Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR9. JÚLÍ 1979. 5 Fyrsta ökuleikniskeppni BFÖ ogDB: — EINN19 ARA FOR LETT MEÐ ÞRAUT1RNAR mSnium gekk misjafnlega Árni ÓIi Friðriksson, 19 ára gamall ökumaður á Escort-bíl árgerð 1974, varð sigurvegari í fyrstu ökuleikniskeppninni 1979 sem haldin er á vegum Bindindisfélags öku- manna og Dagblaðsins. Keppnin fór fram í Kópavogi á laugardag og skráðu 13 ökumenn sig til keppninnar, sem tókst vel. Er þessi keppni hin fyrsta af liklega 15 ökuleikiskeppnum sem BFÖ og DB munu standa að víðsvegar um landið í júlí og ágúst. Hámark þessara ökuleiknis- keppna verður úrslitamót í Reykjavík í september og vikuferð tveggja þeirra leiknustu til London í haust og þátttaka þeirra í alþjóðlegri keppni í ökuleikni. Árni Óli sem sigraði í 1. keppninni í Kópavogi á laugardag fékk 157 mínusstig í keppninni. Keppnin er í því fólgin að fyrst svara keppendur tíu spurningum um umferðarmál og atriði sem allir ökumenn ættu að víta. Síðan eiga þeir í striklotu að leysa ellefu ökuleiknisþrautir af hendi á ákveðnum tíma og reiknast þeim mínusstig ef eitthvað mistekst. Allar miðast þrautirnar að ná- kvæmnisakstri á plönkum, milli stanga og fleira og hefur víst ennþá Onnur þraut er 1 þvf fólgin að aka afturábak og áfram gegnum imynduð brúar- handrið. Hér er einn að reyna. engum tekizt að leysa þær allar án mínusstiga. Samanlagður fjöldi minusstiga ræður úrslitum og sá sigrar sem fæst hefur. í öðru sæti á laugardag varð Guðmundur Kristjánsson, 32 ára á Toyotu árg. 1971. Hann hlaut 184 mínusstig. í 3. sæti varð Friðrik Friðriksson, 23 ára, á Austin Mini frá 1977. Hann fékk 213 mínusstig. Allir eru þessir þrir á Reykjavíkurbílum en Kópa- vogsmaður varð í 4. sæti. Þeir Árni Óli og Friðrik hafa unnið sér rétt— í úrslitakeppninni í Reykjavik í haust — og kannski hlotnast þeim Lundúnaferðin. Mönnum gekk misjafnlega i spurningunum á laugardaginn. Bezti árangur varð 8 rétt svör af 10. Lakasti árangur var 4 rétt af 10, sem telja verður slakt. Bezti tíminn í þrautunum ellefu var 83 sekúndur en lakasti tíminn 209 sekúndur. í þrautunum gerðu þátt- takendur þetta frá 5 villum upp i 14, og fengu 10 mínusstig fyrir hverja. Sem fyrr segir varð árangur fyrs'tu þriggja manna 157 minusstig, 184 mínusstig og 213 mínusstig. Sá, sem síðastur varð fékk 349 mínusstig. Hann ><ar á stórum amerískum bíl óhagstæðum til leikniskeppni. Um næstu helgi verður ökuleikniskeppni BFÖ og DB á Blönduósi á föstudag, Akureyri á laugardag og á Húsavík á sunnu- daginn. Menn þurfa að láta skrá sig í sima 83533 sem fyrst. -ASt. L 1 AMm Ein af ökuleiknisþrautunum felst í því að aka rakleitt að stöng og stöðva snöggt eins skammt frá henni og kostur er. Hér er sigurvcgarinn, Árni Öla Friðriksson, rétt við stöngina. DB-mynd Svcinn Þorm. VEfÐIVON Gunnar Bender skrifar r SVFR TEKUR VH) SER Svo virðist sem Stangveiðifélag Reykjavíkur hafi heldur betur tekið við sér. Hefur félagið fengið veiði- leyfi i þremur ám fyrir félagsmenn sina. Álftá á Mýrum, Ártúnsá á Kjalarnesi, og veiðirétt í Ás- garðslandi í Sogi. Virðist sem félagið ætli heldur betur að halda upp á 40 ára afmælið. Veiðin i Álftá var 386 laxar á síðasta ári, sem verður að teljast ágætt. Ártúnsá er svo til ný veiðiá. Eitthvað veiddist i ánni á Enginnfiskur Eftir mjög áreiðanlegum heimild- um hefur lítið komið upp úr Stói u Laxá í Hreppum það sem af er veiði- tímabilinu. Örfáir fiskar. Síðasta ár var algjört metár í ánni, 550 laxar síðasta ári en það hefur verið gefið upp. Það sem helzt virðist hrjá ána er það að hún er of köld. Og þess vegna gengur laxinn ekki fyrr en seint og um síðir, enda hefst ekki veiðin fyrr en seint í ágúst. Ásgarðslandið í Sogi er án efa mjög gott veiðisvæði en ekki veit ég um veiðitölur þaðan á síðasta ári. Heildarveiðin í Soginu var 620 laxar, meðalþyngdin var 7,6 pund. Það má búast við að einhver veiði vel á þessu svæði í sumar, enda nógur fiskur í Soginu. fengust. Fyrri árin veiddust rétt um 300 laxar. Nú er aðeins spurningin: Var árin ofveidd á síðasta ári. Getur það verið að hún hafi ekki þolað þessa ofsaveiði? Ingi murari mokar honum upp Eftir þvi sem menn segja, sem skroppið hafa í Þingvallavatn nú í sumar, hefur veiðin verið mjög lítil. Eru það fyrst og fremst kuldarnir i vor sem setja strik í reikninginn. Murtan hefur aðeins látið á sér kræla en bleikjan er treg. Vonandi fer nú að rætast úr von bráðar. Upp á síðkastið hefur heyrzt að mjög góð veiði hafi verið í Elliðavatni og menn oft veitt í soðið. Einn er sá maður sem alltaf veiðir í vatninu. Þetta er Ingi múrari sem veiðir alltaf þó enginn annar fái fisk. Hann veiðir eingöngu á flugu. Oft má sjá hann hlaðinn fiski sem hann hefurveitt á stuttum tíma. Kikt eftir fiski í Leirvogsá. DB-mynd: Gunnar Bender. Rétt spor í rétta átt... ... sporin r I Torgið Austurstrœti Snið 720 Ljósir Nr. 36-40 Kr. 18.400.- Snið 713 Brúnir Nr. 36-40 Kr. 18.400.- Snið227 Rauðbrúnir Nr. 36-41 Kr. 16.900.- Snið 312 Ljósdrappir Nr. 3ff—41 K>. 16.900,- Snið308 DrappHtaðir Nr. 36-41 Kr. 16.900.- Austurstræti simi: 27211 Snið 230 Drappiitaðir Nr. 36-41 Kr. 16.900.- Snið411 Drapplitaðir Nr. 36-41 Kr. 17.200,- SKÓR VIÐ ÖLL TÆKIFÆRI ÁALLAN ALDUR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.