliðsmanna, en áður var þeim óheimilt að vera utan vallar- svæðisins eftir klukkan hálftólf á kvöldin. „Það er fyrst og fremst mann- réttindamál að þeir séu ekki lokaðir inni,” sagði Helgi Ágústsson, í varnar- máladeild utanríkisráðuneytisins, í samtali við DB i morgun. „Það hefur ekki verið neitt vandamál í sambandi við útivist þeirra,” bætti hann við. DB er kunnugt um að varnarliðs- menn fjölmenntu á skemmtistaði i Reykjavík um helgina, einkum Holly- wood, Klúbbinn og Óðal. Ekki mun hafa komið til teljandi vandræða, en þó varð herlögregla að fjarlægja varnarliðsmann úr Hollywood á laugardagskvöld. íslenzka sveit- in byrjaði vel á EM íbridge — Hlaut öll stigin gegn Portúgal íslenzka sveitin byrjaði vel á 34. Evrópumótinu i bridge, sem hófst í Lausanne í Sviss í gær — sigraði Portú- gal 20-0 í fyrstu umferðinni. í sveit íslands spila Ásmundur Pálsson, Guð- laugur Jóhannsson, Hjalti Elíasson, Jón Ásbjörnsson, Símon Símonarson og Örn Arnþórsson. Evrópumeistarar Svía töpuðu í umferðinni 12-8 fyrir Sviss. Þá kom heldur á óvart, að Frakkland vann Bretland 20-0. Úrslit i öðrum leikjum: Ítalía — V-Þýzkaland 18-2 Holland — ísrael 17-3 írland — Spánn 20-0 Júgóslavía — Tyrkland 13-7 Austurriki — Finnland 19-1 Noregur—Belgía 20-0 Pólland — Ungverjaland 17 3 Danmörk sat yfir, þar sem sveit Grikklands mætti ekki til leiks. Skautsigífótinn Það slys varð i Hafnarfirði aðfara- nótt laugardags, að ungur piltur fékk skot úr haglabyssu i fótinn. Hafði hann verið að fikta við byssuna i heimahúsi þegar skot hljóp úr henni og i fótinn á honum. Að sögn rannsóknar- lögreglunnar í morgun var ekki nánar vitað um tildrög slyssins. -GAJ- Slösuðust íbflveltu Aðfaranótt'laugardags fór bill út af Álftanesveginum á móts við Hraun. Var bifreiðin á hvolfi þeg- ar að var komið og lá þvert yfir gjótu. Að sögn Rannsóknar- lögreglu rikisins voru fimm manns i bíln.m og slösuðust mikið, meðal annars höfuðkúpu- brolnaði einn farþeganna. Ekki var þó neinn talinn í lífshættu. Að sögn lögreglunnar var mesta mildi að ekki fór verr. Bifreiðin hafði stöðvast á girðingu sem kom i veg fyrir að hún lenti ofan i gjótunni. Grunur leikur á að um ölvun hafi verið að ræða. -GAJ- Bragi Henningsson á einhjólungi sínum. Bragi varð í þriðja sæti en sigurvegari kvöldsins varð Grétar Hjaltason eftirherma. DB-mynd Árni Páll. Hæfileika- keppni DB: Grínistinn f rá Selfossi sigraði Þótt Bragi Henningsson út Garðabæ hjólaði afar fimlega á einhjólungi sin- um á sviðinu á Hótel Sögu í gærkvöldi nægði það honum ékki til sigurs í hæfi- leikakeppni Dagblaðsins og hljómsveit- ar Birgis Gunnlaugssonar. Bragi fékk 55 atkvæði á meðan sigurvegari þessa hluta keppninnar fékk 75 atkvæði. Sá var Grétar Hjaltason frá Selfossi sem hermdi eftir Óla Jó og öðrum þjóð- kunnum hetjum. Á milli þeirra Grétars og Braga kom svo Geir Björnsson frá Hornafirði sem söng við eigin gítarleik. Fékk Geir 66 atkvæði. Fullt hús var á Sögu og fengu skemmtikraftar góðar undirtektir áhorfenda. Næsti hluti hæfileika- keppninnar verður á sunnudaginn kemur. - DS Málgagn norsku ríkisstjórnarinnar: „ÁGREININGUR í ís- LENZKU STJÓRNINNP —Norðmenn hlupust á brott, segir Ólafur Ragnar Grímsson Talsvert er skrifað í norsku blöðin í morgun um samningaviðræður Norðmanna og islendinga um Jan Mayen-svæðið. Arbeiderbladet, mál- gagn ríkisstjórnarinnar, heldur því til dæmis fram að innan islenzku stjórn- arinnar sé að finna „öfl sem vilja ganga að tillögum Norðmanna, en Alþýðubandalagið og Sjómannasam- band íslands séu hins vegar algjör- lega andvig norsku lausninni”. Ólafur Ragnar Grimsson, sem sat í íslenzku viðræðunefndinni, sagði við DB í morgun að fróðlegt væri að heyra hvernig málgagn Frydenlunds utanrikisráðherra túlkaði atburði viðræðnanna. — Ég get verið ánægð- ur með að þetta sýnir að við fulltrúar íslands höfum verið fastir fyrir í við- ræðunum. Og i islenzku sendinefnd- inni var algjör samstaða um tillögur og afstöðu. Hins vegar er skiljanlegt að Arbeiderbladet búi til skröksögur, þvi viðræðurnar snerust i höndum Frydenlunds og þegar það rann upp fyrir Norðmönnum, drógu þeir skyndilega til baka tillögur sem þeir áður höfðu staðið að. Algjör upp- lausn virtist koma i hópinn hjá þeim og eftir klukkustund voru þeir allt í einu komnir inn á gólf hjá okkur islendingum til að kasta á okkur kveðju. í raun og veru hlupust þeir á brott, án þess að viðræðunum hafi verið slitið á formlegan hátt. Ég tel að við séum neyddir til að segja hvað raunverulega gerðist, fyrst Norð- menn eru komnir á stað með fra sagnii aborð viðskrif Arbeiderbla Jet Frydenlund þreyttur og fámáll Frydenlund utanríkisráðherra kom fram í norska sjónvarpinu í gær- kvöldi og sýndi þreytumerki, að sögn Erlends S. Baldurssonar í Osló. Frydenlund sagði að umræðurnar við Íslendinga hefðu verið mjög harðar, en taldi að samningar um það hvenær loðnuveiðar skuli byrja V sumar og hve stór kvólinn skuli vera hafi verið í sjónmáli. Hins vegar hafi verið ágreiningur um hafréttarmál. En ráð- herrann vildi ekkert segja um það í hverju ágreiningurinn hafi verið fólg- inn. Hafréttarfræðingar í Noregi hafa þó marglýst yfir, að lagalegur réttur sé fyrir 200 milna norskri lög- sögu við Jan Mayen. - ARH

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.