Dagblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 19.07.1979, Blaðsíða 24
 BANKALEYND YFIR NIGERÍUMUTTJNUM — Umboðslaun ogmúturíNígeríuviðskiptum tvær milljónir á hvem skreiðarframleiðanda Seðlabankinn neitar að upplýsa DB um hverjir eru eigendur banka- reikninga þeirra sem notaðir voru i sambandi_við greiðslu „umboðs- launa” eða mútufjár til að liðka fyrir skreiðarsölu til Nígeríu á siðasta ári. Björn Tryggvason bankastjóri ber við bankajeynd og telur að réttar- úrskurð þurfi til að heimila slíkar upplýsingar. DB hefur óyggjandi heimildir fyrir því að féð hafi verið lagt inn á reikning i bankaútibúi í London. Hluti greiðslunnar var síðan fluttur á dularfullan hátt til Sviss. Jafnframt segja heimildir DB að eigandi reikningsins í London sé nígeríska fyrirtækið Dagazau International Ltd. Erfiðlega hefur gengið að afla upplýsinga um starfsemi þess fyrir- tækis og eigendur. Skreiðarsala til Nígeríu nam á síðasta ári rúmum 5373 tonnum. Söluandvirði var um 5,7 milljarðar. Greidd voru óvenjuhá „umboðslaun” eða 215 milljónir króna. Sú spurning vaknar af hverju féð var greitt inn á reikning einkafyrir- tækis ef það var ætlað til að múta embættismönnum í Nígeríu. Þeirri spurningu verður a.m.k. ekki svarað meðan bankaleynd hvílir yfir frekari upplýsingum. BS/GM. Olíufélögin hóta lokun eftir morgundaginn: Vilja hækkað útsöluverðolíu Olíufélögin hafa tilkynnt rikisstjórn- inni að þau muni hætta allri olíusölu eftir morgundaginn ef ekki liggi þá fyrir ný verðákvörðun sem skapi grundvöll fyrir oliusölu. Vilhjálmur Jónsson, forstjóri Olíu- félagsins hf., staðfesti þetta í samtali við DB í morgun. Hann kvaðst að öðru leyti ekki vilja tjá sig um þetta mál. Það væri til vinnslu hjá rikisstjórninni og von væri til að frá því yrði gengið alveg á næstunni. í gær samþykkti verðlagsnefnd hækkun á gasolíuverði i 155,40 kr. lítr- inn, sem er tæplega 51%. Samþykktin verður til umræðu á fundi ríkis- stjórnarinnar i dag svo og tilkynning oliufélaganna. -GM. Fjárklippur stungust ínárabónda — og klipptu sundur slagæð Sérstætt slys varð austur í Laugardal i gærkvöldi er menn voru að vinna við rúningu kinda. Hljóp kind á einn rúningsmannanna, 66 ára gamlan bónda, og við það stungust rafmagns- klippur, sem bóndinn vann með, í nára hans og klippti sundur slagæð. Voru læknir og sjúkrabifreið í skyndingu kvödd á vettvang. Var blóð- rás stöðvuð sem verða mátti en síðan haldið til Reykjavíkur í loftköstum. Aðgerð sem gerð var á manninum í Borgarspitalanum tókst vel, að sögn Selfosslögreglunnar, og liður honum eftir atvikum vel. -ASt.. Skipakaupin: Kjartan gaf reglugerðina út íbræði Kjartan Jóhannsson sjávarútvegs- ráðherra gaf út nýja reglugerð fyrir Fiskveiðasjóð í bræði eftir að mál hans hafði ekki fengið hljómgrunn i ríkis- stjórninni. Svavari Gestssyni viðskipta- ráðherra mun hafa verið vel kunnugt um þá stefnu sjávarútvegsráðherra að stöðva skipakaup erlendis. Svavar hafði samt ákveðið að veita leyfi til að kaupa tvo togara, fyrir Nes- kaupstað og Akranes. Kjartan var erlendis. Þegar hann kom heim átaldi hann þetta á ríkisstjórnarfundi en talaði fyrir daufum eyrum. Þá rauk Kjartan til og gaf út reglugerð til að reyna að stöðva kaupin. Stjórn Fiskveiðasjóðs samþykkti í gær að hafna beiðnum á kaupum á þessum togurum, samkvæmt hinni nýju reglugerð_. Fimm voru á móti leyfinu, einn með og einn sat hjá. -HH. Einu sinni xar IslancJ skógi vaxiö milli fjalls og jjöru, segir ^ ^ einhvers staðar. Þessir ungu iinenn. Arni og Siguröur Pðll % : voru ð dögunum ausiur í Olversholti vióíkögarhijgg« . v ' zý* v,"* t Xf •*^|áp. ,J ’ %&&&& V: . h * . >. ■ Orkuspamaður í fiskiðnaöi Sjávarútvegsráðuneytið hefur tekið saman yfirlit um aðgerðir til orku- sparnaðar í fiskiðnaði og fiskveiðum og kynnt hagsmunaaðilum. í yfirliti ráðuneytisins er pj.a. fjallað um betri nýtingu varma í fiskmjöls- verksmiðjum, framleiðslu fiskmjöls með