Dagblaðið - 27.08.1979, Page 3

Dagblaðið - 27.08.1979, Page 3
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 1979. Illa tekið á móti Greenpeacemönnum Síminnbilaðurí 18 daga: Bauð2þús. kr. afslátt Ólafur Baldvinsson, Lundahólum 6, kom á ritstjórn: Ég lét flytja síma -úr Asparfelli í Lundahóla 10. maí í vor. Eftir flutn- inginn var síminn í stöðugu ólagi, sambandið rofnaði, margir voru á línunni í einu o.s.frv. Ég hringdi hvérn virkan dag í símann og bað um viðgerð. Ekkert gekk fyrr en á 18. degi. Þá var loksins gert við símann. Síðan kemur reikningur fyrir flutn- inginn upp á 38.700 krónur. Ég tala við fulltrúa Pósts og síma og spyr hvort ég fái ekki afslátt vegna bilun- arinnar. Hann kveðst ætla að kanna málið. Símanum var svo lokað, þar sem reikningurinn var ógreiddur. Ég fer aftur á fund fulltrúans. Hann býður mér þá tæplega 2 þús. króna afslátt! Ég sagði að þann „afslátt” mætti hann eiga sjálfur og gekk á dyr. Mér flnnst rétt að láta aðra vita um þessa framkomu Pósts og síma. 2500 eða 200 Kona hringdi: Ég fór í Flóna og Kjallarann, búðir sem selja gömul föt, og keypti m.a. léreftskjól á dóttur mín í Kjallaran- um. Hann kostaði kr. 2500. Síðar leit ég við á fatamarkaðinum á Laufás- vegi. Þar sá ég nákvæmlega eins kjóla sem kostuðu kr. 2000! Þetta er hrikaiegur verðmunur á sams konar flikum. • HOOVER MEÐ 1000 W MOTOR, ELEKTRÓNÍSK SOGSTILLING/ I hvert sinn semþú notar “HOOVER CONGO“ verðurþér Ijósar, hve val þitt á ryksugu var rétt. Hún er falleg og hefur alla þá kosti sem ryksugu má prýða. Sjálfvirkt snúruinndrag. Gefur merki þegar skipta þarf um poka. Stór hjól og m. m.fl. Auk þess býr “CONGO“ yfir nokkrum sérstökum kostum sem ekki finnast samankomnir hjá neinni annarri ryksugu á sambærilegu verði. I fyrsta lagi er sogstyrknum stjórnað elektrónískt, svo hœfir hvort sem er þykkasta teppi eða viðkvœmasta lampaskermi. í öðru lagi er “CONGO“ búin sérstakri “HOOVER-pokalosun", þú þarft aldrei að snerta fullan pokann við tœmingu, hreinlegt ogþægilegt. Iþriðja lagifylgir “HOOVER-tœkjaberinn“, hann er settur ofan á ryksuguna svo öll hjálpartæki séu við hendina rneðan unnið er. Hann má svo hengja upp í skáp. HOOVER er heimilishjálp FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 Með „HOOVER CONGO“ getur þú samttmis unnid erfiðustu verkin jafnt og þau viðkvcemustu, eins og t.d. að hreinsa viðkvæman lampa- skerm. Þú ákveður sogstyrk- inn með þvt að stilla hnapp- inn sem stýrir mótornum elektrónískt. SENDUM BÆKLINGA Guðrún Á. Runólfsdóttir skrifar: Hvenær ætli sú stund renni upp að íslenzk yfirvöld vakni af værum blundi og fari að átta sig á því að þau eru orðin anzi langt á eftir timanum hvað snertir viðhorf til ýmissa vernd- unarmála — og þá ekki sízt hval- veiða, sem svo mjög eru í sviðsljósinu núna og mig langar til að gera að um- talsefni í þetta sinn. Það mætti ætla að íslendingar hefðu gripið tveim höndum það tæki- færi sem þeim hefur gefizt í sumar að sýna umheiminum hvern hug þeir bæru til þessara mála — sérstaklega þar sem þeir þykjast vilja vera fremstir í flokki í þeim málum. En það