Dagblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 6
DAGBLAÐID. LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1979. Bitreiðaeigendur athugið Látið okkur annast allar almennar viðgerðir ásamt' Vélastillingum, Réttingum, Sprautun. G.P. Bítrcíóavcrkstæði S.F. Skemmuvag 12 - Köpavogi Slmi 7Z730 Ritari óskast til starfa. Umsóknir sendist við- skiptaráðuneytinu fyrir 1. september 1979. Sími 25000. Kvartmílukeppni Kvartmíluklúbburinn heldur kvartmílukeppni á brautinni í Kapelluhrauni laugardaginn 1. sept. eða sunnudaginn 2. sept. Væntanlegir keppendur eru beðnir að mæta á fund í Brautarholti 20, þriðju hæð (fyrir ofan Þórscafé) næstkomandi þriðjudag kl. 21.00. Stjórnin. JOHN THAW ué DENNISIWATERIWIAN ""denholm eluott -ken hutchison lewisfiander-annagael-^-^___ Hafnarbíó frumsýnir SWEENEY 2 Framhald af hinni vinsælu mynd Sweeney sem við sýndum fyrir nokkru. Sýndkl.5,7,9ogll.l5 Bönnuð innan 16 ára. Miklar breytingar í útvarpi—nánast engar ísjónvarpinu — segirOlafurR. Einarsson, formaður útvarpsráös, um vetrardagskrána „Komið hafa fram hugmyndir um BS ' —aBKBIi |M!^Í1ÍI| ' allverulegar breytingar á útvarpsefni í vetur og þá með sérstakri hliðsjón af hlustendakönnun Hagvangs," sagði Ólafur R. Einarsson, formaður út- varpsráðs, í samtali við DB eftir fund ráðsins í gær. „Ákveðið hefur verið að halda sér- stakan fund með star'sfólki tónlistar- deildarinnar og verða þar ræddar hugsanlegar breytingar á tónlistarflutn- ingi útvarps. Ennfremur hefur verið rætt að draga úr skilum vetrar- og sumardagskrár. Breytingar hafa verið ræddar um fréttaflutning í útvarpi, fréttatímarnir eru staðnaðir og það vantar þetta ,,life" í flutninginn. Hugmyndir eru uppi um að fréttamenn lesi fréttir sínar meira sjálfir en ekki afmarka fréttatím- ana með frettum og fréttaaukum. En þetta er nánast órætt mál ennþá." — Hvernig er fjárhagur útvarpsins með tilliti til vetrardagskrár? „Við fengum núna 20% hækkun á afnotagjöldin, sem þýðir það að við höfum meiri fjárhag, þó sú hækkun renni svo að segja beint í reksturinn." — Er von á breytingum á fréttatíma sjónvarpsins? „Það hafa verið ræddár breytingar á fréttatíma sjónvarpsins en til þess að svo geti orðið, þarf fjóra nýja frétta- merin. Starfsmenn fréttadeildar sjón- varps eru nú þrír á vakt og þeir eru beinlínis að sligast. En það er fjárveit- Réttiö upp hendur, þeir sem eru sammala," sagði Ölafur R. Einarsson, formaður út- varpsráðs, á fundinum i gær. Enginn var á m6ti svo málið var samþykkt DB-mynd Bj.Bj. ingavaldið sem heimilar ráðningu á fleiri starfsmönnum. Við eigum mjög erfitt um vik að breyta hlutunum, menn eru svo íhaldssamir og engu má breyta. Hinrik Bjarnason, forstöðumaður lista- og skemmudeildar sjónvarpsins, er með tillögur um nýja útfærslu á skemmtiþáttum og spurningaþætti, en bezt væri að tala við hann um það mál. Akveðið hefur verið að endurskoða íþróttaþætti sjónvarpsins allmikið og að umræðuþættir haldi áfram annan hvem þriðjudag á móti Umheiminum. Tveir nýir islenzkir þættir hefja göngu sína í sjónvarpi í haust, annar um veðurfræði og er það Markús Einars- son sem sér um þann þátt og hinn um íslenzkt mál. Eyvindur Eiríksson og Helgi J. Halldórsson verða með þann þátt. Ennþá er sjónvarpsdagskráin laus í reipunum og aðeins komnar frumhug- myndir um vetrardagskrá. Annars má segja að sjónvarpsdagskráin verði í hefðbundnum stíl og Iítilla