Dagblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1979. 9 Af rek f ökuleikni er varla verður bætt - * UngurHúsvíkingur tókafgerandi forystu í ökuleikniskeppni BFÖogDB í ökuleikniskeppni Bindindisfélags ökumanna og Dagblaðsins á Húsavik á mánudaginn var unnið afrek sem er svo gott að vart er búizt við að það verði betrumbætt í ökuleikniskeppninni i ár. 23ja ára gamall Húsvíkingur, Guð- mundur Salómonsson sem ók á Mazda- bifreið 1300, hlaut aðeins 99 mínusstig í keppninni eða 58 mínusstigum minna en bezta afrek undankeppninnar til þessa. Guðmundur svaraði einni spurn- ingu ranglega i spurningakeppninni. Hann ók keppnisbrautina á 89 sekúnd- um, sem er mjög góður tími en hlaut þó enga villu, sem þykir með ólíkindum. Stigatala hans er því 99 mínusstig. Guðmundur er kunnur ökukappi. Hann sigraði í ökuleikniskeppninni á Húsavík í fyrra, varð annar í úrslita- keppninni í Reykjavík og var annar tveggja íslendinga sem í fyrra fór til iokakeppninnar i London. Þar stóð hann sig vel. Hann er einnig kunnur rall-ökumaður. Annar í keppninni á Húsavík varð Sigtryggur Garðarsson, 27 ára (og kemst því ekki í lokakeppnina). Hann ók Datsun 1200. Hann hlaut lOmínus- stig í spurningum (ein röng) ók þrauta- brautina á 119 sekúndum og gerði tvær villur og hlaut því 20 mínusstig eða samtals 149 mínusstig. Þriðji varð Leifur Grímsson nýlega 17 ára og því ekki með aldur í loka- keppnina. Hann ók Daihatsu-bifreið. Hann svaraði öilum spurningum rétt, ók þrautabrautina á 86 sekúndum, sem er mjög góður tími, en gerði þar sjö villpr. Hann hlaut því 156 mínusstig eða einu stigi færra en kappinn úr Kópavogi sem áður hafði unnið bezta afrekið. Húsvikingar virðast því eiga öku- menn öllu betri en aðrir kaupstaðir — enn sem komiðer. -ASt. Sigurvegarinn, Guðmundur Salómonsson, á bil sinum Mazda 1300. DB-mynd Einar Guðmundsson Það hvein heldur betur i eyrum Reykvíkinga á þriðjudaginn er Boeing 720 þota Arnarflugs œfði lendingar og flugtök á Reykjavikurflugvelli. Þœr gerast vart stœrri þotumar sem lenda á Reykjavikurflugveili, en að öllum jafnaði nota Amarflugsvél- arnar Kefla vikurflug völl. DB-mynd Ámi Páll Ný flokkun bifreiðategunda hjá tryggingunum: Misræmi milli tryggingafélaga — þeir sem greiddu tímanlega misstu af lækkuninni ,,Við fórum út í svolitið breytta skráningu á þessu þar sem okkur fannst gæta ákveðins misræmis,” sagði Rafn Guðmundsson í bifreiða- deild Samvinnutryggingá er DB innti hann eftir, hvort átt hefði sér stað breyting í flokkun einstakra bifreiða- tegunda. DB hafði borizt til eyrna, að trygg- ing ákveðinnar bifreiðategundar, í þessu tilfelli Ford Escort, kostaði mjög mismikið eftir þvi, hvert trygg- ingafyrirtækið væri, sums staðar 97.200 kr. og annars staðar 115.900 kr. Þá gæti jafnvel verið mismunur innan sama tryggingarfyrirtækis þannig, að þeir sem hefðu verið snemma á ferðinni með greiðslur sínar hefðu beinlínis orðið að gjalda þess því að sú lækkun sem hafi orðið hafi ekki verið látin virka aftur í tim- ann. „Við fórum ekki út i að láta þetta virka aftur i tímann,” sagði Rafn. Hann sagði, að nú væri miðað við þyngd x kúbiksentimetra við flokk- un bifreiðanna en áður hefði útlit bif- reiðanna komið talsvert inn í mynd- ina. Hann sagði, að þessi nýja flokk- un hefði verið unnin í samstarfsnefnd tryggingafélaganna. Hún hefði ekki haft mikla breytingu i för með sér en einstaka bifreiðir hefðu breytt um flokk. Yfirleitt hefði sú breyting verið í þá veru, að bifreiðin færi í neðri flokk, t.d. Ford Escort. Sem kunnugt er er bifreiðum skipt í þrjá flokka, einkum eftir stærð. Á Reykjavíkur- svæðinu (fyrsta áhættusvæði) eru ið- gjöldin 97.200 kr., 115.900 kr. og 134.400 kr. Það munar því dálitlu eftir því í hvaða tlokk bifreiðin er sett og á því getur verið nokkurt misræmi eftir tryggingafélögum. Þannig sagði Gunnar Ólason í bif- reiðadeild Tryggingar hf. að þar hefði