er eins og hvalurinn og hans verndun eigi ekki neinn hljómgrunn hjá okkur og finnst manni það undr- um sæta þar sem það hefur nóg komið fram um ástand stofnsins til að mörgum flnnist ekki seinna vænna að taka í taumana og stöðva hömlu- lausa sókn í hann sem verið hefur um aldir og um flest höf. Enda þótt við íslendingar högum okkur ekki á borð við ýmsar aðrar þjóðir, t.d. Rússa og Japani, þá er það engin afsökun þegar við segjum með heilagri vandlætingu að ekki veiðum við meira en rétt leyfilegt og undir ströngu eftirliti — en í sömu andrá greiðum við atkvæði okkar með áframhaldandi ofsókn ýmissa þjóða annarra í hvalastofninn. Þetta er víst öll hugsjónin. Síðan tökum við á móti friðunar- mönnum þeim sem hingað koma til að vinna að þessu verndunar- og rétt indamáli með þeim ráðum er þeim finnst vænlegast til að ná sínu fram. íslendingar margir telja þá fara rangt að en ekki hefur sézt stafur um það hvað annað sé helzt að gera og bezt til að ná árangri. Fróðlegt væri að heyra eitthvað um það. Ofbeldi er ekki á dagskrá þessara manna — þeir vilja bara gera sitt bezta til að bjarga eins mörgum hvölum og þeir frekast geta. Það þarf ekki að rekja fyrir neinum hvernig íslendingar hafa tekið á móti þessum friðunarmönn- um. Það er flestum kunnugt og engu þar við að bæta. Ég vil bara segja að ég hef óskað þess að við hefðum. borið gæfu til að fara öðruvísi að og ég er ekki neitt hreykin af að vera ís- lendingur núna í þessu máli. Það er okkur til stórrar vansæmdar hvernig við stöndum að því. Almenningsálitið hefur breytzt. Fólk vill breytta stefnu í fjölmörgum verndunarmálum, og þá ekki sízt hvalavernd og því áliti verður ekki breytt nú. Við þurfum að fara að átta okkur á þessu og reyna að fylgjast með ef við ætlum ekki að vinna okkur fyrirlitningu annarra þjóða. En á meðan hagsmunaaðilar í þessu máli virðast alfarið ráða og geta ráðið ferðinni í þessu máli, er víst ekki neins betra að vænta. Að endingu vil ég lýsa yfir mikilli ánægju og aðdáun á leiðara Dag- blaðsins 21. ágúst. Þar talar maður sem hefur rétta yfirsýn á góðum mál- stað, og þorir að láta það í ljós. Ég vil þakka höfundi innleggið. Það væri gott að sjá fleiri slík frá sem flestum. „Það er til stórrar vansæmaar nvermg vio notum staðið að viðskiptum við Green- peace.” Spurning dagsins Gerður Tómasdóttir nemi: Nei, ég hef engan áhuga fyrir skák og kann ekki einu sinni að tefla. Fylgist þú með skákmönnum okkar erlendis? Dýrfjörð nemi: Já, ég reyni það að minnsta kosti. Ég hef áhuga fyrir að tefla og geri það stundum, þó kann ég bara mannganginn. Guðlaugur Hilmarsson bílstjóri: Nei, ég hef ekki nokkurn áhuga fyrir skák. Ég lít ekki einu sinni á það sem skrifað er í blöðunum. Ég kann svolítið að tefla. Eva Jóhannsdóttir tækniteiknari: Nei, ég hef engan áhuga. Ég hef aldrei lært að tefla. Gestur Guðfinnsson blaðamaður: Ja, já nokkurn veginn geri ég það. Ég kann að tefla og geri það svona stundum. Halldór Smárason sjómaður: Nei, mjög takmarkað. Ég hef mjðg litinn ábuga fyrir skák og tefli mjög sjaldan.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.