Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 36

Dagblaðið - 09.07.1979, Blaðsíða 36
Misræmi í innheimtu af lánum lífeyrissjóðanna: Seðlabankirainotar ekki Margir nýir náttfarar? Enn kveikt íBemhöftstorfu Farið var inn í tværíbúðir við Urðar- stíg í Reykjavík um helgina og þar rótað og stolið meðan fólk var í fasta- svefni. Úr annarri íbúðinni hurfu nokkrir tugir þúsunda í peningum og fatnaður, en önnur verðmæti úr hinni. Hér er ekki um sama þjóf að ræða og fór inn í fjórar íbúðir um fyrri helgi, því hann situr inni. Virðist þvi fjölga í stétt náttfara og fólk ætti að sýna varúð áður en það gengur til náða. -ASt. —alltliðiðvar kallaðút eigin vaxtaaukalýsingu Eins og kunnugt er hefur hús- næðismálastjórn nýverið auglýst ný lánakjör sem fela í sér mjög umtals- verða breytingu og nýir vextir tóku gildi 1. júní sl., hækkuðu úr 26% í 28.5% skv. auglýsingu Seðlabankans þar sem miðað er við að verðbóta- þáttur verði hækkaður á þriggja mánaða fresti þannig að búast má við að vextir verði 38—40% seinni part- ,.inn á næsta ári. Athygli vekur það ósamræmi sem rikir i lánakjörum lífeyrissjóðanna. Ólögbundnu lífeyrissjóðirnir inn- heimta nú yfirleitt 28.5% vexti en á sama tíma innheimta lífeyrissjóðir starfsmanna ríkisins 19% vexti. Þarna munar hvorki meira né minna en 95 þúsund krónum á ársvöxtum einnar milljónar króna lána eftir þvi hvort lánið er fengið hjá ólögbundnu lifeyrissjóðunum eða h'feyrissjóðum starfsmanna ríkisins. Eftir því sem DB hefur fregnað mun nú vera tals- verður áhugi fyrir því að fá þetta mis- ræmi leiðrétt, sem lengi hefur verið talsvert feimnismál. Mesta athygli vekur í þessu sam- bandi að Seðlabankinn og Lands- bankinn (þ.e. sameiginlegir Ufeyris- sjóðir þeirra) nota ekki eigin vaxta- auglýsingu við innheimtu af lánum lifeyrissjóðs bankanna, heldur25.5% af frumlánum eða 3% lægra en síð- asta vaxtaauglýsing Seðlabankans heimilar. - GAJ frfálst, nhað daghlað MÁNUDAGUR 9. JÚLÍ1979. „Eldur er laus i Bernhöftstorfunni og það logar út um glugga,” hljóðaði tilkynning lögreglu og BSR-manna til slökkviliðsins kl. 2.32 í nótt. Allt slökkviliðið var í skyndi kallað út. En útkallið reyndist dýrt með tilliti til „ónýtra brunarústa.” Hafði verið kveikt í inni í verst brunna húsi Torf- unnar en svo vel gekk slökkvistarfið að þegar aukavaktarmenn komu á vettvang var því nánast lokið. Var slökkviliðið um hálftíma á staðnum og Torfan litlu verr farin eftir þetta atvik en áður. -ASt. Hæfileikakeppni DB: lSáraog dreymirum aðverða söngkona —sigurvegarim fgærkvöld 18 ára stúlka, Guðlaug Helga Inga- dóttir, sigraði í hæfileikakeppni Dag- blaðsins og hljómsveitar Birgis Gunn- laugssonar á Hótel Sögu í gærkvöld. Þrír höfðu skráð sig til þátttöku en einn af þeim gat ekki mætt vegna hæs ÖUum að óvörum bauð ungur maður sig fram úr salnum og söng nokkur lög við mikinn fögnuð áhorf- enda. Hann heitir Haraldur Gunnar Hjálmarsson og varð númer tvö í röð- inni. Sá þriðji varð síðan Kristján Hreinsmögur sem fór með gamanljóð eftir sjálfan sig. Atkvæðin skiptust þannig að Guð- laug fékk 87 atkvæði og munaði aðeins átta stigum á henni og Haraldi sem mætti til keppni algjörlega óæfður, en hann var með 79 atkvæði. Kristján var síðan í þriðja sæti með 47 atkvæði. FuUt hús var á Sögu í gærkvöld og var ekki annað að sjá en fólk skemmti sér hið bezta, enda sá hljómsveit Birgis Gunnlaugssonar um að engum leidd- ist. JSB-dansflokkurinn sýndi nokkra dansa og sigurvegarar frá fyrsta hæfi- leikakvöldinu, þær Kolbrún Snæ- björnsdóttir og Evelyn AdoTsdóttir, fóru með gamanvísur við dundrandi lófaklapp áhorfenda. Næsta hæfUeika- kvöld verður á sunnudaginn kemur. - ELA m -> Guðlaug Helga Ingadóttir kynnt sigur- vegari á hæfileikakvöldinu I gær af Birgi Gunnlaugssyni hljómsveitarstjóra á Sögu. DB-mynd Bj.Bj. Á stolnum bíl vítt um Heimaey — Þrír Eyjapeyjar gripnir við bensínstuld Þrír 15 ára gamlir pUtar voru staðnir að verki við innbrot í áhaldahús Vestmannaeyjabæjar á föstudaginn. Við yfirheyrslur viðurkenndu þeir að hafa áður stolið bíl í bænum og ekið honum vitt og breitt um Heimaey. Þegar bensín var á þrotum var aksturs- löngunin ekki slokknuð og þótti þeim líklegast að leita fanga um frekari bensínbirgðir í áhaldahúsinu. Þar endaði ævintýrið er lögreglumenn gripu þá á staðnum. Stolni bíllinn var óskemmdur að sögn. Brot piltanna er hins vegar að minnsta kosti þrefalt lagabrot. -ASt. Akumes- ingarfáöðr- um f rem- urútrásá götumúti Það var mikil ölvun í Reykjavík um helgina og margir ökumenn teknit; ölvaðir við stýrið, þó í engu væri helgin nein methelgi í höfuðborginni. Ekki kom til alvarlegra slysa. Allt slökkviliðið var kallað út vegna brunatilkynningarinnar í nótt. En lítið var að gera er á staðinn kom. DB-mynd: Sveinn Þorm. Mest mun ölvunin hafa orðið á Akranesi um helgina og voru talsverðar óspektir á götum úti aðfaranótt sunnu- dags. Er þessu lýst af lögreglumönnum sem „almennu fylliríi með þátttöku unglinga og einnig fólks áöllum aldri”. Minna varð um skemmdarverk en oft áður. Akumesingar virðast öðrum fremur fá útrás um helgar á götum úti því þessi helgi er ekkert sérstök. Á Suðurnesjum var rólegra en oft áður og engin stórtíðindi í samskiptum fólks. Helgin leið þar með „minni ölvunenoftáður”. -ASt. V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.