Dagblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 4
4 4 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1979. Port Salut og Tilsitter ostar stolt Húsavíkur „Það cr skylda okkar við mjólkuriðnaðinn á íslandi að taka þátt í fjölbreyttari framleiðslu og þess vegna framleiðum við nú einir mjólkurbúa Port Salut osta og Tilsitter osta,” sagði Haraldur Gísla- son mjólkurbússtjóri á Húsavík, er DB-menn áttu þar leið um fyrir skömmu. ,,Fyrir 30 árum voru á íslandi aðeins framleiddir 45% og 30% mjólkurostar. Nú eru osta- tegundirnar sem á boðstólum eru 45—50talsins”. Port Salut og Tilsitter ostar eru því öðru fremur stolt Húsavíkur, því annars staðar eru þeir ekki fram- leiddir hér á landi. Danir framleiða mjög álíka osta og kalla Esrom. Svíar og Norðmenn munu einnig hafa slíkan ost á sinni framleiðsluskrá. Port Salut nafnið er hins vegar latneskt, að sögn Haraldar. Framleiðsla Port Salut osta hófst fyrir 5—6 árum,” sagði Haraldur. „Það þarf þróun-til að ná upp slíkri framleiðslu. í fyrstu nam framleiðslan aðeins 2—400 kg á mánuði en er nú komin í 1500—2000 kg á mánuði. í ráði er að pakka Port Salut ostum í loftþéttar umbúðir og þá kemur útflutningur slíkra osta til greina,” sagði Haraldur. Smáostagerð er mjög viðkæm framleiðsla að sögn Haraldar. Tæpur mánaðartími fer i framleiðslu Port Salut osta og síðan þarf sala þeirra að fara fram á 2—3 vikum, því annars verða þeir ósöluhæfir og margir telja þá ekki neyzluhæfa eftir þann geymslutíma. Hins vegar eru aðrir neytendur sem vilja þá ekki fyrr en eftir 2—3 vikur eða þegar þeir hafa náð mestum bragðstyrkleika. Haraldur sagði að Mjólkurbú Flóamanna hefði framleitt bæði Port Salut og Tilsitter osta áður fyrr. En vegna skorts á mjólk þar á vetrum var framleiðslunni beint til Húsa- vikur, því þessa osta þarf að framleiða í smáskömmtum allan ársins hring eftir neyzluþörfinni. Tilsitter ostagerðinni var i fyrstu beint til Sauðárkróks, en síðan til Húsavíkur og nú eru slíkir ostar ekki framleiddir annars staðar. „Það er ekki gróðavegur að framleiða þessar ostategundir,” sagði Haraldur. „Mikið handverk er við framleiðsluna. T.d. þarf að velta Port Salut ostunum daglega og þeir eru þurrkaðir úr sérstökum inn- fluttum bragðvökva.” Mjólkurbúið á Húavík er fimmta Bætum skemmt vín — en skiptum ekki uppteknum flöskum þótt bragðið falli viðskiptavininum ekki f geð Verzlunarstjóri Vinbúðarinnar á Snorrabraut, Birgir Stefánsson, hringdi og gerði athugasemdir við frásögn okkar í þriðjudagsblaðinu af hvítvínskaupum. Sagði hann að umrætt hvitvín, Kreuznacher St. Martin 1974, hefði alls ekki verið skemmt, heldur væri. vínið einfaldlega svona á bragðið. Ekki væri hægt að skipta upptekn- um vínflöskum, þótt bragðið félli kaupendunum ekki í geð. — Sagði hann að vínsmekkur manna væri mjög mismunandi. Þótt þessum ákveðna manni hefði ekki fallið bragðið af víninu í geð gæti hann nefnt dæmi um annan viðskiptavin, sem keypti eina flösku af sama víni. Kom hann daginn eftir og keypti fieiri og viðhafði þau orð að þetta þættisérafargott vín. Birgir sagði að mygluskán væri algeng ofan á hvítvinum en það þýddi ekki að þau væru skemmd._ Væri það hreinn viðburður ef hvítvín rcyndist skemmt. Hins vegar kæmi það stundum fyrir að rauðvin og kampavín væru skemmd. Þá benti Birgir á, að þegar vínbúðin hefði verið „verst stödd” í verkfallinu, hefðu þó verið á boðstólnum fjórar tegundir af Rínar- vínum, en ekki aðeins þessi eina tegund, eins og fram kom í frásögn Stefáns Einarssonar. „Ef hins vegar kemur i ljós að vín, sem keypt er hjá okkur er gallað, er það bætt, annað hvort með öðru víni eða endurgreiðslu,” sagði Birgir verzlunarstjóri. Birgir sagðist ekki vita gjörla hver það væri sem dæmdi um hvort vín væru skemmd eða ekki. í umræddu tilfelli hefði hann vísað viðskipta- vininum til