Dagblaðið - 25.08.1979, Side 1

Dagblaðið - 25.08.1979, Side 1
5. ÁRG. — LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST1979 — 193. TBL. RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA ÞVERHOLTI1 l.-AÐALSÍMI 27022. Útvarpsráð: TILLAGA FORMANNS UM STEREÓ-ÚTVARP — rædd á næsta fundi útvarpsráðs „Ég hef lagt fram tillögu um tilraunaútsendingu í stereóá útvarps-, ráðsfundi,” sagði Ólafur R. Einars- son formaður útvarpsráðs í samtali viðDB. „Það er upplýst mál að þular-. stjórnborð og útsendingartæki eru úr sér gengin og það þýðir ekkert að lappa upp á þau lengur. Þess vegna lagði ég fram hugmynd um nýtt stjórnborð og þá er möguleiki á að hefja útsendingar í stereó, ef sú hug- mynd verður samþykkt. Þessi tillaga verður til umræðu á útvarpsráðsfundi í næstu viku. En það má segja að þessi tillaga er í ljósi þeirra umræðna um tónlistarflutning útvarpsins. Skoðanakönnunin hefur mikil áhrif á okkar afstöðu til þessa máls en það er fjárhagurinn sem setur okkur um koll. Engin ríkisstjórn hefur nokkum tíma verið hér sem hefur skilning á málefnum Ríkisút- varpsins.” -ELA Ólafur R. Einarsson: Engin rikis- stjórn hefur nokkurn tima veríð hér með skilning á málefnum Rikisút- varpsins. -DB-mynd Bj.Bj. Rósaangan og blómailm leggur nú frá göröum borgar-, bæja- og kauptúnafólks um land allt. Fullum skrúöa er viðast náö, en um leið eru blómin viðkvæmust fyrir sviptivindum norðanáttar sem rikjandi hcfur veríð. Einn stormsveipur — og blöðin slitna af fagurrí rós, svo hún verður aðeins minningin um gott sumar á Suðvesturlandi — og sums staðar annars staðar um sumarið sem aldrei kom. DB-mynd: Magnús Hjörleifsson. ÚTVARPSRÁÐ DRÓí LAND — og leik Fram og Vals verður bæði útvarpað og sjónvarpað „Leiknum verður bæði útvarpað og sjónvarpað,” sagði Pétur Sveinbjarn- arson, formaður knattspyrnudeildar Vals, er DB hafði samband við hann seint í gær. Sem kunnugt er stóð hvorki til að útvarpa né sjónvarpa frá úrslita- leik Vals og Fram í bikarkeppni KSÍ, .mesta sýningarleik í íslenzkri knatt- spyrnu hin síðari ár. DB birti frétt um sofandahátt ríkisfjölmiðlanna í gær og hvort það stjakaði við útvarpsráði eður ei skal ósagt látið, en í gær var boðað til fundar í útvarpsráði. Þar var ákveðið að leiknum skyldi bæði útvarpað og sjónvarpað og mun útvarpslýsing hefjast kl. 14.55 á morg- un, en leikurinn verður sýndur í íþróttaþætti sjónvarpsins á mánudags- kvöld. „Samningar tókust í gær við bæði útvarp og sjónvarp. Sjónvarpið hækkaði greiðslur til móts við þær kröfur er gerðar voru, en peningahliðin var ekkert vandræðamál hjá útvarpinu. Það hafði engan áhuga sýnt fyrr en í gær,” sagði Pétur ennfremur. DB hafði samband við Bjarna Felixson, en hann vildi ekkert láta hafa eftir sér varðandi þetta mál. Þessi ákvörðun útvarpsráðs mun vafalítið kæta knattspyrnuunnendur um land allt því ekki eiga allir þess kost að komast á völlinn. Það er þó viðbúið að hún muni eitthvað draga úr aðsókn en varla svo að neinum verulegum fjölda nemi. -SSv. Alþýðubandalag og Alþýðuf lokkur Hundsuðu f rest Tómasar Ámasonar Alþýðubandalagið og Alþýðuflokk- nema loðin svör við tillögum fjármála- urinn hafa hundsað frest þann sem ráðherra um miklar skattahækkanir til Tómas Árnason fjármálaráðherra að fylla í götin á ríkissjóði. hafði geflð þeim til að taka afstöðu til Fjármálaráðherra stefndi að þvi aði skattatillagna hans. skattahækkanirnar kæmu í gagnið 1. Tómas hafði sett þeim frest til 20. september. Þingflokkur og fram- ágúst. í viðtali við DB í gær sagði kvæmdastjórn Framsóknarflokksins Tómas Árnason að flokkarnir hefðu heldur fund á mánudag og má búast ekki orðið við þessu nema að hluta. í við nokkrum tíðindum þaðan. 'reyndinni hafa flokkarnir ekki gefið -HH. Karpov á íslandi? Grænt Ijós á fjöltefli meistarans Anatoli Karpov, heimsmeistari í skák, teflir fjöltefli í beinni útsendingu í islenzka sjónvarpinu, ef samningar (takast. i Pétur Guðfinnsson, framkvæmda- stjóri sjónvarpsins, lagði fyrir útvarps- ráð í dag tillögu um þetta efni. Pétur sagði í viðtali við DB, að sjónvarpið hefði hug á þessu fágæta efni. Margt væri þó enn óákveðið og óvist um allt þetta mál. — íbeinni 4 klst. sjónvarpsútsendingu „Einar S. Einarsson hafði það vega- nesti í þessu sambandi á FIDE-þingið, að hann þreifaði á Karpov um slíkt fjöltefli í íslenzka sjónvarpinu. Þetta yrði þá líklega bein útsending,” sagði Pétur. „Hugmyndin er sú að athuga möguleikann 'á fjöltefli heimsmeistar- ans við 10 stérka menn. Gæti þetta þá orðið fjögurra klukkustunda bein út- sending,” sagði Pétur Guðfinnsson j framkvæmdastjóri. BS.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.