Dagblaðið - 25.08.1979, Page 10

Dagblaðið - 25.08.1979, Page 10
frjálst'óháð dagblað < Útgofandi: Dagbiaðið hf. Framkvœmdastjóri: Svoinn R. Eyjólfsson. Ritstjórí: Jónas Krístjónsson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Heigason. Skrífstofustjórí rítstjómar Jóhannes Roykdal. Fréttaatjí rí: Ómar Valdimarsson. íþróttir Haltur Slmonarson. Menning: Aöalstainn Ingólfsson. Aðstoöarfróttastjórí: Jónas Haraldsson. Handrít Ásgrímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjamason, Ásgeir Tómasson, Adi Steinarsson, Brpai Sigurðsson, Dóra Stefánsdótt- ir, Gissur Sigurðsson, Gunnlaugur A. Jónsson, Ótafur Geirsson, Siguröur Sverrísson. Hönnun: Guðjón H. PAIsson. Hilmar Karisson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamlerfsson, Hörður Vilhjólmsson, Ragnar Th. Sigurðsson, Sveinn Þormóðsson. ■ Skrífstofustjórí: Ólafur EyjóHsson. Gjaldkeri: Þráinn ÞoríoHsson. Sökistjórí: Ingvar Sveinsson. DreHing arstjórrMár E.M. HaHdórseon. Ritstjóm Slðumúla 12. Afgreiösla, áskríftadeild, auglýsingar og skrífstofur Þvorholti 11. Aðalsími blaðsins er 27022 (10 Nnur). Setning og umbrot Dagblaðið hf., Slðumúla 12. Mynda og plötugerð: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., SkeHunni 10. Verö I lausasölu: 180 krónur. Verö 4 áskrift innanlands: 3500 krónur. vegg Alþýðubandalagið og Alþýðuflokk- urinn hafa stillt Tómasi Árnasyni fjár- málaráðherra upp við vegg. Tómas vill láta telja sig harðjaxl í ríkisfjármálun- um. Hann setti þumalskrúfu á aðra ráð- herra og reyndi að stöðva aukafjárveit- ingar umfram fjárlög til þeirra. Hann stóð einn gegn öllum í deilum um bensínskattana, hót- aði afsögn, ef skattprósentu ríkisins af bensínverði yrði ekki haldið uppi,og fór með sigur af hólmi. Hann bar á miðju sumri fram tillögur um nýja skatta til að fylla í gatið á ríkissjóði og gaf samráðherrum sínum frest til tuttugasta ágúst til að taka afstöðu til tillagnanna. Skattahækkanir skyldu komast í gagnið fyrsta septem- ber. Alþýðubandalag og Alþýðuflokkur hafa hundsað frestinn. •’ Tómasi Árnasyni gengur báglega í hlutverki harð- jaxlsins. Hann hefur strengt þess heit að halda ríkisút- gjöldum niðri, svo að þau magni ekki verðbólgubálið. Hann hefur á lofti þá stefnu, að ekki verði halli á rikis- rekstrinum, sem auki verðbólguna. En hvað eftir ann- að sjá menn allt annað koma út úr kvörninni. Almenningur hefur séð fréttir um milljarðagöt á ríkissjóði, bæði á afkomu yfirstandandi árs og sam- kvæmt drögum, sem fjármálaráðherra hefur sjálfur kynnt ríkisstjórninni að fjárlögum næsta árs. Ríkisút- gjöldin æða áfram. Þetta er ekki í samræmi við boð- aða stefnu harðjaxlsins. Fjármálaráðherra virðist skorta kjark til að hafa for- ystu um niðurskurð ríkisútgjalda, sem þó er eina færa leiðin út úr ógöngunum. Stjórnmálamenn mæla gjarn- an fyrir niðurskurði, þegar þeir gagnrýna fjárlög sem stjórnarandstæðingar. Þegar þeir eru setztir í ráðherra- stóla, reynist þeim auðveldara að láta reka og gerast fyrirgreiðslumeistarar margs konar þrýstihópa. Hlut- skipti fjármálaráðherra er örðugt. Mælist hann til niðurskurðar á einhverjum þáttum, lítur hlutaðeigandi ráðherra gjarnan á það sem persónulega móðgun. Tómas Árnason hefur valið auðveldari kostinn. Hann hefur gefizt upp í sparnaðarviðleitni en vill enn reyna að hafa ríkisreksturinn hallalausan. Uppkeyrsla ríkisbáknsins með síauknum skattaálög- um er mikil meinsemd í okkar kerfi og fer vaxandi undir núverandi stjórn. Þessi uppkeyrsla er stórlega verðbólguhvetj andi. Hún leiðir til óarðbærari nýtingar auðæfa þjóðarinnar og skerðir því hag landsmanna. Fjármálaráðherra fæst við hið smærra verkefni, sem þó skiptir verulegu máli, að halda ríkisrekstrinum