Dagblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1979. Fyrsta FIDE-þing Friðriks sem forseta: Útilokun einstakra manna verði f ordæmd segirEiiiarS.um hugsanlegar útilokunaraðgerðir gegnKortsnoj áalþjóðlegum skákmótum Aðalþing FIDE, alþjóðaskáksam- bandsins, hið fyrsta undir forsæti Friðriks Ólafssonar, er nú háð í Puerto Rico. Er þar fjallað um fjölda mála sem varoa skákíþróttina og skákmál yfirleitt. Eitt þeirra mála, sem menn búast við að þar komi til umræðu, er af- staða Austur-Evrópuríkja til þátt- töku í mótum þar sem Kortsnoj er einnig boðin þátttaka. Kortsnoj leitaði hælis sem póli- tískur flóttamaður þegar hánn tefldi í IBM-mótinu, sem haldið var í Hol- landi fyrir þrem árum. Hefur hann ekki átt upp á pallborðið hjá sovézk- um stjórnvöldum síðan. Sjálfur hefur hann talið að þau elti sig á. röndum með illvirki í huga, þegar hann er í kappskákum. Er skemmst að minnast undankeppni fyrir síðustu heimsmeistarakeppni og síðan ein- vígisins sjálfs. Kemur til greina að sovézkir skák- menn, og jafnvel skákmenn frá öðrum Austur-Evrópuríkjum, hafni boðum um þátttöku í mótum þar sem Kortsnoj er einnig boðið til keppni. Hver er afstaða Skáksambands fs- lands í slíkum tilvikum? ,,Ef til atkvæðagreiðslu kemur um það mál greiðum við atkvæði með til- lögu um að útilokun einstakra skák- manna verði fordæmd," sagði Einar S. Einarsson, forseti Skáksambands íslands. Hann fór til aðalþingsins i gær. „Ég trúi því að menn láti svona hluti lönd og léið og haldi sig við skákborðið," sagði Éinar. Hann sagði, að á þetta kynni að reyna í Reykjavíkurskákmótinu, sem hefst hinn 22. febrúar næstkomandi. „Vonir standa til þess, að Friðrik Ólafsson taki þátt í því. Sovézkir stórmeistarar hafa tekið þátt í þessu-, móti frá byrjun 1962. Eg trúi því ekki, að þeir góðu gestir hafni boði um þátttöku í móti þar sem forseti FIDE er meðal þátttakenda og góður og gildur stórmeistari eins og Korts- noj," sagði Einar S. Einarsson. BS. Island loks á „ réttum stað" á jördiiiní unnið að nákvæmari staðsetningu landsins nj$ð útreikningi hljóðmerkja f rá gervitunglum Unnið ér að þvi að staðsetja ísland nákvæmlega á jarðarkringlunni, en i Ijós hafa komið skekkjur áfyrristað- setningum landsins. Fyrsta sporið í þessu verki var, að dagana 8. til 20. agúst sl. var hlustað á merki frá gervitungli samtímis á íslandi, Fær- eyjum, Skotlandi, Jan Mayen og Grænlandi. Á móti hljóðmerkjum gervitungla var tekið á tveimur stöðum á íslandi, viö Getdingaholt í Hreppum og við Kísiliðjuna við Mývatn. A þessum stððum voru tæki sem ýmist tóku merkin á segulbandsspólur eða skráðu þau á sérstaka strimla. Með þessum merkjamóttökum og tölvuútreikningi sem á efttr fylgir á að vera hægt að staðsetja ísland á jarðarkringlunni með nákvæmni svo ekki skeiki meira en 3 metrum. Eru nákvæmnismælingar sem þessar tald- ar mikilvægar, m.a. vegna ákvörð- unar landhelgislína. l>að voru prófessor Þorbjörn Sig- urgeirsson og Bragi Guðmundsson, forstöðumaður Landmælinga ríkis- ins, sem stjórnuðu þessu verki. Bragi Guðmundsson sagði að mæl- ingapunkturinn í Geldingaholti hefði „orðið tfl" í fyrra en þá vildi Þjóð- verji nokkur fá að hafa hér mælinga-. punkt í keðju punkta frá Tromsö til Kanaríeyja sem taka áttu á móti merkjum frá gervitunglinu Seasat. -4>að gervitungl átti að mæla hitastig og ákveða geoida. Það verk eyðilagð- íst' því tunglið fór a f braut og tapaðis t átigeiminn. I vor kom svo boð um þátttöku fslands í stáðsetningu landsins auk Noregs, Grasnlands, Færeyja og Jan Mayen. Voru jafnframt boðin tæki til móttöku skeyta f rá gervitungli sem nauðsynleg eru til nákvæmra mæl- inga. Var þá nýr móttökupunktur fund- inn við Mývatn og annað tækjanna sett upp þar. Hitt tækið, sem notað' var til móttöku gervitunglamerkj- anna, var smíðað af Þorbirni