Dagblaðið - 25.08.1979, Page 13

Dagblaðið - 25.08.1979, Page 13
Úrslit í 2. flokkiísumar DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. ÁGÚST 1979. íþróttir Nokkur misbrestur hefur orðið á þvi á laugardagssiðum DB að birta úrsiitin úr 2. flokki og til þess að bæta úr þvi birtum við úrslit allra leikja, sem fram hafa farið i A- og B-riðli. Fram — Breiðablik A-riðill 2—2 Valur — Kcflavík 4—0 Vestmannaeyjar — FH 0—0 Sljaman — Þór 2—1 KR-KA 2—0 Valur — Breiöablik 0—1 Stjaman — Akranes 2-2 KR - Fram 4—0 Þór — Vestmannaeyjar 1—1 KA-FH FHgaf Breiðablik — Kcflavik 4—1 FH — Fram 1—1 KR — Valur 2—0 Þór — KA 1—0 ÍBV — Akrancs 0—1 Fram — Þór 0—1 Akranes — KA 1—0 ÍBV — Stjaman 4—3 FH — Valur 0—2 Keflavík — KR 1—1 Akranes — Fram 1—0 Stjaman — KA 4—2 Valur — Þór 2—0 FH — Keflavík 0—5 Breiðablik — KR 1—1 Keflavík — Þór 1—5 Fram — Stjaman 2—1 ÍBV — KA 0—1 FH — Breiðablik 0—7. Breiðablik — Þór 1—1 KR — FH 4—0 Valur — Stjaman 1—0 Fram — ÍBV 4—2 Keflavík — Akranes 1—1 KA — Fram 4—1 Stjaraan — Keflavík 2—1 Valur—ÍBV 0—0 Akranes — Breiðablik 0—0 Þór— KR 2—4 KR— Akranes 2—0 Kenavik - ÍBV frestað KA — Valur 1—2 Breiðablik — Stjaman 2—0 Þór-FH FH gaf Akranes — FH FH gaf Stjaman — KR Stj.gaf KA — ÍBK leikinn um helgina Fram — Valur 2—3 BrciAablik — ÍBV 1 Þór — Akranes 2—0 B-riðill Leiknir — ÍK 3-0 Reynir — Víkingur 1-4 Haukar — Fylkir 1-0 Fylkir—ÍK 6—1 Þróttur — Haukar 1—1 Víkingur— Völsungur 1—1 Leiknir — Reynir 1—1 Reynir — Fylkir 2—1 Völsungur — Leiknir 2—2 ÍK — Þróttur 2—2 Fylkir — Völsungur 0—5 (leikið fyrír norðan) Þróttur— Reynir 4—2 ÍK — Haukar 0—5 Víkingur — Selfoss 10—0 Völsungur— Þróttur 0—0 Reynir — Haukar 2—1 Selfoss — Leiknir 1—4 Haukar — Völsungur 1—1 Sclfoss — Fylkir 3-3 Reynir — ÍK 6—1 Völsungur— lK 12—0 Leiknir — Víkingur 2—1 Þróttur— Selfoss 6—2 Völsungur — Reynir 1—1 Vikingur — Fylkir 3—0 Selfoss — Haukar 3—3 Víkingur— Þróttur 2—3 Fylkir — Leiknir 1—2 ÍK — Selfoss 0—5 Þróttur— Leiknir 4—2 Haukar — Víkingur 5—0 Reynir — Selfoss 0—4 Fyrsta mark KR gegn Þrútti Neskaupstað i úrslitakeppni 3. flokksins um sl. helgi er I inn fyrir marklinuna. KR vann leikinn 5—1 en ekki dugði það til sigurs I Islandsmót- staðreynd. Davíð Skúlason tók hornspyrnu, og markvörður Þróttar missti knöttinn | inu. Valsmenn stálu þar senunni og unnu Fylki f úrslitaleiknum 2— 1. KR vinnur A-riðilinn en fjögur berjast f B-riðli —íslandsmótið í 2. flokki er að komast á lokastig Keppnin í 2. flokki Islandsmótsins í knattspyrnu er nú mjög vel á veg komin og aðeins brot af þeim leikjum, sem voru á skrá, á nú eftir að leika. Lengi framan af sumri var mjög tvisýn bar- átta i báðum riðlunum og er það reyndar ennþá, en KR er þó öruggur sigurvegari i A-riðli. KR hefur hlotið 16 stig úr 9 leikjum og geta aðeins Blikarn- ir náð þeirri stigatölu en þá verður KR að tapa sinum siðasta leik gegn ÍBV og slikt er harla óliklegt. í B-riðlinum er hins vegar geysileg barátta og þar hafa úrslit ærið oft komið mjög á óvart. Stórsigrar hafa unnizt — allt upp i 12—0. Það sama lið og tapaði 0—12, ÍK, náði sfðan jafn- tefli gegn efsta liði riðilsins, Þrótti, 2— 2. Þetta er eina stig ÍK i allt sumar í þessum flokki og þessi úrslit sýna bezt að riðillinn er mjög jafn og tvísýnn en á undanförnum vikum hafa Þróttarar verið að stga hægt og rólega fram úr hinum liðunum og eru nú f efsta sæti með 11 stig að 7 leikjum loknum en a.m.k. þrjú lið til viðbótar eiga mögu- leika á að