Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 27.08.1979, Qupperneq 19

Dagblaðið - 27.08.1979, Qupperneq 19
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 27. ÁGÚST1979. 19 3NS iinn 9. mínútu Eðvaldsson gullið tækifæri til að gera út um leikinn. Eftir mikinn misskilning í vörn Fram komst Atli einn inn fyrir og hafði nægan tíma — varnarmenn Fram störðu aðeins á hann og trúðu ekki eigin augum. Atli lagði knöttinn vel fyrir sig og skaut þrumuskoti, en Guð- mundur Baldursson í markinu kastaði sér eins og pardus á eftir knettinum og gómaði hann glæsilega niður við jörð. Snilldarmarkvarzla. Guðmundur hafði ekki sagt sitt síðasta orð í þessum leik því minútu áður en Fram skoraði varði hann með miklum tilþrifum skalla frá Atla eftir hornspyrnu. Guðmundur kastaði sér langt aftur á bak og náði að slá knöttinn rétt yfir þverslá. Stórglæsi- leg tilþrif þessa unga markvarðar. Síðan gerðu Framarar út um leikinn og það var því engin furða þótt leikmenn Fram flykktust að Guðmundi eftir leik- inn og þökkuðu honum hans hlut í sigr- inum. Þetta var í rauninni 0-0 leikur allt frá upphafi. Framarar höfðu hins vegar heppnina með sér að þessu sinni — ekki oft sem það gerist gegn Val — og fóru með sigur af hólmi. Guðmundur var öryggið uppmálað í markinu, Mar- teinn pottþéttur í stöðu , .sweepers” og Ásgeir Eliasson var heilinn í liðinu. Liðið var i heildina mjög jafnt og það hafði mikið að segja gegn Valsmönn- um. Hjá Val var satt að segja enginn sem stóð upp úr meðalmennskunni nema ef vera skyldi Atli, sem hafði mikla yfir- ferð. Lykilmenn í liðinu náðu sér hins vegar ekki almennilega á strik, en sigur- inn hefði allt eins getað lent Valsmegin. Þetta var einfaldlega dagur Fram í gær. - SSv. mynd af þeim. Valsmenn brutu oftaraf sér —en þeir fengu fleiri homspymur Við gerðum það að gamni okkar að taka saman tölulegar upplýsingar um leik Fram og Vais og hér á eftir fylgir niðurstaðan: Fram Valur Aukaspymur 21 17 Hornspymur 4 6 Innköst Rangstaða Markspymur Rangstaða var aðeins fjórum sinnum dæmd allan leikinn. Þrívegis á Vals- menn en aðeins einu sinni á Fram. Segir það nokkuð um hversu lítið sótt var. Markspymur voru 13 frá marki Fram en 12 frá marki Vals en að öðru ieyti skýrir taflan sig sjálf. Rétt er þó að geta þess að fyrsta aukaspyrnan, sem Fram fékk á sig var ekki fyrr en á 20. mín. en fram að þeim tima höfðu Valsmcnn 6 sinnum gerzt brotlegir. - SSv. A meðal gesta 1 heiðurssttikunni má sjá r þá feðga Björgvin og Ellert Schram og f litli bróðir, Ölafur, er ekki langt undan. f' Skeggjaður með gleraugu, beint fyrir' ofan Ellert. Ennskorar PÉTUR — Jafntefli PSVog Feyenoord2-2 „Þetta var mjög góður leikur — mikil spenna allan leikinn og áhorfend- ur heldur betur með á nótunum,” sagði Pétur Pétursson í morgun um leik lið- anna kunnu i hollenzku knattspyrn- unni. PSV Eindhoven og Feyenoord í úrvalsdeildinni i gær. Uppselt var á leikinn, 30 þúsund áhorfendur og jafn- tefli 2—2. Pétur skoraði fyrsta mark leiksins. Fyrirgjöf utan af kanti — holienzki landsliðsmaðurinn Brandts hjá PSV ætlaði að hreinsa en Pétur komst á milli. Skoraði auðveldlega. Staðan í hálfleik 0— 1. t siðari hálfleiknum jafnaði Van der Kuvlen fyrir PSV úr vitaspymu og siðan skoraði Poortvliet frá PSV ,,en hann var greinilega rangstæður. Það sást vel, þegar leikurinn var sýndur i sjónvarpinu í