hallalausum. Hann minnir á, að auðvitað væri það að bæta gráu ofan á svart að keyra í senn upp ríkisbáknið og skila hallarekstri í ofanálag! Því vill hann stórauka skatta með bráðabirgðalögum sem næst fyrsta september. Samstarfsflokkar Framsóknarflokksins hafa bæði hundsað þann frest, sem ráðherrann gaf þeim, og tekið lítið í, að skattahækkunin verði nú nægileg til að fylla í götin. Alþýðubandalagið hefur látið að því liggja, að það geti samþykkt einhverjar skattahækkanir til að mæta hækkun olíustyrkja og því, að niðurgreiðslur verði ekkih 'kaðar. Þetti r hvergi nærri nóg til að mæta hallanum. Spurníngin næstu daga verður, hvernig Tómas Árnason : jármálaráðherra unir því að vera settur upp við vegg. DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1979. ísrael: Gleypir verð- bólgan Begin? —hún þýtur áf ram á 80% hraða í ár en vamir landsins taka líka til sín sex krónur af hverjum tíu sem í kassann koma Menachem Begin forsætisráðherra ísraels var sæmdur friðarverðlaunum Nobels af norska Stórþinginu. Land- ar hans flestir voru að sjálfsögðu ánægðir með það og glöddust með honum. Þeir munu aftur á móti vera færri í ísrael sem telja árangur Begins í efna- hagsmálum jafnmikinn og í viðleitn- inni til friðar í þessum heimshluta. Þau mál munu vera komin í slíkan ólestur að alvarlega horfir með fram- tíðina. Verðbólgan skeiðar áfram hraðfara í þá átt sem við hér á íslandi þekkjum svo vel. Ljóst dæmi um hvernig ráðamenn líta á efnahags- horfur ísraels eru nýleg ummæli Moshe Dayan utanríkisráðherra landsins. í þeim sagði .hann að ráða- menn vestur i Washington hefðu vax- andi áhyggjur af efnahagsþróun í ísrael. Sumir efuðust jafnvel um getu landsins til að standa við skuldbind- ingar sinar og jafnframt bera þær fjárhagslegu byrðar sem rekstur nú- tímaþjóðfélags krefst. Verðlag á almennum neyzluvörum í ísrael hefur hækkað um rúmlega fjörutíu af hundraði á fyrri helmingi þessa árs. Sérfræðingar spá því að verðbólgan muni ná þvi að verða 80% á tímabilinu janúar til desember næstkomandi. Síðustu fregnir frá ísrael herma meira að segja að hrað- inn á henni sé um þessar mundir 80% miðað við eitt ár. Þarna hafa ísraelar slegið fyrra met sitt og reyndar eru þess fá dæmi að nokkur þjóð hafi þurft að bera svo hrikalega verðbólgu. Hins vegar má ekki gleyma því, þegar rætt er um verðbólgu og efna- hagsmál ísraels almennt, að gífurlega stórt hlutfall rikisútgjaldanna fer til varna landsins. í þá ógæfulegu hít renna sex af hverjum tíu krónum, sem í rikiskassann koma. Viðskipta- jöfnuður gagnvart útlöndum er mjög óhagstæður og er talinn munu nema jafnvirði 4,5 milljarða bandarískra dollara á þessu ári sem er að líða. í grein í bandariska blaðinu The New York Times nýlega segir að ríkisstjórn Menachem Begins hafí verið með afbrigðum sein á sér að grípa til nauðsynlegra aðgerða í efna- hagsmálum. Sérfræðingar segja að eitt hið fyrsta sem gera verði sé að draga verulega úr opinberum niður- AFRAM STELPUR! Þegar konur efndu til kröfugöngu og útifundar á Lækjartorgi fyrir nokkrum árum, þá var það merkileg stund fyrir áhorfanda að virða fyrir sér fjöldann og hlusta á baráttumál kvenna. Þessi augnablik voru ekki aðeins merkileg fyrir þá sök heldur var at- burðurinn einsdæmi í íslandssög- unni. Þarna á torginu losnaði um hnúta fjölskyldubanda og gamlir fjötrar hrundu af dætrum, eiginkonum, frænkum, mæðrum, ömmum og langmönnum: Á Lækjartorgi stóð fjölmennasti hópur íslenzkra kvenna saman i fyrsta sinn. Og þar var rætt um réttlætismál. Síðan hefur löggjafinn stigið nokk- ur skref i jafnréttisátt en jafnframt hefur komið í Ijós, að bæði opinberir starfsmenn ■ og kapítalistar með einkarekstur hafa smeygt sér fram hjá