Sigur- getrssyni prófessor. Reyndist tæki hans sérlega vel. Prógrammið, sem tækið vinnur eftir, velur beztu gervi- tunglin hverju sinni til mðttöku merkja og skrair þau á segulbands- spólur. Þarf einungis að skipta um spólu á sex tíma fresti, að öðru leyti vinnur tækið sjálfvirkt. Auk þess sem nákvæmari staðsetn- ing landsins á að fást við þessar mæl- ingar og útreikninga, sem nú hefjast brátt, fást upplýsingar um gliðnun ístands tii austurs og vestrs. Bragi sagði og, að þegar f leiri mæi- ingapunktar fengjust mætti með nýj- ustu radartækjum ákvarða staðsetn- ingu með nákvæmni undir 10 cm. íijós hafa komið villur á staðsetn- ingu íslands á jarðarkringlunni sem nemur 0,3 mm á jaðri danska herfor- ingjaráðskortsins. Þær mælingar gerðu Danir með stjörnuathugunum á 4 stöðum, Surtsey, Vestfjörðum, Austfjörðum og á Suðurlandi. Sá punktur, sem Dantr miðuðu sínar mælingar við, hefur ekki reynzt rétt- ur. -ASt. HUSIÐ EKKIFRIÐ AÐ Mishermt var í frétt DB á fimmtu- daginn að húsið númer 29 við Vestur- götu í Reykjavík hefði verið friðað. Húsafriðunarnefnd hefur ákvörðun tekið um slikt. enn enga GM. Vfðishúsið að Laugavegi 166. DB-mynd Arni Páll. VIÐISHUSIÐ ER ENN TIL SÖLU — Viðunandi kauptilboð hafa ekki borizt Víðishúsið að Laugavegi 166, sem menntamálaráðuneytið keypti fyrir 259 milljónir króna árið 1977, er enn tiP sölu. Viðunandi kauptilboð hafa ekki borizt samkvæmt upplýsingum sem DB aflaði sér í menntamálaráðuneytinu. Nú er verið að innrétta 1. og 2. hæð hússins, en þær eru í eigu Ríkisútgáfu námsbóka. Eru því eingöngu 3., 4. og 5. hæð hússins á söluskrá. Fyrr á þessu ári gerðu tveir aðilar kauptilboð í 3.-5. hæð Víðishússins. Finnur Gíslason og Baldur Þorleifsson buðu 15 milljónir fyrir eina hæð húss- ins. Hagprent hf. bauð 45 milljónir fyrir 3. hæð og 88 milljónir fyrir 3. og 4. hæðsaman. Tilboð þessi voru ekki nægilega há að mati ráðuneytisins. Er því enn verið að leita að kaupendum. -GM Kísilryki blandað í sement á Akranesi: í FYRSTA SKIPTIÁ VESTURLÖNDUM — eykur styrkleika sements og minnkar stórlega líkur á alkaK&tö&hvörf um „Þetta er í fyrsta skipti sem slíkt er gert á Vesturlöndum svo mér sé kunn- ugt um," sagði dr. Guðmundur Ó. Guðmundsson, forstjóri Sementsverk- smiðju ríkisins, í samtali við DB. Kisil- ryki frá járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga hefur um skeið verið blandað í sement sem framleitt er á Akranesi. Er talið fullvíst að það auki styrkleika sementsins og minnki stór- lega líkur á hinum eyðileggjandi alkalí- efnahvörfum í steypu. Víða erlendis er kísilryki blandað i steypu, en tilraunir með blöndun í sem- ent hafa ekki verið gerðar nema á íslandi og í Japan. Dr. Guðmundur Ó. Guðmundsson sagði að enn væri verið að þróa upp betri tækni við blöndun kísilryks og sements. Þegar er búið að blanda um 500 tonn frá Grundartanga. Kísilrykið er hreinsað úr afgasi frá ofnum járnblendiverksmiðjunnar. Rykið myndast við það að miklu lofti þarf að dæla upp í gegnum bræðslu- ofna verksmiðjunnar. Efnasamsetning ryksins er 90% kísilsýra og afgangurinn er kolefni, járn, magnesíum o.fl. Kísilrykið er nú flutt í kögglum frá járnblendiverksmiðjunni til Akraness. Á Grundartanga flokkast rykköggl- arnir undir urgang og koma að engu gagni. Greiðslur hafa enn ekki komið fyrir kísilrykið og ailt i óvissu um það hvaða verð sementsverksmiðjan kemur til með að greiða járnblendiverksmiðj- unni. Verður frá því gengið þegar Ijóst er hver endanleg hagkvæmni er af blönduninni. -GM ' ,*¦¦ FRAM - MLI/R •------------------------------------ HomafíokkurKópavogs ForteikurU. 13,00: VALUR-FRAMÍS. fíokki. leikurfrákl. 13,30. Mest spennandileikur sumarsins For^laaðgöngumioaeráLaugardalsvellifrákl.lOásunniidag. __. * —^—m FKAM—K.S.I.—VALUR-*

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.