Dagblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 12
M= DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1979. DAGBLAÐID, FIMMTUDAGUR 19. jULÍ 1979. Iþróttír Iþróttir Iþróttir Iþrottir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir A3 Iþróttir ÚTIMÓTIÐ HEFST í KVÖLD Oltkur varfl heldur betur á í messunni hér á iþróttasiðunni fyrir réttri viku er við auglýstum þá að íslandsmótið i handknattleik utanhúss væri að hefjast þá um kvöldið. Þetta var alrangt og það er i kvöld, sem utaii- hússmótið hefst við Lækjarskóiann i Hafnarfirði. FH sér um mótið að þessu sinni. Mótið hefst með setningarathöfn kl. 18.45 og mun þá formaður HSÍ, Júlíus Hafstein, flytja stutt ávarp. Að því loknu hefst fyrsti leikur mótsins og leika þá i meistaraflokki kvenna FH og Þróttur og ætti þar að verða auðveldur FH sigur. Að þeim leik loknum leika karlalið sömu félaga en aðalleikur kvöldsins —Haukar og Valur leika í m.f I. karla verður leikur Hauka og Vals í meistara- flokki karla. Haukar unnu utanhúss- bikarinn i fyrsta skipti í sögu félagsins í fyrra og Valsmenn unnu utanhúss 1977. Það er því viðeigandi að þessi tvö lið leiki saman í kvöld. Siðan verður leikið á hverjum degi allt þar til 2. ágúst en þá er leikið um 1.- 4. sætið í mótinu. í meistarafl. karla verður leikið í tveimur riðlum og skýtur þar nokkuð skökku við. Fyrr í sumar auglýsti FH að leikið yrði í tveimur riðlum ef liðin yrðu tiu eða fleiri. Tíu lið tilkynntu þátttöku, þár á meðal Vikingur. Bogdan þjálfari Víkings vill hins vegar ekki að sinir menn taki þátt í þessu móti og verða þeir því ekki með. Þá eru aðeins 9 lið eftir — af hverju tveir riðlar? í sjálfu sér skiptir þetta ekki höfuð- máli en því að gefa út einhverjar yfir- lýsingar og starfa svo í þversögn við þær. Sömu sögu er að segja um meistaraflokk kvenna, þar eru 9 lið og leikið í tveimur riðlum. íslandsmótið sem hefst í kvöld er hið 32. í röðinni. Gestgjafarnir, FH, hafa langoftast unnið mótið, eða 17 sinnum. Valur hefur unnið 6 sinnum, Ármann þrívegis, Fram tvisvar og Haukar, KR og Víkingur einu sinni hvert félag. í meistaraflokki kvenna hefur verið leikið 38. sinnum og því leikið í 39. sinn í kvöld. Þar hefur Valur 10 sinnum unnið, Fram 7 sinnum, KR sex sinnum, FH fjórum sinnum, Ármann 5 sinnum, ÍBÍ þrívegis, ÍBA, Haukar og Týr einu sinni hvert félag. Valur og Haukar hafa æft vel að undanfömu og ætti leikur þeirra að geta orðið mjög spennandi í kvöld, en hannhefstkl. 21. Þróttur vann Þróttur vann T.B. efsta liðið í 1. deild- inni færeysku 4-2. Mörkin gerðu Halldór Arason 2 Ársæll Kristjánsson 1 Páll Ólafsson 1 „ÞYÐIR NOKKUÐ AÐ SETJA MGINNÁ?" — sagði Þorsteinn Ölafsson, markvörður ÍBK, við Matthías Hallgrímsson er hann yar að hita upp 20 mín. fyrir leikslok Hilpert Matthíasi inn á fyrir Kristin Guðmundur Baldursson, markvörður Fram, slær hér frá marki cftir sókn Breiðabliks. og Friðrík Emilsson en Blikinn er Sigurður Grétarsson. Framararnir a myndmni eru Gunnar Bjarnason (nr. 4.) DB-mynd S. Fram í undanúrslit Framarar tryggðu sér réttinn