Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 1979. Sjóralli 79 lauk ígærkvöld: „Hundruð manna öðluðust dým Sjóralli ’79 lauk laust fyrir klukkan sjö í gærkvöld, er sigurbáturinn Inga 06 lagðist að bryggju í Reykjavík. Tals- verður mannfjöldi var kominn niður að höfn til að fagna sigurvegurunum — þeim einu sem sigldu allan hringinn i kringum landið. Einn keppnisbátanna, Lára, sigldi til móts við Ingu og fylgdi henni inn Faxaflóann. — Lára varð sem kunnugt er að hætta keppni í Vest- mannaeyjum vegna bilana í skrúfu og of mikillar bensíneyðslu. Þriðji báturinn sem hóf keppni fyrir rúmri viku, Signý 08, er enn á Akur- eyri. Er báturinn lagði af stað þaðan á föstudaginn kom í ljós að gúmmífóðr- ing í skrúfu bátsins hafði bilað. Hægt var að gera við bilunina, en þegar þeir Gunnar Gunnarsson og Ásgeir Ásgeirs- son ætluðu að leggja í’ann á nýjan leik var veður tekið að versna. Þeir ákváðu því að hætta keppni, þar eð þeir töldu sigurmöguleika sína litla. Þeir Ásgeir og Gunnar sendu áhöfn Ingu, Ólafi Skagvík og Bjarna Sveins- syni, heillaóskaskeyti skömmu áður en' þeir komu í höfn í Reykjavik. Þar sögðust þeir koma til Reykjavíkur i dag. Bátur þeirra verður sennilega fluttur landleiðina til Reykjavíkur. Sjórall Dagblaðsins og Snarfara er einhver erfiðasta sportbátasigling í heimi, að því er kom fram í stuttri tölu Ómars Valdimarssonar fréttastjóra Dagblaðsins, er hann flutti við komu sigurvegaranna til Reykjavíkur. Alls stóð keppnin yfir i rúma viku. Hún hófst á Rauðarárvíkinni um tvöleytið á sunnudaginn fyrir viku. — Keppnin i heild var álika erfið og í fyrra. Versti kaflinn að þessu sinni var sjóleiðin milli Vestmannaeyja og Hornafjarðar. Sá áfanginn sem þyngstur var í fyrra reyndist hins vegar sá léttasti i ár. Það var sjóleiðin milli Akureyrar og Ólafs- víkur. Um sjórallið í heild og framkvæmd þess sagði Ómai Valdimarsson meðal annar . „Mér dettur ekki i hug að tala um þetta sjórall sem mikið lukkufyrirtæki. Of margir heltust úr lestinni — raunar allir nema einn. Ég held þó að ég geti talað fyrir munn allra sem að þessu stóðu þegar ég segi að við séum samt býsna ánægðir. í gegnum Sjórall ’79 hafa margir menn — líklega skipta þeir hundruðum um gjörvallt fsland — öðlazt dýrmæta reynslu, sem á eftir að koma sér vel i sjóröllum framtíðarinnar.” imrnSP-- iá Þá þakkaði Ómar sérstaklega öllum þeim fjölda í Félagi farstöðvaeigenda, sem lagði nótt við dag við að fylgjast með keppnisbátunum. Þá gat hann þess að á undirbúningsfundi daginn fyrir keppnina hafi Bjarni Björgvins- son kapteinn á Láru komizt svo að orði að jregar menn væru komnir á stað, þá væri það sjómennskan sem gilti. „Það var ekki sjómennskan sem stöðvaði þau Bjarna og Láru,” sagði Ómar, ,,en það hefur örugglega verið sjómennska sem olli því að kapparnir á Ingu sigruðu glæsilega.” -ÁT Fjölmenni var vid gömlu Loftsbryggjuna I Reykjavík l gær, þegar rallbátarnir lögðust að. Var þar mikið um dýrðir og allir kátir, eins og glöggt má sjá á andlitum þeirra sem viðstaddir voru. DB-mynd Árni Páll Tapparnir flugu úr kampavinsflöskunum þegar Inga 06 var lögzt að bryggju i Reykja- vik. Hér lætur Ásgeir H. Eiriksson, i keppnisstjórn frá DB, vaða úr einni yfir Ólaf Skagvik. DB-mynd Hörður Lára Magnúsdóttir við komuna til Reykjavfkur frá Vestmannaeyjum i gærkvöld. Þau Bjarni Björgvinsson sigldu út á móti Ingu i uæt og voru samferða til hafnar. DB-mynd Jóh. Reykdal Lowrance dýptarmœlir, gerð LFG 460M er í SIGNÝJU, sjórallsbát nr. 08, báti Gunnars og Ásgeirs. LOWRANCE LFG 460M hefur 100 W sendiorku á 192 KHz og sýnir allt að 460 metra dýpi við góð skilyrði og með 1 % nákvæmni. LOWRANCE LFG 460M er með stillanlegri hljóðviðvörun á sviðinu 1,5-120 m. LOWRANCE dýptarmælar eru einu mælamir á markaðinum sem vinna með öryggi upp í 60 hnúta hraða. LOWRANCE er merki sem hægt er að treysta, enda fyrsta flokks amerísk gæðavara. Margar gerðir fyrirliggjandi. Viðgerðaþjónusta og varahlutir. ÓQ7"CO BÁTA- OG VÉLAVERZLUN, LYNGÁSI 6, A GARÐABÆ, 52277 Einn af þeim öruggustu PIONER plastbáturinn er eins og kjörinn fyrir íslenzkar aðstæður. Hann sekkur ekki, er mjög léttur í meðförum bæði á floti og á þurru, er ótrúleea harðgerður ógætilega sé með hann farið. PIONER báturinn er framleiddur í 8’, 10’, 12’, og 13’, auk kajaka og kanóa á mjög hagstæðu hagstæðu verði. Ný sending væntanleg. SKRISTJÁNÓ. SKAGKJOF ■ Hólmsgötu 4.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.