Dagblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1979. BÆJARINS BEZTU Stutt kynningá þvíathyglis- verðasta sem kvikmyndahús borgarínnarsýna Skáldið / Ár hérans / Mannlrf Leik.tjórar: Jsakko Pakkaavlrta/Rhto JarvaRauni Molbarg. Framlaiddar I Flnnlandi á árunum 1977-1878. jsýningarataöur: HAakólabló aam ménudagamyndv. Hér á landi eru staddir Finnar til að kynna finnska kvikmyndagerð. Þeir tóku með sér 3 áðurnefndar myndir til að gefa íslendingum sýnishorn af fmnskri kvikmyndaframleiðslu. Hér er um að ræða til- tölulega ólíkar myndir en allar eru þær þó af háum gæðaflokki. Skáldið er í heimiidarstíl og fjallar um líf finnska Ijóðskáldsins og rithöfundarins Eino Leino á árunum 1903 -1908. Þessi ar voru mjög viðburðarík en skáldið átti við líkamlega og andlega vanheilsu að stríða. Ár hérans slær á létta strengi og er nokkurs konar óður til náttúrunnar. Starfsmaður auglýsingastofu hefur fengið nóg af borgarlífinu og ákveður að leita á vit náttúrunnar. Nafn myndar- innar er dregið af héra sem varð fylgisveinn hans. Mannlíf gerist í finnsku smáþorpi um 1920 og lýsir mannlífinu þar. Leikstjórinn, dregur þar upp ýmsar manngerðir og litríka persónuleika. Myndin er byggð á þremur smásögum eftir Sino Pupponen. Hér gefst ein- stætt tækifæri til að kynnast finnskri kvikmyndagerð en hún hefur verið næsta ókynnt hér áður. Dæmdur saklaus Leikstjóri: Arthur Penn, gerð (Bandarikjunum 1966 Sýningarstaður: StjömubfcJ. Nú hefur Stjörnubíó fylgt í kjölfar Austurbæjarbíós og tekið til endursýningar stórmynd af eidri gerðinni. Handritið skrifaði Lillian Hellman en með aðalhlutverkin fara hetjur á borð við Marlon Brando, Jane Fonda, Robert Redford og Angie Dickinson. Leikstjórnin er svo i höndum eins virtasta leikstjóra Bandarikjanna Arthur Penn en hann á að baki m.a. myndirnar Little Big Man, Bonnie and Clyde og Missojri Breaks. Sögusvið myndarinnar er; smáborg i Texas. Eins og í fleiri smábæjum ríkir þar spilling og mikið er um alls konar framhjáhald. Looking for Mr. Goodbar Leikstjóri: Rtchard Brooks, garð (Bandarfkjunum 1977 ISýningarstaður: Hóskólabió Myndin gerist 1975. Theresa Dunn, sem er ein þriggja dætra heit-l jrúaðrar katólskrar fjölskyldu er að ljúka háskólanámi sínu. Hún, flytur að heiman enda oft misvindasamt á heimilinu og fær sér;. vinnu sem kennari daufdumbra barna. En Theresu vantar einhverja’ fyllingu í iifið. Hún reynir að leita hennar á vínstúkum i nágrenni , heimilis síns og stofnar þar til skammvinnra kynna við karlkyns gesti vínstúkunnar. En þetta reynist afdrifaríkt í lokin. Looking fori ,Mr. Goodbar hefur hlotið góöa dóma. Deane Keaton fer með hlut-1 verk Theresu og ferst það vel úr hendi. Dádýrabaninn Leikstjóri: Michael Cimino, gerð (Bandarikjunum 1978. Sýningarstaður: Rognboginn Fáar myndir hafa hlotið meira umtal undanfarin ár en Dádýraban- inn. Þótt allir séu ekki á einu máli um ágæti myndarinnar þá hefur hún fengið fjölda verðlauna og endurvakið umræðurnar um Viet- !namstriðið. Myndin fjallar um þrjá vinnufélaga sem eru sendir til Vietnam. Þeir eru teknir þar til fanga af Vietcong og ganga í gegn- um ýmsar andlegar og líkamlegar hörmungar. Þeim tekst að flýja fn fangavist þeirra hafði gert þá meira eða minna að andlegum krypplingum. Michael Cimino er ekki alger nýliði i kvikmyndagerð. Hann á að baki m.a. handritin að myndunum Silent Running og Magnum Force auk þess sem hann leikstýrði Clint Eastwood mynd- inni Thunderbolt and Lightfoot. Lesendur eru hvattir til að senda kvik- myndadálki DB iínu, hafi þeir áhuga