Dagblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 25.08.1979, Blaðsíða 11
DAGBLADIÐ. L AUGARDAGUR 25. AGÚST 1979. 11 Þrátt fyrir friðarsamninga við Egypta gæti óðaverðbólgan i Israel, sem nú þýtur áfram með 100% hraða, orðið banabiti stjórnar Menachem Begins. greiðslum á almennum matvörum og fargjöldum með almenningsfarar- tækjum. í fyrstu mun þetta auðvitað hafa í för með sér verulegar hækk- anir á mörgum matvörum og væri því mjög óvinsælt meðal almennings. Efnahagssérfræðingar halda því þó fram að ef til lengri tíma sé litið þá muni þessar aðgerðir draga úr verð- bólgunni. Mundi meðal annars mjög draga úr skuldum ríkissjóðs landsins, sem ísraelsmenn hafa nú um skeið í raun fleytt áfram með gamalkunnri aðferð eða að auka seðlamagn í um- ferð. Á almennara máli má segja að það sé ekkert annað en að auka stöð- ugt við hraðann á seðlaprentvélun- Niðurfelling niðurgreiðslna er ekki vinsælt stefnumark í stjórnmálalíf- inu. Vegna þess hve miklar þær eru orðnar hlutfallslega af raunverulegu verði margra vörutegunda er hægt að sýna fram á með einföldum hætti að þær valda verulegu misrétti. Erlendir ferðamenn sem kaupa mat sinn á veitingahúsum í ísrael njóta til dæmis verulegs hagræðis af niðurgreiðslukerfinu. Þjónninn, sem í flestum tilvikum er mun fátækari en ferðafólkið, þarf aftur á móti að greiða allt að helmingi raunkostnaðar matarins sem hann ber á borð. Það gerir hann í formi beinna og óbeinna skatta. Ljóst er að Menachem Begin þarf tæpast að leggja mál sitt undir dóm kjósenda fyrr en eftir tvö ár, þegar al- mennar þingkosningar eiga að fara fram í ísrael. Kunnugir telja að takist honum og aðstoðarmönnum hans ekki að ná betri tökum í glímunni við verðbólgudrauginn séu allar líkur á að stjórn hans falli. *? Ferðamenn sem til Israels koma njóta góðs af viðamiklu niðurgreiðslukerfi þar á neyzluvörum. Maturinn sem þeir borða á veitingastöðunum er til dæmis greiddur að hálfu af sárafátækum þjóninum sem afgreiðir þá. Þá i formi skatta. myndum, sem sýndar hafa verið hér undanfarið. Miðja heimsins hét ein svissnesk kvikmynd, sem hér var sýnd, og þýzkar, franskar, ítalskar og bandarískar kvikmyndir hafa hver með sínum hætti fjallað um reynslu kvenna. Og sumum þessara mynda hefur verið leikstýrt af konum. Síðast en ekki sízt má nefna þátt ís- lenzkra myndlistarmanna í réttinda- baráttunni. Þar eiga grafíklistakon- urnar ef til vill glæsilegasta hand- bragðið. í myndmáli þeirra segja ósköp hversdagslegir og kunnuglegir hlutir sögu kvenna. Þessi stutta upptalning gefur svona rétt til kynna, að kvenfrelsis- arinnar eða myndverk, kvikmyndir, leikrit eða skáldsögur hafi náð inn fyrir veggi verksmiðjunnar, verk- stæðisins, skrifstofunnar, verzlunar- innar eða heimilisins? Á þessum stöðum vinna tekju- lægstu konur á landinu, og um þessar konur snýst að verulegu leyti öll þessi menningarpólitík. Spurningunni svaraégneitandi. Mistökin Hvers vegna náðu kvenfrelsishug- sjónirnar ekki eyrum allra islenzkra kvenna eins og skyldi? Svörin veit ég ekki með vissu en „íslenzkar konur eiga að stofna sér- stakan stjórnmálaflokk. 1 baráttan hefur fundið hljómgrunn á mörgum sviðum hérlendis eins og í Evrópu og Ameríku. Þegar ég lit um öxl, þá velti ég oft fyrir mér þeirri spurningu, hvort hug- sjónir kvenfrelsisbaráttunnar, upp- lýsingaherferð Rauðsokkahreyfing- nokkrar tilgátur þykir mér nothæfar i bili. í fyrsta lagi hefur Rauðsokka- hreyfingin verið félagslegt afl — ekki pólitiskt. Foringjar Rauðsokkahreyf- ingarinnar leituðu strax í náðarfaðm karlaveldisins ógurlega. Það var makkað við stjórnmálaflokkana um baráttumálin. í reynd er það gamla sagan um atkvæðið og dragtina. í öðru lagi tel ég það hafi verið taktískt vitlaust að skipta liði, þó að innan Rauðsokkahreyfingarinnar væru eðlileg átök, og ég tel það ger- samlega glatað að veifa síðan hálf- fræðilegum alhæfingum og útjösk- uðum slagorðum sem einhverjum lausnarorðum fyrir vinnandi fólk. Að mínum dómi á starfsemi Rauð- sokkahreyfingarinnar að skera úr um, hvort hreyfingin er sósjalskt afl eða ekki. Alhæfingar hljóma ekki eins aðlaðandi í eyrum láglauna- kvenna á vinnustöðum eins og þær láta í eyrum langskólagenginna kvenna með danska skýluklúta snúrr- aða um heilabúið, þegar keppt er í orðaleikjum um þjóðfélagið yfir sérríglasi. Ég tel því sósjalska stefnumótun Rauðsokkahreyfirigarinnar eins og hvern annan ótímabæran orðaleik af því að hún þrengir áhrifasvæði hreyf- ingarinnar. Ef Rauðsokkahreyfingin vill stefna