skrifstofustjóra og innkaupastjóra ÁTVR en þeir hefðu dæmt vínið óskemmt. Undirriiaður getur hins vegar rottað að mjög sterk myglulykt og edikslykt var upp úr umræddri hvít-. vínsflösku, enda tappinn kol- myglaður, ekki bara að neðan, heldur upp um allar hliðar. -A.Bj. —Rýmingarsala— ÁHÚSGÖGNUM í dag og nœstu daga OPIÐ LAUGARDAGA FRÁ KL. 10-12 ^M'HÚSGÖGN SKEIFUNNI 8, REYKJAVÍK. SÍMI37010. Haraldur Gíslason mjólkurbússtjórí á Húsavík við ostagerðarvélina. stærsta mjólkurbú landsins og eitt hið yngsta á landinu, stofnað 1947. Það tók við 8 milljónum lítra af mjólk ásl. ári. Jókst mjólkurmagnið þá um 3% frá árinu á undan. Hins vegar er mjólkursamlagið á Húsavík hið eina á landinu sem tók við minni mjolk í vetur en veturinn á undan og er sparsemi bænda við fóðurbætis- gjöf þakkað. Búið tók í vetur við 3,5% minna magni í vetur en sömu mánuði í fyrra og í maimánuði er harðindinna gætti að fullu var mjólkurmagnið sem barst 8% minna en í maí i fyrra. önnur mjólkurbú hafa fengið 5—6% meira mjólkur- magn en í fyrra og birgðir mjólkur- afurða safnast upp í samræmi við það. Mjólkursamlagið á Húsavík fram- leiðir osta úr 70% af því magni mjólkur er berst og fer mest af þeim til útflutnings. Óðalsosturinn er þar drýgstur í verðmætasköpun. Fæst fyrir hann erlendis um 50% af fram- leiðslukostnaði. Venjulegur 45% ostur er seldur erlendis á 20—25% af framleiðslukostnaði hans. -ASt. Port salut osturinn er einhver allra bezti osturinn á markaðinum að dómi margra, m.a. blaðamanna DB. Hann borgar sig ekki i framleiðslu, segir mjóikur- bússtjórinn, en er þó dýrasti osturinn á markaðinum kostar um 2.600 kr. kg. út úr búð. Ekki tók nema tæpar tiu mínútur að Ijúka við stykkið sem keypt var til myndatökunnar á ritstjórn DB. DB-mynd Árni Páll. PortSalutosturínn stöðugtvinsælli enborgarsig tæplegaíframleiðslu DB á ne ytendamarkaði ANNA BJARNASON. HVITVINH) FEKK FALL- EINKUNN í GÆÐA- PRÓFUN VIKUNNAR Erfitt getur verið að segja til um bragðgæði vína, þvi smekkurmanna er svo misjafn. Einum þykir gott það; sem öðrum þykir vont. Ekki ætti þó að þurfa að deila um hvort vín sé skemmt eða ekki. Við skulum kynna okkur hvað Jónas Kristjánsson rit- stjóri sagði um hvitvínstegundina Kreuznacher St. Martin árg. 1974 i Vikunni, en hann hefur prófað allar 62 hvítvínstegundirnar sem eru til (eða voru) í Ríkinu. Af þeim tegund- um voru ekki nema 12 það góð að þau fengju einkunnina sjö, en það er lágmarkseinkunn vína, sem tekur að flytja milli landa. Einkunnagjöf Vikunnar var frá 0 og upp í 10. Eitt hvítvín fékk níu í eink- unn, sem þýðir að vínið c frábært. Þrjú fengu átta, átta fengu einkunn- ina sjö og teljast þar með góð. Tíu vín fengu sex, sem þýðir sæmi- leg, ellefu fengu fimm og teljast drykkjarhæf, en léleg. Flest vín eða átján, fengu fjóra og eru vond. Ellefu vín fengu einkunnina þrjá eða lægri og dæmast ódrykkjarhæf. Eitt af þessum ellefu siðasttöldu vínum er einmitt hvitvínið sem rætt er um annars staðar hér á síðunni og kvartað var yfir í þriðjudagsblaðinu, Kreuznacher St. Martin. Um það segir Jónas Kristjánsson: „Kreuznacher St. Martin, Riesling Kabinett praktvín af árgangi 1974 frá Anheuser, rak lestina, þótt þrep þess í virðingarstiganum ætti raunar að vera hæst allra vína í þessari prófun. Vínið reyndist vera fallegt á litinn og hafa góða lykt. Þessar staðreyndir komu því upp í einkunnina 3 í gæða- prófuninni, en það er hrein falleink- unn. Kannske hefði einkunnin átt að vera lægri, því bragðið var vont og versnaði ört, því lengur sem flaskan var opin, minnti helzt á mjólkursýru. Ekki veit ég, hvers vegna vín, sem er aðeins fjögurra ára og fær praktvinsstimpil þýzka ríkisins, getur orðið svona vont, tæpast drykkjar- hæft. Vín þetta kostar 2.400 kr. í Ríkinu og eru það vond kaup”. -A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.