Dagblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1979. 2 Kjarval og „ Wð stóra hjarta” hvalanna 1948: BYGGJUM HVALAFRK)- UNARSKIP - EKKI HVALVEIÐISKIP - - - Lesandi hringdi: Mig langar að benda ykkur á — í tilefni af aðgerðum grænfriðunga og ýmsum umræðum um hvalavernd — að 23. marz 1948 skrifaði Jóhannes Kjarval grein í Morgunblaðið, sem hann nefndi „Hið stóra hjarta”. Hann segir m.a. í greininni: „Það, sem við getum gert í þessu efni, er að byggja hvalafriðunarskip — á sama tíma sem hyggja annarra útgerðarfélaga stefnir til þess að veiða hið stóra hjarta. Er nokkuð frjálsara, óháðara og hlutlausara en sjá hvali fara stefnur sínar á flötum hafsins. Hvalafriðun- arskip myndi miklu ódýrara í rekstri en veiðiútgerðin . . . . . . Hin umkomulausasta, vold- uga vera hafsins, sem fyrir löngu komst á svo hátt þroskastig, titrar nú og skelfur í hafdjúpunum fyrir tækni mannsandans. Ef við gætum stuðlaðj að því að byggja hvalafriðunarskip, er spor stigið til lífsins leiða. Og svo getum við byrjað á að taka ofan fyrir hvölunum.” Mér fannst þessi grein alveg eins geta átt erindi til okkar núna, sagði þessi lesandi. Kjarval víldi taka ofan fyrir hvölum, dýrunum með „hið stóra hjarta”. Hjartað I þessum hval stoppaði þó stórt væri og skepnuna rak á land við Grandagarð í Reykjavfk. Umdeildur bátur sem Bátalón smiðaði: Fálki ÞH 260. Eigandi Fálka ÞH 260 svarar Þorbergi íBátalóni: „TEK EKKI J>ÁTT í NQNU SVINARÍI” Vildi selja afla sinn: Mngmaðurinn og for stjórinn sögðu nei Pétur Lúðvíksson, Vestmannaeyjum skrifar: Ég keypti gamalt hús í Vestmanna- eyjum og flutti þangað með konu og tvö börn. Ætlunin var að setjast að í Eyjum. Lét ég því umskrá bátinn minn og keypti á hann tryggingu hérna. Var fyrirhugaðaðstunda línu- og handfæraveiðar yfir sumar- og hausttímann. Þegar til kom var mér synjað um löndun hjá ísfélagi Vest- mannaeyja og hjá Fiskiðjunni, sem tekur þó á móti fiski frá fjölda smá- báta. Var mér bent á að þarna væri góð aðstaða til að landa úr smábátum og að Fiskiðjan hafi auglýst i Sjómannadagsblaði Vestmannaeyja: „Kaupum fisk og fiskafurðir”. ísfé- lagið auglýsti í Sjávarfréttum 7. tbl. 7. árg.: „Erum kaupendur að öllum tegundum fisks. Seljum ís og beitu”. Ekki var farið fram á neina aðstöðu fyrir bátinn, aðeins löndun. Forstjóri Fiskiðjunnar, Guðmund- ur Karlsson þingmaður, tjáði mér að þeir hættu ekki við sig löndun úr fleiri smábátum. Enga skýringu gaf hann mér á synjuninni. Sneri ég mér þá til hins ágæta manns, Stefáns Runólfssonar. Sagði hann að það væri erfiðleikum bundið fyrir hann að taka á móti fiski úr smábátum, þar sem enginn krani væri til staðar inni í Friðarhöfn. En svo við þyrftum ekki að henda aflan- um sendi hann bíl eftir honum í þetta skipti. Var þá ekki annað að gera en að fara með þetta beint í bæjarstjóra Vestmannaeyja, Pál Zóphóniasson. Það þótti mér anzi hart vegna óliðleg- heita Guðmundar Karlssonar, sem neitar að taka við afla úr 7 tonna trillu. Þannig býður þingmaður Vest- mannaeyja menn velkomna. Páll brást hins vegar vel við og lofaði að kraninn yrði settur upp. Guðmundur Karlsson, þingmaður og forstjóri Fiskiðjunnar I Eyjum, vildi ekki taka fisk úr bát bréfritara. DB-mynd Hörður. Garðar Björgvinsson, Raufarhöfn, skrifar: . Þorbergur Ólafsson í Bátalóni •svarar fyrir samningsbrot fyrir- tækisins vegna smíði á Fálka ÞH 260 í DB 11. ágúst. Hann segir að láns- beiðni til Fiskveiðisjóðs hafi verið synjað. Það kemur málinu ekki við. Ég stóð við allar greiðslur á réttum tíma og jafnvel fyrr. Hann talar um munnlegt samkomulag um frestun á smíðinni — sem eingöngu kom til af því að Bátalón gat ekki staðið við sinn samning. Ég ætlaði að taka bátinn burt úr Bátalóni þegar þeirri vinnu væri lokið, sem þar átti að skila. En ég neyddist til að vera með bátinn þar áfram, á meðan lokið var Hirsthmann , » Utvarps-og sjónvarpsloftnet