Dagblaðið - 25.08.1979, Síða 3

Dagblaðið - 25.08.1979, Síða 3
DAGBLADIÐ. LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1979. 3 SIGRÚN ER MIKIL- Spurning HÆFUR STJÓRNANDI Markús B. Þorgeirsson, Hafnarfirði, skrifar: Einar Jónsson, Hraunbæ 182, skrifar í Dagblaðið miðvikudaginn 22. ágúst. Hann gerir þar að umtals- efni umræðuþátt um Jan Mayen. Hann ræðst þar á stjórnandann, Sig- rúnu Stefánsdóttur, á þann hátt, að ég1mig tilneyddan að taka upp hanzkann fyrir stjórnandann. Sigrún Stefánsdóttir er að mínu mati mikil- hæfur stjórnandi slikra þátta og gefur ekkert eftir oft á tíðum Ólafi Ragnari Grímssyni, er hann stjórnaði umræðuþáttum í sjónvarpinu á sínum tíma og vakti landsathygli. Það er sama hvar Ólafur Ragnar Grímsson fer hverju sinni. Orð hans og gerðir vekja landsathygli. Sigrún er beinskeytt í spurningum ul aðila. Hún á líka að vera það, svo þessi þáttur nái tilgangi sínum. Hún á ekki að svara. Ég hef frá öndverðu hlustað á Kastljósþættina flesta, og ég held að enginn einn þátttakandi þeirra eigi þar fleiri mínútur til svara en Geir Hallgrímsson fv. forsætisráð- herra. Um hina hófsamlegu fram- komu Kjartans Jóhannssonar sjávar- útvegsráðherra má segja í stuttu máli. Hún er ekki betri músin sem læðist en sú sem stekkur. Ennfremur er til kín- verskur málsháttur, sem stendur fyrir sínu víða i dag. (Heimildarmaður minn var Eyjólfur Konráð Jónsson, fv. ritstjóri Morgunblaðsins, nú al- þingismaður). Byltingin étur börnin sín. Svo ódrengileg var framkoma al- þýðuflokksmanna i Reykjaneskjör- dæmi gagnvart Jóni Ármanni Héð- inssyni fv. alþingismanni á sínum tíma, að kínverski málshátturinn á eftir að sannast á byltingarmönnum jafnréttis- og bræðralagshugsjónar- innar i Reykjaneskjördæmi. Það er maður með mér, hann sér lengra en þú og ég. Því þótt Kjartan sé greindur og enginn frýi honum vits, þá vantar hann æðimikið í þekkingu sína í sjáv- arútvegsmálum. Þar hefur hann aðeins þá lífsreynslu að hafa ferðast með skipum sem túristi eða hafa, tekið myndir af skipum, þegar þau eru að fara frá heimahöfn eða koma í höfn. Hins vegar hefði ég haft meiri trú á Kjartani Jóhannssyni sem heil- brigðis- og tryggingamálaráðherra en í því hlutverki sem hann gegnir nú í dag, vegna frammistöðu hans sem formanns útgerðarráðs Bæjarútgerð- ar Hafnarfjarðar ásínum tíma. Nú að lokum þetta. Sigrún Stef- ánsdóttir er að mínu mati frábær fréttamaður. Ólafur Ragnar Gríms- son er persónuleiki, sem vekur at- hygli hvar sem hann kemur og fer. Umdeildur að vísu en á réttri leið. Austfjarðagoðinn, Lúðvík Jóseps- son, hann stendur fyrir sínu hverju sinni. Hann þarf því ekkert að óttast, þó skotið sé á hann einu og einu feil- skoti af aðilum úr Árbæjarhverfinu. Ég beini svo að lokum til Kjartans Jóhannssonar ráðherra orðum sem Jón heitinn Baldvinsson fv. alþingis- maður sagði á fundi í Sjómannafé- lagi Reykjavíkur, sem haldinn var í Báruhúsinu gamla. Vökulögin voru þar til umræðu, þetta var árið 1921. Þá lá fyrir Alþingi frumvarp til laga um 6 tíma hvíld togarasjómönnum til handa. Þá sagði Jón: „Svo lengi sem íhaldið skammar okkur þá er Alþýðuflokkurinn á réttri leið.” Því er það ekki góðs viti, þegar Geir Hallgrímsson