Dagblaðið - 27.08.1979, Síða 11

Dagblaðið - 27.08.1979, Síða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST 1979. dómurinn hafi oltið á Jónsbókar- ákvæði, en nú kemur í ljós, að i heimild hans stendur það eitt, að lög- maður ríkissjóðs hafi vísað til framangreinds Jónsbókarákvaeði til stuðnings kröfum sínum. Nú mætti ætla, að Pétur hefði talið ástæðu til að biðjast velvirðingar á þessum grófu rangfærslum sínum. En það er nú eitthvað annað. í þess stað bætir hann einni rangfærslunni við, er hann segir í Dagblaðsgreininni 9. ágúst, að hann hafi leyft sér „að benda á dómsmál er málfærslumaður ríkissjóðs bar fyrir sig aldagömul ákvæði.” Hann gerði ekkert slíkt, heldur fullyrti að nálega fingurlaus öryrki hefði ekki náð skaðabótum vegna þess að dómur í máli hans hefði verið látinn velta i, Jónsbókarákvæði. Að lokum reynir hann að klóra sig út úr ógöngunum með þvi að segja: „Jónsbók sveif yfir vötnunum með sinni forneskju.” Hér er Pétur að heimfæra dóminn undir Jónsbók, og er það nú dálítið annað en að dóm- stóllinn hafi látið niðurstöðu velta á tilteknu Jónsbókarákvæði. Hvernig var dómurinn rökstuddur? Ekki er rétt að skiljast við þetta mál öðru vísi en rekja þau rök, sem dómsniðurstaða var reist á. Dómurinn var kveðinn upp í Bæj- arþingi Reykjavíkur 9. október 1970, og hljóðar rökstuðningur þannig: „Það er álit hinna sérfróðu sam- dómenda, að gögn málsins og skoðun þeirra á stefnanda taki af allan vafa um það, að hann hafi orðið fyrir al- varlegum skemmdum af völdum röntgengeisla með drepi bæði í mjúkum vefjum hægri handar og eins í beini (osteo-radio-necrosis). Miðað við núverandi þekkingu er allt geislamagn það, sem stefnandi hefur hlotið, mikið. Mæling var í þá daga ónákvæm, og má telja, að um nokkur frávik hafi getað verið að ræða. Frá líffræðulegu sjónarmiði er öll röntgengeislun skaðsamleg, og þegar geislað er á þennan hátt, þá veldur hver viðbótarskammtur aukn- um skemmdum eða aukinni hættu á skemmdum. Samkvæmt skýrslum, sem liggja fyrir um geislanir þær, sem stefnandi fékk á timabilinu 1927— 1932, er að minnsta kosti 25% gefið á árinu 1932, og verður að telja, að hundraðshluti þeirrar geislunar, sem stefnandi fékk samtals á árunum 1931—1932 og 1937, hafi verið tals- vert yfir'25% heildargeislunarinnar. Samkvæmt því, sem áður er sagt um liffræðileg áhrif röntgengeislunar, verður að telja mjög miklar líkur á því, að geislaskammturinn, sem stefnandi fékk á árunum 1932 og 1937, hafi ráðið úrslitum um það, hve illa tókst til, er hann fékk drep í mjúka vefi og bein hægri handar. í ljósi núverandi þekkingar á mælingu geislamagns, áhrifum röntgengeisla og eðlisfræðilegum eiginleikum þeirra má segja, að geislun sú, sem notuð var á árunum 1928—1929. 1930, 1931, 1932 og 1937, hafi verið „hörð”, þ.e. áhrifa hennar hafi gætt meira í þeim vefjum, sem urðu fyrir drepinu, heldur en í húðinni sjálfri. Þetta mun þó ekki hafa verið al- mennt viðurkennt og þekkt á þeim tima, sem geislunin var gefin. Það þykir því eigi fram komið, að geisla- meðferð sú, sem stefnandi hlaut, hafi ekki verið framkvæmd á réttan hátt (lege artis). Þá þykir ekkert fram komið um það, að um bilun hafi verið að ræða í tækjum þeim, sem notuð voru til geislunarinnar, en slík bilun mundi í flestum tilvikum vera þess eðlis, aö geislamagn væri minna en áætlað var. Samkvæmt þessu þykir því ekki verða lögð á stefnda fébótaábyrgð á tjóni því, sem stefn- andi hefur hlotið af völdum geisla- meðferðarinnar. Verður