breytinga að vænta í þeim efnum," sagði Ólafur að lokum. -ELA Hæfileikakeppni Dagblaðsins og Hljómsveitar Birgis Gunnlaugssonar: TÓNLIST OG GAMANMÁL Á BOÐSTÓLUM Dansflokkur JSB endursýnir draugadansa sína Attundi riðill hæfileikakeppni Dag- blaðsins og Hljómsveitar Birgis Gunn- laugssonar verður líflegur ef að líkum lætur. Þrír hæfileikamenn höfðu skráð sig til keppninnar. Einn þeirra féll út á síðustu stundu, en eftir standa þeir Vil- hjálmur Óskarsson, sem ætlar að fara með gamanmál og eftirhermur, og Finnbogi Pétursson, sem mætir ásamt félaga sínum og ætlar að spila og sýngja fyrir gesti Súlnasalarins. Sigurvegarinn frá síðasta sunnudags- kvöldi, Guðbjörn Elísson, mætir einnig á sviðið og tekur nokkur lög. Einnig gæti hugsazt að einhverjir fyrri sigur- vegararlíti við. Hafi Dansflokkur JSB einhvern tíma slegið í gegn, þá sló hann sjalfum sér eftirminnilega við á sunnudagskvöldið var. Þá flutti flokkurinn tvo dansa eða öllu heldur leikþætti — annan tileink- aðan djáknanum á Myrká og Garúnu hans, hinn er til heiðurs kempunni Dracula. Atriðin heppnuðust svo vel að ákveðið var að endurtaka þau annað kvöld. Dansarnir, sem sýna átti þá, verða geymdir í eina viku. Það atriði er í diskóstil og segir frá danskeppni og öllu því tilstandi sem fylgir undirbún- ingi slíkrar keppni. Nokkuð er nú tekið að síga á seinni hluta hæfileikakeppninnar. Fjórir Dansflokkur JSB sýnir dans um Dracula greifa á siðasta hæfileikakvðldi á Sögu. DB-mynd Ragnar Th. riðlar eru eftir. Sigurvegarar sumarsins spreyta sig síðan allir á lokakvöldinu, sem að sjálfsögðu verður haldið að Hótel Sögu, 23. september næstkom- andi. Sala aðgöngumiða að lokakeppn- inni hefst í septemberbyrjun. Vegna forfalla í hópnum, sem hafði látið skrá sig í hæfileikakeppnina, vantar ennþá þrjá keppendur. Þeir sem áhuga hafa á að vera með geta látið skrá sig hjá Birgi Gunnlaugssyni stjórnanda. Hann gefur jafnframt allar frekari upplýsingar um hæfileikarallið í síma 77616 ákvöldin. Þá er ekki annað eftir en að tryggja sér borð á hæfileikarallinu annað kvöld . . . Jú, annars. Ekki mágleyma kynni kvöldsins. Hann er úr blaða- manna- og skemmtikraftastéttinni og heitir Árni Johnsen. - ÁT 15 TIL 20 LOÐNU- BÁTAR LIGGJA UNDIR GRUN UM ÞJÓFSTART — skipstjórarnir verða yf irheyrðir er þeir koma næst aö landi „Skipstjórar 15 til 20 loðnubáta verða kallaðir fyrir vegna gruns um að þeir hafi byrjað veiðar fyrir miðnætti á mánudag sl. en þá máttu veiðarnar hefjast," sagði Jón B. Jónasson, deild- arstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, í viðtali við DB í gær. Nokkrir skipstjórar, sem voru á mið- unum um þetta leyti, hafa kært þessa 15 til 20 skipstjóra. Auk þess þóttu þeir grunsamlega snemma tilkynna loðnu- nefnd um fullfermi og furðu snemma vera komnir til hafnar til Iöndunar. Skipstjórarnir verða kallaðir fyrir eftir hendinni, eða þegar þeir koma til löndunar víðsvegar um landið, og teknar af þeim skýrslur. Á grimdvelli þeirra skýrslna verður svo tekin ákvörðun um hvort þeir verða ákærðir fyrir brot á landhelgislögum eða ekki. Miðað við að meðalgóður loðnubát- ur fái fullfermi í einu kasti, tekur kastið og hleðsla bátsins vart innan við þrjá klukkutíma, en þeir fyrstu byrjuðu að tilkynna um afla upp úr klukkan 2. Það er Hðlega tveim klukkutímum eftir að veiðaniar máttu hefjast. -GS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.