jarðgufu og nýtingu kælivatns frá frystivélum. Þá er fjallað um aðgerðir til olíusparnaðar í fiskiskipum. Mikið starf hefur verið unnið við að breyta vélum skipa frá gasolíubrennslu yfir í svartoliubrennslu. Það sem af er árinu hefur 27 skipum verið breytt og áætluð er breyting á a.m.k. 20 til við-- bótar á árinu. Sjávarútvegsráðherra beinir því til hagsmunaaðila að þeir leiti fleiri hug- mynda um orkusparnað og leiða til að hrinda þeim í framkvæmd, jafnframt því sem þeir hver fyrir sína grein leggi mat á kostnað af hinum ýmsu hug- myndum um orkusparnaðaraðgerðir, þannig að lánastofnunum sé ljóst, hvaða upphæðir hér er um að ræða og leggja megi frekara mat á arðsemi aðgerðanna. -GAJ- Olíumálin í ríkisstjórninni GASOUAN1137 KR. —ósamkomulag um hækkun olíugjaldsins Samkomulag hefur tekizt í rikis- stjórninni um að gasolían til fiski- skipa hækki í 137 krónur á lítra. Þar er um að ræða málamiðlun milli til- lögu Kjartans Jóhannssonar sjávar- útvegsráðherra um 130 krónur og til- lögu Hjörleifs Guttormssonar iðnaðarráðherra um 147 krónur. Enn er ósamkomulag í rikisstjórn- inni um tillögur Kjartans um hækkun olíugjalds í 14 prósent. Framsókn hefur samþykkt þær tillögur en Alþýðubandalagið ekki. Alþýðu- bandalagsmenn segjast sjá fram á, að „tugur togara fái meðgjöf” með slíkri hækkun, sem tekin er af óskiptu. Muni þá hjá sumum togur- um verða tekið meira af óskiptu en oliuhækkuninni nemur, svo að „hagnaður” verði. Alþýðubanda- lagið vill láta aðila sjávarútvegsins semja um olíugjaldið og fiskverðið. Sú hækkun, sem nú stefnir í, þýðir gengissig allt að 10 prósent, að sögn heimildarmanna DB i morgun, en ekki verður séð, hvert gengissigið þarf að vera, fyrr en gengið hefur verið frá olíugjaldi og fiskverði. Bilið frá 137 krónum og í 155,40 krónur, sem er hið raunverulega olíu- verð, verður brúað með 2—3 millj- arðalántöku ríkisins. -HH Irjálst, úháð dagblað FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ1979. 7 ára drengur létlífíð íumferðinni Sjö ára drengur lét lífið í umferðar- slysi er varð kl. 14.18 í gær skammt frá Nesti á Ártúnshöfða. Var drengurinn í hjólreiðaferð ásamt tveimur félögum sínum. Hugðust þeir fara yfir götuna, þar sem ætíð er þung um ferð. Sá er lézt fór fyrstur og leiddi hjól sitt. Á leiðinni yfir götuna varð hann fyrir stórum vöruflutningabíl, tiu hjóla. Lézt litli drengurinn samstundis. Vörubílstjórinn reyndi að varna slysinu en lenti við það út af veginum ogáljósastaur. -ASt,- Bessastaða- árvirkjun Iðnaðarráðuneytið hefur fallizt á til- lögur Rafmagnsveitna rikisins um að eðlilegt sé að biða með ákvörðun um framkvæmdir við Bessastaðaárvirkjun, þar til niðurstöður fást um stofnun nýrrar Landsvirkjunar síðar á þessu ári. -JH. Mjaömar- grindarbrotí hörkuárekstri Hörkuárekstur varð í gærkvöldi á mótum Suðurlandsvegar og Hálsa- brautar sem liggur yfir Borgarmýri og tengir Vesturlands- og Suðurlandsveg. Voru hjón og dóttir þeirra i öðrum bílnum og hlutu þau öll sár, m.a. mjaðmargrindarbrotnaði eitt þeirra. -ASt. Miklar reyk- skemmdir íkaffibrennslu Rétt fyrir kl. 10 í gærkvöldi varð miðbæjaríbúi var við reyk er lagði frá kaffibrennslu Magnúsar Blöndals i Vonarstræti. Kvaddi hann slökkvilið til og er á veltvang var komið var mikill reykur í húsinu og hiti mikill. Eldurinn leyndist i skilrúmi og umbúðastafla og var fljótt slökktur. Varð lítið tjón af eldi en talsverðár reykskemmdir. Talið er líklegt að eldurinn hafi kviknað út frá hýðisofni í kaffibrennsl- unni. Hafði kviknað út frá honum fyrr um daginn, en menn töldu fullvíst að búið væri að slökkva alla glóð er farið var úr verksmiðjunni. -ASt. Tíankomin ogfarin DC-10 þota Flugleiða kom til Kefla- víkur kl. 19.30 í gærkvöldi eftir 5 vikna flugbann og viðgerð á hreyfilfestingu í New York. Vélin kom frá Luxlemborg og hélt áfram eftir stutta viðdvöl til NewYork. .jh.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.