ekki orðið nein breyting á flokkun bifreiða. Hann staðfesti að í sumum tilfellum væri þvi ekki um fullt samræmi að ræða á milli ein- stakra tryggingafélaga i hvaða flokk einstakar bifreiðategundir lenda. Hann sagði það orðið talsvert vanda- mál, að bílategundirnar væru alltaf að breytast, amerískir bílar að minnka svo dæmi væri tekið. ,,Það þarf annað hvort að einfalda þetta ennþá meira eða að fara út í langtum nákvæmari flokkun,” sagði Gunnar og bætti þvi við, að stefnt yrði að því að endurskoða þetta fyrir næstu gjaldskrá. Æskulýðsráð fékk leyfi: NÚ HEFJAST UNGL- INGABÖLUN AFTUR í TÓNARÆ — Diskóland byrjar á föstudagskvöld Borgarráð hefur gefið Æskulýðs- ráði samþykki til að reka Tónabæ, þó með þeirri kvöð að um hallalaus- an rekstur verði að ræöa. Margir hafa farið þess á leit við Æskulýðsráð i vor að fá Tónabæ leigðan út en öllu slíku hefur verið synjað af hálfu Æskuiýðsráðs vegna þess að ekki hafði fengizt svar frá borgarráði um hver framtið staðarins yrði. Omar Einarsson, fulltrúi hjá Æskulýðsráði, sagði í samtali við DB að þessar umsóknir hefðu verið endurskoðaðar nú og hafa verið leigðar út fjórar helgar nú þegar, fyrir unglingaböll. Diskóland, það er diskótekið Disa, hefur fengið fimm kvöld til afnota. 20. júlí, 28. júlí, II. ágúst, 17. ágúst og 18. ágúst. Diskóland hélt unglingaball fyrir skömmu í Ártúni og heppnaöist sá dansleikur mjög vel. Þó var þeim sagt upp húsnæðinu vegna þess að eigend- ur staðarins hafa farið fram á vínveit- ingaleyfi, og töldu þeir að erftðara yrði að fá það, ef unglingaböll væru í gangi í húsinu. Þrjú hljómsveitarböll verða einnig í Tónabæ. Ámundi Ámundason stendur fyrir tveimur kvöldum með hljómsveitirnar Freeport og íslenzka kjötsúpu og hefur Brunaliðið siðan fengiðeitt kvöld. Að sögn Ómats hélt Brunaliðið einn dansleik i vetur sem heppnaðist mjög vel. Að síðustu hafa svo áhuga- menn um unglingavandamálið, sem vilja stofna unglingaklúbb, fengið eitt kvöld. En sá hópur hefur einnig haldið nokkra unglingadansleiki í Tónabæ og hafa þeir allir farið mjög vel fram. Ómar sagði að unglingaböllin ættu að geta gengið vel og stórslysalaust, og benti m.a. á að vinveitingahúsið Ó'ðal haldi áfram með sín unglinga- böll þrátt fyrir að miðvikudagar væruekkilengur „þurrir”. Æskulýðsráð fékk leyfi til að gera smálagfæringar á húsinu en Ómar sagði að ekki yrði um neinar stór- breytingar að ræða. Það má siðan taka það fram að hámarksverð inn á unglingaskemmtun með diskóteki er 2000 kr. en 3000 kr. ef um hljóm- sveitarball er að ræða. - ELA Margir telja daga bensindrekanna senn talda, enda hcfur sala sparneytinna bfla stóraukizt. Salan hefur stóraukizt á spameytnum bflum —segja bflasalar „Það er staðreynd að fólk er farið að minnka við sig bilana og eftirspurnin eftir bensíngrönnum bílum hefur stór- aukizt,” sagði einn bílasalinn í samtali við DB og. tóku þeir flestir i sama streng. Mörg hundruð pantanir liggja fyrir hjá þeim umboðum sem selja sparneytna bíla en bensínhækkunin virðist koma hart niður á þeim sem ein- göngu selja stóra og bensínfreka bíla. „Einnig hefur borið á því að fólk komi til bílasala og haldi að það geti fengið stóru bílana fyrir ,,gott verð”, en sem betur fer er ástandið ekki orðið svo slæmt að eigendur bensínfrekustu bílanna láti bíla sína á gjafverði,” sagði annar bílasalinn. En sagði þó að aldrei hafi verið jafnmikið um að boðið væri í stóru bílana með lágri útborgun og afganginn á vixlum. Einnig hefur borið á að fólk hefur komið með dýru bítana sína til umboða sparneytnu bílanna og viljað að um- boðin taki þá upp í og jafnvel borgað á milli. Umboðsmenn voru þó sammála um að slíkt væri alls ekki gert. Nokkrir vildu þó halda þvi fram að einungis væri um tímabilsástand að ræða og um leið og bensínhækkanirnar gleymdust, ykist aftur sala stærri bíl- anna. -F.LA

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.