til að leika i undanúrslitum bikarkeppni KSÍ er þeir lögðu lið Breiðabliks, efsta lið 2. deildar, að velli 3- 1 á Laugardalsvellinum i ágætlega leiknum leik oft á tíðum. í hálfleik var staðan 2-0. Framarar voru ákveðnari í byrjun leiksins og það kom dalítið á óvart hversu Blikarnir hikuðu. Á 12. mínútu náðu Hafþór Sveinjónsson knettinum og gaf laglega send- ingu á markteigshornið nær. Þar var fyrir Guðmundur Steinsson sem skallaði mjög laglega aftur fyrir sig i stóran boga yfir slakan markvörð Blikanna, Svein Skúlason, 1-0. Blikarnir komu nú betur inn í myndina og nokkrum sinnum skall hurð nærri hælum við Frammarkið án þess þó að um verulega hættu væri að ræða. Blikarnir virtust vera að ná yfirtökunum þegar Framarar náðu bolt- anum og geystust fram völlinn á 25. mínútu. Marteinn Geirsson gaf fyrir markið og skall- aði Gunnar Bjarnason knöttinn áfram til Guðmundar Steinssonar. Guðmundur lét ekki færið renna sér úr greipum, og skoraði örugglega með skalla af örstuttu færi. Hvar var Sveinn markvörður þarna? Á 38. min. skapaðist mikil hætta við mark UBK eftir að Trausti hafði gefið fasta send- ingu fyrir markið. Sveinn missti boltann klaufalega undir sig en varnarmönnum tókst að bjarga í horn. Þar voru Blikar heppnir að enginn Framari var í nágrenninu. Blikarnir mættu mjög ákveðnir til leiks eftir hlé og voru allan siðari hálfleikinn með undirtökin í leiknum. Á 50. mínútu gaf Hákon mjög góða sendingu fyrir mark Fram Guðmundur Baldursson, markvörður, hélt ekki boltanum en Trausti var á næstu grös- um og bjargaði. Síðan skoruðu Framarar sitt þriðja mark og átti Guðmundur Steinsson allan heiður af því marki. Hann lék á tvo Blika úti á vinstri kantin- um, lék síðan aðeins áfram og gaf síðan mjög góða sendingu á Baldvin Eliasson, sem skoraði örugglega í gagnstætt horn án þess að Sveinn gerði hina minnstu tilraun til að verja, 3-0. Menn bjuggust nú við að Fram myndi kafsigla Blikana en það fór á annan jveg. Það voru nefnilega Blikarnir sem náðu tokum á leiknum. A 60. mínútu skoruðu þeir sitt eina mark. Marteinn missti klaufalega af knettinum á vallarmiðjunni. Stungusending var gefin fram völlinn þar sem þeir voru Sigurður Grétarsson og Sigurður Halldórsson og börðust gegn Gunnari Bjarnasyni. Gunnar hafði betur og ætlaði að senda á markvörð sinn. Sendingin tókst ekki betur til en svo að hann gaf beint í fætur Sigurðar Halldórs- sonar, sem renndi á nafna sinn Grétarsson og hann skoraði örugglega. Á 66. mínútu lék Heiðar Breiðfjörð á þrjá varnarmenn Fram og komst í dauðafæri en gott skot hans fór rétt framhjá markinu. Þar fór gott færi forgörðum. Niu mínútum síðar komst Sigurður Halldórsson inn fyrir vörn Fram og var kom- inn að vítateignum er Trausti brá honum og fékk gult spjald fyrir vikið. Lokakaflann sóttu Uðin nokkuð á víxl en BUkarnir voru heldur hættulegri. Sigur Fram komst þó aldrei í verulega hættu í leiknum en ekki hefði þurft mikið tU að svo yrði. Þeir Krist- inn Atlason og Rafn Rafnsson léku ekki með Fram í gærkvöldi og í Uð BUkanna vantaði Þór Hreiðarsson, en