fyrir litsjónvarpstæki," magnarakerfi og tilheyrandi loftnetsefni Odýr loftnet og gód. ( Aratuga Heildsala Smásala. Sendum i póstkröfu. RadHmrídrai Týsgötu t - Sími 10450 V við verkið, og ók milli Hveragerðis og Hafnarfjarðar daglega allan veturinn vegna þess. Það verk sem var utan samnings viðurkennir Þor- bergur að ég hafi unnið sjálfur og þar að auki vann ég margt af þvi sem Bátalón átti að gera samkvæmt samningi. Ég varð að hanna sjálfur innréttingu i lúkar og stjórna því verki sjálfur vegna þess að teikning Þorbergs stóðst ekki. Þegar ég legg í jafnmikinn kostnað og þarna var um að ræða, og vinn verkið sjálfur að auki, þá hlýt ég að fá að ráða einhverju um verkið. Um „áhugaleysi” mitt við verkið ræði ég ekki, enda segir það einhverja sögu að ég skuli vinna þarna daglega frá því það hófst þangað til þvi var lokið. Um vélina i bátinn er það að segja, að hún var borguð fyrirfram. Og þó ég hafi keypt aðra síðar þá skaðaði það Bátalón ekki á nokkurn hátt. Það er heldur ekki afsökun fyrir Þorberg á hvaða tíma hann telur þessa báta hefja róður. Hann átti að standa við samningana sina. Spurningin er: Hvernig þorir nokkurt fyrirtæki að láta sjá og hafa eftir sér á prenti að ég hafi verið knú- inn til að samþykkja vbda upp á 1.5 milljón fyrir samningssvik þess og eigin vinnu mina?! Fyrst Þorbergur óskaði eftir illindum um málið, er bezt að það komi hér fram að hann sagði við mig eftir að hafa neytt mig til að samþykkja víxlana: „Ég sé leið til að þú getir greitt þessa víxla. Hún er sú að þú leyfir mér að gera kostnaðar- áætlun upp á 27 milljónir. Svo sækirðu um toll- og söluskatts- endurgreiðslu á grundvelli þeirrar upphæðar og þá færðu rúmlega það sem þú þarft að greiða mér.” Ég svaraði því til að ég væri ekki til viðræðu unt að taka þátt í svínaríi. Og í öðru lagi ætlaði ég ekki að búa' til neina skatta á mig. Ef Þorbergur hefur „gleymt” þessu, þá getur maður á Siglingamálastofnun borið vitni. Froðufallið af hinu illa Þorsteinn Sigurðsson, Asparfelli 12, skrifar: Umræður um Jan Mayen málið eru fyrir löngu komnar á „landráða- brigzlastigið” hérlendis. í Noregi virðast hins vegar sárafáir vita um þetta mál, utan örfáir útgerðarmenn og sjómenn (í Norður-Noregi). Mál þetta hefur hins vegar þegar tekið á sig hið gamla þjóðrembustig hér, og æsir þar hver annan upp, þ.e. hinna minni spámanna. Stjórnmálaleiðtog- ar á borð við Geir Hallgrímsson, Benedikt Gröndal og Ólaf Jóhannes- son, sem allir eru í hópi hinna gætn- ari, sýnast aftur á móti gera sér grein fyrir því að ofstæki og ofstopi i mál- inu muni ekki leiða til neins góðs heldur hið gagnstæða. — Við erum nefnilega ekki einir í heiminum. — Froðufall Ólafs Ragnars er af hinu illa. Sá er þetta ritar var fyrir skömmu á ferð í Noregi og dvaldist þar nokkrar vikur. Sem fyrr segir er almenningur þar í landi næsta ófróður um þetta mál, því að þar hefur það litla athygli vakið, eins og ég áðan nefndi. En allir þeir, sem á málið hafa minnzt við mig í þvi landi, töldu sjálfsagt að láta íslendinga hafa ríflegan skerf af „Ævinlega margblessaður”. Benedikt og Olafur eru i hópi hinna gætnu stjórn- málamanna, auk Geirs Hallgrfmssonar, segir bréfritari. En hann er ekki eins hrif- inn af „froðufalli” Olafs Ragnars. loðnu og öðrum fiski, er finnast kynni á umræddum slóðum. Nei. Gauragangur, ofstopi og landráðabrigzl eru ekki vænlegustu leiðirnar til árangurs, heldur hóg- værð og samningalipurð. DÓRA A HEKHJR SKIUNN Magnea Ólafsdóttir hringdi: Dóra Jónsdóttir á heiður skilinn fyrir föstudagspoppþættina i út- varpinu. Ég er mjög ósammála gagn- rýni sem fram hefur komið á þætti hennar. Þeir eru stórkostlegir. En þáttunum hefur verið valinn rangur timi. í stað þess að útvarpa þeim í miðju föstudagsstressinu á að setja þá á kvölddagskrána. Þar eiga þeir heima.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.