lagagreinum um jafnrétti, fæð- ingarorlof og fl. Kúgunarmynztrið hefur tekið breytingum og ennþá heyrist víða, að konur séu hálfdrætt- ingar á við karla. Aldamótadraugur- inn er enn nokkuð hress en um það leyti fengu konur 13 aura en karlar 27 aura á tímann. Ljóst er því, að enn njóta konur ekki jafnréttis í reynd á mörgum svið- um. Eitt lítið dæmi er hlutskipti íþróttakvenna. Þær mega æfa og keppa, ef þær eru ekki að þvælast fyrir körlum. Og Norðurlandameistari kvenna í skák í 3ja sinn fékk að velja verðlaun sjálfri sér til handa úr fánýtu drasli. Hvað hefði mr. Fischer sagt? Kúltúrpólitíkin Víða um lönd hefur kvenfrelsisbar- áttan komið róti á venjur og hugi manna. Hér hefur Rauðsokkahreyf- ingin haldið uppi merkjum kvenna, gefið út tímarit, plaköt, haldið fundi og birt greinar í blöðum. Oh, þessar fímm, ég þoli þær ekki, sagði flokksbundinn sósjalist eitt sinn i mín eyru og átti við Fimm stúlkur, sem séð hafa um kvenréttindasíðu í Þjóðviljanum. Svo næg eru verkefnin. Ennfremur hefur kvenfrelsisbar- áttan endurspeglazt í nýjum, íslenzk- um leikritum. Þar hefur stöðu kvenna verið' lýst í þjóðfélaginu, bæði kröfugerðinni sem þjóðfélagið h'efur gert til kvenna og kröfugerð- inni sem nútímakonan sjálf gerir. Og skáldsögur skrifaðar af konum hafa lýst reynslu kvenna af ef til vill meira næmi og hispursleysi en áður. Áhrifa kvenfrelsisbaráttunnar hefur einnig gætt í ipörgum kvik- Nýafstaðið Vísisrall hefur enn einu sinni fært okkur heim sanninn um yfirburði íslenzku þjóðarinnar — nú á sviði samgangna. Vegna mikillar framsýni búanda- karla í upphafi aldarinnar slapp þjóðin við þau flutningatæki sem kallast járnbrautir og eftir að slíkir frammúrstefnumenn fluttu á mölina hafa þeir af fyrirhyggju sinni séð til þess að vegakerfi þjóðarinnar væri ekki spillt með of mikilli verkfræði. Við höfum því sloppið við varanlega vegi að mestu leyti, þótt búið sé að eyðileggja rallveginn austur fyrir fjall. Enn er þó vegakerfið að lang- mestum hluta óspillt þannig að gera má ráð fyrir að ísland geti orðið sá afkimi veraldar þar sem frægustu biíabanar heims geta keppzt við að eyðileggja bíla. Færi þá hróður þjóðarinnar vaxandi þar sem hún gæti montað sig af fleiru en að hakka hverfandi hvalastofn niður í katta- mat. Það var kominn tími til að við uppgötvuðum það göfuga sport að keppa í því að eyðileggja bíla í einni ferð, enda eru íslenzkir bíleigendur allir með tölu rallökumenn með reynslu. En um leið og okkur er þessi staðreynd ljós fer ekki hjá því að við verðum að biðja Rallvegagerð ríkisins afsökunar á þeirri óréttmætu gagnrýni sem beint hefur verið gegn Kjallarinn Leó M. Jónsson stofnuninni á undanförnum ára- tugum. Þó getur stofnunin, að vissu leyti, sjálfri sér um kennt, al- menningur hafði ekki hugmynd um markmið þessa ríkisbákns væri að gera island að óskalandi allra rall- áhugamanna í heiminum. Sýnir þetta vel hve upplýsingamiðlun opinberra stofnana er af skornum skammti hér- lendis. Vísisrallið hefur opnað augu okkar venjulegra bíleigenda fyrir þeirri staðréynd að verði varanlegt slitlag lagt á troðningakerfi þjóðarinnar þýddi það einfaldlega að leggja yrði í verulegan kostnað til þess að hægt væri að eyðileggja bíla á fljótlegan hátt. Dæmi um það höfum við frá Bretlandi. Einn þeirra útlendinga, sem kynntu sér rallið um daginn, sagði í blaðaviðtali að svo illa væri komið fyrir þjóðvegakerfi Breta, að þar væri ekki nokkuð leið aðhrista bíltík í sundur, sama á hverju gengi. Til þess að koma upp rallaðstöðu þar í landi þyrfti að kaupa upp lóðir og lendur, troða niður tonnum af dínamiti og blása jarðveginum út í hafsauga. Þrátt fyrir þá fyrirhöfn og

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.