hann kom reyndar inn á síðla leiks. Ágætur dómari var Hreiðar Jóns- son. -SSv. „Þýðir nokkuð að setja þig inn á, Matti?" sagði Þorsteinn Ólafsson, markvörður IBK, í gærkvöld á Akra- nesi við Matthías Hallgrimsson sem var að hita upp fyrir aftan mark Kefl- víkinga um 20 min. fyrir leikslok. Hann kom siðan inn á þegar rúmar 10 mín. voru eftir og það varenginn annar en Matthías, sem skoraði sigurmark Akurnesinga á elleftu stundu. Ahorf- endur voru farnir að búa sig undir jafn- tefli þegar Matthías lék á tvo varnar- menn Keflvíkinga á 90. mín. og lyfti síðan knettinum framhjá varnar- mönnum ÍBK á línunni og í markið, 1—0. Örstuttu siðar flautaði dómarinn til leiksloka. Mikil vonbrigði fyrir Kefl- víkinga, sem úttu hættulegri færi í leiknum. Sigur Skagamanna hékk á bláþræði, en var þeim mun sætari i lokin. Um 800 manns voru á vellinum á Akranesi i gærkvöldi þrátt fyrir leiðindaveður, rigningarsudda og gjólu. Heimamenn byrjuðu mun betur og voru ákveðnari fyrstu 20mínúturnar án þess þó að skapa sér svo mikið sem eitt marktækifæri. Eftir upphafskaflann jafnaðist leikurinn mjög. og var algert jafnræði með liðunum fram undir leikhlé. Má með sanni segja að marktækifærin hafi verið teljandi á fingrum annarrar hand- arí þessum leik. Keflvikingar komu mjög ákveðnir til leiks í síðari hálfleik — greinilegt var að þeir ætluðu að selja sig dýrt. Þeir voru fljótari á boltann og náðu undir- tökunum. Bezta marí.u ' ;færi leiksins fékk Steinar Jóhann«nn, sem öllum á óvart lék með Keflavíkarliðinu og stóð sig mjög vel, ir hann fékk góða sendingu frá Ólafi Júlíussyni. Steinar var einn á markteig og skallaði að markinu en Jón Þorbjörnsson sá við honum og varði laglega. Var vel að þessu staðið hjá þeim báðum. Kefl- víkingar byggðu mjög upp á stungu- boltum fram miðjuna, en Skagavörnin, með Sigurð Halldórsson í broddi fylkingar, gaf engan höggstað ásér. Þó voru Keflvíkingar mjög óheppnir að skora ekki mark á 65 mínútu. Þórður Karlssonátti þágott skot að marki í A en á leið sinni fór knötturinn í bak Gísla Eyjólfssona og það bjargaði Skagamönnum. Steinar var vörn Skagamanna erfiður i leiknum og einkum fór hann illa með gæzlumann sinn, Guðjón Þórðarson. Stakk hann Guðjón marg- sinnis af og eftir eina slíka meðferð -komst hann í gott færi en skaut í Ihliðarnetið á 72. mín. Á 78. mínútu skipti Klaus Jiirgen Björnsson og hann hleypti miklu lífi í framlinu Skagamanna og Matthías skapar alltaf hættu. Sveinbjörn Há- konarson átti lúmskt skot rétt yfir á mín. og var það eina færi Skagamanna allan leikinn utan marksins. Af Akurnesingum var Sigurður Halldórsson beztur ásamt Jóhannesi Guðjónssyni. Þá var Matthías hættulegur i lokin. Sveinbjörn var sprækari en í undanförnum leikjum og Jón Alfreðsson stóð fyrir sínu að vanda. Hjá ÍBK vöktu þeir Sigurður Björg- vinsson og Sigurbjörn Gústafsson mesta athygli og vor.u þeir mjög sterkir á miðjunni. Steinar var hættulegur frammi og gerði margsinnis usla í vörn Skagamanna. Kéflvíkingar áttu sízt minna í leiknum og vonbrigði þeirra hljótaaðhafa