vinna f riðlinum þegar aðeins einn leikur er eftir hjá flestum. Fyrir skömmu léku tvö af efstu lið- unum, Völsungur og Þróttur, saman á Húsavík og urðu Völsungar að vinna þann leik til þess að eiga raunhæfa möguleika í sigri í riðlinum. Ekkert gekk þó upp í þeim leik og t.d. fengu Völsungar tvær vítaspyrnur á sömu .mínútunni. Sú fyrri var varin af mark- verði Þróttar en leikmaðurinn fékk þó knöttinn aftur. Síðari tilraun hans fór þóekki ábetri veg — í þverslá og yfir. í hinni vítaspyrnunni tókst ekki betur til en svo að knötturínn small í annarri marksúlunni og þaðan út á ÍR-ingar sigurvegarar í fyrstu fjórþraut HSÍ — Bjarni Bessason stighæsti einstaklingurinn Fyrir stuttu lauk fyrstu fjórþraut HSÍ en það er þrekpróf sem var haldið fyrir leikmenn 1. deildarliðanna i hand- boltanum. Alls áttu 7 1. deildarlið þátt- takendur i þessari fjórþraut og voru þátttakendur alls 63 talsins. Þrautin felst í fjórum mismunandi atríðum. Það fyrsta er 3000 metra hlaup, þá er 40 metra sprettur, stökkkraftur mældur og loks er svokallað hand- boltapróf en það er sérhæft próf fyrír handknattleiksmenn. Aðalmarkmiðið með þessari þraut var að stuðla að þvi að leikmenn væru i góðri þjálfun áður en keppnistímabilið •hefst, þ.e. stuðla að æfingum leik- manna yfir sumartímann. Þá er þessum prófum ætlað að mæla þá líkamseigin- lleika er koma að notum í handknatt- leik. í 3000 metra hlaupinu tóku 55 kepp- endur þátt. Bezti tími sem náðist í þessu hlaupi var 10,45 mín. en sá lakasti var 14 mín. og 35 sek. Meðaltími þátttak- enda var 12 mín. og 15 sek., sem er sæmilegt. í 40 metra spretthlaupinu tóku einnig 55 menn þátt. Bezti tíminn þar var 5,0 sek. og hann átti Gunnar Lúðvíksson úr Val, en Gunnar hefur í sumar æft knattspyrnu með Gróttu og því ekki setið aðgerðalaus. Lakasti timinn i hlaupinu var 6,5 sek. Meðaltími leik- manna var 5,7 sek. í stökkkraftsprófinu tóku 47 leik- menn þátt og var árangurinn mjög mis- jafn eins og að líkum lætur. Bezti stökkkrafturinn reyndist 90 cm en sá lakasti aðeins 50 cm. Meðalárangurinn var 70 cm. Handboltaprófið reyndist mörgum ærið erfitt enda talsverð þrekraun. Þar voru þátttakendur einnig 47 talsins og tíminn að vonum nokkuð mismunandi. Bezti tíminn var 2 mín. og 13 sek. en sá lakasti var 3 mín. og 4 sek. Meðaltími var nokkurn veginn mitt á milli þessara tíma. Að loknum þessum fjórum þrautum voru stig leikmanna lögð saman og síðan reiknaður út heildarárangur. ÍR- ingar áttu flesta þátttakendur á nám- skeiðinu — 9 talsins — og þeir hlutu til samans 1903 stig og urðu stigahæstir. Stigahæsti einstaklingurinn í prófinu varð Bjarni Bessason ÍR með 248 stig. Annar varð Steinar Birgisson úr Vík- ingi með 243 stig og þriðji Gunnar Lúð- víksson Val með 242 stig. Annars varð stigatala liðanna sem hér segir. Fyrst kemur nafn liðsins, þá fjöldi leikmanna, heildarstigatala og þá lauslega reiknað meðaltal hvers og eins. ÍR 9 FH 8 KR 7 Haukar 6 Víkingur 6 Valur 4 Fram 1 Fjórþrautin mæltist ve um þeim er tóku þátt i henni og er þetta mjög kærkomin nýjung hjá HSÍ. Vænta má fastlega að fjórþrautin verði lárlegur viðburður í undirbúningi hand- knattleiksmanna fyrir keppnistímabilið :og stuðli að aukinni æflngu leikmanna yfirsumartimann. 