fer að hæla þér, Kjartan Jóhannsson sjávarútvegs- ráðherra. DB-mynd: Árni Páll. Eiga oliufélögin hlutabréf I Svavari? Eiga olíufélög- in Svavar? Hafnfirðingur hringdi: Ég vil bera fram þá fyrirspurn til Svavars Gestssonar viðskipta- ráðherra, hvort hann sé búinn að gleyma öUum stóryrðum sínum í garð olíufélaganna. í sjónvarpsþætti sagðist hann m.a. -ætla að gera einhver ósköp til aðsparaí dreifingar- kerfi oiiuvara. Svo þegar oliufélögin hóta stöðvun dreifingar, þá þegir Svavar og gerir ekkert. Fólk spyr því eðlilega: Er Svavar orðinn eign olíufélaganna? „Sigrún gaf Olafi Ragnari ekkert undir fótinn með að tala meira en aðrir” Sigrún er sjarm- erandi og röggsöm 3108—1076hringdi: en aðrir. Heldur fór milliveginn og Það er hreinn dónaskapur að skíta gaf öllum jafnt tækifæri til að segja Sigrúnu Stefánsdóttur fréttamann út sinar skoðanir. Ég er mjög ánægður fyrirstjómKastljóssþáttarinsum Jan með Sigrúnu í sjónvarpinu. Hún er Mayen. Hún gaf Ólafi Ragnari sjarmerandi og röggsöm. ekkert undir fótinn með að tala meira Að vera flott f skattskránni og lata aætla a sig tugmilljona tekjur til að losna við óþægilegar athugasemdir Skattborgari hringdi: Mig langar að benda ykkur á, að þegar þið tókuð út úr skattskránni nokkur nöfn bílasala, þá varð ykkur á í messunni. Blaðið dró það út úr, að bílasalarn- ir í Braut væru hæstu skattgreiðend- urnir í þeim hópi með liðlega niu milljónir á mann, ef ég man það rétt. Það þarf ekki mikla skattspekinga til að sjá, að auðvitað létu báðir áætla á sig — talan sem gengið er út frá er um 20milljónir. Það leika þetta sumir. Eitt árið voru nokkrir kraftaverkamenn fram- sóknar og Vængja nánast skattlausir. Það vakti ýmsar spurningar. Þessir sömu menn svöruðu þeim árið eftir, þegar þeim var ætlað að borga mynd- arleg gjöld til ríkisins samkvæmt skattskrá. Það var bara ekkert að marka skattskrána — því þeir forð- uðust meira umtal með því að skila einfaldlega ekki framtalinu! Greenpeacemenn: Úrkynjaðir Bretar? „Greenpeace á sér engan tilgang.” Myndin er tekin um borð I skipi samtakanna, Rainbow Warrior. Guömundur hringdi: stórþjóðir sem stunda hvalveiðar, en Mig langar til að skamma taka íslendinga í gegn af því þeir eru Greenpeacesamtökin. Þau hafa eng- fáir og smáir. Það eru örugglega úr- an tilgang og allra sizt hvalfriðun. kynjaðir Bretar sem að samtökunum Þau treysta sér ekki til að ráðast á standa. Ætlar þú að sjá vörusýninguna í Laugardalshöllinni? Hrannar Baldvinsson blaðsölustrákur: Kannski, ég veit það nú ekkí ennþá. Mig langar að fara og ef mamma og pabbi fara þá fer ég með þeim. Haraldur Blöndal prentari: Það veit ég ekki, ég er ekki búinn að ákveða það ennþá. Ég ætla bara að sjá til. Ragnar Haraldsson verzlunarmaður: Ég hugsa það. Ég sá sýninguna þegar hún var síðast og hún var þá að mörgu leyti góð. Hafdis Birna Baldursdóttir, 9 ára: Já,- ég er alveg ákveðin í því. Mamma ætlar að farameðmig. Þorbjörg Pálsdóttir húsmóðir: Ég veit ekki. Ég hef áhuga á að fara, ég sá sýn- inguna síðast. Linda Birgisdóttir: Ég veit það ekki, mig langar að sjá hana svo það getur vel verið. Ég hef aldrei farið á slíka sýn: ingu.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.