veriðmikil í lokin. -KP. Cosmos ívandræðum Allt gengur nú á afturfótunum fyrir Bandaríkjameisturunum í knattspyrnu, New York Cosmos. Um sl. helgi tapaði liðið öðrum leik sínum í röð en heldur þó enn forystunni í sinni deild. Frans Beckenbauer, sem hefur verið meiddur siðan í apríl, lék að nýju með Cosmos og það var eini Ijósi punkturinn i leikn- um frá sjónarhóli Cosmos séð. Þeir töpuðu fyrir Vancouver Whitecaps 2—4 og aðalmarkaskorari liðsins, Giorgio Chinaglia, var rekinn af leikvelli fyrir slagsmál ásamt þremur öðrum. Willie Johnston úr Vancouver Whitecaps, en hánn lék áður með WBA, hóf slagsmálin eins og honum einum er lagið og innan skamms var allt logandi í slagsmálum. Fram- kvæmdastjórar, varamenn pg þjálfarar ásamt áhorfendum tóku þátt í latunum og þeim lauk með þvi að tveimur úr hvoru liði var vikið af leikvelli. Johnston og Craven úr Whitecaps og ChinagUa og Eskandrian úr Cosmos. Af öðrum liðum er það að segja að Minnesota Kicks eru í banaformi þessar vikurnar og hafa unnið 7 leiki í röð og þurfa 23 stig iil viðbótar til að tryggja sér sæti í úrsUtakeppninni. í USA fá liðin 6 stig fyrir sigur og 1 stig fyrir hvert mark upp að þremur. Það er því hægt að fá 9 stig fyrir sigur í leik og ennfremur 3 stig, þótt liöið tapi. Jafn- tefU er ekki til hjá Bandaríkjamönnum. LAUGARDALSVÖLLUR ÍKVÖLDKL.20 Bikarkeppni K.S.Í. — átta liða úrslit. Valur Komið og sjáið skemmtilegan leik. Óþekktur kylf ingur í efsta sæti í British Open Óþekktur brezkur kylfingur, Bill Longmuir, er efstur á opna brezka meistaramótinu i golfi — British Open — eftir fyrsta dag keppninnar með 65 högg — 6 undir pari. Hann hefur þrjú högg í for- skot á næsta mann, sem er Hale Irwui frá USA. Mjög slæmt veður var i gær i Lytham St. Annes — stólpa- rok og fremur kalt og það gerði hinn 6.200 metra langa völl að algerri „martröð kylfingsins". Vind- hraðinn jókst stöðugt er á leið daginn o« ... lok keppninnar var kómið hífandi rok. Það sýndi sig lika að aðeins þrír menn léku undir pari. Þriðji kylfingurinn sem lék undir pari var Gerry Pate, en hann lék á 69 höggum. Japaninn Isako Aoki var á 70. Margir frægir kappar urðu að láta í minni pok- ann fyrir vindinum og á meðal þeirra var „gull- björninn" Jack Nicklaus. Hann lék á 72 höggum í gær þrátt fyrir að fara holu í höggi á 5. braut. Sú braut er um 200 metra löng þannig að kappinn er enginn auli. Margir frægir kappar náðu afleitum árangri í rokinu í gær. Peter Oosterhuis lék £ 75 höggum og það gerði Simon Owne einnig. Johnny Miller var á 77, Tom Weiskopf á 79, Hubert Green var á 77 og meistarinn frá í fyrra á þessu móti, Andy North, lék á 82 höggum! Meðal þeirra sem voru rétt ofan við parið eða á því má nefna Lee Trevino (71), Jack Nicklaus (72), Ben Crenshaw (72), Tom Watson (72), Tom Kite (73), Tony JackUn (73), Severiano Ballesteros (73), Nick Faldo (74) og Sandy Lyle (74). Meðal annarra var Manuel Ballesteros á 74 höggum, en ekkivitum við hvort hann er bróðir Severiano. Sýningarbíll á stað

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.