1903 211 1678 210 1461 209 1271 212 1261 210 883 216 238 238 fyrir hjá öll- völlinn. Ekki var vítaspyrnufansinum þar með lokið í þessum leik. Þróttur fékk nefnilega eina vítaspyrnu en hún fór að sjálfsögðu forgörðum eins og flest annað í þessari viðureign. Lauk leiknum 0—0 — önnur úrslit hefðu vart verið möguleg eftir slíkar gerningar. Höfðu menn á orði á Húsavík að þarna hefðu forlögin gripið i taumana og að Völsungspiltunum væri greinilega ekki ætlað að vinna í riðlinum. Ekki er úr vegi að líta aðeins á stöð- una í riðlunum en í A-riðli eru 10 leikir á hvert lið, B-riðillinn hefur hins vegar aðeins 9 lið, þar af leiðandi 8 leiki á hvert lið. A-riðíll KR 9 7 Valur 9 6 Breiðablik 8 4 Þór, Ak. 10 5 Akranes 9 4 Stjarnan 9 3 KA 8 3 ÍBV 7 1 Fram 9 2 Keflavík 7 1 FH 9018 B-riðill Þróttur 7 4 3 0 20—11 II Leiknir 7 4 2 1 16—10 10 Reynir 8 4 2 2 19—13 10 Völsungur 7 2 5 0 22— 5 9 Haukar 7 3 3 1 17— 7 9 Víkingur 7 3 1 3 21 — 12 7 Selfoss 7 1 2 4 14—30 4 Fylkir 7 115 11—17 3 ÍK 7 0 1 6 4—39 1< Þar hafa menn stöðurnar í riðlunum. Síðustu leikirnir í B-riðlinum eru nú um helgina og verður vafalítið gaman að sjá hvernig þeir fara. Þróttur á leik gegn Fylki, Leiknir leikur við Hauka og ætti það að verða hörkuleikur. Völs- ungur heimsækir Selfyssinga á morgun og verða strákarnir á Húsavíkinni að vinna þann leik ef þeir ætla sér að eiga nokkra möguleika á sigri í riðlinum. Þróttur verður einnig að vinna Fylki til að tryggja sér sigur í riðlinum þannig að það verður áreiðanlega hart barizt. KR-ingar eiga að leika í Eyjum í dag og þeim nægir jafntefli gegn heima- mönnum til þess að tryggja sér sigur í iríðlinum og sæti í úrslitaleiknum 2. september. Nokkurs misskilnings hefur igætt í sambandi við það hversu mörg lið komast upp úr riðlunum í 2. flokki. Margir hafa haldið i allt sumar að 2 lið (færu upp úr A-riðli og eitt úr B-riðli. iStaðreyndin er hins vegar sú að aðeins eitt lið kemst upp úr hvorum riðli. Hins vegar var það þannig í 3., 4. og 5. flokki að þar komust 2 lið upp úr A- riðli en eitt úr öllum hinum riðiunum. Allt útlit er því fyrir að það verði KR og Þróttur, sem leiki til úrslita um ís- landsmeistaratitilinn í 2. flokki að þessu sinni. I fyrra sigruðu Keflvíking- ar én í ár-hefur hlutskipti þeirra orðið að verma eitt af botnsætum A-riðiIsins. Þannig eru sveiflurnar í yngri flokkun- um á milli ára. Menn ýmist ganga upp i eldri flokka og aðrir koma í staðinn eða þá að skórnir eru lagðir á hilluna af einni eða annarri ástæðu. Hvergi eru sennilega meiri afföll en einmitt i 2. flokki enda fer hugur manna oft að reika viðar en um knattspyrnuvöllinn á þeim aldri. -SSv. UMFK50ára Ungmennafélag Keflavikur á 50 ára afmæli nú á árinu. Af því tilefni verður félagið með knattspyrnuleiki í dag, laugardaginn 25. ágúst. Keppt verður í öllum aldursflokkum á grasvellinum og malarvellinum í Keflavík. í yngri flokk- unum koma strákar úr Val og Breiða- bliki og spila við jafnaldra sína úr UMFK. Þá verður leikur milli mfl. UMFK og unglingalandsliðsins og Harðjaxlar KR, með sínar gömlu stjörnur, munu spila við keflvíska knattspyrnumenn, sem gerðu garðinn - frægan hér fyrr á árum. Knattspyrnan byrjar á báðum völlunum kl. 13.30. Leikur Harðjaxla KR og stjörnuliðsins hefst um kl. 15 og leikur mfl. við ungl- ingalandsliðið hefst kl. rúmlega fjögur. Fyrirhugað er að minnast afmælisins einnig á ýmsan annan hátt. Júdómót hefur þegar verið haldið og ætlunin er aö halda mót í öðrum greinum. Afmælisrit verður gefið út. Þá er unnið að gerð afmælispenings og er forsala á honum þegar hafin. íþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.