Dagblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. AGUST 1979. UngurReykvíkingureftíraöhafabaríztvidskæruliöaíRóöesíuí4ár: Ægilegast var að svífa í fallhlíf nidur ímyrkriö, kúlnahríðina og óvissuna — sama hvar ég berst gegn yf irgangi kommúnista heima og fékk atvinnuleyfi sem þjónn í Ródesíu, með varanlega land- vist í huga. Að hálfu ári liðnu innrit- aði hann sig í herinn þar sem honum þótti sýnt að hann yrði hvort sem er kallaður í hann og gerði 3 ára samn- ing um herþjónustu. Að henni lok- inni hélt hann áfram í rúmt ár, en er nú hættur og dvelur hérlendis til hvíldar. „Ég fann ekki fyrr en ég kom hingað í vor og fór að slappa af, hversu hvildarþurfi ég var orðinn," sagði hann. „Það er geysilegt andlegt og líkamlegt álag að lenda í bardög- um, jafnvel svo dögum skiptir, á ókunnumslóðum." Umhverf ið f ramandi „Umhverfið er allt mjög framandi við n-austur landamærin, þar sem ég var aðallega. Þar eru holt og hæðir, líkt og hér, en mjög grýtt, hátt gras sem er illt yfirferðar og lágt kjarr. Engir skógarv eins og islendingar ímynda sér. Hitinn kemst niður undir frostmark, þegar kaldast er, sem er í júli og ágúst, en algengur daghiti er uppundir40stig. Betra að berjast með svertingjum Yfirleitt var betra að berjast með svertingjum í Rodesíuher. Þeir þekktu landið eins og lófana á sér. Þeir voru yfirleitt mun harðari eða grimmari en hvítu hermennirnir. Kann það að stafa af því að stundum komum við til þorpa, þar sem skæru- liðar höfðu t.d. smalað öllum ibúum inn í einn kofa, brennt hann svo með öllum í eða skotið fólkið niður. í þeirra hópi voru skyldmenni her- mannanna. Þegar ég byrjaði í hern- um gátu svertingjar sáralítið unnið sig upp en það er nú gjörbreytt þar eins og á fleiri sviðum. Almennt held ég að staða blökkumanna í Ródesíu sé betri en i flestum öðrum Afríku- ríkjum, a.m.k. þeim, sem ég hef komið til." Tvöfaldur dauðadómur „Skæruliðarnir myrða fólk um- svifalaust ef það hefur aðstoðað stjómarherinn eða þá grunar það um slíkt. Dauðarefsing liggur einnig við ef fólk verður uppvíst að aðstoð við skæruliða. Við höfum aldrei af mála- lokum slíkra mála að segja, því kæmist slíkt upp var haldinn réttur og var málið þar með úr okkar hönd- um. Nú er farið að girða þorpin af og hafa þar varðmenn, sem torveldar skæruliðum mjög starfseini sina. Þeir komá nefnilega matarlausir inn i landið frá búðum síiiuin í Zambíu og Mosambik til skyndiárasa og treysta á að gera vistir óbreyttra borgara upptækar sér til viðurværis. Berjumst eins og skæruliðar „Við áðurnefndar aðstæður verð- um við að berjasi eins og skærulið- arnir sjálfir, ekki dugir aö beita skipulögðum hernaði gegn þeim. Eitt af herbrögðum þeirra er að koma fyrir jarðsprengjum í moldartroðn- ingum þar sem von er á bílum okkar um. Þegar sprengjurnar springa stöðvast lestin og þeir hefja skothríð. Maður stekkur út úr bilunum og byrjar að skjóta. Reyni maður að leita skjóls við vegkantinn, er eins lík- legt að þar séu raðtengdar sprengjur, sem þeir setja af stað. Eftir villta skothríð af beggja hálfu svo sem í mínútu, leggja þeir á flíjtta og eftir- förin er hafin fótgangandi. Alltaf í eldlínunni „Norð-austurhéruðin eru aðal eld- línan í bardögunum og hef ég aðal- lega verið þar. Skæruliðarnir eru þjálfaðir í Zambíu og Mósambik og koma þar yfir landamærin til árása. í einni heiftarlegri sU'kri árás féUu 13 af tæplega 40 manna hópi sem ég var í. í slíkum bardögum kemur einnig fyrir að menn brotni saman andlega. Til þess að bæta okkur upp álagið njót- um við mikilla friðinda í leyfum okk- ar frábardögum." Berst f yrir málstað en ekki skotgleði „Þar sem ég hef alltaf verið mót- faUinn yfirgangi kommúnista er mér alveg eðlilegt að berjast gegn þeim í Ródesiu, þótt ég sé íslendingur. Af ferðum mínum um slóðir skæruUða er mér fuUljóst að þeir standa undir stríðsrekstri skæruUða. Þar eru að verki bæði Kúbumenn og Sovét- menn, sem ekki taka beinan þátt í Lík skæruliða umhverfis rúss- neskan bryndreka eftir árás Ródesíuhers á skæruliðabúð- ir. átökum, en skipuleggja þau og þjálfa skæruliðana. Hergögn skæruliða eru líka rússnesk og kínversk. Annars er ótrúlegt hvað víða við höfum fundið hluti í þeirra fórum, svo sem matvæli og lyf, hvort sem þeim hafa borizt þau beint eða með smygli undir fölsku flaggi. M.a. frá Danmörku, Svíþjóð og Vestur-Þyzkalandi. Sumt af matvælum þeirra er ótvírætt ætlað sveltandi almenningi, en ekki til að efla skæruhernað. Hélt að mér yrði sparkað til baka „Satt að segja kveið ég fyrir að koma hingað heim í sumar, það hafði frétzt af mér úti og ég hélt að fólk skildi ekki hvað gengi þarna á. En sem betur fer hefur sú ekki orðið raunin og ég hef hvílt mig vel á ferða- lögum um landið. Ekki vildi ég skipta á fslandi og Ródesíu þótt margt gott sé um Ródesíu að segja, hún væri dýrðleg ef þar ríkti friður. En því miður óttast ég að hann sé ekki í sjónmáU. Ég álít að séra Sitole hefði orðið vænlegasti leiðtogi blökkumanna af þeim, sem völ var á, en hann féll í þessum ómerku kosn- ingum. Svo er yfirvofandi að Rússar <og Kúbumenn taki beinan þátt í hern- aði skæruliða á hverri stundu og þá ná þeir landinu á nokkrum manuð- um. Eins og að fara á eftirlaun Haraldur er óráðinn í hvort hann sezt hér að og einnig hefur hann ekki gert upp hug sinn gagnvart atvinnu- grein hér. Kunningi hans, sem hann barðist með i Ródesiu og býr nú á Nýja-Sjálandi, leggur hart að honum að koma í herinn þar. Sá her á ekki í neinum átökum: „Hálfvegis finnst mér eins og það væri að fara á eftir- laun eftir það sem á hefur gengið," segir Haraldur og heldur áfram að sleikja sólina á Lækjartorgi. -GS ,,Það verður eins og að fara á eftirlaun að ganga í her, sem ekki á í átökum." DB-myndBj.Bj. Vegnaalþjóöleguvörusýningarinnar 5% aukaafsláttur eða 15% staðgreiðsluafsláttur af gullfallegum sófaborðum og hornborðum. Vióartegundir: Palesander og dökkbæsuð eik. AÐEINS Á MEÐAN Á SÝNINGUNNISTENDUR pgn ÁRMÚLA 44-SÍMI32035

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.