stefndi því sýknaður af kröfum stefnanda í máli þessu. Rétt þykir, að málskostnaður falli niður. Málssóknarlaun skipaðs talsmanns stefnanda, Gisla G. fsleifs- sonar hæstaréttarlögmanns, sem ákveðast kr. 50.000.00, greiðist úr ríkissjóði. Guðmundur Jónsson borgardóm- ari kvað upp dóm þennan ásamt sam- dómendunum Ásmundi Brekkan yfirlækni og Ólafi Tryggasyni lækni.” Dómur féll í Hæstarétti 12. nóvember 1971 og var sýknudómur Bæjarþings Reykjavikur staðfestur með skirskotun til forsendna (sjá Hæstaréttardóma 1971, bls. 1057). Vissulega er efni máls þessa allt umræðu- og íhugunarvert, en kemur , þó hvorki við starfsaðferðum aðilja vinnumarkaðarins né heldur rang- færslu Pétur Péturssonar. Athygli skal þó vakin á því, að hvergi er minnzt á Jónsbók í rök- stuðningnum og raunar hvergi í dóminum. Lögmaður ríkissjóðs hefur ekki lagt þá áherzlu á tilvísan sina til Jónsbókar, að ástæða þætti til að ræða það álitaefni í dóminum. Úrslit málsins velta einfaldlega á al- mennu skaðabótareglunni eða sakar- reglunni, sem er undirstöðuregla nú- tíma bótaréttar og almennt þrengri en Kjallarinn Sigurður Líndal bótareglur Jónsbókar (og raunar einnig Grágásar), enda síðar mótuð. Sýknað er vegna þess, að sök er ekki talin hafa verið fyrir hendi. Ýmis vandkvæði eru á að samþýða ákvæðin í Jónsbók, mannhelgi 13, nútíma sjónarmiðum í bótarétti og þvi í fyllsta máta eðlilegt, að þau kæmu ekki til álita í þessu máli. Merk menningararf- leifð í fornlögum ís- lendinga Með þessu eru þó ekki löstuð hin fornu lög. Bæði Grágás og Jónsbók eru meðal stórvirkja íslenzkrar menn- ingar, þótt vandalaust sé að finna þar sitt af hverju, sem forneskju má kalla. Hitt er þó fleira, sem sýnir, að ....jafnvel í fornöld sveif hugur eins hátt”. Pétur Pétursson virðist finna það dóminum helzt til foráttu, að bætur skyldu ekki dæmdar. Þóti svo færi, get ég huggað hann með því, að þróunin síðustu áratugi hefur almennt gengið í þá átt að rýmka bótaskyldu þótt einlægt sé álitamál, hversu langt skuli teygja bótareglurn- ar. Með þessari stefnu hafa dóm- stólar hvarflað frá sakarreglunni, en heldur nálgazt í ýmsum efnum meginreglur Jónsbókar og Grágásar, sem almennt eru rýmri en hún. Pétúr ætti því sízt að lasta hin fornu lög — þó að þau hefðu að vísu ekki stoðað í þessu tiltekna máli. En um þetta þarf ekki að fjölyrða. — Dómstólar lögðu ekki annað til grundvallar í þessu máli en þá reglu, sem telja má undir- stöðu nútíma bótaréttar. Umræðulok Þetta dæmi um grófa rangfærslu Péturs Péturssonar — að ekki sé notað orðið fölsun — sem hér er fjallaðum.erekkerteindæmi, heldur einkenna slík vinnubrögð öll skrif hans. Ég hef engan áhuga á þess hátt- ar umræðum og lái mér hver sem vill. Afsökunarbeiðni skulda ég enga — miklu fremur að Pétur skuldi lesend- um eitthvað í þá veru sakir rang- færslna sinna og moldviðris. SigurOur Lindal prófessor. II »'n ba*nH Urn’ Sem u,nuinir\ i *,6‘ m,ok \ * \ Zgar V“C\ /*8d' er orð,,„\ ^urfraZo' sinar urr *rein sir t'ður Sf tenn haf VCfulígar Þegar Alþingi þybbaðist við að punga út þremur milljörðum á auga- bragði hér undir vorið, sagði for- maður Stéttarsambands bænda eitt- hvað í þá veru, að þeir sem þar vildu fara með gát væru bezt geymdir í poka í Brúará. Sami ágætismaður sagði mér áheyrandi nokkru síðar, að hina sömu ætti að taka ,,í bónda- beygju og sleppa ekki fyrr en við höfum beygt þá undir vilja okkar”. Meðan svona er brugðizt við tillögum um breytingar er tómt mál að tala við