á ein- hverri vitneskju um kvikmyndir og kvik- myndaiðnaðinn. Heimilisfangið er: Kvik- myndir, Dagblaðið, Síðumúla 12, Rvk. C 23 Útvarp Sjónvarp » LEIKRIT VIKUNNAR - útvarp í kvöld kl. 20,10: Einkahagur herra Morkarts í kvöld verður flutt leikritið Einka- hagur hr. Morkarts eftir Karlheinz Knuth, i þýðingu Bjarna Benedikts- sonar frá Hofteigi. Leikstjóri er Helgi Skúlason. Hlutverkin leika Lárus Páls-. son og Þorsteinn Ö. Stephensen. Leik- ritið var áður flutt 1962 og tekur flutn- ingurinn rúman hálftima. Ellimálafulltrúi kemur frá borgar- yfirvöldum til að líta eftir högum gamals manns sem býr einn. öldungur- inn fer að segja honum frá ýmsu sem á daga hans hefur drifið, og kemur þá sitthvað upp úr dúrnum, sem embættis- maður borgarinnar hefði helzt kosið að lægi kyrrt. Karlheinz Knuth er þýzkur höfund- ur, nú rösklega miðaldra. Hann hefur samið allmörg leikrit, en Einkahagur hr. Morkarts er eina verkið, sem flutt hefur verið eftir hann í íslenzka útvarp- inu. -GAJ Lárus Pálsson Þorsteinn Ö. Stephensen. _____________________________________________________________________________) ÁFANGAR—útvarp í kvöld kl. 22,50: í minningu Lowell Georges „Við höldum áfram kynningu okkar á hljómsveitinni Little Feet og ferli Lowell Georges gítarleikara, söngvara og lagasmiðs, sem var einn af stofnend- um hljómsveitarinnar,” sagði Ásmundur Jónsson, annar umsjónar- manna Áfanga í samtali við Dagblaðið. „Þetta „prógram” er gert í tengslum við lát Georges. Hann dó 29. júní sl. úr hjartaslagi aðeins 34 ára. Hann vakti fyrst athygli með hljómsveit Frank Zappa, Mothers of Inventions. Eftir skamma viðdvöl þar stofnaði hann hljómsveitina Little Feet. Verður ferill hans með hljómsveitinni rakinn. Einnig verður tengt inn í þetta „pró- gram” lög eftir George sem aðrir lista- menn flytja,” sagói Ásmundur. „George er að okkar mati einn af merkilegustu hljómlistarmönnum.scm rokkkynslóð síðasta áratugs ól af sér,” sagði Ásmundur að lokum. -GAJ HÖFUM EKKIUNDAN A SÓLRÍKUM SUMARDÖGUM” — Kjörís íHveragerði heimsóttur „Ég þori ekki að segja um það án þess að hugsa mig um, hversu marga litra af ís við framleiðum Fn við erum með 21 tegund algamaldags ix í boxum, 6 tegundir í pökkum, 6 tcg- undir af pinnunt og svo toppa, tertur, klaka og frómas. Einnig framleiðum við ísblöndu í vélar,” sagði Hafsteinn Kristinsson, forstjóri ísverksmiðj- unnar Kjöríss er við hittum hann í verksmiðjunni í Hveragerði. Hjá Kjöris vinna á milli 15 og 20 manns í verksmiðjunni en auk þeirra fólk á skrifstofu í Reykjavik. „Við höfum ekki undan á sólríkum sumar- dögum þegar allir heimta is en þess utan önnum við eftirspurn,” sagði Hafsteinn. „Mest er keypt af pökkum allt árið en pinnar eru vinsælli á sumrin og svo tertur aftur rétt fyrir jólin. Við erum með dreifingaraðila á Akureyri, ísafirði, i Vestmannaeyj- um og Reykjavík og þessir menn dreifa síðan ís um sitt næsta nágrenni.” Kjörís átti 10 ára afmæli í april í ár. Í tilefni afmælisins var tekin upp ný framleiðsla og eru það brauðform undir gamaldags ísinn. Þessi form hafa hingað til verið innflutt. Auk þess eru í gangi sífelldar tilraunir með nýjar bragðtegundir af ís. - DS „Mér þykir alttaf jafncóður sagði Hafsteinn Kristinsson, for- stjóri Kjörlss. Hann heldur á einu hinna nýju forma en á borðinu fyrir framan hann má sjá glös með bragð- cfnum sem verið er að reyna. DB-myndir Bj.Bj. ► Pakkaisinn er mest seldur árið um kring en pinnar og tertur fara þó upp fyrir um hásumarið og jólin.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.