Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 22
22 Létt göngutjöld 2ja, 3ja og 4ra manna frá Rat 127 árg. 1977 til sölu. Bíll í góðu standi. Verð 2 til 2,l milljón. Upplýsingar í síma 33669. Staða tryggingalæknis Hjá Tryggingastofnun ríkisins er laus hálf staða tryggingalæknis. Laun samkvæmt samningi fjármálaráðherra og Læknafélags íslands. Umsóknir sendist Tryggingastofnun ríkisins, Laugavegi 114, Reykjavík, eigi síðar en 5. ágúst 1979. _ . . . .... Tryggingastofnun rikisins. Verðkönnun Stjórn Verkamannabústaða í Reykjavík óskar eftir upplýsingum um verð á gólfefnum vegna. bygginga 216 íbúða í Hólahverfi. Nánari upplýsinga má vitja á skrifstofu Verkamannabústaða, Mávahlíð4 Reykjavík. Upplýsingum skal skilað á sama stað fyrir 24. júlí næstkomandi. Vöru-og brauðpeningar- Vömávísanir Peningaseðlar og mynt Gömul umslög og póstkort Allt fyrir saf narann Hjá Magna Sím^30lí5 ÚTBOÐ Tilboð óskast í lagningu stofnæðar Hita- veitu Sauðárkróks. Um er að ræða asbestlögn og einangr- aðar stálpípulagnir. Tilboð verða opnuð á bæjarskrifstofun- um Sauðárkróki og verkfræðistofu Benedikts Bogasonar, Borgartúni 23 Reykjavík, þriðjudaginn 17. júlí 1979 kl. 13.15. Útboðsgögn verða afhent á sömu stöðum gegn 20.000 kr. skilatryggingu frá og með mánudeginum 9. júlí. FRÍMERKI DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ 1979. Gizkað er á að rösklega fjörliu þúsund nothæf reiðhjól séu til hér á landi. Flest munu þau í eigu barna og unglinga og eru notuð sem leiktæki. Það færist hins vegar æ meir í vöxl að fullorðið fólk kaupi sér hjól og noti það sem samgöngutæki í stað bifreiða. Löngu er vitaðað hjólreiðar eru holl íþrótt og nú í orkukreppunni hefur mönnum orðið Ijóst að unnt er að slá tvær flugur í einu höggi: efla likamshreysti og spara verulega fjár- muni. Nýliðar á reiðhjólum uppgötva fljótlega að aðbúnaður hjólreiða- manna í umferðinni er ekki eins og bezt væri á kosið. Þeir eru minni- hlutahópur sem fremur litið tillit virðist vera tekið til. Guðmundur Þorsteinsson og Óli H. Þórðarson hjá umferðarráði. DB-mynd Bjarnleifur rými á götunni og heldur bifreiðum fjær en ella. Stangir af þessu tagi hafa verið fluttar inn með DBS-reiðhjólum, og stundum fengizt i Fálkanum. Guð- mundur og Óli hafa hvatt innflytj- endur til að koma slíkum stöngum meira á markað hér, en talað fyrir frekar daufum eyrum, mætti verða bót á því. Viðvörunarstangir Hjólreiðamenn kvarta oft yfir því. að þröngt sé um þá á fjölförnum ak- brautum og að bilstjórar þröngvi þeim hreinlega út af vegum. Eitt svar við þvi er reiðhjólastöng með veifu, sem er mjög algeng á Norðurlöndum. Stöng þessi er fest á bögglaberann, Hjólreiðar njóta siaukinna vinsælda. Fyrir nokkru stofnuðu hjólreiðamenn með eins og sýnt er á meðfylgjandi mynd, sér lausleg samtök og fjölmenntu þá I hópreið um Reykjavík. og gefur hún hjólreiðamanni meira DB-mynd Hörður Viðgerðaþjónusta Ekki mengar hjólhestur, segir þar. DB-mynd Hörður Ef hjólreiðar eiga eftir að aukast verulega hér á landi er brýnt, að við- gerðaþjónusta verði stórbætt. Guð- mundur og Óli sögðu að þessi þjón- usta væri heldur slök bæði hér í Reykjavík og þó sérstaklega úti á landi. Eru dæmi um kaupstaði þar sem nær engin slík þjónusta er fyrir hendi. Guðmundur Þorsteinsson kvaðst telja eðlilegt að sú skylda væri lögð á Ein er sú stofnun hér á landi sem lætur sér annt um velferð hjólreiða- manna. Það er umferðarráð. DB sótti tvo starfsmenn ráðsins, Guð- mund Þorsteinsson og Óla H. Þórðarson, heim á dögunum og ræddi við þá sitthvað um reiðhjól og hjólreiðar. Fræðsla aukin Guðmundur og Óli sögðu að fræðslu um hjólreiðar fyrir almenn- ing á vegum umferðarráðs hefði ekki verið sinnt sem skyldi. Fræðslan hefði einkum verið miðuð við grunn- skóla, en þar væri hún líka talsverð. Allt stendur þetta til bóta og nú heyr- ast ábendingar til hjólreiðamanna og um hjólreiðar oft i umferðarþáttum í útvarpi. Fræðslan verður aukin á næstunni. Hjólreiðar á gangstéttum? Samkvæmt lögum er óheimilt að hjóla á gangstéttum og gagnstígum. Þvi hefur þó ekki verið fylgt strang- lega eftir. Erlendis eru hjólreiðar á gangstéttum leyfðar og gilda um þær sérstakar reglur. Guðmundur og Óli kváðust hlynntir þvi að hér yrðu leyfðar hjól- reiðar á breiðum gangstéttum. Ætti að merkja sérstaka reiti á gangstétt- um í þessu skyni á sama hátt og gert er erlendis. Þeir vildu þó ekki mæla almennt með hjólreiðum á gangstétt- um og töldu rétt að stefna að því að leggja olíuborna hjólreiðastíga-. Viðvörunarstangir af þessu tagi gætu aukið á öryggi hjóireiðamanna á götum úti. fáknum vill t.d. oft verða erfitt að út- vega honum viðunandi geymslupláss. Þetta á m.a. við í miðborg Reykja- víkur. Skólarnir hafa komið upp ágætum reiðhjólagrindum og það væri ánægjulegt framtak ef verzlanir og ýmsar stofnanir kæmu einnig slíkum grindum upp. Hollusta númer eitt Það er augljóst að ef menn leggja bifreiðum og taka upp hjólreiðar i verulegum mæli sparast miklir fjár- munir. Einstaklingar spara og þjóðin í heild. En Guðmundur Þorsteinsson og Óli H. Þórðarson voru sammála um að þetta væri ekki hið eina sem mælti með aukinni notkun reiðhjóla. Hitt skipti ekki minna máli, að hjol- reiðar styrkja líkamann og eru til verulegrar hollustu. -GM Þannig umferðarmerki er ekki til á Islandi. En á Norðurlöndum eru þessi merki algeng og tákna að sérstakar brautir séu á gangstéttum fyrir reið- .hjói, þ.e. gangandi og hjólandi fari saman. herðar þeirra sem selja reiðhjól að þeir sæju jafnframt um viðgerðir og varahlutaþjónustu. Reiðhjólagrindur Ýmsir aðrir erfiðleikar mæta hjól- reiðamönnum. Þegar stigið er af Fjörutíu þúsund nothæf reið- hjólálandinu

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.