þessa ágætismenn. í kverkataki núverandi stefnu Óheft og skipulagslaus fram- leiðslustefna íhalds og framsóknar, sem lengst af hafa stjórnað þessum málum, heldur nú íslenzkum bænd- um í kverkataki, þótt ekki skuli svo sterkt til orða tekið að hún sé að kreista úr þeim líftóruna. Bændur eru lífseigari en svo. Tillögur mínar miða að því að losa bændur úr kverkataki landbúnaðar- stefnunnar, koma landbúnaðinum á traustari grundvöll, þannig að hann geti verið þjóðarbúskapnum sú stoð, sem hann á að vera. Til þess þarf að draga úr framleiðslunni. Það er heldur engin goðgá, þegar sagt er að við komumst vel af með færri fram- leiðendur landbúnaðarafurða. Áreiðanlegt er að ýmsir eru að fást við búskap, sem betur væru komnir við störf annars staðar í þjóðfélag- inu. Til eru þeir, sem bundnir eru á klafa kota sinna og komast hvergi. Tillögur mínar um 500 milljónir til að hjálpa mönnum til að hverfa frá bú- skap miðuðu að því að greiða götu iður bóndi og auðnarstefnan \ S l jand'kapur Albýftullokksin> * h.indur. Sjallsagt hclur >'»Nj\>ao oróið þaó a aft gcra ur tj^ aV™ I vlapnuni en cfni ‘io5u lil. (iaí .!> .,"il.cia mcnn liala tulkaó scm Ijan . x . 'l’i licínr árciðanlcfa miklu oftar vC,,o» . „1 at .antrekkineu cn ill.il- w,\< " c„6 I ÆT ,• ,.fl Mh>flu- kcm.l liiíur aí þc.rr. n.ðr» “ af, ckV> v. I ÆM , l.n lursliændaMcnarinn nú lok, kkilji barodur unik'e' t,o»s°n \ T , .) hnAsti oöruni llokkum >crið sannur vinur þcuöft C’ Qu(W * \ <vt . ._ Að vera sæll í trúnni hiöur hcfur^grein kcmst l iOur a,. isim • nú loks skilji barndur »»- un»s'c'" .na niVuni noUu.ro '«!« Vinur C.u ‘ . aö málílutningur árin. auösitað AlþyC^aO' l„m , ncfl. cn hb l'arna hcfur ElSur "'W' wtn „jOiV , oviror*m,». 'cm komi'l aS lcyndarmáli. «»f* »0«6- oðrum er hulið. cn golt cr hro»'* ■,„,»»»"* að einum aö vcra sæll i sinni trú-on et f\* - ð*1" tut Ekki við bændur^ sina á upptali ■'•in ue einum Ekki vio oi að sakast Eiöur Guðnaso! aö vcrasæll tsinm tru-m d :i við bændur - oe» ‘ \S\WS lO- h‘oTr'yn‘lunr V, rme,ú- ootaI'i< !M"lrikan„ PPAtwl . _ Kjallarinn EiðurGuðnason þeirra og stuðla um leið að stefnu- breytingu í landbúnaði. En það er erfitt ef ekki óhugsandi að ræða þessi mál við þá sem láta til- finningarnar taka völdin af rökrænni hugsun. Bóndi og ekki bóndi „Eiður bóndi og auðnarstefnan” er fyrirsögn greinar Inga Tryggvason- ar, sem hér hefur verið gerð að um- ræðuefni. Ekki á ég skilið sæmdar- heitið bóndi — ekki einu sinni „skrif- borðsbóndi”. Nær væri hins vegar að kalla hina nýju stefnu, sem ég boða í mínu nefndaráliti auðnu- stefnu, því hún er til heilla og hags- bóta fyrir þjóðina í heild. Þó ég sé ekki bóndi eins og Ingi Tryggvason, þá ber mér samt skylda til, sem kjörnum fulltrúa á Alþingi íslendinga, að hafa skoðanir á land- búnaðarmálum. Þær skoðanir hef ég að hluta sett fram í nefndarálitinu í „harðindanefnd”. Mínar skoðanir urðu í minnihluta í nefndinni. Fulltrúar allra hinna stjómmálaflokkanna svo og bænda- samtakanna lögðust gegn þeim. Svo vel treysti ég hins vegar skynsemi fólks í þessu landi, að með sjálfum mér er ég þess fullviss, að þær til- lögur og sú nýbreytni sem er boðuð i sérálitinu á vísan stuðning meirihluta þjóðarinnar. Það skiptir öllu máli, en ekki hvort framsóknarmenn úr þrem- ur flokkum sameinast um það t:,n sinn að koma í veg fyrir að bm iur verði losaðir úr kverkataki , nlu stefnunnar. < Eiður Guðnason alþingismaður

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.