Alþýðublaðið - 11.12.1921, Page 1

Alþýðublaðið - 11.12.1921, Page 1
1921 Mánudaginn n. desember. 286 tölnbl. Jliíur með mannðrápaleiklnn! Alþýðan vili engan vopnaðan 'iokk eiga yfir höíðí sér. Hún hefir á aíarfjölmennum fundi, samþykt, að hún vilji að <jll skotfélög verði bönnuð. Og hvar sem fregnin fer um landið um þessa eindregnu kröfu alþýðunnar í Reykjavfk, munu sjó- menn, verkamenn og bændursegja að hún sé réttmæt, að hún sé sjálfsögð. Já, og meira að segja: fjöldinn af kaúpmannalýðnum úti um land mun liklegast segja hið sama. En hvað segir auðvaldið í Heykjavík; hverju svarar það? Vill það samþykkja að hætt sé að kenna mönnum manndráp? Vill það láta það vera í síðasta skiftið, eins og það var í hið /yrsta, það sem skeði hér 23. nóvember sfðastl, sem var það, að fjölda manns voru fengnar byssur og skotfæri til þess að ■drepa menn með, jafnframt því sem víni var úthlutað, lfklegast til þess, að gera menn ófyrirleitnari við manndrápin? Vill auðvaldið ekki svara? Jú, það hefir þegar gefið upp .svarið Máltól þess, Morgunblaðið, hefir fiutt það í greinum, sem sagðar ■ eru eftir einn af hinum nýju her- ikóngum auðvaldsins, Ólaf Tryggva- son Thors, og svarið er: Það á ekki að leggja niður vopnin; þvert á móti, hin vopnaða sveit á að Ikomast á landssjóðslaun. Auðvitað á landssjóður að borga -útgjöld hvíta herliðsins fram að þessu, úr þvi að hann á að kosta það áfram, eða það hlýtur að vera tilætlun ólafs Tryggvasonar Thors og félaga hans i morðtólasveitinni. Landssjóður á að borga brús- ann. Landssjóður á að borga hern- aðarleik þeirra, sem almenningur mundi skoða sem skrípaleik einn, ef ekki lægi á bak við takmarka- jiaust ábyrgðarleysi: að úthluta skotvopnum og vfni, sumpart til svo ístöðulítilla manna, að þeir voru orðnir mikið druknir, áður en dagur var úti. Landssjóður á að borga fyrir húsin, sem hernumin voru af hvfta liðinu þennan dag, t d. G. T. húsið. Landssjóður á að borga kostnaðinn við að útbúa „spítal ann", sem þeir ætluðu að láta þá á til bráðabirgða, sem þeir bara háifdræpu (til bráðabirgða?). Landssjóður á að borga byss- urnar og skotfærin, sem tekin voru þennan dag hjá heildsala, er með þetta verzlar. Landssjóður á að borga leigu fyrir bifreiðarnar — að sögn fimm- tán — er noUðar voru, fyrst til þess að flytja í „fangana*1, en sfðan af foringjum hvftliðsins til þess að ösla í um bæinn, enginn veit til hvers. Landssjóður á að borga kaðal- inn sem bútaður var niður í bar- efli í veiðaríæraverzluninni Gsysir, (eða var það hjá Sigurjóni?) eða kanske þessar verzlanir, önnur eða báðar, hafí gefíð kaðalspottana í þeirri von, að einhver sjómaður- inn yrði barinn í framan með þeim, og ætlað á þennan hátt að veita þeim uppbót á viðskiftunum ? Og bareflin, axarsköftin ógleym- anlegu, sem einkenna hvíta her- liðið undir stjóm ólafs Tryggva- sonar hins nýja, eins og eyrun asnann, væri ekki vel til fallið, að Óiafur Tryggvason borgaði þau sjálfur? Jú vissulega, en auð- vitað koma þau á landssjóðinn, eins og annar herkostnaður þessa herkonungs. En það er ekkert aðalatriði í þessu máli, hvað landssjóði er látið blæða. Aðalatriðið,;erj;að hér er í borginni [vopnaður flokkur, sem auðvaldið heldur. En til hvers? Vitanlega ekki til nokkurs ann- ars, en til þess, að drepa niður með verkalýðinn, ef með þarf, „til þess að halda lögum og reglu í landinu". Það þarf svo sem ekkl að spyrja að því, að þeir sem drepnir verða, verða drepnir “f laganna nafni". Það þarf ekki að spyrja að þvf, að ef hér verður haldið uppi á- fram vopnaðri sveit, þá verður hún notuð tii þess, að vernda með íáráðlinga, sem gerast til þess, að vinna undir kauptaxta verka- lýðsins, næst þegar kaupdeila verður. Og eftir því sem nú er fram komið, þarf enginn að efast um, að þeir notuðu byssurnar, ef að nokkur átylla gæflst til þess. — Herliðinu mundi „f laganna nafni" vera veitt vfn i bannlandinu, á undan atlögunni, til þess að deyfa með samvizknna. Og fyrir það mundi settur einhver heimsknr, háifbrjálaður flausturs flanari, hefzt með sigurvæniegu nafni, segjum tii dæmis einhver er héti Sigurjónl Nei, það er of seint að taka af þeim byssurnar, þegar þeir væru af óvitaskap sfnum búnir að drepa, hver veit hvað marga. Þess vegna: Niður með vopnin, sem nota á á verkalýðinn við fyrsta tækifæri, kanske þegar við næstu bæjarstjórnarkosningar. Niður með vopnin, sem drepa á með alþýðumenn, en hæglega geta snúist að þeim, sem nú halda á þeim. Niður með óvitaskap auðvaids- ins, að stofna hér til manndrápa. Áfram með kröfu Alþýðu- flokksins. Niður með morðtólasveitina I Við ritstjórn Alþýðublaðsins tekur aftur í dag Ólafur Friðriks.. son. Pegar Jón Sigurðsson var kosinn þingmaður ísfírðinga 16. apríl 1875, hlaut hann 57 atkv., en 61 kjósandi mætti á kjörfundi.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.