gær,” sagði Pétur. Á 75. min. tókst Ivan Nielsen að jafna fyrir Feyenoord. Hann kom frá Frem í Kaupmannahofn til Feyenoord i sumar. Pétur sagði að leikmenn Feyenoord hefðu verið ánægðir að hljóta stig f Eindhoven og hann sagðist einnig vera ánægður með frammistöðu sína i leiknum. fþremur fyrstu leikjum Feyenoord hefur Pétur skorað fjögur af sex mörkum liðsins. Úrslit i Hollandi i gær urðu þessi: NAC Breda—Tilburg 0—1 Ajax—Deventer 2—1 Excelsior—Arnheim 2—0 Sparta—Haarlem 3—0 Haag—AZ '61 Alkmaar 1—0 Maastricht—Utrecht 0—0 PSV—Feyenoord 2—2 NEC Nijmegen—RODA 2—0 PEC Zwolle—Twente_ 0—1 - Staða efstu liða er nú: Ajax 3 3 0 0 7—3 6 Feyenoord 3 2 1 0 6—2 5 Excelsior 3 2 1 0 5—2 5 AZ’67 3 2 0 1 4—3 4 Haag 3 2 0 1 3—2 4 Þess má geta, að Ámi Sveinsson lék með Excelsior frá Rotterdam f 2. deild á síðasta leiktimabili og liðið vann sig þá upp i úrvalsdeildina. Bikarsigur Hamborgar Kevin Keegan lék með Hamburger SV á ný í gær en tókst ekld að skora, þegar Þýzkalandsmeistaramir sigruðu Villingen 6—0 i bikarkeppninni. Það var i fyrstu umferð keppninnar og leikið f Hamborg. íttir iþróttir Bþróttir Iþróttir Iþróttir „K0MINN TIMITIL AÐ VID VÆRUM HEPPNIR GEGN VAL” —sagði Ásgeir Elíasson, fyrirliði Fram, eftir leikinn Það var að vonum mikill glaumur og gleði í herbúðum Fram að leiknum loknum, enda fyrsti bikar Fram í 6 ár í höfn. Liðið varð bikarmeistari 1973 og sfðan hefur enginn meiri háttar sigur unnizt. Ásgeir Eliasson, fyrirliði Fram, vann sinn þriðja bikarsigur í gær, en hann var með Fram er liðið vann Kefla- vík 1973, 2-1 á Laugardalsvellinum, og einnig er Eyjamenn urðu að lúta í lægra haldi gegn Fram á Melavellinum 1970, 1-2. Við svifum því fyrst á hann í bún- ingsklefanum. „Við vorum bjartsýnir á sigur fyrir leikinn og tókst að sigra í leik sem gat farið á báða vegu. Það var kominn tími til að við værum heppnir gegn Vals- mönnum i leik. Við vorum búnir að vera mjög óheppnir í báðum leikjunum í 1. deildinni í sumar og því var þetta kærkominn sigur. Ég veit ekki hvort þetta var skemmtilegri sigur en gegn ÍBK 1973 — það var geysilega gaman þá. Ég vil endilega koma því á fram- færi að stuðningsmenn okkar eiga miklar þakkir skildar fyrir sinn þátt í sigrinum, þeir voru frábærir,” sagði þessi geðugi leikmaður og brosti. En það brostu fleiri en Ásgeir. Gunnar Bjarnason var einn þeirra og engin furða. Hann var með FH á sl. sumri og liðið féll í 2. deild. Reyndar hafði Gunnar forðað sér til sólarlanda áður en liðið féll endanlega, en það breytir ekki þeirri staðreynd að hann lék með fallliði í fyrra. Þetta var fyrsti sigur Gunnars í meiri háttar keppni og hann sagði: ,,Ég er ekki bara ánægður — ég er himinlifandi. Markið gat ekki komiðá betraaugnabliki.” Hólmbert Friðjónsson, þjálfari Framara, var hinn rólegasti og tók öll- um látunum með jafnaðargeði. „Við vorum með marga leikmenn Vals í strangri gæzlu allan leikinn. Reyndum að taka sem flesta pósta hjá þeim, enda er Valsliðið geysisterk liðsheild. Ef Valsmenn komast í gang má alltaf bú- ast við marki. Við reyndum að halda þeim niðri eins og frekast var hægt og það held ég megi segja að hafi tekizt. Valsmenn eru þó með heilsteyptara lið en við en við erum að byggja upp sterk- an hóp. Guðmundur var frábær í markinu þegar á hann reyndi og Ásgeir átti sinn bezta leik í sumar.”

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.