að-því áð verða hópur fárra með svip- aðar skoðanir og hugmyndafræðilegt blankalogn, þá heldur sú þróun ájiam að flytja inn í landið mála- flokka í sömu röð og erlendar stall- systur taka málin fyrir. Af þeim sökum er íslenzki veru- leikinn sniðgenginn í sífellu, og lítil tengsl myndast milli Rauðsokka- hreyfingarinnar annars vegar og framangreindra vinnustaða, þar sem láglaunakonur vinna. ArniLarsson Alhæfmgar Rauðsokkahreyfingar- innar draga því aðeins upp blóðlaus- arskissur. í staðinn fyrir alhæfingar kýs ég fremur frásagnir íslenzkra kvenna í fyrstu persónu eintölu, þar sem félagslegum og pólitískum veruleik er lýst meðdæmum. Lokamarkmið Nú lít ég á Rauðsokkahreyfinguna sem samnefnara fyrir islenzka kven- réttindabaráttu. Ég tel Rauðsokkahreyfinguna ein- ungis vera félagslegt afl, og baráttu- málum kvenna verður ekki borgið fyrr en íslenzkar konur breyta þessu félagslega afli í pólitískt afl og stofna sérstakan stjórnmálaflokk með fram- boði til Alþingis og dvöl þar unz þjóðfélagslegu óréttlæti kvenna á Is- landi hefur verið útrýmt. Ég er þeirrar skoðunar, að sú stefna sé eina mannsæmandi leiðin fyrir islenzkar konur, þegar á annað borð hugsjónir kvenfrelsisbaráttunn- ar eru vegnar og metnar og bornar saman við stöðu íslenzkra kvenna í dag. Hvað varð annars af þessu mikla stuði, sem konur voru i á Lækjar- torgi forðum daga? íslenzkar konur verða áð verma 30 stóla á Alþingi til að ná fram baráttu- málum sírium — vel að merkja, 30 stóla — ekki 30 þingmenn. Árni Larsson rithöfundur Rallvegagerd ríkisins kostnað yrði rallaðstaðan aldrei neitt i líkingu við það sem íslenzkir sér- fræðingar Rallvegagerðarinnar geta skapað með sínum nærfæru vinnu- brögðum og þróuðu holutækni. Svona eiga landsfeður að stjórna Það virðist vera orðinn leiður á- vani margra að vera alltaf að gagn- rýna þetta fyrirmyndarþjóðfélag og þá sem því stjórna. I raun og veru ætti að banna allt kjaftæði. Gott dæmi um hve blindir gagnrýnendur geta orðið eru umræður um vegagerð í landinu. Þessar umræður hafa alltaf farið fram á röngum forseudum þar sem enginn gagnrýnenda virtist gera sér ljóst, að markmiðið var að byggja rallvegi en ekki venjulega þjóðvegi. öllum ljóst, að það var rétt ákvörðun að eyðileggja smáspotta við Borgar- nes og höfnina þar í leiðinni, heldur [ Fyrir heitna landið með fínu rallvegina. í Þegar þetta er haft í huga fer ekki hjá því að fólk sjái hlutina í öðru ljósi en fram að þessu. Þegar ýmsir voru að gagnrýna byggingu Borgar- fjarðarbrúarinnar, Dóru, féllu þeir í þá gryfju að benda á að hún kostaði jafnmikið og bundið slitlag á rall- veginn norður til Akureyrar. Nú er en að eyðileggja allan rallveginn til Akureyrar. Þetta er einnig spurning um fordæmi: Ef lagt hefði verið bundið slitlag alla leið til Akureyrar, hvað heldur þá fólk að hefði orðið um þessar dásamlegu torfærur á Norðausturlandi? Stefnan í vega- málum er einföld og klár: Við viljum rallvegi, þeir sem þjást af iiýrna- steinum geta flogið. Aðf ör heims- valdasinna að rallvegakerfinu Nú er það einnig ljóst að einum hópi fólks eigum við einkum að þakka hið frábæra rallvegakerfi þjóðarinnar. Kommakvikindin hafa nefnilega ekki sofið á verðinum. Þau hafa haft augun hjá sér og vaktað tiltektir og fyrirætlanir heimsvalda- sinna, sem hreiðrað hafa um sig á Miðnesheiði undir merkjum Nató. Liður í stefnu að heimsyfirráðum er sæmilega fært vegakerfi, vegakerfi sem hentar öðrum tækjum. en jeppum og skriðdrekum eingöngu. Af þessum sökum höfðu Bandaríkja- menn uppi ráðagerðir um að eyði- leggja rallvegakerfi landsins, dæla dollurum inn i kerfið til þess að byggja varanlega vegi. Kommakvik- indin fullyrtu reyndar að Bandaríkja- menn ætluðu að malbika landið eins og það legði sig. Þetta tókst að fyrir- !byggja með samstilltu átaki. I þessu sambandi er hollt að líta til. Norðmanna, en þeir létu plata sig til þess að eyðileggja sitt rallvegakerfi í :þágu heimsvaldastefnunnar og Nató, enda eru þeir á góðri leið með að verða rikasta og jafnframt leiðinleg- asta þjóðfélagið í Evrópu, sem er auðvitað bara gott á þá. Þar finnst nú varla almennilegur vegarspotti lengur, ralláhugamenn í fýlu, dempara- og púströrabisness er þar ekki svipur hjá sjón og eini ljósi punkturinn i tilverunni er að ekki er ýkja langt til fslands, þar sem enginn vandi er að fá stein í rúðuna og pönnuna samtímis — fyrirheitna landsins með fínu rallvegina. Leó M. Jónsson, tæknifræðingur. «*«*«»*

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.